Morgunblaðið - 11.08.2008, Page 4

Morgunblaðið - 11.08.2008, Page 4
4 MÁNUDAGUR 11. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Heimsferðir bjóða frábært stökktu tilboð á síðustu sætunum til Costa del Sol, 21. ágúst í 1 eða 2 vikur og 28. ágúst í viku. Þú bókar og tryggir þér sæti og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir. Gríptu tækifærið og tryggðu þér sumarfrí á frábærum kjörum á vinsælasta sumarleyfisstað Íslendinga. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Costa del Sol Allra síðustu sætin! Munið Mastercard ferðaávísunina Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. frá kr. 59.990 21. eða 28. ágúst Verð kr. 59.990 Netverð á mann, m.v. 2-4 í herbergi / stúdíó / íbúð í viku, 21. eða 28. ágúst. Aukavika kr. 15.000 (aðeins í boði í brottför 21. ágúst). Stökktu til HEYSKAPARTÍÐ er hreint ekki lokið og Anja Mager heyjaði af miklum dugnaði á Dýrastöðum í Norðurárdal á dögunum. Hún er þýsk en hefur fest rætur í Borgarfirðinum. Innt eftir ástæðum þess að hún fluttist til Íslands svarar hún einfald- lega að hér sé gaman að vera. Henni til halds og trausts var tíkin Prúð, sem fylgdist með öllu úr ökumannssætinu. Hafði Anja orð á því að þótt hún héti Prúð væri hún það ekki. andresth@mbl.is Vinnur undir vökulu auga hundsins Morgunblaðið/Árni Sæberg Eftir Andrés Þorleifsson andresth@mbl.is MANNBJÖRG varð þegar trillan Glaður SK170 sökk á Skagafirði að- faranótt sunnudags. Báturinn er tal- inn hafa sokkið á miðnætti um tvær sjómílur vestur af Þórðarhöfða en maðurinn, sem var einn um borð, komst í gúmmíbát. Sjómaðurinn hafði róið til fiskjar og ætlaði að koma til hafnar um klukkan eitt að nóttu. Eiginkona mannsins hafði samband við vakt- stöð siglinga um klukkan þrjú og sagði manninn ekki hafa skilað sér. Björgunarsveitir voru strax kallaðar út og var þyrla Landhelgisgæslunn- ar á leið í loftið þegar maðurinn fannst. Björgunarmenn komu auga á hann 15 metra frá landi skammt frá Þórðarhöfða klukkan 4:32. Var mað- urinn orðinn nokkuð þrekaður eftir að hafa róið af miklum móð í marga klukkutíma til að komast hjá því að lenda í stórgrýttri fjörunni. Hann var fluttur á sjúkrahúsið á Sauðárkróki. Fóru boðin ekki strax af stað? Þegar björgunarbátur blæs út á sjálfvirkur neyðarsendir hans strax að fara í gang. Neyðarskeytið á að berast til björgunarmiðstöðvar í Bodö í Noregi sem síðan kemur skeytinu áfram til gæslunnar. Engu að síður fékk Landhelgis- gæslan ekki boðin fyrr en klukkan 4:19. Að svo stöddu eru orsakir taf- arinnar ekki kunnar, en að sögn Landhelgisgæslunnar er um að ræða gamlan búnað frá byrjun níunda ára- tugar síðustu aldar. Málið er í rann- sókn hjá rannsóknarnefnd sjóslysa. Trilla sökk vestur af Þórðarhöfða í Skagafirði                                      Langur tími leið þar til Landhelgis- gæslan fékk boð SÍÐASTLIÐINN júlímánuð fóru tæplega 293 þúsund farþegar um Flugstöð Leifs Eiríkssonar saman- borið við 309 þúsund farþega í sama mánuði í fyrra. Farþegum fækkar því um rúmlega 5% á milli ára. Fækkun farþega á milli ára er langmest í hópi áfram- og skipti- farþega, eða 39,9% og 14,5% í hvor- um flokki. Umtalsvert minni fækkun er hins veagr í hópi komu- og brott- fararfarþega, en þeim fækkaði um 3,25%, annars vegar, og um 2,34%, hins vegar. Komu- og brottfararfarþegum hefur þó fjölgað lítillega sé litið til alls ársins, eða um 2% og 0,45%. Þá hafa 1.232 þúsund farþegar farið um flugstöðina það sem af er ári en voru 1.252 þúsund í fyrra, sem er hlutfallsleg fækkun um 1,6%. Farþegum fækkar Flug Frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Mest munar um áframfarþega Eftir Ylfu Kristínu K. Árnadóttur ylfa@mbl.is Í BYRJUN júlí var Hermann Vals- son, þáverandi landvörður í Vatna- jökulsþjóðgarði, á ferð rétt fyrir ut- an þjóðgarðinn þegar hann stóð tvo stóra bíla, sem hann áætlar að hafi hvor fyrir sig vegið um 40 tonn, að utanvegarakstri. Um var að ræða fjögurra öxla vörubíl sem var að draga dráttarbíl með gröfu aftan á. Bílarnir óku um 16 metrum fyrir ut- an veg og keyrðu þar, að mati Her- manns, a.m.k. 300-350 metra áður en hann stöðvaði þá. Ummerkin eru mjög greinileg. „Þetta mun sjást næstu fimm til tíu árin að minnsta kosti,“ segir Her- mann en hann lét framkvæmda- stjóra garðsins umsvifalaust vita af brotinu. Að mati Hermanns sýndi sá hins vegar sinnuleysi gagnvart mál- inu en bað Hermann að fara ekki með ljósmyndirnar, sem hann tók af skemmdunum, til fjölmiðlanna. Her- mann hefur nú upp á sitt einsdæmi kært utanvegaraksturinn til sýslu- mannsins á Hvolsvelli og er málið þar í vinnslu. „Hrein og klár leti“ Að sögn Hermanns var um að ræða verktaka á vegum veiðifélags Veiðivatna. Þeir komust ekki upp brekku við þjóðgarðinn en í staðinn fyrir að létta á tengivagninum til að koma báðum bílunum upp brekkuna, sem Hermann telur að hefði tekið innan við klukkutíma, tóku þeir sveig utan vegar. „Þetta var hrein og klár leti í þeim,“ segir Hermann. Að sögn Hermanns komu menn frá veiðifélaginu daginn eftir og reyndu að laga förin en það er hæg- ara sagt en gert. Hann segir menn- ina hafa beðið sig að kæra ekki en Hermann ákvað að gera það, þrátt fyrir beiðni frá mönnunum um ann- að og litla hvatningu yfirmannsins. Stóð 40 tonna bíla að utanvegarakstri  Skildu eftir djúp för á yfir 300 metra kafla við Vatnajökulsþjóðgarð  Mun sjást næstu 5-10 árin  Landvörðurinn var beðinn að kæra utanvegaraksturinn ekki til lögreglu en hann gerði það þó Ljósmynd/Hermann Valsson Djúp för Greinileg för má sjá í sandinum eftir utanvegarakstur bifreiðanna. Í HNOTSKURN »Hermann stöðvaði tværþungar bifreiðar við ut- anvegarakstur í Vatnajökuls- þjóðgarði. Hann hefur kært atvikið til lögreglunnar. Ný- lega var ökumaður jeppa við Langasjó sektaður um 200 þús. fyrir utanvegarakstur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.