Morgunblaðið - 11.08.2008, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. ÁGÚST 2008 15
MENNING
STEFÁN Ragnar Höskuldsson,
sólóflautuleikari við Metropolitan-
óperuna í New York, og Gerður
Gunnarsdóttir, konsertmeistari
óperuhljómsveitarinnar í Köln,
koma fram á kammertónleikum í
Salnum í Kópavogi í kvöld ásamt
fimm öðrum hljóðfæraleikurum.
Tónleikarnir eru hluti af tónleika-
röð Tónlistarhátíðar unga fólksins
sem fer fram þessa dagana og
stendur til 17. ágúst.
Stefán Ragnar og Gerður kenna á
hátíðinni en í tónleikaröðinni koma
ýmist fram kennarar eða fulltrúar
ungu kynslóðarinnar.
Helgi Jónsson, tónlistarfræð-
ingur og einn skipuleggjenda
hátíðarinnar, segir það frábært að
fá þessa listamenn á hátíðina, Stef-
án og Gerði, til kennslu og tónleika-
halds. „Þau koma, sökum anna við
störf sín, sjaldan fram á Íslandi og
því er það viðburður að fá að sjá þau
tvö á tónleikum hér á landi,“ segir
hann.
Námskeiðin á hátíðinni skiptast í
einka- og hóptíma, þ.e. master-
klassa, auk þess sem nemendur
koma fram á hádegistónleikum sem
eru öllum opnir. Helgi segir það
hluta af lærdómi þátttakenda á
námskeiðinu að sjá leiðbeinendur
sína leika á hljóðfæri.
Á efnisská tónleikanna í kvöld
eru flautukvartett og klarinettu-
kvintett eftir Mozart, partíta fyrir
sólóflautu í a-moll eftir Bach og
Bachianas Brasilieiras nr. 6 fyrir
flautu og fagott eftir tónskáldið
Heitor Villa-Lobos. Frekari upplýs-
ingar eru á musicfest.is.
helgisnaer@mbl.is
Viðburður
í Salnum
Gerður
Gunnarsdóttir
Stefán Ragnar
Höskuldsson
LISTAMENNIRNIR
Hulda Vilhjálmsdóttir og
Valgarður Bragason sýna
málverk og teikningar sínar
í Galleríi Verðandi að Lauga-
vegi 51, á sýningunni Lista-
konan og lærlingurinn.
Hulda hefur haft Valgarð í
læri í 10 ár, að því er segir í
tilkynningu, og sýnir hann
nú afrakstur þess náms.
Sýningin var opnuð í fyrradag og stendur út
ágúst.
Gallerí Verðandi er í bókabúðinni Skuld. Lista-
konan og lærlingurinn er þriðja sýningin í galleríi
Verðandi en til stendur að opna nýja sýningu
mánaðarlega í galleríinu.
Myndlist
Listakona sýnir
með lærlingi sínum
Málverk eftir
Valgarð Bragason.
Myndlistarmaðurinn
Mýrmann sýnir ný olíu-
málverk á veit-
ingastaðnum Energia í
Smáralind. Verkin ein-
kennast af draum-
kenndu, ímynduðu lands-
lagi, að því er segir í
tilkynningu. Mýrmann
heitir réttu nafni Víðir
Ingólfur, fæddur í Reykjavík árið 1973. Mýrmann
hefur fengist við myndlist frá unga aldri, nam við
Myndlistaskólann í Reykjavík, Myndlistarskólann
Rými og Iðnskólann í Reykjavík. Mýrmann hefur
tekið þátt í nokkrum samsýningum en þetta er 12.
einkasýningin hans. Afgreiðslutíma Energia má
finna á vefsíðu Smáralindar, smaralind.is.
Myndlist
Mýrmann sýnir
ímyndað landslag
Verk eftir Víði Ingólf,
Mýrmann.
NÆSTU sumartónleikar í
Listasafni Sigurjóns fara fram
á morgun og eru helgaðir ís-
lenskri tónlist.
Á þeim flytja Guðrún Ingi-
marsdóttir sópransöngkona og
Jónína Erna Arnardóttir
píanóleikari fjölbreytta dag-
skrá með íslenskum söng-
lögum, aríum og leikhústónlist
eftir Atla Heimi Sveinsson, Jón
Ásgeirsson, Sigvalda Kalda-
lóns, Pál Ísólfsson og Sigurð Þórðarson, auk ann-
arra. Fluttir verða meðal annars söngvar úr
Gullna hliðinu, Pilti og Stúlku, Sjálfstæðu fólki,
Dansinum í Hruna og Allra meina bót. Tónleik-
arnir hefjast kl. 20.30 og er aðgangseyrir 1.500 kr.
Tónlist
Leikhústónlist,
sönglög og aríur
Guðrún Ingimars-
dóttir söngkona.
gunnhildur@mbl.is
Á TÓNLISTARHÁTÍÐINNI
Berjadögum á Ólafsfirði hafa tengsl
tónlistar og náttúru verið í forgrunni
frá byrjun, en hátíðin er haldin í tí-
unda sinn um helgina.
„Markmið hátíðarinnar er að
gestir geti notið fagurra lista og
stórbrotinnar náttúru byggðarlags-
ins, en Tröllaskaginn skartar um
þetta leyti sínu fegursta,“ segir Örn
Magnússon, stjórnandi hátíðarinnar.
„Þetta er tónlistarhátíð þar sem flutt
er aðgengileg sígild tónlist í band við
þjóðlög og eitt og annað sem til fell-
ur.“
Nafn Berjadaganna er í samræmi
við markmiðið, að njóta lista og nátt-
úru í einu. „Þarna fyrir norðan eru
mikil berjalönd og berjamenning
sem setur lit sinn á mannlífið á þess-
um tíma ársins,“ segir Örn. Hátíðin
hefur vaxið og þroskast í gegnum ár-
in og er orðin talsvert umfangsmeiri
en í upphafi. „Henni hefur vaxið
fiskur um hrygg, við byrjuðum með
tvenna tónleika og einn gestalista-
mann árið 1999. Svo hefur þetta vax-
ið og núna erum við komin með fimm
tónleika og myndlistarsýningu.“
Örn vill ekki gera upp á milli tón-
listaratriðanna fimm á hátíðinni.
„Ég held að hverjir tónleikar hafi
sinn sjarma. Við hugsuðum þetta
eins og eina veislu þannig að fólk á
að geta farið á alla tónleikana. Þeir
eru allir temmilega langir, nema
náttúrlega lokatónleikarnir sem eru
vel útilátnir.“
Hjartaknúsandi fínerí
Fyrstu tónleikarnir verða á föstu-
dagskvöldið og þar flytja Elva Rún
Kristinsdóttir fiðluleikari og Bar-
okksveit Berjadaga „Árstíðirnar“
eftir Vivaldi. Hann samdi tónverkið
undir áhrifum frá sonnettum og þær
verða lesnar af Guðmundi Ólafssyni.
„Þetta er sívinsælt verk og Elfa Rún
er ein af aðalfiðluleikurunum okkar í
dag,“ segir Örn. „Hún valdi síðan
einvalalið hljóðfæraleikara með sér
úr Sinfóníuhljómsveitinni, Kammer-
sveitinni Ísafold og Nordic Affect.“
Á laugardeginum leikur Örn sjálfur
með félögum sínum úr Spilmönnum
Ríkínís. „Við erum með gömul hljóð-
færi, gígjur, hörpur, langspil og sin-
fón, þetta eru hljóðfæri sem voru til
hér á 16. og 17. öld. Við ætlum að
flytja tónlist úr íslenska Melódíu-
Eftir Gunnhildi Finnsdóttur
handritinu sem við erum að bera á
borð í fyrsta sinn. Það sem er sér-
stakt við þetta er að þetta eru ver-
aldleg lög og ástarljóð og þessum
lögum hefur verið frekar lítill gaum-
ur gefinn. Stærstur hluti tónlistar
frá þessum tíma er úr fórum kirkj-
unnar.“
Ísafoldarkvintettinn er skipaður
strengjahlutanum úr samnefndri
kammersveit og leikur ásamt gest-
um á laugardagskvöldinu verk eftir
Dvorák og Handel. Á sunnudeginum
flytja flautuleikarinn Kolbeinn
Bjarnason og semballeikarinn Guð-
rún Óskarsdóttir dagskrána Pörótt
sem er sambland af gamalli og nýrri
tónlist.
Dagskránni lýkur síðan með veg-
legum lokatónleikum undir yfir-
skriftinni Berjablátt afmæliskvöld
þar sem allir listamennirnir koma
fram. „Þar eru allir með eitthvað
hjartaknúsandi fínerí og koma fram
í minni hópum og sem sólistar og
allavega. Barokksveitin slær svo
botninn í kvöldið með Melkorku
Ólafsdóttur flautuleikara,“ segir
Örn. Tæmandi dagskrá má nálgast á
heimasíðu Fjallabyggðar.
Fimmréttað á Berjadögum
Markmiðið að gestir njóti fagurra lista og stórbrotinnar náttúru Ólafsfjarðar
Morgunblaðið/Kristinn
Berjagleði Örn Magnússon og Barokksveit Berjadaga tóku sér hlé frá æfingum í fyrradag, allir í sólskinsskapi.
www.fjallabyggd.is
JORIS Rademaker, hollenskur listamaður bú-
settur á Akureyri, hefur undanfarin ár haldið
þó nokkuð margar litlar en vel heppnaðar
einkasýningar sem jafnan hafa fengið góðar
viðtökur. Nú sýnir hann myndverk í Grafík-
safninu, einföld við fyrstu sýn en um leið
óvænt og grípandi.
Í list sinni hefur Joris skapað sér sérstöðu
með persónulegri nálgun sinni við hversdags-
lega, fundna hluti og sérstakri úrvinnslu sinni
á formrænum eiginleikum þeirra í samspili við
agaður kraftur og vinnuaðferðin ljær verk-
unum óvænt tengsl lífs og listar. Í minni
myndum af sama toga er línuspilið lárétt eins
og öldur eða letur.
Spaghettímyndirnar minna við fyrstu sýn
m.a. á mynsturmyndir hins ofurfræga Keith
Haring frá síðari hluta síðustu aldar. Þetta
endurspeglast einnig í málverkum Joris þar
sem mannslíkaminn er ummyndaður í einföld
form líkt og púsl sem dansa á myndfletinum.
Málverkin með púslformunum eru ekki síður
sterk í nálægð og uppsetning þeirra lifandi í
rýminu og hér má sjá fínleg smáatriði í útlín-
um einfaldra forma.
Á þessari litlu sýningu koma saman minni
úr listasögunni og stefnum innan hennar, sér-
stök og óvænt tenging lífs og listar og tilfinn-
ing fyrir persónulegri og íhugulli sköpun þar
sem húmorinn er aldrei langt undan.
huglæga. Sem dæmi má nefna tannstöngla,
þar sem saman fer náttúrulegt efni, iðnaðar-
framleiðsla, geómetrískir formrænir eig-
inleikar og eins og listamaðurinn segir sjálfur,
tilfinning fyrir einhverju oddhvössu en ofur-
viðkvæmu um leið.
Annað efni sem allir þekkja úr hversdagslíf-
inu er spaghettí. Í Grafíksafninu heldur Joris
áfram með spaghettíþema sem hann hefur
unnið með áður, þar sem soðið spaghettí er
notað til að skapa svarthvítar myndir. Spag-
hettílengjurnar eru lagðar á myndflötinn,
spreyjað yfir og þær fjarlægðar svo eftir
standa hvítar línur. Lífræn, óregluleg form í
sterkri, sjónrænni mynd sem eins og hverfist
út frá miðju. Það er líkast því að línurnar verði
þrívíðar og komi út úr myndunum, í þeim býr
Myndrænir möguleikar
MYNDLIST
Grafíksafnið
Til 17. ágúst. Opið fim. til sun. kl. 14-18.
Aðgangur ókeypis.
Skipulagt kaos í svarthvítu, Joris Rademaker
bbbmn
Ragna Sigurðardóttir
GESTALISTAMAÐUR úr annarri listgrein hefur á hverju ári tekið
þátt í tónlistarhátíðinni Berjadögum og í ár er það myndlistarmað-
urinn Eggert Pétursson. Örn segir að list Eggerts falli vel að nátt-
úruþema hátíðarinnar. „Eggert er náttúrlega maður gróðursins og
hefur opnað augu okkar fyrir honum með myndlistinni, þar sem hann
hefur gert ótrúlega fallega hluti. Það eru þrjú ár síðan ég bað hann
um að koma og það er frábært að fá hann í ár.“ Í gegnum árin hafa
meðal annarra málarar, keramiklistamenn og rithöfundar verið
gestalistamenn á Berjadögum og þar var til dæmis leikverkið Tenór-
inn eftir Guðmund Ólafsson frumflutt.
Lyng og blómabreiður
Morgunblaðið/Sverrir
FORLAGIÐ Ballantine Books hefur
hætt við útgáfu rómantískrar skáld-
sögu rithöfundarins Sherry Jones
um barnunga brúði Múhameðs spá-
manns, Aishu, af ótta við möguleg
hryðjuverk öfgasinnaðra múslima.
Bókin ber heitið The Jewel of the
Medina. Til stóð að gefa bókina út á
morgun en íslamskir fræðimenn
hafa gagnrýnt söguna harðlega.
Einn þeirra, Denise Spellberg, segir
sögu Jones vera „ljósblátt klám“.
Jones segir söguna raunsæja lýs-
ingu á heimilishaldi Múhameðs.
Aisha var gefin Múhameð níu ára
gömul. Í bókinni er því m.a. lýst því
þegar hjónabandið var fullkomnað.
„Ljósblátt
klám“