Morgunblaðið - 13.08.2008, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 13.08.2008, Blaðsíða 23
Æskan er framsækin ÁRIÐ 2008 er merkilegt ár fyrir æskulýðsstarf á Ís- landi. Þann 18. júní sl. voru 50 ár liðin frá því að Æskulýðssamband Íslands, ÆSÍ, var stofnað. ÆSÍ var for- veri Landssambands æskulýðsfélaga, LÆF, sem starfar í dag sem regn- hlífasamtök fyrir 24 æskulýðs- samtök á Íslandi. Aðildarfélög eru frjáls félagasamtök sem starfa á landsvísu og vinna að hagsmunum og heill barna og ungmenna. Hlutverk Landssambands æsku- lýðsfélaga er m.a. að vera fulltrúi og málsvari ungs fólks gagnvart ís- lenskum stjórnvöldum, samráðs- og samstarfsvettvangur fyrir íslensk æskulýðsfélög, að eiga fulltrúa ís- lenskra ungmenna í ýmsu erlendu samstarfi og að vera í forystu í um- ræðum um æskulýðsmál í þjóðfélag- inu. Undanfarin ár hefur sambandið einbeitt sér að því að efla starf sitt gagnvart erlendu samstarfi. Nú á þessum tímamótum þegar 50 ár eru liðin frá stofnun heildarsamtaka æskulýðsmála er ætlun núverandi stjórnar að hefja öfluga sókn til að auka á ný samstarf aðildarfélag- anna. Fjölbreytni og samheldni eru undirstöðugildi alls æskulýðsstarfs. LÆF telur að víðsýni sé mikilvægur þáttur í farsælu samfélagi og leggur því ríka áherslu á baráttu gegn for- dómum sem og að auka jafnræði á öllum sviðum starfseminnar inn á við sem og út á við. Aðildarfélög Landssambands æskulýðsfélaga eru mörg og sinna fjölbreyttu starfi á misjöfnum svið- um. Þetta eru æskulýðsfélög póli- tískra hreyfinga, námsmannahreyf- inga, skiptinemasamtaka, félög í trúarlegu starfi, forvarnarstarfi og hjálparstarfi. Þó hefði Lands- samband æskulýðsfélaga aldrei komið til ef ekki hefði verið fyrir hendi grundvallarhugmyndafræði hjá öllum félögunum. Það er sú hug- mynd sem snýst um að æska lands- ins sé framtíðin og hana beri að styðja með ráðum og dáð. Það er trúin á að ungt fólk nemi og þroskist sem einstaklingar og samfélags- þegnar með þátttöku í æskulýðs- starfi hvers konar. Landssamband æskulýðsfélaga er fullgildur meðlimur á Evrópska æskulýðsvettvanginum (European Youth Forum) sem er samstarfs- vettvangur æskulýðssambanda Evr- ópulanda og alþjóðasamtaka ungs fólks sem starfa innan Evrópu. Æskulýðsvettvangurinn er í miklu formlegu og óformlegu samstarfi við Evrópuráðið og Evrópusambandið. Að auki er Landssamband æsku- lýðsfélaga í samstarfi við æskulýðs- sambönd Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna í gegnum NBKM (Nordisk Baltisk Kontakt Møde). LÆF leitast við að eiga gott sam- starf við hið opinbera og önnur fé- lagasamtök sem vinna að málefnum æskunnar og verndun mannrétt- inda. Að erlendri fyrirmynd er það metnaður LÆF sem hagsmuna- samtaka ungs fólks að hafa áhrif með beinum hætti á aðgerðir og ákvarðanir stjórnvalda. Í ljósi þess að LÆF vill vera í far- arbroddi æskulýðsmála hóf fram- kvæmdastjórn undirbúning að um- byltingu á heimasíðu félagsins. Hinn 12. ágúst, á alþjóðlegum degi æsk- unnar, var opnuð ný vefsíða sam- bandsins sem hefur fengið heitið Æskulýðsgáttin. Æskulýðsgáttin hefur alla burði til að vera mið- punktur í upplýsingagjöf til aðild- arfélaga, stjórnvalda og almennings um æskulýðsmál sem og æskulýðs- starf á Íslandi. Stjórn LÆF vill hvetja alla til að taka þátt í starfi LÆF með því að kíkja inn á vefsíð- una sem er á mjög svo viðeigandi slóð, æska.is (aeska.is), og einnig yo- uth.is. Hægt er að skrá sig á póst- listann og fá allar upplýsingar um viðburði aðildarfélaga, fylgjast með starfi þeirra eða sjá hvaða styrkir eru í boði fyrir ungt fólk til að taka þátt í mótun samfélagsins okkar. Á menningarnótt í Reykjavík mun LÆF ásamt aðildarfélögum sínum standa fyrir Lifandi bókasafni á Austurvelli frá kl. 13.00 til 17.00. Lif- andi bókasafninu er ætlað að láta fólk horfast í augu við sína eigin for- dóma, en bækurnar eru lifandi ein- staklingar sem lesandinn getur fengið að láni í stuttan tíma. Lesand- inn getur þá spurt ýmissa spurninga sem bókin mun leitast við að svara eftir bestu getu. Bækurnar eiga uppruna sinn í mismunandi þjóð- ernum, trúarbrögðum, kynþáttum og kynhneigð, hafa ólíkar stjórn- málaskoðanir og reynslu á ýmsum sviðum. Við viljum við þetta tæki- færi hvetja alla til að taka þátt í þessum viðburði okkar. Starfsemi LÆF er uppfull af skemmtilegum og spennandi verk- efnum. Sem regnhlífarsamtök fyrir fjölbreytt aðildarfélög býður LÆF upp á mismunandi tækifæri sem all- ir geta haft hag af. Samstarf ólíkra félaga á einum vettvangi getur því aukið og styrkt æskuna í sameig- inlegum hagsmunamálum hennar. Megi svo verða um ókomin ár. Framtíðin er okkar og við höfum þeirri skyldu að gegna að halda áfram og efla starf forvera okkar í LÆF. Í nafni allra kynslóða tökum við við kyndli baráttunnar til að stuðla að betri æsku handa öllum, hvort sem er hér á landi eða úti í hin- um stóra heimi. Okkar barátta á að leiða til betra lífs og skýrari fram- tíðar. Jón Þorsteinn Sig- urðsson og Agnar Bragi Bragason segja frá æskulýðs- starfi á Íslandi »Æskulýðsgáttin hefur alla burði til að vera miðpunktur í upplýsingagjöf til aðildarfélaga, stjórn- valda og almennings um æskulýðsmál og skipulag þeirra. Jón Þorsteinn Sigurðsson Jón er formaður LÆF, Agnar er framkvæmdastjóri LÆF. Agnar Bragi Bragason Í júlí og ágúst verða fjölmargir blaðberar verðlaunaðir fyrir að vera kvartanalausir og stundvísir. Vinningar í hverri viku. Sumarkapp hlaup BT og Morgunblaðsins Aðalvinning vikunnar MP3 spilari frá Sandisk hlýtur Ingunn Katrín Jónsdóttir, Kleppsvegi 18, 105 Reykjavík Eftirtaldir blaðberar fá DVD mynd af topplista BT Benedikt Sigurleifsson, Laugarteig 29, 105 Reykjavík Hallvarður Jón Guðmundsson, Karfavogi 34, 104 Reykjavík Steinar Örn Erlendsson, Hæðargarði 5, 108 Reykjavík Davíð Þór Þorgrímsson, Safamýri 23, 108 Reykjavík Ísak Eldjárn Tómasson, Kerhólar 12, 800 Selfossi Upplýsingar um laus hverfi til afleysinga eða til framtíðar í síma blaðadreifingar, 569-1440 eða í bladberi@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 2008 23 ÉG hafði ekki í hyggju að deila við nokkurn mann í fjöl- miðlum um hugmyndir að skipulagi. Alls ekki. Ég hef staðið við þenn- an ásetning minn í þau 26 ár sem ég hef starf- að að skipulagsmálum. En Þórarinn Æv- arsson reiðir svo hátt til höggs í Morg- unblaðinu fyrir stuttu að ég neyðist til að bera blak af sjálfum mér og þeim er hafa starfað við hugmyndir að breyttu skipulagi vestast á Kársnesi. Ég kannast ekki við harðar deilur um fram- tíðarskipulagið sem Þórarni verður tíðrætt um heldur eðlilegt samráð og umræður. Ég hef kynnt þessar nýju hugmyndir að blandaðri byggð á Kársnesi víða. Auðvit- að eru skoðanir skiptar en í heildina séð hafa viðbrögðin verið góð og um- ræðan og ábendingarnar sem fram hafa komið verið þarft innlegg í vinn- una. En harðar deilur. Nei. Minnist raunar fundar míns og forsvars- manna Betri byggðar á Kársnesi 18. maí sl. er ég kynnti formanni og vara- formanni (umræddum Þórarni) sam- takanna fyrstu hugmyndirnar að blandaðri byggð á hafnarsvæðinu og afhenti þeim ljósrit af hugmynd- unum. Ég mat viðbrögð Þórarins í lok kynningarinnar sem jákvæð. En síðar virðist hann skipta um skoðun því í viðtalsþætti í út- varpinu segir hann, þeg- ar hugmyndin var til umræðu, að það væri stílbrot hjá Betri byggð á Kársnesi að brýna ekki hnífana og grafa skotgrafir. Síðast þegar við Þór- arinn sátum saman á fundi hinn 22. júlí sl. og ræddum ásamt fleiri íbúum við Kárs- nesbraut, Marbakka- braut og Helgubraut hugmyndir að nýrri Kársnesbraut komu hin breyttu viðhorf Þór- arins enn betur fram. Á fundinum var m.a. kom- ið inn á þá skyldu bæj- aryfirvalda að horfa til heildarinnar og það væri á ábyrgð þeirra að stuðla að skynsamlegri og hagkvæmri nýtingu lands og landgæða inn- an marka sveitarfé- lagsins. Þórarinn tók þátt í umræðunni á þann hátt að hann taldi að í þessu tilviki ætti það ekki við. Það ætti ekki að horfa á hlutina með heildarhagsmuni Kópavogsbæjar að leiðarljósi. Þessar breytingatillögur skiptu aðra ekki máli og því ætti ekki að vera að blanda öðrum bæjarbúum en íbúum Kársness í þetta mál! En um hvað snýst þetta mál? Jú, það snýst um grundvallarbreytingar í skipulagi á Kársnesi sem snerta bæj- arfélagið allt. Í stað hafskipahafnar með tilheyrandi byggingum og hús- næði sem er í lélegu ásigkomulagi komi blönduð byggð íbúðar-, þjón- ustu- og atvinnuhúsnæðis og opin svæði með vonandi fullt af nýjum tækifærum. Hugmyndin sem kynnt hefur verið er fyrst og fremst hug- mynd þar sem skipulagið er enn í mótun. Samráðsferlið sem nú stend- ur yfir er liður í því og verður deili- skipulag svæðisins kynnt ítarlega í lok sumars eða í haust. Þá gefst enn frekara tækifæri til athugasemda. Auðvelt er að kynna sér hugmynd- ina um blandaða byggða á Kársnesi á vefsíðu Kópavogsbæjar www.kopa- vogur.is undir fyrirsögninni „Verður framtíðin öðruvísi á Kársnesi?“. Þar er jafnframt auðvelt að koma ábend- ingum á framfæri við skipulags- yfirvöld. Ég skora á alla sem áhuga hafa á framtíðarskipulagi Kársness og telja að breytinga sé þörf að kynna sér hugmyndirnar og draga ályktanir sínar af þeim – og það milliliðalaust. Samráð um Kársnes Birgir Hlynur Sig- urðsson skrifar um skipulag á Kársnesi Birgir Hlynur Sigurðsson »Ég kannast ekki við harðar deilur um framtíð- arskipulag á Kársnesi sem Þórarni Ævars- syni verður tíð- rætt um heldur eðlilegt samráð og umræður. Höfundur er sviðsstjóri Skipulags- og umhverfissviðs Kópavogs. Sími 551 3010 Hárgreiðslustofan Vöggusæn gur vöggusett PÓSTSENDUM Skólavörðustíg 21 ● sími 551 4050 ● Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.