Morgunblaðið - 13.08.2008, Side 28

Morgunblaðið - 13.08.2008, Side 28
28 MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Heilsa LR-kúrinn - frábær árangur og aukin orka. Missti 12 kíló á tveimur mánuðum. LR-kúrinn er auðveldur og árangursríkur. Uppl. hjá Báru, 820 8201, missb@internetid.is, www.naeringogheilsa.is. Léttist um 22 kg á aðeins 6 mánuðum. LR- kúrinn er ótrúlega einfaldur og öflugur. Uppl. hjá Dóru 869-2024 www.dietkur.is Húsnæði í boði Til leigu þriggja herbergja íbúð 101 m² í Tröllakór Kópavogi, á efstu hæð með sérinngangi, lyfta í sam- eign, upplýsingar í síma 823 3993. Til leigu í Reykjavík Glæsileg 3ja herbergja íbúð til af- hendingar strax. Sérinngangur, bílageymsla og lyfta í húsinu. Langtímaleigusamningur, sjá www.leigulidar.is eða 517-3440. Glæsileg 3ja herb. íbúð í 101. Óska eftir meðleigjanda. Búin húsgögnum. Rafmagn og hiti inni- falið. Upplýsingar í síma 662 4285. Húsnæði óskast Par að norðan óskar eftir 2-3 herb. íbúð á höfuðb.sv. á sanngjörnu verði til langtímaleigu frá 1.okt. Erum reyk- laus og reglusöm. Skilvísum greiðslum heitið. Uppl. s: 866 8145. Atvinnuhúsnæði Skrifstofuherbergi til leigu Til leigu 2 skrifstofuherbergi í Hátúni í Reykjavík. Aðgangur að eldhúsi, fundarherbergi og skjalageymslu, auk ritaraþjónustu. Herbergin leigjast saman eða í sitt hvoru lagi. Tilvalið fyrir endurskoðendur eða lögmenn. Leiguverð kr. 100 þús. án vsk. pr. her- bergi. Uppl. í síma 863-0088 (Bragi). Atvinnuhúsnæði til sölu (yfirtöku)/leigu 130 + 50-60 fm millil. m. stækkunarheimild, nálægt Hafn- arfj.höfn. Þrifalegt, ný 3ja fasa raflögn, 6-8 m lofthæð, háar inn- keyrsludyr. Laust. Milligj. 1-1,5 m.kr., 100% góð erlend fjármögnun, um 200 þ./mán.+fgj. LEIGA möguleg, 190 þ./mán. S. 698 7353. Sumarhús Sumarhús til leigu í Borgarfirði Nýr 8-10 manna sumarbústaður til leigu í Borgarfirði, nálægt Húsafelli. Heitur pottur og gönguleiðir í fallegu umhverfi. Útsýni frábært. Uppl. í síma 435-1394 og 864-1394. Rotþrær, heildarlausn (“kit”) á hagstæðu verði. Sérboruð siturrör, fráveiturör og tengistykki. Einangrunarplast og takkamottur. Borgarplast, Seltjarnarnesi, sími 561 2211. Heimasíða: www.borgarplast.is Falleg og vönduð sumarhús frá Stoðverk ehf. í Ölfusi. Gott verð. Teiknum eftir óskum kaup- enda, sýningarhús á staðnum. Einnig til sölu lóðir á Flúðum. Símar: 660 8732, 660 8730, 892 8661, 483 5009. stodverk@simnet.is Námskeið Microsoft kerfisstjóranám MCSA kerfisstjóranámið hefst 1. sep- tember. Nýr Windows Vista-áfangi. Einstakir áfangar í boði. Bættu Microsoft í ferilskrána. Rafiðnaðar- skólinn, www.raf.is, 863 2186. Til sölu Mjúkir og þægilegir herrasanda- lar úr leðri. Mikið úrval. Verð 6.970.-, 8.985.- og 9.950. Misty skór, Laugavegi 178, sími: 551 2070 opið mán-fös 10-18 Ath. lokað á laugardögum í sumar Góð þjónusta, fagleg ráðgjöf Skattframtöl Framtöl - bókhald - uppgjör - stofnun ehf. o.fl. Fékkstu áætlun? Gleymdist að telja fram? Framtals- þjónusta - skjót og örugg þjónusta. Uppl. í síma 517 3977. Viðskipti Skelltu þér á námskeið í netviðskiptum! Notaðu áhugasvið þitt og sérþekk- ingu til að búa þér til góðar tekjur á netinu. Við kennum þér nákvæmlega hvernig! Skoðaðu www.kennsla.com og kynntu þér málið. Byggingavörur Velux gluggar til sölu Er með fjóra ónotaða Velux glugga til sölu. Stærð 58 x 98 cm. Nývirði er um 66 þús. stk. Skoða öll tilboð. Upplýsingar í síma 698-7353. Ýmislegt Viðburðarík upplifun fyrir hópa í siglingu á hraðgangandi bátum. SeaSafari.is sími 861 3840. Ökukennsla Bilaskoli.is Bókleg námskeið - ökukennsla - akstursmat - kennsla fatlaðra Ævar Friðriksson Toyota Avensis '06. 8637493/5572493. Gylfi Guðjónsson Subaru Impreza '08. 6960042/5666442. Snorri Bjarnason Nýr BMW 116i ´07. Bifhjólakennsla. 8921451/5574975. Sverrir Björnsson Volkswagen Passat '08. 8924449/5572940. Mótorhjól Til sölu Bakus 400cc buggy götuskráning. Frábært leik-tæki. Sjálfstæð fjöðrun, diskabr., 4ja punkta belti 5 gíra + bakk. Verð 698.000 kr. Visa/Euro allt að 12 mán. hjakrissa@simnet.is. s-8935777 Einkamál Stefnumót.is Kynntu þér vandaðan stefnumóta- og samskiptavef fyrir fólk sem gerir kröfur. MINNINGAR ✝ Pálína Frey-gerður Þor- steinsdóttir fæddist í Hellugerði á Ár- skógsströnd 12. apríl 1927. Hún lést á Sjúkrahúsinu á Selfossi 1. ágúst síðastliðinn. Hún var dóttir hjónanna Þorsteins Þorvalds- sonar frá Krossum á Árskógsströnd, síðar bónda í Hellu- gerði og Önnu Vig- fúsínu Þorvalds- dóttur frá Hellu í sömu sveit. Pálína fluttist með foreldrum sín- um og systkinum að fossi í störf, en fluttist fljótlega aftur í sveitina og var þá hjá bróður sín- um Garðari á Mosfelli, en gerðist síðan ráðskona á Seli í sömu sveit. Árið 1952, 1. júní, giftist Pálína Óskari Ögmundssyni bónda í Kaldárhöfða í Grímsnesi, f. 2.6. 1923, d. 6.4. 1997, og bjuggu þau þar. Pálína átti sjö börn og eitt fósturbarn. Þau eru Guðlaug Birgisdóttir f. 1945, Lilja Kristín Kristinsdóttir f. 1950, Anna Soffía Óskardóttir f. 1953, Elísa- bet Óskarsdóttir f. 1955, Ragn- heiður Óskardóttir f. 1957, Þor- valdur Óskarsson f. 1958, d. 2006, Snjólaug Halldóra Óskars- dóttir f. 1962 og fósturbarn Gunnlaugur Jónsson f. 1975. Útför Pálínu fer fram frá Hveragerðiskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan14. Grímsnesi árið 1927, síðar fluttu þau að Gíslastöðum í Gríms- nesi og er Pálína þar til heimilis uns foreldrar hennar bregða búi 1944 og flytja til Reykjavík- ur. Pálína var yngst átta systkina, en þau eru öll látin. Elst var Snjólaug Björg, síð- an Soffía Þóra, þá Vilhjálmur, Sigur- þór, Garðar, Gunn- laugur og Þór- gunnur. Þegar Pálína flutti til Reykja- víkur vann hún við fiskvinnslu- Mamma mín, þar kom að leiðar- lokum, lífsbókin upplesin og ævin- týrið mikla úti. Ég fletti í huganum og fram streyma minningarnar, at- burðir smáir og stórir. Þú varst sérstæð kona, sterk með afbrigðum og leitaðir frekar lausna á vandamálum en að dvelja við vand- ann sjálfan. Þú varst á margan hátt á undan þinni samtíð, stolt og lést eng- an beygja þig, hreinlynd og heil. Vinnusöm varstu og veitti ekki af, því í mörg horn var að líta á stóru sveitaheimili. Þú varst jafnvíg að hreinsa úr murtunetum á ísköldum haustdegi og að hjálpa ám við burð, taka til hendinni í girðingarvinnu eða sauma föt á okkur krakkana. Víst voru dagarnir langir og anna- samir, en samt fannst þú tíma til að skemmta smáfólki með þululestri og munnhörpuspili og ekkert var mik- ilvægara en að sinna gestum og gangandi. Svo sem tíðkaðist naust þú ekki langrar skólagöngu og hefðir viljað hafa hana lengri. Fróðleiksfýsn þín fékk útrás við bóklestur og áttuð þið pabbi gott bókasafn. Þú áttir létt með skrif og varst hagmælt, eftir liggja ljóð og stökur sem bera lista- mannshuga fagurt vitni. Þú réðir krossgátur á dönsku og á sextugs- aldri lærðir þú ensku, „bara til að halda heilanum starfandi“. Í Kaldárhöfða voru efni oft lítil en þar var mikið líf, stórt og gestrisið heimili. Þú varst hestamaður og áttir margar góðar stundir með honum Sokka þínum sem þú fékkst í morg- ungjöf frá pabba, og síðar með Nökkva og Fána. Þú varst mikið náttúrubarn og naust útiveru og náttúrufegurðar. Þegar þið pabbi lögðuð niður búskap fékkst þú tíma fyrir draum þinn um trjárækt i Kald- árhöfðalandi. Trjáræktinni sinntuð þið saman, þú og pabbi, og voruð að réttu stolt af árangrinum. Annað áhugamál var ferðalög, bæði innan- lands og utan. Við systkinin vorum þá oft með í för og þetta eru okkur minnistæðar stundir. Samt fannst ykkur alltaf best heima i Kaldár- höfða þar sem pabbi átti sitt æsku- heimili og þú festir rætur sem ekkert fékk slitið upp. Við andlát pabba sástu þig neydda til að flytja til Reykjavíkur yfir vetr- artímann. Það voru sjálfsagt þung spor, „heima“ var alltaf í Kaldár- höfða. Síðar fluttir þú á Dvalarheim- ilið Ás í Hveragerði. Þar leið þér vel, blessaðir starfsfólkið fyrir nærgætni og sagðir okkur sögur af því hvað þú skemmtir þér vel. Þetta voru góð elliár sem þú áttir svo sannarlega skilið. Á Ási eignaðist þú góðan vin og fé- laga, Þórhall Friðbjörnsson, og ákváðuð þið að létta ykkur ellina saman. Þórhallur reyndist þér með afbrigðum vel þegar heilsan fór að bila. Guð launi Þórhalli þínum fyrir alla hans umhyggju sem við syst- kinin fáum seint fullþakkað. Þótt ferðum í Kaldárhöfða fækk- aði þegar heilsan tók að bila og stigar urðu vandamál, áttir þú nokkrar góð- ar stundir þar í sumar. Síðast sast þú á stéttinni við húsið skömmu fyrir andlátið ásamt Þórhalli. Þú gerðir að gamni þínu, horfðir yfir blómagarð- inn og skóginn og borðaðir silung. Vertu sæl, mamma mín. Ég legg frá mér lífsbókina þína, hér hefur verið stiklað á stóru og margt er ósagt. Hvíl í friði. Fyrir hönd systkinanna, Elísabet Óskarsdóttir. Þegar skörð eru höggvin í hjörtu manna, virðist ógjörningur að fylla upp í þau á nýjan leik. Þegar hún amma mín lést um daginn var stórt skarð höggvið í mitt eigið hjarta. Þetta skarð verður hins vegar fyllt af minningum. Minningum sem munu lifa og halda áfram að vera órjúfan- legur hluti af mér. Ég og hún amma mín á Kaldár- höfða áttum margar yndislegar stundir saman. Alla tíð, frá því ég var lítill gutti, sóttist ég eftir því að vera í sveitinni hvenær sem mögulegt var. Kaldárhöfðinn var ævintýraheimur þar sem afi var kóngur og amma var drottningin. Sjálfum leið mér alltaf eins og algjörum prinsi, enda var far- ið með mig þar sem slíkan. Ég fékk einhvernveginn alltaf áhuga á því sem bæði afi og amma voru að dunda við í sveitinni. Þegar ég var búinn að horfa á ömmu skera út hin og þessi meistaraverk í tré, fékk ég hana til að kenna mér örlítið í útskurði. Þegar ég var búinn að dunda með henni í garðinum og læra sem flest plöntunöfnin, fékk ég minn eigin pínulitla garð til að rækta. Svona gæti ég þulið upp flest sem amma tók sér fyrir hendur, alltaf vildi ég vera að gera það sama og hún. Þegar ég hugsa til baka sé ég auðvitað að ég hafði ekki svona mik- inn áhuga á útskurði og blómarækt. Það var einfaldlega svo notalegt að dunda sér með henni ömmu, sem og skemmtilegt!. Eftir að afi féll frá breyttist ævin- týraheimurinn í sveitinni talsvert, en amma breyttist sem betur fer ekki neitt. Þær hafa verið ófáar heim- sóknirnar til hennar síðan hún flutt- ist af Kaldárhöfðanum. Þannig fór ég að skilja að það var ekki bara æv- intýraheimur sveitarinnar sem fékk mig til að líða svona vel heldur var það að stórum hluta félagsskapurinn sem yljaði mér. Ég gat setið tímun- um saman með henni ömmu og notið samverunnar, oft ekki einu sinni að gera neitt sérstakt eða tala um eitt- hvað merkilegt. Við einfaldlega nut- um þess að brosa saman og gleðja hvort annað. Núna þegar hún amma er ekki lengur með mér á ég eftir að sakna þessa félagsskapar. Ég á eftir að sakna þess að geta ekki lengur kíkt í heimsókn til hennar, vitandi það að ég fer hamingjusamur aftur heim. Ég á eftir að sakna þess að fá steikta klatta í sveitinni og soðinn silung. Ég á eftir að sakna kímninnar, stund- anna sem við þögðum bara og brost- um og þegar við ferðuðumst saman. Ég á eftir að sakna ömmu minnar al- veg ógurlega. En í hvert skipti sem ég sakna einhvers af þessum fjöl- mörgu hlutum, þá veit ég að ég á allt- af minningar til að hugsa um og varðveita. Ég veit líka að þegar ég sakna ömmu sjálfrar, þá get ég hugsað til hennar hvar sem ég er staddur. Í hjarta mér er núna skarð sem er fullt af einstaklega dýrmæt- um minningum sem mér þykir af- skaplega vænt um. Minningum um hana ömmu. Óskar Páll Elfarsson. Pálína Þorsteinsdóttir Mótaskráin Beinagrind mótaskrárinnar fyrir starfsárið 2008-9 er komin á vef Bridssambandsins. Segja má að vertíðin hefjist með úrslitum og undanúrslitum í Bikar- keppni BSÍ en þau fara fram 13.- 14. september. Fyrsta mót vetrarins er svo Ís- landsmót kvenna í tvímenningi sem fram fer 11. október. Helgina eftir eða 17.-18. október er Ís- landsmótið í einmenningi og í framhaldinu er ársþing BSÍ eða 19. október. Íslandsmót eldri spilara í tví- menningi verður spilað 1. nóvem- ber og Íslandsmót í parasveita- keppni 29.-30. nóvember. Deildakeppnin verður að venju spiluð í tvennu lagi, fyrri hlutinn 25.-25. október og seinni hlutinn 15.-16. nóvember. Síðustu liðir mótaskrárinnar á þessu ári eru Íslandsmót í sagn- keppni 5. des. og Íslandsmót í Butler-tvímenningi 6. des. Sex pör til Kína Stjórn BSÍ hefur ákveðið að senda 3 pör á OL í opnum flokki til Kína 3.-18. október nk. Þeir sem urðu fyrir valinu eru: Jón Baldursson, Björn Eysteins- son (PC), Sverrir Ármannsson, Aðalsteinn Jörgensen, Sveinn R. Eiríksson og Hrannar Erlingsson. Í flokki undir 28 ára verða einnig send 3 pör. Þau eru: Inda Hrönn Björnsdóttir, Grímur Kristinsson, Gunnar B. Helgason, Örvar Ósk- arsson, Gabríel Gíslason og Jóhann Sigurðarson. Bridsdeild FEB í Reykjavík Tvímenningskeppni spiluð í Ás- garði, Stangarhyl, mánudaginn 11. ágúst Spilað var á 10 borðum. Meðal- skor 216 stig. Árangur N-S Bragi Björnsson - Albert Þorsteinss. 263 Oddur Jónsson - Oddur Halldórsson 252 Ægir Ferdinandsson - Óli Gíslason 240 Árangur A-V Ragnar Björnss. - Guðjón Kristjánss. 279 Friðrik Jónsson - Tómas Sigurjónss. 256 Sigrún Andrewsd.- Jórunn Kristinsd. 237 BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.