Morgunblaðið - 13.08.2008, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 13.08.2008, Qupperneq 30
30 MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ dagbók Í dag er miðvikudagur 13. ágúst, 226. dagur ársins 2008 Orð dagsins: Á þeim degi munuð þér skilja, að ég er í föður mínum og þér í mér og ég í yður. (Jóh. 14, 20.) Plató og Platypus ganga inn á bar… nefnist bók eftir Thomas Cathcart og Daniel Klein og fjallar hún um það hvernig skilja megi heimspeki í gegnum brandara. Bók- ina tileinka höfundarnir Groucho Marx, sem þeir kalla heimspekilegan afa sinn. Leiðarsetning hans var: „Þetta eru mín grundvallarlögmál. Ef þér líka þau ekki á ég önnur.“ x x x Eitt dæmið um það er hvernighöfundarnir koma á framfæri gagnrýni á hina gullnu reglu Imm- anuels Kants og skilyrðislausa skylduboðið. Gullna reglan er svo- hljóðandi: „Þú skalt gera öðrum það sem þú vilt að aðrir geri þér.“ Skil- yrðislausa skylduboðið hljóðar hins vegar: „Breyttu aðeins í samræmi við þá meginreglu að þú viljir um leið að breytni þín verði algilt lögmál.“ x x x Cathcart og Klein benda á að þaðsé grundvallarmunur á skyldu- boðinu og reglunni og útskýra það með eftirfarandi brandara: Sadisti er masokisti sem fylgir gullnu reglunni. Síðan segja þeir: „Með því að valda öðrum sársauka er masokistinn að- eins að gera það, sem gullna reglan krefst: gera það sem hann vill að aðr- ir geri sér, helst með svipu. En Kant myndi segja að það sé útilokað að masokistinn geti í alvöru haldið fram að siðferðislega skylduboðið, „að valda öðrum sársauka“, geti orðið að algildu lögmáli fyrir lífvænlegan heim. Meira að segja masokista myndi finnast það ósanngjarnt.“ x x x Síðan vitna þeir í breska leikskáld-ið og háðfuglinn George Bern- ard Shaw, sem endurskrifaði gullnu regluna og sneri út úr henni um leið: „Ekki gera öðrum það sem þú vilt að aðrir geri þér, þeir gætu haft annan smekk.“ x x x Upplýsandi lesning og skemmti-leg þar sem allt frá háspeki til rökfræði er útskýrt með gamanmál- um. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Akranes Lindu Sóleyju Guð- mundsdóttur og Guðmundi Brynjari Guðmundssyni fæddist dóttir 7. ágúst. Hún vó 3,59 kg eða 14 merkur og var 50 sm löng. Reykjavík Haukur Logi fæddist 6. maí í sjúkrabíln- um. Hann vó 18 merkur og 54,5 cm. Foreldrar hans eru Sigrún Fjóla Hilmarsdóttir og Guðmundur Traustason. Akureyri Elsa Margrét fædd- ist 11. júní kl. 4.31. Hún vó 4.020 g og var 53 cm löng. Foreldrar hennar eru Linda Hrönn Þórisdóttir og Þórður Ingi Bjarnason. Nýirborgarar Krossgáta Lárétt | 1 kinnhestur, 8 vatnsból, 9 háð, 10 starfsgrein, 11 vond- ur, 13 heimskingjar, 15 drolls, 18 forin, 21 strit, 22 kompa, 23 menn, 24 fer illum orðum um. Lóðrétt | 2 duglegur, 3 leturtákn, 4 minnast á, 5 klaufdýrið, 6 mestur hluti, 7 borðandi, 12 ýlf- ur, 14 dreift, 15 poka, 16 mannsnafn, 17 spyrna, 18 á, 19 málmi, 20 galdra- kvenndi. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 ramba, 4 fanga, 7 móður, 8 njálg, 9 agg, 11 aurs, 13 hlóð, 14 óvera,15 stál, 17 lóru, 20 eir, 22 pól- ar, 23 ímynd, 24 angra, 25 andúð. Lóðrétt: 1 remma, 2 móður, 3 aura, 4 fang, 5 Njáll, 6 augað, 10 gleði, 12 sól,13 hal, 15 soppa, 16 árleg, 18 ómynd, 19 undið, 20 erfa, 21 rísa. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3- reit birtist tölurnar 1-9. Það verð- ur að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Lausn síðustu Sudoki. www.sudoku.com © Puzzles by Pappocom Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. c4 c6 2. Rf3 d5 3. e3 e6 4. b3 f5 5. Bb2 Rf6 6. Be2 Bd6 7. Dc2 O–O 8. d4 Re4 9. Rbd2 Rd7 10. a3 Df6 11. b4 g5 12. g3 g4 13. Rh4 Rxd2 14. Dxd2 b6 15. Hc1 Bb7 16. c5 Bb8 17. h3 h5 18. Rg2 Df7 19. hxg4 hxg4 Staðan kom upp á alþjóðlegu móti Taflfélagsins Hellis og Fiskmarkaðar Íslands sem lauk fyrir skömmu í Reykjavík. Hjörvar Steinn Grétarsson (2299) hafði hvítt gegn Atla Frey Kristjánssyni (2070). 20. e4! Rf6 svart- ur hefði einnig tapað eftir 20… fxe4 21. Dh6! Dg7 22. Dxe6+. 21. e5 Rh7 22. Dh6 b5 23. Rf4 He8 24. f3 gxf3 25. Bxf3 He7 26. Kf2 Bc8 27. g4 a6 28. Hcg1 og svartur gafst upp þar sem sókn hvíts á kóngsvæng varð ekki stöðvuð. Hvítur á leik. Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Mannleg líkindafræði. Norður ♠KDG52 ♥9 ♦ÁG ♣G10863 Vestur Austur ♠1063 ♠97 ♥G9 ♥10742 ♦6532 ♦D10987 ♣D754 ♣Á9 Suður ♠Á84 ♥ÁKD863 ♦K4 ♣K2 Suður spilar 6♥. Á gullaldarárum Crockford– klúbbsins í London um miðja 20. öldina var breski landsliðsmaðurinn Kenneth Konstam sagnhafi í 6♥. Sagnir voru einfaldar. Norður vakti á 1♠ og Kons- tam spurði um ása með 4G. Norður sýndi einn með 5♦ (þetta var auðvitað fyrir daga lykilspilaspurningar) og austur doblaði til að benda á útspil. Konstam stökk í 6♥ og út kom tígull, eins og austur hafði beðið um. Líkur á jafnri tromplegu (eða ♥G10 tvíspili) eru rétt rúmlega einn á móti þremur, sem Konstam þótti fulllítið. Hann ákvað að nýta sér útspilsdoblið – drap á ♦Á og lét svo ♥9 rúlla yfir á gosa vesturs! Án þess að hugsa sig um eitt andartak spilaði vestur tígli um hæl og laufin heima fóru þá niður í spaðann. Einkennileg spilamennska, en Kons- tam þekkti greinilega sitt heimafólk. (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Þú nýtir neikvæðar tilfinningar í skapandi verkefni. Fyrr en þú veist af hefurðu breytt leiðindum í frábært fram- tak. Steingeit hjálpar þér að tileinka þér nýtt sjónarhorn. (20. apríl - 20. maí)  Naut Þú virðist hafa lítinn viljastyrk, svo það er til einskis að neita þér um nokkuð. Í stað þess að segja nei, skaltu ákveða hverju þú ert að játa. Þú getur það! (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Þú ert aftur kominn í söfnunar- skap. Þú ert á höttunum eftir nýjum með- limi í vinahópinn þinn. Þetta er með betri hugmyndum sem þú hefur fengið lengi. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Þú getur leiðbeint einhverjum í átt að mikilleika. Þú veist hvað gera skal, þú kannt á þetta. Kynntu hugmyndir þínar á mjúku nótunum. Vertu aðlaðandi. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Þú getur ekki haldið þig frá ein- hverju sem er stranglega bannað. Allir þurfa endrum og eins að fá að vera óþekk- ir, og nú er þinn tími kominn. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Það er eins og þú sért heppinn og veist það ekki einu sinni. Reyndu að rýna betur í aðstæður. Vertu feginn að þurfa ekki að fara neitt í kvöld. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Tilvera þín þjónar vissum tilgangi, þótt þér finnist það ekki augljóst eins og er. Litlu, góðu verkin ýta þér í rétta átt að áfangastað. Treystu því. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Þú ert tilbúinn til að þér líði ekki fullkomlega ef það gerir hinn aðilann hamingjusaman. Því miður biður hann þig um að líða mjög illa, og það viltu ekki. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Þú þarft að tjá þig mjög skýrt í dag, jafnvel þótt þú eigir í samskiptum við fólk sem skilur þig oftast. Vertu nákvæm- ur og skrifaðu atriði hjá þér. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Þú uppfyllir vissar þarfir sem þú hefur – en liggur á því? Þarftu alltaf að svara gemsanum þegar hann hringir? Íhugaðu hvort þú viljir alltaf láta ná í þig. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Dagskráin þín er allt önnur en sú sem félagi eða yfirmaður hafa skipu- lagt fyrir þig. Það er gott, því þú vissir ekki að þú hefðir dagskrá. Þetta eru kennararnir þínir. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Carl Jung sagði að ekkert hefði meiri áhrif á börn en þrýstingur frá for- eldrum þeirra. Þú munt upplifa mjög sterkt í dag hvað foreldrar þínir vilja að þú gerir. Stjörnuspá Holiday Mathis Margrét Þ. Helgadóttir frá Þyrli, Árskógum 8, Reykjavík,er 95 ára í dag, 13. ágúst. Heitt verður á könn- unni kl. 16–20 í samkomusal í Árskógum 6–8. 95 ára Aðalbjörg Odd- geirsdóttir, Sól- völlum 4, áður Nýja-Kastala, Stokkseyri, er ní- ræð í dag. Hún verður að heim- an í dag, en tekur á móti gestum sunnudaginn 17. ágúst í Félagslundi, Gaulverjabæ, kl. 17-20. 90 ára Páll Bergþórsson, fyrrverandi veðurstofustjóri, er 85 ára í dag, 13. ágúst. Hulda Baldursdóttir, eigin- kona hans, varð 85 ára 12. júní síðastliðinn. 85 ára EINKAÞJÁLFARINN og Hafnfirðingurinn Þrá- inn Gunnarsson verður í dag 35 ára gamall. „Ég ætla að fara út að borða með kærustunni minni, við vorum að hugsa um Pottinn og pönnuna,“ seg- ir Þráinn um fyrirætlanir sínar í tilefni dagsins stóra. Hann gerir þó yfirleitt ekki sérlega mikið úr afmælinu sínu og segist hlæjandi almennt hrein- lega ekki muna aldur sinn. „Ég pæli svo lítið í þessu að ég verð að byrja að telja þegar ég er spurður hvað ég er gamall.“ Þráinn starfar sem einkaþjálfari og hefur unnið þá vinnu víða en er í sumarfríi um þessar mundir. Hann hefur ekki farið mikið út úr bænum það sem af er en fór fyrr í sumar til Flórída. „Það var margt að skoða þarna og þetta var bara Disney út í gegn,“ segir Þráinn kíminn og lætur vel af dvöl sinni í sól- skinsfylkinu svonefnda. Í Hafnarfirði á Þráinn sterkar og djúpar rætur. Afar hans og ömm- ur stunduðu búskap þar og sjálfur hefur hann búið í bænum alla sína tíð, fyrst í foreldrahúsum og svo á eigin vegum. Hann hefur því fylgst náið með bænum þenjast út gegnum tíðina. Húsið sem hann býr í núna keypti hann af frænda sínum og er það í næstu götu við æskuheimili Þráins. Húsið er eitt af aðaláhugamálum afmælisbarnsins en hann eyðir frítíma sínum að miklu leyti í að dytta að húsinu og fegra um- hverfi þess. skulias@mbl.is Þráinn Gunnarsson 35 ára Hafnfirðingur í húð og hár ;) Nýbakaðir foreldrar? Sendið mynd af nýja ríkisborgaranum ásamt upplýsingum um fæðingarstað og stund, þyngd, lengd og nöfn foreldra, á netfangið barn@mbl.is Hjónin Ragnheiður Jónsdóttir frá Gilsfjarðarbrekku í Gilsfirði og Trausti Guðjónsson frá Skaftafelli í Vestmannaeyjum eiga 70 ára hjúskaparafmæli í dag, 13. ágúst. Trausti á einnig afmæli í dag og er 93 ára en Ragnheiður verður 91 árs í október. Afkomendur þeirra eru orðnir 78. Í dag ætla þau að eyða deginum með börnum sínum og systkinum. Platínubrúðkaup

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.