Morgunblaðið - 22.08.2008, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.08.2008, Blaðsíða 1
F Ö S T U D A G U R 2 2. Á G Ú S T 2 0 0 8 STOFNAÐ 1913 228. tölublað 96. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er REYKJAVÍKREYKJAVÍK SJÓÐHEITUR, SÍÐHÆRÐUR OG BÝR Á ÓLAFSFIRÐI BÍLAR Vistvænir, hrað- skreiðir, bilaðir … Má bjóða þér léttan kaffisopa? Leikhúsin í landinu Komdu í leikhús Janis Joplin >> 35 UNDIRBÚNINGUR er langt kom- inn vegna útboðs á sérleyfum til ol- íuleitar við Ísland sem fram á að fara í janúar nk. Norska olíufélagið StatoilHydro og nokkur bresk fyr- irtæki eru í hópi fyrirtækja í olíu- iðnaðinum sem hafa til skoðunar að taka þátt í útboðinu að því er segir í frétt dagblaðsins The Times í Bretlandi í gær. Fram kemur að fyrirhugað sé að bjóða út um 100 sérleyfi til leitar, rannsókna og vinnslu á olíu og gasi á umræddu svæði, sem er á norð- anverðu Drekasvæðinu. Íslendingar geri sér vonir um að laða megi að fjárfesta, m.a. úr hópi stærstu olíu- fyrirtækja heims, til að taka þátt. Ekkert liggur enn fyrir um hvaða fjárhæðir kunni að fást við útboð sérleyfanna. „Þetta er opið útboð og það er alveg óvíst hvað við fáum upp í hendurnar. Það þarf ekki að vera í formi ákveðinna greiðslna heldur getur verið loforð um að bora tiltekinn fjölda holna en hver hola felur í sér fjár- skuldbindingu upp á um 100 millj- ónir dollara (rúml. 8 milljarða ísl. kr.) á þessu svæði,“ segir Kristinn Einarsson, yfirverkefnisstjóri hjá Orkustofnun. omfr@mbl.is| 4 Hundrað sérleyfi til leitar og vinnslu á olíu og gasi á Drekasvæðinu Olíurisar sýna áhuga á borun      Eftir Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@mbl.is NÝR meirihluti í borgarstjórn vill strax fara í viðræður við ríkisvaldið um framtíð flugvallarins. „Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að svæðið undir flugvellinum sé besta byggingasvæðið í Reykjavík,“ segir Hanna Birna Kristjánsdóttir, nýr borgarstjóri Reykjavíkur. „Þessari hugmynd, að flugvöllurinn eigi ekki að vera þarna, þarf ég augljóslega að vinna aukið fylgi. [...] Við mun- um halda áfram uppbyggingu í grennd við Vatnsmýrina á grund- velli hugmyndasamkeppninnar sem efnt var til,“ segir Hanna Birna jafnframt. Hanna Birna er þeirrar skoðunar að auðveldara verði að klára mál- efni Listaháskólans með nýjum meirihluta. „Ég vil sjá skólann á þessum stað við Laugaveginn. [...] Ég ligg ekki á því að lausnin verður einfaldari með nýjum meirihluta við stjórnvölinn.“ Hanna Birna telur mikilvægt að efla samstarfið við minnihlutann, það skili sér í vandaðri ákvarð- anatöku. Hún er hlynnt blandaðri byggð í miðbænum og er þeirrar skoðunar að snúa þurfi við þeirri stefnu að leggja ofuráherslu á einkabílinn. Hún segist talsmaður lágra skatta en frekari lækkun útsvars liggur ekki fyrir. Vill byggja í Vatnsmýrinni  Aukið samstarf við minnihluta  Auðveldara að klára hús LHÍ núna  Vill auka samstarf | 14 STÓRSKYTTAN í handboltanum, Logi Geirsson, fær hér því sem næst kon- unglegt nudd frá forsetafrúnni Dorrit Moussaieff en veit ekki af því sjálfur. Forsetahjónin heimsóttu landsliðsmennina okkar í Peking í gær þegar svo hittist á að Logi var í nuddi hjá nuddmeistara landsliðsins, Ingibjörgu Ragnarsdóttur. Skipti engum togum að Dorrit lagði hönd á plóg og verður ekki séð að Loga þyki nudd forsetafrúarinnar nokkuð verra. | Íþróttir, 6 Dorrit nuddar neistann í Loga Morgunblaðið/Brynjar Gauti  ÚTLENDINGAR í vinnu hérlendis vinna hættuleg störf og það kann að vera ástæða þess að þeir verða frek- ar fyrir banaslysum en Íslendingar, að mati Eyjólfs Sæmundssonar, for- stjóra Vinnueftirlitsins. Í þremur vinnutengdum banaslys- um sem orðið hafa á þessu ári hafa fórnarlömbin öll verið útlendingar. Frá árinu 2006 hafa sjö útlendingar látist í vinnuslysum en fimm Íslend- ingar. Eyjólfur bendir einnig á að há tíðni banaslysa meðal útlendinga kunni að eiga sér skýringar í því að þeir séu frá löndum þar sem örygg- isstaðlar séu ekki jafnþróaðir og hér. » 24 Útlendingar vinna oft hættuleg störf  MILDI þykir að þrjár ungar stúlkur slösuðust ekki alvarlega þegar þær misstu bíl sinn út í sjó við Engidalsbrú í Skutulsfirði í gær- kvöld. Nýlögð klæðning er á veg- inum á þessum stað og rann bíllinn út af og stöðvaðist í sjónum. Stúlkurnar voru allar í beltum og slösuðust ekki við höggið og tókst í framhaldinu að komast af sjálfs- dáðum út úr bílnum og í land. Að sögn lögreglunnar á Ísafirði hefði þetta óhapp getað orðið mun alvarlegra en raunin varð. Kafara þurfti til að komast að bílnum svo unnt væri að festa dráttartaug í hann. Þrjár stúlkur björguðust naumlega úr sjónum  VILHJÁLMUR Þ. Vilhjálmsson, forseti borgarstjórnar, og Óskar Bergsson, formaður borgarráðs, eiga meira sameiginlegt en að hafa í gær verið skipaðir í valdamikil embætti í borginni. Báðir búa þeir við götuna Ljárskóga í Breiðholt- inu. Spurður hvort hann telji að fasteignaverð í götunni muni hækka núna, segir Vilhjálmur að það sé aldrei að vita „en ætli þetta fylgi ekki bara verðlaginu hér í Breiðholtinu.“ ylfa@mbl.is Valdamiklir nágrannar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.