Morgunblaðið

Dato
  • forrige månedaugust 2008næste måned
    mationtofr
    28293031123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    25262728293031
    1234567

Morgunblaðið - 29.08.2008, Side 13

Morgunblaðið - 29.08.2008, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. ÁGÚST 2008 13 FRÉTTIR ÞÓRUNN Sveinbjarnardóttir um- hverfisráðherra hefur fellt úr gildi fyrri úrskurð sinn um að fram- kvæmd Icelandic Water Holding á Hlíðarenda í Ölfusi þurfi að fara í umhverfismat. Ráðuneytið telur nú að framkvæmdin sé ekki líkleg til að hafa í för með sér veruleg umhverfis- áhrif. Í fyrri úrskurði ráðherrans var lögð til grundvallar umsögn Orku- stofnunar en í henni kom fram að stofnunin teldi að vatnsátöppunar- verksmiðjan hefði umtalsverð áhrif á grunnvatn. Aðstandendur IWH kröfðust nýrrar umsagnar, s.s. í ljósi þess að Orkustofnun hefði ekki byggt álitið á eigin skýrslu, sem gerð var árið 1995, um grunnvatn og vatnsvernd í Þorlákshöfn. Áhrifin ekki veruleg Orkustofnun lýsti því í kjölfarið yfir að í ljósi nýrra upplýsinga og skuldbindinga IWH um mótvægis- aðgerðir teldi stofnunin ekki ástæðu til að ætla að áhrif framkvæmdanna á vatnafar yrðu veruleg. Því þyrfti framkvæmdin ekki að fara í um- hverfismat. Átöppunarverksmiðja IWH verð- ur um 6.600 fermetrar að stærð. Þar verður hægt að framleiða 30.000 flöskur af Icelandic Glacial- drykkjarvatni sem selt er í smásölu- verslunum víða í Bandaríkjunum og Evrópu. andri@mbl.is Fyrri úr- skurður úr gildi Framkvæmd IWH ekki í umhverfismat SAMTÖK hernaðarandstæðinga fagna yfirlýsingu utanríkis- ráðherra um að íslenskir friðar- gæsluliðar muni eftirleiðis ekki bera vopn við störf sín. „Ákvörðun þessi er mikið heilla- spor og getur stuðlað að því að Ís- lendingar muni nú í framtíðinni koma að meira gagni á stríðs- hrjáðum svæðum jarðar en nú er.“ Betur megi þó ef duga skal. Brýnt sé að stefna Íslands í mál- efnum friðargæslu verði tekin til gagngerrar endurskoðunar. Fagna breyttri friðargæslu LANDSVIRKJUN hefur gert samn- ing um að gerast aðalbakhjarl Sess- eljuhúss umhverfisseturs. Sesseljuhús umhverfissetur er fræðslusetur um umhverfismál og sjálfbæra þróun. Haldin eru þar málþing, fundir og námskeið auk annarrar fjölbreyttrar starfsemi. Húsið er staðsett á Sólheimum í Grímsnesi og er stafsemi þess sam- ofin öðru starfi á Sólheimum. Sesseljuhús fær bakhjarl Á FJÓRÐA þúsund nýnema hefur nám við Háskóla Íslands þessa dag- ana en þetta haust er það fyrsta eftir að Kennaraháskólinn sameinaðist Háskóla Íslands og myndaðist með því stærsti háskóli landsins. Sér- stakir nýnemadagar verða haldnir 28. ágúst-5. september þar sem þjón- usta og félagslíf skólans verður kynnt ásamt mörgum uppákomum. Á fjórða þús- und nýnema 3-6 GSM símar og heimasími Með því að skrá símanúmer heimilisfólksins í Núllið þarf fjöl- skyldan ekki að borga krónu fyrir símtöl sín á milli innanlands. Hægt er að skrá allt að sex GSM númer notenda hjá Símanum og eitt heimanúmer. Skilyrði er að notendurnir hafi sama lög- heimili. Eitt númeranna má vera fyrirtækjanúmer og hringir heimilisfólkið þá í það fyrir 0 kr. Kostir Núllsins • Enginn aukakostnaður og engar skuldbindingar fylgja því að vera í Núllinu. • Heimilisfólkið skráir sig í þá áskriftarleið sem hentar best eða í Mitt Frelsi. • Eitt fyrirtækjanúmer má skrá í Núllið og hringir fjölskyldan í það fyrir 0 kr. • Mitt Frelsisnúmer getur hringt í öll hin númerin þótt inneignin sé búin. • Með Núllinu spara allir á heimilinu. Kynntu þér skilmálana og skráðu fjölskylduna í Núllið í dag í síma 800 7000 eða á siminn.issín á milli • Það er i 0kr. að hringja innan fjölskyldunnar AÐEINS ein björgunarþyrla af þremur hjá Landhelgisgæslunni er með nætursjónaukum sem stendur. Verið er að setja slíkan búnað í aðra þyrlu og eru vonir bundnar við að því verki ljúki með haustinu. Ekki stendur hins vegar til að setja næt- ursjónauka í þriðju þyrluna þar sem Gæslan hefur ekki fjárheimildir til þess. Afar langt og kostnaðarsamt ferli fylgir því að setja nætursjónauka í björgunarþyrlu en kostnaðurinn hleypur á mörgum milljónum króna. Þyrlukostur Gæslunnar saman- stendur nú af tveimur stórum þyrl- um af gerðinni Super Puma, TF-LIF og TF-GNA. Sú fyrrnefnda er með nætursjónaukum en sú síðarnefnda, sem er leiguþyrla frá Noregi, er ekki komin með slíkan búnað. Þegar Norðmenn leigðu Íslendingum þyrl- una átti hún að vera með nætursjón- auka við afhendingu en að sögn Höskuldar Ólafssonar, tæknistjóra Gæslunnar, höfðu Norðmennirnir ekki lokið ísetningunni. Er það því á þeirra hendi að stýra þyrlunni í gegnum hið mjög svo flókna ferli hjá EASA, Flugöryggisstofnun Evrópu. „Það er mjög erfitt að fá samþykkt fyrir búnaði af þessum toga,“ bendir Höskuldur á. „Búnaðurinn þarf að fara í gegnum mjög strangar próf- anir hjá EASA en við erum að vonast til að lýsingin verði tilbúin til notk- unar í október og í kjölfarið fái hún stimpil.“ Þriðja þyrlan, sú minnsta í flot- anum, TF-EIR, er án nætursjón- auka og ekki stendur til að setja bún- aðinn í þyrluna. Segir Geirþrúður Alfreðsdóttir, flugrekstrarstjóri Gæslunnar, að stofnunin hafi ekki fjárhagslegt bolmagn til verksins. Að mati hennar væri vissulega æski- legt að hafa allar þyrlurnar útbúnar bestu mögulegu tækjum, en Gæslan þurfi að haga starfsemi sinni í sam- ræmi við aðstæður. Þegar TF-SIF lenti í sjónum úti fyrir Straumsvík fyrir rúmu ári var hún á lokahnykknum í tveggja ára ísetningarferli með nætursjónauka. orsi@mbl.is Minnsta björgunarþyrlan fær ekki nætursjónauka Morgunblaðið/Árni Sæberg Náttblind TF-EIR er minnsta þyrlan hjá Gæslunni. Benóný Ásgrímsson yf- irflugstjóri og Þórarinn I. Ingason flugmaður ganga frá borði. Í HNOTSKURN »Nætursjónaukar voruteknir í gagnið hjá Land- helgisgæslunni haustið 2002 og voru taldir alger bylting við leit og björgun. »Fyrsta útkallið þar semraunverulega þurfti að nota nætursjónauka var í lok nóvember 2002 þegar kona í barnsnauð var flutt frá Vest- mannaeyjum á sjúkrahús í Reykjavík og voru flugmenn sammála um að búnaðurinn hefði skipt sköpum. Aðeins ein þyrla af þremur er með nætursjónauka

x

Morgunblaðið

Slag av riti:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Mál:
Árgangir:
111
Útgávur:
55869
Registered Articles:
3
Útgivið:
1913-í løtuni
Tøk inntil:
31.12.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgávustøð:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í løtuni)
Haraldur Johannessen (2009-í løtuni)
Útgevari:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í løtuni)
Keyword:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Stuðul:
Supplements:

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar: 235. tölublað (29.08.2008)
https://timarit.is/issue/286907

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

235. tölublað (29.08.2008)

Handlinger: