Morgunblaðið - 29.08.2008, Síða 13

Morgunblaðið - 29.08.2008, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. ÁGÚST 2008 13 FRÉTTIR ÞÓRUNN Sveinbjarnardóttir um- hverfisráðherra hefur fellt úr gildi fyrri úrskurð sinn um að fram- kvæmd Icelandic Water Holding á Hlíðarenda í Ölfusi þurfi að fara í umhverfismat. Ráðuneytið telur nú að framkvæmdin sé ekki líkleg til að hafa í för með sér veruleg umhverfis- áhrif. Í fyrri úrskurði ráðherrans var lögð til grundvallar umsögn Orku- stofnunar en í henni kom fram að stofnunin teldi að vatnsátöppunar- verksmiðjan hefði umtalsverð áhrif á grunnvatn. Aðstandendur IWH kröfðust nýrrar umsagnar, s.s. í ljósi þess að Orkustofnun hefði ekki byggt álitið á eigin skýrslu, sem gerð var árið 1995, um grunnvatn og vatnsvernd í Þorlákshöfn. Áhrifin ekki veruleg Orkustofnun lýsti því í kjölfarið yfir að í ljósi nýrra upplýsinga og skuldbindinga IWH um mótvægis- aðgerðir teldi stofnunin ekki ástæðu til að ætla að áhrif framkvæmdanna á vatnafar yrðu veruleg. Því þyrfti framkvæmdin ekki að fara í um- hverfismat. Átöppunarverksmiðja IWH verð- ur um 6.600 fermetrar að stærð. Þar verður hægt að framleiða 30.000 flöskur af Icelandic Glacial- drykkjarvatni sem selt er í smásölu- verslunum víða í Bandaríkjunum og Evrópu. andri@mbl.is Fyrri úr- skurður úr gildi Framkvæmd IWH ekki í umhverfismat SAMTÖK hernaðarandstæðinga fagna yfirlýsingu utanríkis- ráðherra um að íslenskir friðar- gæsluliðar muni eftirleiðis ekki bera vopn við störf sín. „Ákvörðun þessi er mikið heilla- spor og getur stuðlað að því að Ís- lendingar muni nú í framtíðinni koma að meira gagni á stríðs- hrjáðum svæðum jarðar en nú er.“ Betur megi þó ef duga skal. Brýnt sé að stefna Íslands í mál- efnum friðargæslu verði tekin til gagngerrar endurskoðunar. Fagna breyttri friðargæslu LANDSVIRKJUN hefur gert samn- ing um að gerast aðalbakhjarl Sess- eljuhúss umhverfisseturs. Sesseljuhús umhverfissetur er fræðslusetur um umhverfismál og sjálfbæra þróun. Haldin eru þar málþing, fundir og námskeið auk annarrar fjölbreyttrar starfsemi. Húsið er staðsett á Sólheimum í Grímsnesi og er stafsemi þess sam- ofin öðru starfi á Sólheimum. Sesseljuhús fær bakhjarl Á FJÓRÐA þúsund nýnema hefur nám við Háskóla Íslands þessa dag- ana en þetta haust er það fyrsta eftir að Kennaraháskólinn sameinaðist Háskóla Íslands og myndaðist með því stærsti háskóli landsins. Sér- stakir nýnemadagar verða haldnir 28. ágúst-5. september þar sem þjón- usta og félagslíf skólans verður kynnt ásamt mörgum uppákomum. Á fjórða þús- und nýnema 3-6 GSM símar og heimasími Með því að skrá símanúmer heimilisfólksins í Núllið þarf fjöl- skyldan ekki að borga krónu fyrir símtöl sín á milli innanlands. Hægt er að skrá allt að sex GSM númer notenda hjá Símanum og eitt heimanúmer. Skilyrði er að notendurnir hafi sama lög- heimili. Eitt númeranna má vera fyrirtækjanúmer og hringir heimilisfólkið þá í það fyrir 0 kr. Kostir Núllsins • Enginn aukakostnaður og engar skuldbindingar fylgja því að vera í Núllinu. • Heimilisfólkið skráir sig í þá áskriftarleið sem hentar best eða í Mitt Frelsi. • Eitt fyrirtækjanúmer má skrá í Núllið og hringir fjölskyldan í það fyrir 0 kr. • Mitt Frelsisnúmer getur hringt í öll hin númerin þótt inneignin sé búin. • Með Núllinu spara allir á heimilinu. Kynntu þér skilmálana og skráðu fjölskylduna í Núllið í dag í síma 800 7000 eða á siminn.issín á milli • Það er i 0kr. að hringja innan fjölskyldunnar AÐEINS ein björgunarþyrla af þremur hjá Landhelgisgæslunni er með nætursjónaukum sem stendur. Verið er að setja slíkan búnað í aðra þyrlu og eru vonir bundnar við að því verki ljúki með haustinu. Ekki stendur hins vegar til að setja næt- ursjónauka í þriðju þyrluna þar sem Gæslan hefur ekki fjárheimildir til þess. Afar langt og kostnaðarsamt ferli fylgir því að setja nætursjónauka í björgunarþyrlu en kostnaðurinn hleypur á mörgum milljónum króna. Þyrlukostur Gæslunnar saman- stendur nú af tveimur stórum þyrl- um af gerðinni Super Puma, TF-LIF og TF-GNA. Sú fyrrnefnda er með nætursjónaukum en sú síðarnefnda, sem er leiguþyrla frá Noregi, er ekki komin með slíkan búnað. Þegar Norðmenn leigðu Íslendingum þyrl- una átti hún að vera með nætursjón- auka við afhendingu en að sögn Höskuldar Ólafssonar, tæknistjóra Gæslunnar, höfðu Norðmennirnir ekki lokið ísetningunni. Er það því á þeirra hendi að stýra þyrlunni í gegnum hið mjög svo flókna ferli hjá EASA, Flugöryggisstofnun Evrópu. „Það er mjög erfitt að fá samþykkt fyrir búnaði af þessum toga,“ bendir Höskuldur á. „Búnaðurinn þarf að fara í gegnum mjög strangar próf- anir hjá EASA en við erum að vonast til að lýsingin verði tilbúin til notk- unar í október og í kjölfarið fái hún stimpil.“ Þriðja þyrlan, sú minnsta í flot- anum, TF-EIR, er án nætursjón- auka og ekki stendur til að setja bún- aðinn í þyrluna. Segir Geirþrúður Alfreðsdóttir, flugrekstrarstjóri Gæslunnar, að stofnunin hafi ekki fjárhagslegt bolmagn til verksins. Að mati hennar væri vissulega æski- legt að hafa allar þyrlurnar útbúnar bestu mögulegu tækjum, en Gæslan þurfi að haga starfsemi sinni í sam- ræmi við aðstæður. Þegar TF-SIF lenti í sjónum úti fyrir Straumsvík fyrir rúmu ári var hún á lokahnykknum í tveggja ára ísetningarferli með nætursjónauka. orsi@mbl.is Minnsta björgunarþyrlan fær ekki nætursjónauka Morgunblaðið/Árni Sæberg Náttblind TF-EIR er minnsta þyrlan hjá Gæslunni. Benóný Ásgrímsson yf- irflugstjóri og Þórarinn I. Ingason flugmaður ganga frá borði. Í HNOTSKURN »Nætursjónaukar voruteknir í gagnið hjá Land- helgisgæslunni haustið 2002 og voru taldir alger bylting við leit og björgun. »Fyrsta útkallið þar semraunverulega þurfti að nota nætursjónauka var í lok nóvember 2002 þegar kona í barnsnauð var flutt frá Vest- mannaeyjum á sjúkrahús í Reykjavík og voru flugmenn sammála um að búnaðurinn hefði skipt sköpum. Aðeins ein þyrla af þremur er með nætursjónauka

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.