Morgunblaðið - 29.09.2008, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 29.09.2008, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 29. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR RÆTT verður um aðdraganda þess að Bandaríkjaher fór af landinu og viðbrögðin við því á fundi á vegum Alþjóðamálastofnunar Háskóla Ís- lands. Gunnar Þór Bjarnason flytur fyrirlestur um bók sem hann hefur nýlega sent frá sér og Styrmir Gunnarsson flytur erindi um bókina og umfjöllunarefni hennar. Bók Gunnars heitir „Óvænt áfall eða fyrirsjáanleg tímamót? Brottför Bandaríkjahers frá Íslandi: Að- dragandi og viðbrögð“. Hún fjallar um samskiptin við Bandaríkin í ör- yggis- og varnarmálum, meðal ann- ars hvers vegna Bandaríkjastjórn ákvað að kalla heim varnarliðið á Keflavíkurvelli og því jafnframt velt upp hvort kannski væri nær að spyrja af hverju herinn var ekki löngu farinn. Fjallað er um það hvernig Íslendingum hefur gengið að bregðast við brottför hersins og hvort varnir landsins séu nægilega vel tryggðar. Höfundurinn, Gunnar Þór Bjarnason er BA í sagnfræði og þýsku frá Háskóla Íslands, stund- aði framhaldsnám í Þýskalandi og hefur lokið MA-prófi í alþjóða- samskiptum frá HÍ. Hann hefur kennt við Fjölbrautaskólann í Breiðholti um árabil. Fyrirlesturinn verður í stofu 132 í Öskju á morgun, þriðjudaginn 30. september, milli kl. 17 og 18. Bald- ur Þórhallsson, prófessor í stjórn- málafræði, stýrir fundinum. „Óvænt áfall eða fyrirsjáan- leg tímamót“ BESTI hundurinn reyndist Berne- gården’s Prince Of Thieves á al- þjóðlegri hundasýningu Hunda- ræktarfélags Íslands (HRFÍ) sem haldin var í reiðhöllinni í Víðidal um helgina. Hundurinn er af tegundinni St. Bernharðs og er fæddur 10. júlí 2006 en eigandinn er Guðný Vala Tryggvadóttir. Með þeim á mynd- inni eru Jose Luis Payro Duenas, dómari frá Mexíkó, og Jóna Th. Viðarsdóttir, formaður HRFÍ. Á áttunda hundrað hunda 750 hundar af 85 tegundum voru sýndir á einni glæsilegustu sýningu félagsins. Einnig voru heiðraðir af- reks- og þjónustuhundar ársins og ýmis fleiri verðlaun er keppt um á slíkri sýningu. Sex dómarar frá fjórum löndum dæmdu samtímis. St. Bernharðs- hundur bestur Fremstur Besti hundur sýningar. ÍBÚAFUNDUR á vegum Sjálfstæð- isfélags Álftaness verður haldinn í kvöld klukkan 20 í sal Álftanes- skóla. Fundurinn stendur til klukk- an 22 og eru allir áhugasamir Álft- nesingar velkomnir. Á dagskrá fundarins eru umræð- ur um Álftanesskóla, íþrótta- miðstöðina, og skipulag og fjármál. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisfélagsins verða frummælendur á fundinum. Í tilkynningu frá stjórn Sjálf- stæðisfélags Álftaness segir að á fundi bæjarstjórnar Álftaness þriðjudaginn 30. september 2008 muni meðal annars koma til um- ræðu tillögur að miklum lántökum, meðal annars vegna kaupa á landi. Bæjarfulltrúar vilji því kynna íbú- um stöðu þessara málaflokka. Íbúafundur á Álftanesi UMSÆKJANDI um stöðu rektors við Landbúnað- arháskóla Íslands hefur ákveðið að áfrýja til Hæsta- réttar dómi Hér- aðsdóms Reykja- víkur þar sem ríkið var sýknað af kröfu um að brotið hefði verið gegn jafnréttislögum við ráðninguna og viðurkenningu á skaðabóta- skyldu. Með því vill hún láta reyna á það hvort jafnréttislög séu í raun og veru í gildi hér á landi eða ekki. Ingileif Steinunn Kristjánsdóttir sameindalíffræðingur var meðal fjórtán umsækjenda um stöðu rekt- ors Landbúnaðarháskóla Íslands sem stofnaður var með sameiningu þriggja stofnana. Landbúnaðarráð- herra skipaði Ágúst Sigurðsson í stöðuna í ágúst 2004. Ingileif óskaði eftir rökstuðningi ráðuneytisins, kvartaði til umboðsmanns Alþingis og vísaði málinu til kærunefndar jafnréttismála, áður en hún höfðaði mál á hendur ríkinu þar sem hún taldi að brotið hefði verið gegn jafn- réttislögum við ráðninguna. Héraðs- dómur Reykjavíkur sýknaði ríkið, taldi að færð hefðu verið rök fyrir því að sá sem ráðinn var hefði verið hæfari en kærandinn til að gegna starfinu. Hissa á svona dómi „Maður verður næstum því hissa á svona dómum. Það gerir það að verkum að við hjónin erum búin að ákveða að áfrýja dómnum,“ segir Ingileif. Hún segir að í dómi héraðs- dóms hafi ekki verið tekið tillit til úr- skurðar umboðsmanns Alþingis eða þess að kærunefnd jafnfréttismála klofnaði í úrskurði sínum sem hún segir óvenjulegt. Umboðsmaður fann að málsmeðferð ráðuneytisins en meirihluti kærunefndarinnar taldi ekki að jafnréttislög hefðu ver- ið brotin. Þá nefnir Ingileif sem ástæðu fyrir áfrýjun sinni að í dómn- um hafi ekki heldur verið tekið tillit til gildra plagga sem sýni fram á að Ágúst Sigurðsson hafi ekki verið höfundur kynbótamatskerfisins Blupsins en fullyrðing fyrrverandi ráðuneytisstjóra um það verið látin standa. „Verði þetta talið gilt í Hæstarétti, þá eru jafnréttislög ómerk og alveg eins gott að segja fólki það hreint út,“ segir Ingileif. helgi@mbl.is Lætur reyna á jafnréttið Ingileif Steinunn Kristjánsdóttir Umsækjandi um stöðu rektors áfrýjar Eftir Kristbjörgu Sigurðardóttur Raufarhöfn | Hrútadagurinn verður haldinn 4. október nk. í Faxahöllinni á Raufarhöfn í fjórða sinn. Dagskráin hefst kl. 14 með sölu á lamb- hrútum og geta bændur og aðrir áhugasamir um hrúta hvaðanæva af landinu skoðað úrvalið af norðurþingeyskum vöðvabúntum. Þegar kaupendur hafa valið sér lambhrút, einn eða fleiri, eru hrútarnir teknir úr sölu, skráðir hjá ritara og teljast þá seldir. Fyrirfram verða valdir úr nokkrir hrútar sem stigahæstir eru eða þykja skara fram úr öðrum hrútum að einhverju leyti og verða þess- ir gripir seldir hæstbjóðanda á uppboði sem fram fer í lok söludagsins. Búist er við að um 15 bændur mæti með u.þ.b. 250 hrúta. Sauðkindin í aðalhlutverki Ýmislegt fleira verður um að vera á Rauf- arhöfn þennan dag. Í Faxahöllinni verður hand- verksfólk í héraðinu með sölusýningu á hand- verki, kaffiveitingar verða á sínum stað, auk þess sem haldin verður þar, í annað sinn, Ís- landsmeistarakeppni í kjötsúpugerð en rétt til þátttöku hafa félagasamtök, veitingahúsaaðilar eða aðrir tengdir matvælaframleiðslu. Um kvöldið verður hagyrðingakvöld í félagsheim- ilinu Hnitbjörgum þar sem valdir heimamenn og útvaldir gestir munu kveðast á. Lengi hefur verið leyfð sala á fé úr Þistilfirði og Langanesi en fyrir nokkrum árum var lífs- ölusvæðið stækkað svo nú nær það einnig yfir Melrakkasléttu, Núpasveit og Öxarfjörð. Kaup- endum, ef til vill langt að komnum, var því nokkur vandi á höndum ætluðu þeir að fara um allt svæðið með viðkomu á þeim fjölmörgu bæj- um sem hafa lífsöluleyfi. Því var það að fram- takssamir bændur í héraðinu ákváðu að safna saman á einn stað þeim hrútum sem þóttu sölu- hæfir. Þetta var gert m.a. til að auðvelda kaup- endum valið með því að hafa hrútana alla á ein- um stað og geta þannig borið þá saman. Faxahöllin á Raufarhöfn, sem er reiðhöll Rauf- arhafnarbúa, þótti henta vel fyrir samkomu sem þessa, miðsvæðis á sölusvæðinu og góð að- staða fyrir menn og skepnur. Núna, þremur ár- um seinna, er Hrútadagurinn að festa sig í sessi sem árlegur viðburður í héraði með ýmsum skemmtilegum uppákomum, þar sem maður er manns gaman þótt sauðkindin sé í aðalhlutverki sem oftar. Bjóða norðurþingeysk vöðvabúnt Morgunblaðið/Kristbjörg Sigurðardóttir Til sölu Hrútadagurinn verður haldinn í fjórða sinn nk. laugardag í Faxahöllinni á Raufarhöfn. Þar geta áhugasamir skoðað úrval hrúta. Eftir Jón H. Sigurmundsson Þorlákshöfn | Icelandic Water Hold- ings ehf. sem síðastliðin þrjú ár hef- ur starfrækt átöppunarverksmiðju fyrir Iceland Glacial-vatnið í Þor- lákshöfn, gangsetti á föstudag nýja verksmiðju í landi Hlíðarenda í Ölf- usi. Verksmiðjan sem er 6.700 fer- metrar að stærð mun í fyrri áfanga anna átöppun um 100 milljóna lítra á ári. Icelandic Glacial-vatnið hefur fengið margvíslegar viðurkenningar fyrir gæði sín og hreinleika. Jafn- framt hafa umbúðir vatnsins vakið mikla athygli og hlotið ýmis verð- laun fyrir bæði útlit og gæði. Mikið fjölmenni Jón Ólafsson framkvæmdastjóri og aðaleigandi ávarpaði fjölmarga gesti sem sumir hverjir voru langt að komnir, svo sem starfsmenn og samstarfsaðilar í Bandaríkjunum, Anheuser Busch, erlendir jafnt sem innlendir blaðamenn, ráðherrar og þingmenn. Jón kom víða við í ræðu sinni sem hann flutti á ensku. Hann sagði að á þeim fjórum árum sem verkefnið hefði staðið væri búið að eyða um 5 milljörðum íslenskra króna í þróunarstarf, markaðs- kynningu og aðra uppbyggingu og gera mætti ráð fyrir að áfram yrði að festa fé í starfseminni áður en hún færi að skila hagnaði. Hann sagði einnig: „Talið er að um 200 ný vörumerki af átöppuðu vatni líti dagsins ljós í heiminum á ári hverju. Af þeim er talið að aðeins fjögur nái að lifa meira en eitt ár og ennþá færri en tvö ár. Íslendingar hafa vissulega fengið sinn skerf af mót- vindi í vatnsútflutningi og það er rétt að hafa í huga að þótt góður ár- angur hafi náðst í markaðsfærslu Icelandic Glacial til þessa er langur vegur frá því að sigur sé í höfn.“ Einstakt vatnsból „Við höfum aðgang að einstöku vatnsbóli. Átöppunarferlið og um leið gæði vatnsins eru eins og best verður á kosið, eins og fjölmargar viðurkenningar og rannsóknir bera glöggt vitni um. Umbúðirnar eru margverðlaunaðar og vekja hvar- vetna athygli. Viðtökur markaðarins í þeim löndum sem vatnið hefur ver- ið selt til hafa verið ákaflega góðar. Síðast en ekki síst höfum við fengið langstærsta dreifingaraðila á banda- rískum drykkjavörumarkaði, An- heuser Busch, til liðs við okkur, bæði sem dreifingaraðila og 20% hluthafa í félaginu,“ sagði Jón. Flutt til þurfandi Jón sagði frá því að stjórn Ice- landic Water Holdings hefði ákveðið að stofna The Icelandic Glacial Water For Life Foundation. Sjóðn- um er ætlað að beita sér fyrir víð- tæku samstarfi um flutning vatns til þurfandi fólks í heiminum, til dæmis í kjölfar þurrka, náttúruhamfara eða vatnsskorts vegna til dæmis skemmdarverka, styrjalda eða ann- arra mannanna verka. Grunnurinn að þessari hugmynd er að víða um heim eru gömul risastór olíuskip sem eru það sem kallað er einbotna og því ekki lengur heimilt að flytja olíu eða önnur mengandi efni um heimsins höfn en mega flytja vatn. Ráðherra aðstoðaði Iðnaðarráðherra Össur Skarphéð- insson, aðstoðaði stofnendur Ice- landic Glacial, Jón Ólafsson og Kristján Ólafsson, við að gangsetja framleiðslulínu verksmiðjunnar. Össur sagði í ræðu sem hann flutti að hann væri stoltur af því að vera iðnaðarráðherra og fá að taka þátt í þessu verkefni, einnig sem fyrrver- andi umhverfisráðherra og sem um- hverfissinni. Hann flutti ham- ingjuóskir frá ríkisstjórn Íslands. Ólafur Áki Ragnarsson, bæj- arstjóri sagði að í hvert sinn sem hann klifi hæstu tinda jarðar eins og í Afríku, Evrópu og innan tíðar Suð- urameríku, tæki hann með sér flösku af Ölfusvatni og nú fyndist honum að hann stæði á einum sínum hæsta tindi sem bæjarstjóri. Morgunblaðið/Jón H. Sigmundsson Opnun Efnt var til mikillar veislu þegar nýja átöppunarverksmiðjan var opnuð í Ölfusi. Ný átöppunarverksmiðja gangsett á Hlíðarenda Í HNOTSKURN » Verksmiðjan er búin sérstöku orkustjórnunarkerfi til að haldaáhrifum á náttúru og umhverfi í lágmarki. » Vatnsból verksmiðjunnar sem er beint undir henni myndaðist ímiklum eldsumbrotum fyrir um 4500 árum. Hraunveggir umlykja vatnið á þrjá vegu en til suðurs streymir það óbeislað til sjávar í magni sem myndi anna tvöfaldri heimsneyslu vatns á flöskum, sem um þessar mundir er 200 milljarðar lítra á ári. » Full afköst verksmiðjunnar verða um 200 milljónir lítra á ári eðaeinn þúsundasti af heimsframleiðslunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.