Morgunblaðið - 29.09.2008, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 29.09.2008, Blaðsíða 22
22 MÁNUDAGUR 29. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN LJÓSMÆÐUR og fjármálaráðherra hafa samþykkt miðl- unartillögu rík- issáttasemjara um nýjan kjarasamning þessara aðila. Sam- kvæmt því hækka grunnlaun ljósmæðra um allt að 22,6 pró- sent, sem þýðir að mánaðarlaun þeirra hækka að jafnaði um 70-90 þúsund krónur. Það er vel í lagt á sama tíma og stór hluti þjóðarinnar berst í bökkum vegna verðbólgu, sem sífellt virðist færast í aukana. Verð á mat- arkörfunni hækkar jafnt og þétt, en launaumslagið þyng- ist lítið. Þetta segir til sín í hækkandi vísitölu, sem hækkar skuldir heimilanna með ógnarhraða, því flest lánin eru verðtryggð miðað við vísitölu eða gengi. Fæðing- arhríðir óðaverðbólgu eru komnar af stað. Nú er ég ekki að gera lítið úr ljósmæðrum, þær eiga allt gott skilið. En ég óttast að þeirra kjarasamningur hafi sett af stað launaskrið, sem ekki sér fyrir end- ann á. Læknar eru næstir og þeir virðast ekki tilbúnir til að gefa neitt eftir, nema síður sé, því þeir hækkuðu launakröfur sínar eftir að samningur við ljósmæður lá fyrir. Þessar stéttir eru vissulega mikilvægar og það nýta þær sér til kjarabóta. Kjarabarátta þeirra hefur fengið stuðning frá þjóðinni, ekki síst vegna þess að öll fjöl- miðlaumræða hefur verið þeim í hag. Vissulega þarf að greiða þessu fólki góð laun, en það þarf að vera innistæða fyrir þeim laun- um. Það er ekkert gagn að kjara- bótum, sem brenna á báli verð- bólgu á fáum dögum. Samkvæmt upplýsingum sátta- semjara eru tugir stéttarfélaga með lausa kjarasamninga og stóru stéttarfélögin innan ASÍ eru í uppnámi í byrjun næsta árs. Tals- menn atvinnurekenda segja svigr- ún fyrir hækkun upp á 3-4% á al- mennum launamarkaði, en á sama tíma gengur ríkið að kjarasamn- ingi upp á yfir 20% hækkun. Þetta gengur ekki upp. Það er að skap- ast sama ástand í þjóðfélaginu og var á síðustu áratugum síðustu aldar, þegar verðbólgan nálgaðist þriggja stafa tölu, gott ef hún náði ekki því marki um tíma. Þá var aftur og aftur samið um kjarabæt- ur, sem brunnu jafnharðan í verð- bólgubálinu. Þjóðin var við það ár eftir ár að elta skottið á sjálfri sér. Hún náði því aldrei, en núna stefnir hraðbyri í sama leikinn. Læra menn aldrei af reynslunni? Það ríkir mikil óvissa í sam- félaginu vegna fjármálakreppu, sem ríkir um allan heim. Ég þarf ekki að tíunda það. Þess vegna er það ábyrgð- arhluti af ríkisstjórn að ganga að miklum kjarabótum til ljós- mæðra. Þær kjara- bætur eru teknar af skattpeningum þjóð- ar, sem er í kreppu. Skatttekjur ríkissjóðs koma til með að drag- ast saman á næstu mánuðum og árum og því lítið svigrúm til mikilla launahækkana. Nú er ég ekki að halda því fram, að kjarabæt- ur ljósmæðra setji þjóðfélagið á hausinn. Síður en svo, en ég veit að allir hinir koma á eftir. Fyrsti steinninn hefur verið tekinn úr stíflunni. Það er kom- inn í hana brestur. Verði ekki spyrnt við fótum fer illa fyrir þjóðinni. Það hefur ríkt góð- æri meðal okkar Ís- lendinga á und- anförnum árum, en að hluta til var þetta góð- æri byggt á sandi. Það hefur verið að koma í ljós á undanförnum vik- um. En menn voru blindir og margir hafa eytt langt um efni fram. Lánsfé var borið í unga sem aldna. Sú var tíðin, að ungt fólk sætti sig við að hefja búskap í kjallaranum hjá pabba og mömmu með innbú frá afa og ömmu. En á undanförnum árum hefur þessum ágætu gildum verið kastað fyrir róða. Unga fólkið hefur búskap í nýjum íbúðum, þar sem lán fæst til kaupanna. Þegar það er frá- gengið er dregið upp kreditkortið og keypt nýtt innbú á rað- greiðslum. Að lokum er svo bætt við nýjum bíl á erlendu láni. Þetta gat venjulegt launafólk leyft sér, en þeir „nýríku“ gerðu enn betur. Þeir vildu helst ekki kaupa neitt nema það kostaði verulegar fjár- hæðir. Það var ekki innistæða fyr- ir þessu „fjárfestingafylliríi“ og „timburmennirnir“ eru ógurlegir. Margir eiga ekki fyrir afborg- unum og lánin hækka og hækka vegna verðtryggingar í gengi eða vísitölu. Þess vegna yrðu margir enn í skuld, þótt þeir seldu allt sem keypt var. Skuldir þjóðarinnar eru ógn- vænlegar og fjöldi heimila rambar á barmi gjaldþrots. Ungt fólk á hlut að máli í mörgum tilvika; býr við brostnar vonir í upphafi bú- skapar. Sambönd þeirra og heimili þola ekki álagið og leysast upp. Það er kallað eftir aðgerðum stjórnvalda, en ríkisstjórnin gerir ekki neitt. Jú, hún samþykkir kjarabætur til ljósmæðra, sem gætu ýtt af stað launaskriði og óðaverðbólgu. Talsmenn launþega og atvinnurekenda kalla eftir þjóðarsátt, líkt og þeirri sem kvað niður verðbólguna í lok síðustu aldar. Þrátt fyrir það heyrist ekk- ert um aðgerðir stjórnvalda til að koma þeim viðræðum í gang. Það þarf einhverja „gulrót“ í upphafi til að slík „þjóðarsátt“ geti orðið að veruleika. Ef ekkert er að gert fer illa fyrir íslensku þjóðinni. Þeir einir fiska, sem róa. Þess vegna skora ég á ríkisstjórnina að setjast undir árar – og róa líf- róður. Þá er ég viss um að þjóðin verður tilbúin til að leggjast á ár- arnar líka. Þannig gæti náðst „þjóðarsátt“ til að lágmarka þann skaða sem þegar er orðinn. Fæðingar- hríðir óðaverð- bólgu hafnar Sverrir Leósson skrifar um kjara- samning fjár- málaráðherra við ljósmæður » Læknar eru næstir og þeir virðast ekki tilbúnir til að gefa neitt eftir, nema síð- ur sé, því þeir hækkuðu launakröfur sínar eftir að samningur við ljósmæður lá fyrir. Sverrir Leósson Höfundur er útgerðarmaður á Akureyri. LÆKNAR fara ekki oft í verkfall. Læknar reyna eftir mætti að fara samningaleiðina ef þess er nokkur kost- ur. Auk þess fara læknar oft halloka í því áróðursstríði sem verður við ríkisvaldið. Læknar hafa ekki stundað mikla kynn- ingu á störfum sínum eða kjörum. Þeir eru venjulega með hugann við annað. Margar stéttir hafa verið mun duglegri að kynna kjör sín. Reyndar er mér minnisstætt að þegar ég var unglæknir fyrir um það bil 18 árum, þá ákváðum við unglækn- arnir að krefjast bættra kjara og kynna málstaðinn. Efnt var til eins dags verkfalls. Blaðamannafundur boðaður um morguninn. Hugmynd okkar var að reyna að nota tækifær- ið og kynna störf okkar og kjör á þessum fundi. Svara spurningum forvitinna og áhugasamra blaða- manna. Einnig höfðum við meðferðis prentaðar upplýsingar um okkur. Blaðamennirnir spurðu strax hvort eitthvert neyðarástand myndi skap- ast vegna verkfalls okkar. Við svör- uðum „nei“ og þar með tæmdist sal- urinn af blaðamönnum og fundi var sjálfhætt. Algjört flopp. Mörgum finnst að læknar hafi það gott og því ættum við að vera hóg- værir. Auk þess er höfðað til sam- félagslegrar ábyrgðar í anda Jó- hannesar skírara. Stundum fæ ég á tilfinninguna að við séum eign fólks- ins, eins og ríkiskass- inn, þið vitið hvað ég á við, enginn vill borga í hann en fá úr honum að vild. Í sjálfu sér gæti ég samþykkt þessa hugsun ef ég fengi leyfi til að umgangast smiði, raf- virkja eða bankann minn á sama hátt. Við eigum líka okkar rétt. Við megum einnig benda á hvar skórinn kreppir, hvar okkur er mismunað eða misboð- ið. Við eigum rétt á okk- ar stolti og virðingu. Ef við teljum árin eftir stúdentspróf þá gefur 6 ára erfitt læknanám 275 þús. krónur í grunn- laun. Eftir að hafa starfað sem unglæknir í eitt ár færðu 312 þús. krónur í grunnlaun. Síð- an ferðu til útlanda og ert þar í 6 ára sérnám og við heimkomuna færðu 475 þús. krónur í grunnlaun, þá eru liðin 12 til 14 ár frá stúdents- prófinu. Þegar ég kom úr sérnámi reiknaðist mér til að kostnaðurinn við flutninginn og ferðir fram og til baka öll árin jafngiltu lítilli íbúð í Reykjavík. Síðan bætast við árlegar afborganir af námslánum sem geta numið einu mánaðarkaupi. Því hefur sérfræðingurinn lagt í töluverðan kostnað sjálfur. Íslenska ríkið ber engan kostnað af sérnámi okkar er- lendis og fær það gratís eins og hverja aðra Marshall-aðstoð, aftur á móti nýtur það ávaxtanna óspart. Þegar sérfræðingurinn hefur unnið í 14 ár frá lækningaleyfi eða í 21 ár frá stúdentsprófi fær hann í grunnlaun 510 þúsund krónur. Þá er maður orð- inn að minnsta kosti 41 ára gamall. Síðan er bara eftir að reikna út elli- lífeyrinn. Því miður er hann ekki eins og hjá þingmönnum. Marktæk breyting sem eflaust ekki allir gera sér grein fyrir er að mikið af ungum læknum hefur allt aðrar hugmyndir um lífsgæði og kjör. Eldri læknum fannst sjálfsagt að sætta sig við sín kjör því þeir gátu bætt við sig tekjum með botnlausri yfirvinnu. Unga fólkið segir í dag: „Á læknir með alla sína menntun að þurfa að vinna eins og skepna til að hafa há laun?“ Unga fólkið vill líka vera heima hjá sér og sinna sínum. Auk þess er vaxandi fjöldi lækna konur. Að gjaldfella störf unglækna eins og tilboð ríkisins hljómar boðar ekki gott. Gert er lítið úr læknum og læknisfræðilegum ákvörðunum. Mörgum finnst þær kannski einfald- ar en ef þær eru rangar geta afleið- ingarnar verið slæmar. Læknisfræði snýst fyrst og síðast um að taka ákvörðun, ekki svo mikið um verk- lega þáttinn. Þannig er til dæmis kjarni skurðlæknisfræðinnar að taka hina afdrifaríku ákvörðun að mæla með skurðaðgerð frekar en að sleppa henni. Sjálf aðgerðin er oft einfaldari en ákvörðunin. Það eru afleiðingar ákvörðunarinnar sem fylgja sjúk- lingnum alla ævi. Vandamálin sem við stöndum frammi fyrir eru að það er skortur á unglæknum í dag. Þeir eru mun meiri heimsborgarar en við gömlu jálkarnir og fara því bara til útlanda ef þeim er misboðið. Einnig var það lenska hjá minni kynslóð að koma sér heim sem fyrst eftir sér- nám en það hefur breyst. Þar sem vinnuaðstaða er yfirleitt verri á Ís- landi, minni tími til að sinna sínu starfi og minni tími til að sinna rann- sóknum finnst mörgum vænlegri kostur að dvelja erlendis. Með aukn- um flugsamgöngum, tölvupósti, vef- myndavélum og Skype er dvölin mun léttari á erlendri grund. Allar þessar breytingar hafa haft það í för með sér að Ísland er ekki sjálfgefin endastöð fyrir íslenska lækna í sér- námi. Íslenskir læknar eru eftirsótt vara, því mun það ráðast af við- brögðum ríkisins hvort þeir starfa hér eða í útlöndum. Eiga læknar að fara í verkfall? Gunnar Skúli Ár- mannsson skrifar um kjör lækna Gunnar Skúli Ármannsson » Þegar sér- fræðing- urinn hefur unnið í 14 ár frá lækningaleyfi eða í 21 ár frá stúdentsprófi fær hann í grunnlaun 510 þúsund krónur. Höfundur læknir og er fjögurra barna faðir. UNDANFARNAR vikur hefur skamm- sýnt fólk ráðist að Björk Guðmunds- dóttur fyrir einlæga ást hennar á landi sínu og umhverfi og skynsamlegum rökum gegn eyðingu þess. Himinn og haf skilja að hugsjónir og eigin hagsmuni. Það sama gildir um Björk og Árna Johnsen í umhverfismálum. Í þætti þar sem Árna og Elísabetu Jökulsdóttur greindi á í umhverfismálum var með ólíkindum hvað Árna tókst að tipla á flokkslínunni. Í hans mál- flutningi var hvergi minnst á skað- legar afleiðingar vatnsaflsvirkjana á lífríkið við strendur landsins. Hann var fyrst spurður og fékk frið til að ljúka máli sínu. Elísabet var hins vegar stöðvuð með fram- ígripi stjórnmálamannsins sem gætti þess að hún gæti ekki lokið máli sínu, né komið sínum skoð- unum á framfæri. Árni hefur marga hildi háð og glímt við vandamál sem venjulegum manni væri ógerlegt að sigrast á og halda reisn á eftir. Eða hvað það allt saman er nú kallað. Ekki veit ég hvort ég á að undrast eða dást að trú Árna á sjálfum sér. Enn eitt er víst, hann er einstakur afreks- maður á því sviði. Slíkur maður leyfir ekki hugsjónakonu að standa í vegi fyrir málstað þeirra sem sjá fossa landsins með dollaraaugum. Þrátt fyrir einlitan og sorglegan málflutning þessa þrælduglega manns lá við að ég skellti upp úr þegar hann sagðist vera umhverf- issinni. Að væna Björk Guðmunds- dóttur um barnaskap í umhverfismálum þó hún sjái lengra en hann, mælir vart með honum sem umhverf- issinna. Erna Indriðadóttir, sem er fram- kvæmdastjóri sam- félags- og upplýsinga- mála hjá Alcoa, er líkt og Árni, ósátt við rök Bjarkar. Ólíkt Árna er hægt að skilja hennar sjón- armið. Hún er að verja vel launað starf sitt og lætur Alcoa njóta góðs af. Því miður er það fyrirtæki frægt fyrir umhverfisspjöll og slæma framkomu við fátæk ríki og starfsmenn sína. Það geta menn séð á netinu. Hún áttar sig ekki á hve þjóðin er orðin vel meðvituð um þýðingu hreins umhverfis og lofts og farin að gera sér ljósar af- leiðingar kæruleysis og græðgi í umhverfismálum. Ég hefði getað ímyndað mér að slík ágætis mann- eskja sem Erna kemur mér fyrir sjónir, væri undir niðri sammála Björk ef ekki kæmi meðal annars þessi setning í grein hennar: Ís- land er réttilega í margra augum land hinnar hreinu orku og hvern- ig álfyrirtæki geta eyðilagt þá ímynd er greinarhöfundi hulin ráð- gáta: Hví ertu svo blind, ágæta Erna? Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar um hentistefnu og „Fagra Ísland“ og sér bara kosti þess að fórna náttúruperlum fyrir meiri lífsgæði. Margfalt fleiri ókostina minnist hún ekki á. Hún gerir lúmskt grín að Össuri Skarphéðinssyni og Björgvini Sigurðssyni þegar þeir með undirskrift og skóflustungu veittu áframhaldandi álvæðingu og mengun brautargengi og von- ar að þeir hafi gert þetta af heil- um hug. Kolbrún er betri gagn- rýnandi á bækur en þá sem reyna að vernda umhverfið. Hún virðist hreinlega ekki hafa hug- mynd um hvað málið snýst um. Kolbrún gerir sér ekki ljóst að mengandi stóriðja og virkjanir eru hugsjónir skammsýnna auð- hyggjumanna. Það er ekki verið að hugsa um almenning enda svokallað góðæri farið þar hjá garði eins og nú er óðum að koma í ljós. Afrakstur eyðilegg- ingar náttúrunnar varð nær allur eftir í auðmanna pyngjum. Auður og völd fara hér saman sem ann- ars staðar, án fylgdar skynsemi og framsýni. Það má segja Össuri til málsbóta að hann skammaðist sín svo mikið fyrir að skrifa und- ir yfirlýsingu um álver á Bakka að hann vildi ekki myndatöku. En hvað gera menn ekki fyrir völd og áhrif? Össur er góður drengur sem vill vel án þess að vita hvernig á að gera. Ágætu landar! Fórnum ekki landinu fyr- ir skammvinn gæði. Hættum að bruðla og eyðileggja. Hækkum laun okkar með skynsamlegum sparnaði og fyrirhyggju án þess að það komi niður á lífsgæðum. Það gæti verið á við álver á landsvísu. Björk og þau sem þykjast Albert Jensen skrif- ar um umhverfismál » Fórnum ekki landinu fyrir skammvinn gæði. Albert Jensen Höfundur er trésmíðameistari. flísar Stórhöfða 21, við Gullinbrú, sími 545 5500. www.flis.is ● netfang: flis@flis.is Allt fyrir baðherbergið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.