Morgunblaðið - 29.09.2008, Blaðsíða 18
18 MÁNUDAGUR 29. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Einar Sigurðsson.
Ólafur Þ. Stephensen.
Forstjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal.
Útlitsritstjóri:
Árni Jörgensen.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
Spennan í ís-lenskuefnahagslífi
vex jafnt og þétt. Í
Morgunblaðinu á
laugardag kemur
fram að í stétt-
arfélögum gæti nú vaxandi
óþreyju vegna kjaramála og
verðhækkana undanfarnar
vikur.
Sigurður Bessason, for-
maður Eflingar, segir í frétt-
inni að öll umræða um þjóð-
arsátt sé út í hött: „Bak við
þessa umræðu er nákvæm-
lega ekki neitt.“ Hann segir
engin áhrifaöfl í þjóðfélaginu
verja stöðugleikann. Tal for-
svarsmanna ríkisstjórn-
arinnar um að halda þurfi
niðri verðlagi séu innantóm
orð því hvorki einkafyrirtæki
né opinber fari eftir því.
Aðalsteinn Á. Baldursson,
formaður Framsýnar-
stéttarfélags, átti fyrir
helgina fundi með fé-
lagsmönnum í Þingeyj-
arsýslum vegna viðræðna við
sveitarfélögin um endurnýjun
samninga. „Það er þungt
hljóð í fólki og krafa um há
laun og stuttan samning,“
segir hann.
Verkalýðsfélag Akraness
hefur sent frá sér frétt þar
sem segir að ekki verði leng-
ur horft upp á það hvernig
farið er með verkafólk. Það
ætlar að krefjast þess að laun
verði hækkuð í samræmi við
hækkanirnar í samningi ljós-
mæðra.
Á næstu vikum
og mánuðum losn-
ar fjöldi samn-
inga. Það er skilj-
anlegt að urgur sé
í launþegum. Ef
nú verður farið
fram með kröfur um gríð-
arlegar hækkanir á launum
gæti það hins vegar hrint af
stað skriðu víxlverkana, sem
erfitt verður að stöðva. Af-
leiðingar hækkandi verðbólgu
eru þegar farnar að koma
harkalega niður á almenningi
og allar launahækkanir yrðu
fljótar að hverfa ef kynt yrði
undir báli verðbólgu.
Gagnrýni Sigurðar Bessa-
sonar á áhrifaöflin í þjóð-
félaginu á hins vegar fullan
rétt á sér. Hvernig stendur á
hækkunum á gjaldskrá Orku-
veitunnar? Iðnaðarráðherra
staðfestir hana og borgar-
fulltrúar lyfta ekki fingri. Af
hverju samþykkja stjórn-
málamenn þessar hækkanir?
Undir hverju er Síminn að
kynda með því að hækka
gjaldskrá sína? Svo má ekki
gleyma hækkunum á matvöru
og svimandi háu eldsneyt-
isverði.
Menn verða að átta sig á
því að ýmislegt annað en
launahækkanir veldur verð-
bólgu. Það er ekki hægt að
tala um þjóðarsátt í sömu
andránni og allt hækkar
nema launin. Ef aðeins laun-
þegar eiga að herða sult-
arólina verður engin þjóð-
arsátt.
Ef aðeins launþegar
eiga að herða sultar-
ólina verður engin
þjóðarsátt}
Þungt hljóð
Neysla ung-linga á ólög-
legum vímuefnum
dróst mikið saman
á milli áranna
2004 og 2007 og
það er mikið fagnaðarefni.
Þetta kemur fram í nýrri
skýrslu, sem rannsókn-
armiðstöðin Rannsóknir og
greining vann með stuðningi
frá menntamálaráðuneyti.
Áfengisneysla breyttist hins
vegar lítið á þessum tíma og
hefur reyndar sama sem ekk-
ert breyst frá árinu 2000.
Sérstakt áhyggjuefni er að
drykkja eykst verulega frá
vori síðasta bekkjar í grunn-
skóla og fram á haust fyrsta
bekkjar í framhaldsskóla.
Samkvæmt rannsókninni
höfðu 19,9% nemenda í 10.
bekk vorið 2007 orðið drukk-
in síðustu 30 daga, en það
höfðu 47,7% nemenda 16 ára
og yngri í framhaldsskóla
haustið 2007 gert. Hlutfallið
hækkar um rúmlega helming
og vert er að hafa í huga að
könnunin er gerð í sama ár-
gangi. Eini munurinn er sá að
liðið er eitt sumar.
Við það að fara
úr grunnskóla í
framhaldsskóla
verður hugarfars-
breyting hjá ís-
lenskum unglingum. Margar
þessara breytinga eru ein-
faldlega hluti af því að full-
orðnast og þroskast – að upp-
götva lífið. Áfengi og
vímuefni koma því þroskaferli
hins vegar ekkert við, hvað
sem líður þrýstingi jafningja,
umhverfisins og jafnvel lífs-
stíl hinna fullorðnu. Ein rótin
að þessari aukningu, sem
verður á áfengisneyslu við
það að komast á nýtt skóla-
stig, er hin sterka tenging
menntaskólaskemmtana við
áfengi og drykkjuskap.
Eftir því sem fólk er yngra
þegar það byrjar að neyta
áfengis og vímuefna, þeim
mun meiri verður skaðinn.
Það verður að efla forvarnir
gegn áfengi og vímuefnum og
hluti af því er að kanna leiðir
til að draga úr áfengisneyslu í
tengslum við framhalds-
skólaskemmtanir.
Nýtt skólastig og
drykkjan eykst um
helming}
Unglingar og vímuefni
E
kki þarf að dvelja lengi í Ríga í
Lettlandi til að átta sig á að
þjóðin glímir enn við arfleifð
Sovéttímans.
Hernámssafn í miðri borg-
inni rekur sögu hersetinnar þjóðar, fyrst
undir Sovétmönnum og nasistum í seinna
stríði og síðan sem leppríkis Sovétríkjanna
austan járntjalds. Þar er ekki dregin upp
falleg mynd af Sovétmönnum. Staðsetning
og vægi safnsins í miðborginni er pólitísk yf-
irlýsing í sjálfu sér. Ekki síst þegar horft er
til þess að tæpur þriðjungur íbúa Lettlands
á uppruna sinn í öðrum fyrrum Sovétríkjum.
Margir þeirra eru án vegabréfs og tala jafn-
vel ekki lettnesku – og mega ekki ferðast frá
Lettlandi, ekki einu sinni austur fyrir. Það
er eins og tvær þjóðir búi í sama landi. Og
kannski þarf ekki að koma á óvart að tvær stúlkur,
sem eru Lettar af rússneskum uppruna, hafi aldrei
komið á hernámssafnið. „Ha, hvaða safn,“ segir önnur
og bætir við. „Það var aldrei neitt hernám.“ Nú er
mikil spenna í samskiptum Eystrasaltsríkjanna og
Rússlands vegna innrásar Rússa í Georgíu. Skiljanlega
bregðast smáríkin Eistland, Lettland og Litháen við af
hörku þegar stórveldið kemur fram á þennan hátt
gagnvart nágrannaríkjum sínum.
Þau gætu orðið næst. Þess vegna er rætt um það að
sniðganga Eurovision-söngvakeppnina í Moskvu árið
2009 og jafnvel vetrarólympíuleikana í Sotsí árið 2014,
sem verða rétt við landamærin að Georgíu.
Menntamálaráðherra Eistlands vill snið-
ganga Eurovision og nýtur það stuðnings
meirihluta þjóðarinnar, ef marka má skoð-
anakönnun dagblaðsins Postimees.
En ekki eru allir á einu máli um fram-
komu Rússa í Georgíu. Þegar Lettar lögðu
blóm við georgíska sendiráðið, þá lögðu
Lettar af rússneskum uppruna blóm við
rússneska sendiráðið. Og sumir þeirra vilja
gjarnan aftur undir rússnesk yfirráð.
Dmítrí Medvedev, forseti Rússlands, kynti
undir bálið með því að lýsa yfir að hann ætli
að greiða fyrir ferðalögum fólks af rúss-
neskum uppruna til heimalandsins, jafnvel
þó að það hafi ekki vegabréf. Hann vill
styrkja böndin við minnihlutahópa í ná-
grannaríkjunum. Hvað vakir fyrir honum,
spyrja sumir, með slíku inngripi.
Það kraumar undir mikil togstreita í Lettlandi eftir
styrjaldir og hernám síðustu aldar. Ekkert ríki fór
verr út úr heimsstyrjöldinni fyrri, þar sem 40% þjóð-
arinnar missti lífið. Og Lettland var grátt leikið í
heimsstyrjöldinni síðari, gekk frá henni með sam-
viskubit gagnvart gyðingum, þar sem Lettar tóku þátt
í hreinsunum. Svo tók við Sovétttíminn, þar sem Lett-
ar léku líka hlutverk. Það er greinilegt að þjóðin á eftir
að gera upp við fortíðina. Og ekki bætir ógnin úr
austri ástandið.
Þetta eru viðsjárverðir tímar. p.blondal@gmail.com
Pétur
Blöndal
Pistill
Viðsjárverðir tímar
Konan sem „hegðar
sér eins og Rambó“
FRÉTTASKÝRING
Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur
elva@mbl.is
J
ay, ég er femínisti, en ég
verð því miður að segja, að
þessi kona er biluð. Hún er
í senn snarklikkuð og ógn-
vekjandi.“ Svona svaraði
bandaríski grínistinn Wanda Sykes
þáttastjórnandanum Jay Leno í vik-
unni, þegar Leno spurði hana kank-
víslega hvort hún væri ekki ánægð
með varaforsetaefni repúblikana,
Söruh Palin, sem nú á möguleika á að
verða fyrsti kvenvaraforseti Banda-
ríkjanna.
Eftir að tilkynnt var um útnefn-
ingu Palin sem varaforsetaefnis
repúblikana hefur mikið verið rætt í
bandarískum fjölmiðlum um hvernig
hún falli í kramið hjá kvenkyns kjós-
endum. Í gegnum tíðina hafa varafor-
setaefni venjulega ekki gegnt lykil-
hlutverki þegar Bandaríkjamenn
gera upp hug sinn í kjörklefanum.
Barátta Hillary Clinton fyrir útnefn-
ingu sem forsetaefni Demókrata-
flokksins hleypti hins vegar eldmóði í
konur og vakti vonir. Það sveið sárt
undan tapi Clintons gegn Barack
Obama. Því má spyrja hvort konur
finni huggun í því að greiða Palin og
Repúblikanaflokknum atkvæði sitt í
nóvember? Ef marka má fyrrnefnda
Sykes, virðist það ekki líklegt. Í
spjalli sínu við Jay Leno minnti hún á
stuðning Palin við byssueign og þá
staðreynd að Palin væri lítt sigld, hún
hefði ekki sótt um vegabréf fyrr en í
fyrra. Palin er jafnframt andsnúin
fóstureyðingum og hefur horn í síðu
kynfræðslu, svo dæmi séu tekin.
Aftur til 19. aldar?
Það er ekki furða að margar
bandarískar konar eigi í ákveðinni
innri baráttu þessa dagana. Þær vilja
konu í Hvíta húsið en hins vegar eru
viðhorf Söruh Palin í algerri and-
stöðu við framsæknar hugmyndir
ýmissa femínista.
Fyrr í vikunni velti rithöfundurinn
Marianne Schnall þessum stað-
reyndum fyrir sér á vefnum Huff-
ington Post. Hún spurði valinkunnar
konur um afstöðu þeirra til Palin.
Meðal þeirra sem svöruðu voru rit-
höfundarnir Isabel Allende og Eve
Ensler. „Sarah Palin stendur ekki
vörð um hagsmuni nútímakvenna.
Viljum við snúa aftur til 19. ald-
arinnar? Eða jafnvel miðalda? Ég
vona að engin hugsandi kona, hvorki
gömul né ung, falli í kynjagildruna.
Það kann að vera að Palin sé kona, en
hún hegðar sér svo sannarlega eins
og Rambó og hugsar eins og Chen-
ey,“ sagði Allende m.a.
Ensler sagði í svari til Schnall að
sér líkaði ekki að skammast út í kon-
ur. „Ég er femínisti og hef allt mitt líf
unnið að því að byggja upp samfélag
kvenna, efla konur og koma í veg fyr-
ir ofbeldi gegn þeim,“ segir Ensler.
Hún segir að þeir sem hafi ákveðið að
tefla Palin fram virðist hafa treyst á
góðvilja og samstöðu femínista. „Þau
viðhorf sem Sarah Palin aðhyllist og
sú stefna sem hún fylgir virðist mér
hins vegar vera í algjörri andstöðu
við femínisma.“
Það er ólíklegt að frjálslyndar kon-
ur vestanhafs flykkist að kjörborðinu
í nóvember til þess að greiða Söruh
Palin atkvæði sitt. Þó er hugsanlegt
að framboð Palin höfði til ýmissa
annarra kvenna í Bandaríkjunum.
Palin er ung kona og móðir. Sú ímynd
forseta- og varaforsetaframbjóðanda
er óneitanlega ný í bandarískum
stjórnmálum. Þá er Palin „smábæj-
arkona“. Í slíkum byggðarlögum nýt-
ur hún vinsælda. Á dögunum hafði
AP-fréttastofan það eftir Bill Clinton,
fyrrum Bandaríkjaforseta, að hann
skildi vinsældir hennar á þessum
slóðum. „Ég er sjálfur frá Arkansas.
Ég næ því alveg hvers vegna hún er
svona vinsæl í þessum bæjum,“ sagði
Clinton.
Reuters
Fjölskyldukona Palin ásamt yngsta syni sínum, tveimur dætrum og kær-
asta elstu dótturinnar, en unga parið er á tvítugsaldri og á von á barni.
Sarah Palin er ekki fyrsta konan
sem er útnefnd varaforsetaefni
annars stóru flokkanna í Banda-
ríkjunum. Það hefur áður gerst, ár-
ið 1984, en þá var lögmaðurinn
Geraldine Ferraro varaforsetaefni
Walters Mondale. Þau biðu lægri
hlut fyrir Ronald Reagan og
George H.W. Bush.
Í samtali sem Ferraro átti við
breska blaðið Times fyrr í þessum
mánuði, sakaði hún fjölmiðla um að
ráðast að Palin vegna kynferðis
hennar.
Ferraro sagði umfjöllun um Pal-
in minna á þá meðferð sem hún
hefði á sínum tíma fengið. „Fólk
vissi ekki hvernig það átti að bregð-
ast við framboði mínu, sú leið var
farin að horfa til bakgrunns míns ...
menn eltust við eiginmann minn og
fjölskyldu.“
Ferraro sagðist telja að væri Pal-
in karlmaður hefði enginn spurt
hana spurninga um nýfætt barn
hennar eða hvernig hún hygðist
takast á við þá staðreynd að ung-
lingsdóttir hennar er barnshafandi.
FERRARO
OG PALIN
››