Morgunblaðið - 29.09.2008, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. SEPTEMBER 2008 23
SUMARIÐ 1991
mætti ég í ráðuneyti
þitt og kvartaði undan
aðferðum við uppsögn á
einni af stofnununum
sem tilheyra þínu ráðu-
neyti. Nánar tiltekið er
hér um Vinnueftirlit
ríkisins að ræða. Und-
irritaður taldi forstjóra
ríkisstofnunar ekki fara
að venjum eða lögum
um frágang starfsloka.
Umræður út af
starfslokunum áttu sér
stað við aðstoðarmann
ráðherra, sem á þeim
tíma var Bragi Guð-
brandsson, þáverandi forstöðumaður
Barnaverndarstofu. Braga var ljóst
eftir nokkra umfjöllun að ég taldi að
brotið hefði verið á mér við þessa upp-
sögn og það með grófasta hætti.
Ekki varð það neitt tilefni til að-
gerða af hálfu ráðuneytis, enda orðaði
Bragi þetta svo að viðkomandi for-
stjóri væri einn af frammámönnum
þjóðarinnar. Skilja mætti af þessum
orðum Braga að hann teldi að
„frammámaður þjóðarinnar“ hefði
leyfi til að brjóta á mér. Ég er ekki
sammála því.
Það sem ekki var ljóst á þessu stigi
málsins var að annað brot átti sér stað
við uppsögnina sem ekki var staðfest
fyrr en nýverið. En því var þannig
háttað að undirritaður gerði skýrslu
um brunann í ammoníakskúlu Áburð-
arverksmiðjunnar 1990 skömmu fyrir
starfslok á stofnuninni. Þennan bruna
rannsakaði hann á sínum tíma sjálfur
í samvinnu við þáverandi umdæm-
isstjóra Vinnueftirlitsins í Reykjavík
sem deildarstjóri efnafræðideildar
stofnunarinnar
Skýrsla þessi var unnin skv. beiðni
forstjóra og bar forstjóra Vinnueft-
irlits að sjálfsögðu að kynna hana
starfsmönnum svo og stjórn Vinnueft-
irlitsins, enda er starf að öryggis-
málum framvindustarf, rétt eins og
störf eftirlitsmanna stofnunarinnar,
þar sem málum er fylgt eftir jafnt og
þétt og ekki er pláss fyrir neina sér-
hagsmuni þeirra sem ekki vilja láta
neitt uppi um sína vankunnáttu eða
eru að fela einhverar misgjörðir. Allar
slíkar misgjörðir ber að leiðrétta
strax til að hindra að dýpri veikleikar
myndist í öryggisstjórnun viðkom-
andi fyrirtækja. Hér er til umræðu
langhættulegasta verksmiðja landsins
fyrr og síðar. Vinnueftirlitið hefur
ekki tilkynnt atburðina 1990 og 2001
er sprenging varð í verksmiðjunni í
alþjóðlegan gagnabanka stórslysa-
reglugerðarinnar MARS, sem starf-
ræktur hefur verið síðan 1984.
1) Það hefði verið góð byrjun að til-
kynna brunann þangað 1990. Ekki
var það gert.
2) Í stað þess að láta stofnunina
vinna sig í gegnum mistökin í sam-
ræmi við þroskaða og ábyrga stjórn-
sýslu t.d. með sérfræðingateymi á
stofnuninni hefur komið í ljós að
skýrslu sem undirritaður gerði um
brunann var stungið undir stól og nýj-
ar upplýsingar benda til
að henni hafi verið farg-
að inni á stofnuninni.
Forstjóri stofnunar-
innar, Eyjólfur Sæ-
mundsson, er ábyrgur
fyrir slíkum athöfnum.
Hann fékk 3 ljósrituð
eintök afhent af skýrsl-
unni á sínum tíma.
3) Til var myndband
sem sýndi eldinn á toppi
ammoníakskúlunnar og
vildi undirritaður gjarn-
an fá kópíu af því en
hann sá þetta myndband
er hann rannsakaði
brunann á sínum tíma.
Sumir, jafnvel fyrrver-
andi starfsmenn verk-
smiðjunnar, hafa gefið í
skyn að atburðurinn 1990 hafi ekki
verið alvarlegur. Slíkar fullyrðingar
eru ekki ábyrgar og ekki í samræmi
við þann veruleika sem síðar varð
sýnilegur í öryggismálum verksmiðj-
unnar árið 2001 þegar alvarleg speng-
ing varð í ammoníaksverksmiðju
verksmiðjunnar sem leiddi til algerr-
ar rekstrarstöðvunar.
4) Félagsmálaráðuneytið er búið að
fá sennilega töluvert á annað hundrað
tölvupóstsendinga um málið. Búið var
að senda fjölmargar ábendingar um
skýrsluna, bæði í tölvupóstum og
bréfum löngu áður en örlög hennar
voru ljós á Vinnueftirlitinu. Þá er búið
að leggja hana inn í ráðuneyti fyrir
meira en tveim árum. Búið er að
halda formlega fundi með ráðherr-
unum: Páli Péturssyni, Jóni Krist-
jánssyni og Jóhönnu Sigurðardóttur
út af málinu. Fjölmargir óformlegir
fundir hafa verið haldnir, m.a. með
Magnúsi Stefánssyni og aðstoð-
armanni hans Guðmundi Páli Jóns-
syni.
5) Enginn þessara aðila hefur sýnt
stjórnsýsluábyrgð fremur en stjórn
Vinnueftirlitsins og forstjóri þess.
Rétt eins og að ráðherra, Jóhanna
Sigurðardóttir, eða forstjóri Vinnueft-
irlitsins, Eyjólfur Sæmundsson, hafi
sjálfdæmi í máli, þegar um er að ræða
alvarlegustu eigin mistök sem kostað
hafa þjóðarbúið gífurlega fjármuni,
þegar mistök í kjölfar þessara at-
burða eru skoðuð.
6) Undirritaður brást ekki í starfi
sem deildarstjóri efnafræðideildar
Vinnueftirlitsins við rannsókn brun-
ans 1990. Hann brást ekki í starfi á
Vinnueftirlitinu eða námi við öryggis-
mál með þeim hætti sem þarna gerð-
ist. Uppsögn, sem knúin var fram með
þvingunum og hótunum, hefur verið
metin ólögleg af kunnáttuaðilum í
vinnulöggjöfinni. Þó að langt sé um
liðið frá því hún átti sér stað breytir
það ekki staðreyndum málsins.
7) Er ekki eðlilegt að ráðherra, sem
skrifaði sjálf undir mistök við gerð ör-
yggisráðstafana um hálffyllingu
ammoníakskúlunnar í Áburðarverk-
smiðjunni, sem komu frá Vinnueft-
irlitinu, bæti starfsmanni tjón og
margvísleg persónuleg óþægindi sem
hlotist hafa af þessari uppsögn?
Bréf til Jóhönnu
Sigurðardóttur
Stefán Einarsson
skrifar ráðherra
bréf
Stefán Einarsson.
»Hver er
ábyrgð ráð-
herra og emb-
ættismanna?
Höfundur er efnaverkfræðingur og
doktor í áhættugreiningu.
FRAMKVÆMDASTJÓRI Samtaka verslunar og
þjónustu heldur því fram í grein í Morgunblaðinu að
heilbrigðisráðherra hafi í ræðu á opnum fundi með
sjálfstæðismönnum nýlega lofað 20% verðlækkun
lyfja 1. október nk. Þetta er alrangt hjá fram-
kvæmdastjóranum. Heilbrigðisráðherra sagði á fund-
inum að Actavis hefði lækkað verð á tilteknum lyfjum
í vor. Sú lækkun hefði samtals numið um 120 millj-
ónum króna, eða að meðaltali um 20% af þeim lyfjum
sem um var rætt. Nú væri útlit fyrir, þ.e.a.s. þann 1.
október þegar ný lyfjalög taka að hluta til gildi, að til-
tekin lyf myndu aftur lækka um svipaða upphæð.
Í samtölum heilbrigðisráðherra við fjölmiðla í kjöl-
far fundarins komu nákvæmlega sömu upplýsingar
fram. Í sjónvarpsfrétt RÚV gætti misskilnings í túlk-
un fréttamanns á orðum ráðherra sem líklega end-
urspeglaðist í grein framkvæmdastjóra Samtaka
verslunar og þjónustu. Strax var óskað leiðréttingar á
umræddri frétt, en einhverra hluta vegna birtist sú
leiðrétting ekki.
Eftir stendur sú staðreynd að undanfarið ár hefur
náðst góður árangur í því að lækka verð á lyfjum á Ís-
landi. Enn frekari lækkunar er að vænta.
Heilbrigðisráðuneytið.
Athugasemd frá
heilbrigðisráðuneytinu
MJÖG lítið er
fjallað um bygginga-
og verktakaiðnaðinn á
opinberum vettvangi
enda enginn heppileg-
ur vettvangur fyrir
slíka umfjöllun í land-
inu. Helst er þessi
bransi sakaður um
mikla galla í framleiðslu mann-
virkja eða þá að kostnaður fari
langt fram úr áætlun og birst hef-
ur fjöldi blaðagreina um þetta
tvennt á undanförnum áratugum.
Undanfarið hefur mest borið á
umæðunni um gallana og auknum
fjölda útlendinga og auknum hraða
kennt um.
Lítið er um ráðstefnur og nám-
skeið sem gætu upplýst verktak-
ana eða iðnaðinn um það sem er að
gerast í bransanum og gæti hjálp-
að þeim á ýmsan hátt. Aukin fram-
leiðni og betri og vandaðri en
ódýrar framkvæmdir gætu til
dæmis verið áhugavert efni fyrir
marga, enda mundu tekjur aukast
í samræmi við það.
Miðvikudaginn 17. september sl.
kom þó sérstakt verktakablað með
Viðskiptablaðinu. Þar er talað við
Guðjónu Björk Sigurðardóttur við-
skiptafræðing en hún lauk nýlega
mastersritgerð frá Bifröst um
gæðastjórnun verktaka í mann-
virkjagerð. Hingað til hafa konur
ekki haft mikinn áhuga á mann-
virkjagerð og því síður tjáð sig um
einstaka þætti verklegra fram-
kvæmda á opinberum vettvangi.
Helsta kveikjan að mastersverk-
efni Guðjónu var: a) Að verktakar
nýttu sér almennt ekki gæða-
stjórnun þar sem verkkaupar
fylgdu ekki eftir kröfum sínum um
gæðastjórnun í verkfram-
kvæmdum, b) Að verktakar hefðu
almennt ekki næga þekkingu á
gæðastjórnun.
Á heimasíðu Samtaka iðnaðarins
er stutt kynning á gæðastjórnun:
„Það að taka upp gæðastjórnun
og byggja upp gæðakerfi er fyrst
og fremst fólgið í að skrá og lýsa á
skipulegan hátt þeim vinnuaðferð-
um sem starfsmenn fyrirtækisins
hafa tileinkað sér og geta haft
áhrif á framgang og gæði verksins
eða framleiðslunnar. Þá er ekki
eingöngu átt við það sem snýr að
sjálfri framleiðslunni heldur einnig
og ekki síður varðandi skipulag,
innkaup, breytingar, aukaverk,
reikningsgerð, innheimtu, starfs-
lýsingar … Einhverra hluta vegna
hefur gæðastjórnun fengið nei-
kvæða ímynd og sá misskilningur
verið allsráðandi að gæðastjórnun
sé flókin og dýr og eingöngu til
þess fallin að þóknast verkkaup-
anum … gæðastjórnun fækkar
mistökum, álag á stjórnendur
minnkar, nýting á mannafla, hrá-
efni og tækjum eykst og þar með
hagnaður og samkeppnishæfni.“
Gæðastjórnun hefur ekki náð út-
breiðslu í verktakaiðn-
aðinum þrátt fyrir
þann glæsilega árang-
ur sem er lofað ef
menn taka upp kerfið
sem byggist á skrán-
ingu gagna og stað-
festingu á að
ákveðnum verkferlum
sé fylgt.
Það er ágætis mál
að háskólinn á Bifröst
beini nemendum í við-
skiptafræði inn á
þessa braut enda
þurfa sérfræðingar í gæðastjórnun
ekki endilega að vera sérfræðingar
á því fagsviði þar sem innleiða á
gæðastjórnun eða reka gæðakerfi
og gætu því átt fullt erindi í verk-
takaiðnaðinn.
Í viðtalinu í Viðskiptablaðinu var
rætt um gæðamálin en virtist þó
einnig fjallað talsvert um allskonar
meint vandamál í verktakaiðn-
aðinum þrátt fyrir að á Bifröst fari
ekki fram nein kennsla um verk-
takaiðnaðinn eða fræðigreinar
hans. Námið er væntanlega byggt
á viðskiptafræðilegum fræðigrein-
um. Þessi hluti viðtalsins kom því
frekar á óvart í þessu samhengi.
Umfjöllun um galla eða van-
þekkingu í verktakiðnaðinum,
vandamál tengd hraða verk-
framkvæmda eða verktíma, út-
boðsmál og fleira sem kom fram í
viðtalinu virðast ekki við-
skiptafræðilegs eðlis og var því
varla marktæk umræða þó gæða-
kerfi geti fækkað mistökum en við-
mælandinn er væntanlega ekki
fróður um verklegar framkvæmdir.
Ýmis ummæli í viðtalinu voru því
talsvert villandi og byggð á tak-
markaðri þekkingu.
Verkþekking og þekking á verk-
framkvæmdum, byggingaraðferð-
um og framkvæmdum á verkstað
er nokkuð sem kemur frá tækni-
mönnum sem margir eru með lög-
gilt 4-6 ára verk- eða tæknifræ-
ðiháskólanám. Verklegar
framkvæmdir eru oftast unnar
undir yfirumsjón þessara sérfræð-
inga eða byggingastjóra í samræmi
við byggingareglugerð.
Forskrift verklegra fram-
kvæmda, svo sem teikningar og
verklýsingar, er oftast unnin á lög-
giltum verkfræðistofum sem að
loknum útboðum ganga frá verk-
samningum og öðrum nauðsyn-
legum gögnum fyrir verkkaupa
auk eftirlits með framkvæmd-
unum.
Að setja upp gæðakerfi til að
tryggja að öll fyrirmæli hönnuða
og stjórnenda verksins komist
tryggilega til skila getur verið
ágætis mál þó verktakar virðist
ennþá kjósa frekar að vinna á
grundvelli þeirra hefða sem þeir
hafa skapað í áratugi. Að setja upp
nýtt, flókið og viðamikið papp-
írskerfi sem er óvíst að skili þeim
miklum arði virðist standa í þeim.
Pappírinn mundi hrannast upp og
hver á svo að lesa allan papp-
írsstaflann?
Í hefðbundinni iðnaðarfram-
leiðslu þar sem notaðir eru staðl-
aðir verkferlar er málið allt annað
og auðvelt að koma við gæðakerf-
um auk rauntímaskráningar verk-
ferla. Í verklegum framkvæmdum
sem glíma við síbreytilega verk-
ferla og síbreytilegar aðstæður þá
er málið allt annað og á því strand-
ar innleiðing gæðakerfa í verk-
takaiðnaðinum en ekki á fáfræði.
Enginn rökstuðningur kom fram
í viðtali Viðskiptablaðsins um það
hvernig unnt væri að spara millj-
arða með því einu að innleiða
gæðakerfi eins og kom fram í fyr-
irsögn.
Er hagkvæmt að innleiða gæða-
kerfi í verklegum framkvæmdum?
Sigurður Sigurðs-
son skrifar um
gæðakerfi í verk-
legum fram-
kvæmdum
»Enginn rökstuðn-
ingur kom fram í
viðtalinu um það hvern-
ig unnt væri að spara
milljarða með því einu
að innleiða gæðakerfi
Sigurður Sigurðsson
Höfundur er cand. phil.,
byggingaverkfræðingur.
MORGUNBLAÐIÐ birtir
alla útgáfudaga aðsendar um-
ræðugreinar frá lesendum.
Blaðið áskilur sér rétt til að
hafna greinum, stytta texta í
samráði við höfunda og ákveða
hvort grein birtist í umræðunni,
í bréfum til blaðsins eða á vefn-
um mbl.is. Blaðið birtir ekki
greinar, sem eru skrifaðar fyrst
og fremst til að kynna starfsemi
einstakra stofnana, fyrirtækja
eða samtaka eða til að kynna
viðburði, svo sem fundi og ráð-
stefnur.
Innsendikerfið
Þeir sem þurfa að senda
Morgunblaðinu greinar eru vin-
samlega beðnir að nota inn-
sendikerfi blaðsins. Formið er
undir liðnum „Senda inn efni“
ofarlega á forsíðu mbl.is. Einnig
er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Ekki er lengur tekið við
greinum sem sendar eru í tölvu-
pósti.
Í fyrsta skipti sem formið er
notað þarf notandinn að nýskrá
sig inn í kerfið, en næst þegar
kerfið er notað er nóg að slá inn
netfang og lykilorð og er þá
notandasvæðið virkt.
Ekki er hægt að senda inn
lengri grein en sem nemur
þeirri hámarkslengd sem gefin
er upp fyrir hvern efnisþátt en
boðið er upp á birtingu lengri
greina á vefnum.
Nánari upplýsingar gefur
starfsfólk greinadeildar.
Móttaka aðsendra greina