Morgunblaðið - 29.09.2008, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 29.09.2008, Blaðsíða 28
28 MÁNUDAGUR 29. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Svava Guðjóns-dóttir fæddist í Reykjavík 15. apríl 1913. Hún lést á Dvalarheimilinu Hlíð 12. september síðastliðinn. Svava var dóttir hjónanna Guðjóns Bárðar- sonar símamanns, f. 5.11. 1883, d. 9.2. 1963, og Ingveldar Pálsdóttur hús- móður, f. 6.12. 1887, d. 10.12. 1922. Seinni kona Guð- jóns Bárðarsonar var Jónína Sig- ríður Bjarnadóttir, f. 20.4. 1898, d. 3.11. 1990. Alsystkini Svövu voru: Páll Breiðfjörð Guðjónsson, f. 20.5. 1910, d. 31.12. 1952, og Hulda Guðjónsdóttir, f. 12.8. 1916, d. 19.4. 1939. Systkini sam- feðra a) Guðrún Ingveldur Guð- jónsdóttir, f. 13.6. 1930, b) Mar- grét Guðjónsdóttir, f. 9.4. 1932, c) Leifur Guðjónsson, f. 27.12. 1936. Svava giftist Steindóri Jóns- syni, f. 27.3. 1904, d. 24.5. 1988. Börn þeirra eru 1) Ingveldur Steindórsdóttir, f. 9.3. 1937, gift Guðmanni A. Aðal- steinssyni, f. 3.2. 1936, d. 15.6. 1998, börn Kristín, f. 1958, Aðalsteinn, f. 1961, Svava, f. 1964, Ragnar, f. 1971. 2) Jón Friðrik Stein- dórsson, f. 30.8. 1939, kvæntur Þor- gerði S. Guðmunds- dóttur, f. 17.8. 1941, barn Steindór, f. 1975. 3) Birgir Skagfjörð Stein- dórsson, f. 4.10. 1940, kvæntur Ástu Gísladóttur Kröyer, f. 18.8. 1933, börn Birgir, f. 1969, Guðjón Ingi, f. 1972. 4) Guðjón Helgi Steindórsson, f. 7.8. 1949, kvæntur Ástu Björgvins- dóttur, f. 20.11. 1957, börn Davíð Steinar, f. 1983, Helga Margrét, f. 1986. 5) Hulda Rósfríður Magn- úsdóttir, f. 28.11. 1952, sambýlis- maður Friðrik Gunnarsson, f. 16.6. 1950, börn Elvar Þór, f. 1983, Arnar Ingi, f. 1989. Útför Svövu fer fram frá Gler- árkirkju á Akureyri í dag kl. 13.30. Margs er að minnast nú þegar elskuleg móðir okkar hefur lagt upp í sína hinstu för, en hún lést hinn 12. september sl. á Dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri þar sem hún hafði notið frábærrar umönnunar sl. tvö ár. Það voru mikil forréttindi að fá að alast upp hjá móður sem var allt í senn ástrík, kærleiksrík og ósérhlíf- in. Alltaf til staðar til að greiða úr flækjum lífsins á jákvæðan og upp- byggilegan hátt. Hún þurfti ung að berjast við sorgina og sjá á eftir móður sinni, en hún dó úr berklum þegar hún var aðeins níu ára gömul, alsystur sína og bróður missti hún einnig bæði langt fyrir aldur fram. Faðir hennar var henni alla tíð afar kær og hún minntist oft á hann í gegnum árin, allt fram á það síðasta, hversu góður og hlýr hann hefði verið henni í gegnum uppvaxtarár- in. Þegar hann svo giftist seinni konu sinni gladdi það hana óend- anlega og ekki síst að hún eignaðist þrjú yngri systkini sem hún hafði miklar mætur á. Hún fór ung í vist í Reykjavík og lenti á góðum heim- ilum sem varð henni gott veganesti út í lífið. Síðar lá leiðin norður til Siglufjarðar þar sem hún kynntist manninum sínum, Steindóri Jóns- syni frá Goðdölum. Þau fluttust til Akureyrar þar sem þau bjuggu sér heimili og eignuðust saman fjögur börn, Ingveldi, Jón Friðrik, Birgi Skagfjörð og Guðjón Helga. Leiðir þeirra skildi og eignaðist hún Huldu Rósfríði sem var þeim ekki sam- feðra. Allan sinn starfsaldur starf- aði hún í súkkulaðiverksmiðjunni Lindu hf. á Akureyri eða allt til 76 ára aldurs enda með eindæmum hraust, en heilsu sinni þakkaði hún gott lundarfar og bjartsýni. Mamma var mikil borgardama og það skipti hana miklu máli að vera fín til fara. Menningin snart hana fljótt og naut hún þess að hlusta á góða tónlist, fara í leikhús, spila vist og að maður tali nú ekki um bingóferðirnar síðari árin. Við skiptumst á að keyra hana í bingó systurnar þegar hún dvaldi hér í Reykjavík. Það má segja um mömmu, að hún þekkti glöggt hism- ið frá kjarnanum og kenndi okkur að virða það sem einhverju máli skipti, því veraldlegir hlutir vöfðust aldrei fyrir henni, en ríkulega átti hún af andlegu veganesti fyrir okk- ur öll. Faðmurinn hennar var stór, hlýr og elskaði hún án skilyrða. Barnabörnin hændust að henni og hún lét sig þau varða hvert og eitt og fyrir þetta allt erum við þakklát. Það var ánægjulegt fyrir okkur að geta haldið upp á 95 ára afmælið nú í vor á Dvalarheimilinu Hlíð á Ak- ureyri þar sem hún lék á als oddi og bar af í bleika jakkanum sínum. Þessa mynd geymum við svo sann- arlega í hjörtum okkar um ókomna tíð. Starfsfólkinu í Kjarnalundi og á Dvalarheimilinu Hlíð þökkum við heilshugar fyrir góða umönnun. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Valdimar Briem) Far í friði elsku mamma og Guð blessi þig. Þínar dætur, Inga og Hulda. Mig langar með fáeinum orðum að minnast tengdamóður minnar, Svövu Guðjónsdóttur, sem lést hinn 12. september síðastliðinn á Dval- arheimilinu Hlíð á Akureyri. Amma Svava eins og hún var alltaf kölluð heima hjá okkur dvaldi oft á heimili okkar í Mosfellsbænum þegar hún kom til Reykjavíkur. Alltaf var eitt- hvað upp á teningnum, annaðhvort var verið að fara í leikhús, bingó eða í óperuna. Drengirnir okkar voru hændir að henni enda alltaf til í að taka í spil eða gefa sér tíma til að spjalla. Oft var hlegið og gert að gamni sínu, enda Svava til í glens. Svava hafði tileinkað sér það hug- arfar að alltaf væri glæta í öllum málum enda með eindæmum já- kvæð kona. Mörg jólin var hún hjá okkur og þegar hún hætti að koma fundum við fyrir tómleika við jóla- borðið án hennar. Minningin um góða tengdamóður og ömmu mun lifa áfram með okkur öllum. Fyrir það erum við þakklátir. Hafðu þökk fyrir samfylgdina, elsku amma Svava. Hvíl í friði. Friðrik Gunnarsson, Elvar Þór og Arnar Ingi. Æviferillinn verður æ lengri og öldruðum fjölgar í samfélaginu, en það er ekki öllum gefið að blása lífi í tilveruna. Mestu skiptir vilji og kraftur til að finna sér tilgang í líf- inu. En það eru ekki allir sem finna þennan tilgang. Margir leggja árar í bát og bíða þess að einhver komi og leiði þá út í lífið. Aðrir fyllast bar- áttuþreki, gleðjast og njóta þess sem lífið hefur upp á að bjóða. Hinir sömu hafa gjarnan mikla lífsorku og lífsþrá. Lífshlaup Svövu einkenndist af slíkri lífsorku og lífsþrá. Aðeins níu ára gömul missti hún móður sína og þrátt fyrir margvíslegan mótbyr á langri ævi tókst henni að finna sinn tilgang og gleðjast yfir því sem lífið hafði upp á að bjóða. Jákvæði og bjartsýni einkenndi alla hennar framkomu og hún hafði þau áhrif á mann að alltaf var sólskin í návist hennar. Á svo margan hátt er hún góð fyrirmynd fyrir afkomendur sína og okkur hin sem nutum þeirr- ar gæfu að hafa kynnst persónu- leika hennar. Hún lifði þá tíma að þurfa að hafa mikið fyrir lífsbrauð- inu og hún gerði ekki miklar kröfur til veraldlegra gæða. Nútíma efn- ishyggja var henni ekki að skapi. En hún vissi hvað það var sem mestu máli skiptir og það sýndi hún svo sannarlega. Einhver mesta gæfa hvers manns er að eiga móður sem getur elskað og hefur kærleiksríkan faðm. Í lífs- ins ólgusjó er það hennar veganesti sem hjálpar okkur að standa af okk- ur öldurnar sem brotna á okkur í tímans rás. Þú getur svo sannarlega glaðst og fundið til þakklætis fyrir að hafa átt slíka móður, elsku Hulda mín. Við hin getum þakkað fyrir að hafa kynnst henni og hún mun minna okkur öll á hvað það er sem raunverulega skiptir máli í lífinu og gefur lífinu lit. Ég bið góðan Guð að blessa Svövu og megi minning hennar vera okkur öllum hvatning til góðra verka. Ingibjörg Hauksdóttir. Svava Guðjónsdóttir Elsku mamma, mínar fyrstu minn- ingar um þig: Við í þorpinu, með sex börn, kurteis, vel til fara í útprjónuðum fallegum fötum. Mikill fagurkeri, blómakona allt svo fallegt í kringum þig. Þér þótti svo gaman að hitta fólk og spjalla. Þú tókst virkan þátt í upp- eldi barnabarna þinna. Gaman fannst þér þegar Rakel Sjöfn og Rósa Dís byrjuðu í fimleikum á Akureyri. Þá hittumst við flesta daga vikunnar, fórum að horfa á þær eða í heimsóknir. Ég þakka fyrir hvað ég fékk að vera mikið með þér, leitaði til þín og fékk knús og kossa. Við kveðjum þig, mamma mín, með söknuði og munum minnast þín með virðingu og hlýju. Við áttum hér saman yndisleg ár af þeim geislarnir skína. Nú falla að lokum fjölmörg tár á fallegu kistuna þína. (D.Þ.) Takk fyrir allt, elsku mamma. Þín, Hulda og fjölskylda. Kær vinkona er látin. Bjartar og hlýjar minningar líða um hugann sem eru gimsteinum dýrmætari, minningar frá æskuár- unum þar sem engan dökkan blett var að finna. Þegar litið er yfir áratuga löng kynni væri margt hægt að rifja upp, eru mér þá efst í huga skemmtilegu sundferðalögin á Þelamörk með viðkomu í Dverga- steini, æskuheimili Sjafnar. Þar Sjöfn Óskarsdóttir ✝ Sjöfn Óskars-dóttir fæddist í Reykjavík 25. mars 1937. Hún varð bráðkvödd á heim- ili sínu miðviku- daginn 3. sept- ember síðastliðinn og var útför henn- ar gerð frá Gler- árkirkju 12. sept- ember. var vel tekið á móti sundfólkinu með góð- um veitingum. Stytti sú viðkoma verulega langa leið heim. Vináttan hélst áfram, Sjöfn var ein- staklega trygg sínum vinum og hafði alltaf tíma þótt fjölskyldan stækkaði ört eftir að hún stofnaði sitt heimili. Saman áttum við margar góðar stund- ir í spjalli með kaffi- bolla og föndri. Var þá talað um börnin og barnabörnin. Sjöfn elsk- aði þau öll. Góðlega andlitið henn- ar ljómaði er minnst var á þau litlu þar sem þau voru alltaf að sigra og læra eitthvað nýtt, frísk og fjörug. Um leið og ég minnist hennar sem góðrar móður og ömmu var Sjöfn mikill listunnandi og lágu þar saman okkar áhugamál sem líflega var tekist á við og ýmsar skoðanir skeggræddar. Hún var ein þeirra er sjá fegurðina allt í kring og í minnsta smáhlut var gleði að finna. Blíðá og unga móður í barnahóp ég sá, blíða, ást og von skinu augunum frá; móðurhjartans ástarmagn engin bugar neyð, aldrei verður nornin svo fögru blómi reið. (Kristján Jónsson.) En svo óvænt er komið að kveðjustund, kæra vinkona, við sem ætluðum að gera svo margt með elli kerlingu. Góðir englar verndi þig og leiði um nýja stigu, geymdar verða dýrmætar minningar um góða vin- áttu. Fyrir utan líður tíminn áfram, tími sem okkur er gefinn í hring- rás dags og nætur til að lifa gleðj- ast og sakna. Börnum og fjölskyldum votta ég mína dýpstu samúð, missir þeirra er mikill. Blessuð sé minning Sjafnar Óskarsdóttur. Svana Jósepsdóttir. Sjöfn, vinkona mín, er látin. Svo skyndilega og óvænt yfirgaf hún jarðsviðið að fyrst í stað var erfitt að trúa því að hún væri far- in. Við höfðum hist nokkrum dög- um áður og spjallað saman um daginn og veginn eins og svo oft áður og ekki var annað að sjá en að vinkona mín væri fullfrísk og hlakkaði til að flytja inn í nýju íbúðina næstu daga. „Við fáum okkur kaffibolla úti á svölunum í góða veðrinu,“ sagði hún og það var tilhlökkunarefni. En það átti ekki eftir að verða. Í stað þess sat ég á kirkjubekk og hlustaði á prest flytja henni hinstu kveðju frá vinum og ætt- ingjum. Sjaldan hefur mér verið jafn- ljóst og þá hve tilveran er hverful á þessari jörð. Sjöfn var afar hlý og jákvæð persóna, hafði áhuga á samferða- fólki sínu og vildi öllum vel. Hún var einstaklega barngóð og ömmubörnin dýrkuðu hana. Hve vinmörg hún var mátti sjá af því hve margir komu til að kveðja hana hinstu kveðju. Oft kom fyrir – þegar við vorum á ferð um bæinn – að hún bað mig að hleypa sér út einhversstaðar – hún ætlaði að ganga spölkorn og heimsækja einhvern til að vita hvernig honum eða henni liði – það hafði verið fremur erfitt ástand þar seinast þegar hún vissi. Þetta sýndi hve annt henni var um vini sína og kunningja og vildi líta eftir þeim eftir því sem tæki- færi gafst. Fólk kunni að meta brosmildi hennar, einlægni og hlýju. Hún hafði áhuga á samferðafólki sínu og lét sér annt um það. Við höfðum ráðgert að fara saman í ferð til Danmerkur strax og færi gæfist. Sú ferð var aldrei farin en í þess stað lagði hún af stað í annað og lengra ferðalag. Ég vil þakka Sjöfn, vinkonu minni, fyrir vináttu hennar, öll hlýju brosin og velvildina. Ég votta börnum hennar og öðrum aðstandendum hennar ein- læga samúð. Esther Vagnsdóttir. Elskulegur vinur okkar Bjarni Hannes er fallinn frá. Hann lést á Sjúkrahúsi Akraness 2. september sl. Ekki hefðum við trúað því að hann ætti svona skammt eftir ólifað en eng- inn veit sína ævina fyrr en öll er. Hanni Baddi eins og hann var alltaf kallaður var einstaklega skemmtileg- ur maður og góður vinur vina sinna. Dansmaður var Bjarni mikill og gam- an var að horfa á þau hjónin Bjarna og Auði þeytast um dansgólfið á góðri stundu. Fyrir rúmum sjö mánuðum greindist vinur okkar með þann sjúk- dóm sem lagði hann að velli. Í síðasta samtali okkar, sem var kvöldið áður en hann var lagður inn á spítala, sem hann átti ekki afturkvæmt af, var ekki á honum að heyra að hann væri eins mikið veikur og síðar kom í ljós. „Það sem helst er að plaga mig er máttleysið í fótunum,“ sagði hann en þetta voru með síðustu orðunum sem fóru á milli okkar. Kynni okkar hjóna af Bjarna og Auði hafa staðið í á annan áratug og aldrei fallið skuggi á þau kynni. Bjarni byrjaði mjög ungur að stunda sjóinn eins og flestir ungir menn sem voru aldir upp í sjávarplássum á þess- um tíma. Hugur hins unga manns stefndi til mannaforráða og nam Bjarni skipstjórnarfræði og að því loknu gerðist hann stýrimaður og skipstjóri á ýmsum fiskibátum og farnaðist mjög vel í starfi, enda mað- urinn sérstaklega léttur og þar af leiðandi átti hann mjög gott með að hæna að sér fólkið sem hann vann með. Bjarni Hannes Ásgrímsson ✝ Bjarni HannesÁsgrímsson fæddist á Suðureyri við Súgandafjörð 21. apríl 1935. Hann lést á Sjúkrahúsi Akraness 2. sept- ember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Akranes- kirkju 11. sept- ember. Elsku vinur, þín er sárt saknað en ég gat ekki fylgt þér síðasta spölinn vegna starfa minna í öðrum lands- hluta. Bjarni var einstak- lega hjálpsamur maður og þess er skemmst að minnast að þegar ég veiktist alvarlega árið 2005 má segja að Bjarni hafi átt stóran þátt í að ég komst á lappirnar aftur en hann kom vestur í þeim tilgangi að hjálpa mér og telja í mig kjark. Ég átti því láni að fagna að fara í skemmtiferð með vini okkar til Fær- eyja sl. sumar ásamt Bjössa vini okk- ar og félaga og var ákveðið að ekki yrði langt í næstu ferð, enda hafði Bjarni mikið dálæti á eyjunum. Kynni okkar hjónanna hófust er dóttir okkar hún Stella fór að vera með syni þeirra honum Benna. Stella og Benni eiga tvö börn, þau Dag 10 ára og hana Auði Líf átta ára, en Bjarni átti tvö önnur barnabörn, hann Anton hennar Önnu og nafna sinn hann Bjarna Inga hennar Sólrúnar. Þetta voru allt augasteinarnir hans afa síns enda er hans sárt saknað af barnabörnum og öðrum ættingjum. Elsku vinur, ekki ætla ég að hafa þetta miklu lengra enda væri enda- laust hægt að skrifa lofsyrði um mann eins og þig. Við hjónin og fjölskylda okkar þökkum þér samfylgdina og við vitum að þér líður vel í nýjum heim- kynnum. Elsku Auður, Anna, Sólrún, Benni og fjölskyldur megi guð styrkja ykk- ur í sorginni. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem) Hjalti og Guðrún (Dúnna), Ísafirði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.