Morgunblaðið - 29.09.2008, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 29.09.2008, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. SEPTEMBER 2008 11 FRÉTTIR Eftir Alfons Finnsson Ólafsvík | Byggingarfyrirtækið Nes- byggð ehf. var stofnað 2002 og hefur byggt margar íbúðir síðan í Reykja- nesbæ, Grund- arfirði og í Ólafs- vík. Páll Harðarson, eig- andi Nesbyggðar, segir að stefnan hafi verið að byggja sem svar- ar einni fullbúinni íbúð á viku eða 50 íbúðir á ári. Sú sé einnig raunin á þessu ári og gott betur því sjötíu íbúðir verði fullkláraðar. Lykillinn á bak við gott gengi telur Páll ekki síst gamaldags aðferðir í eignarhaldi tækja og góðan aðbúnað starfs- manna. Auglýsing sem birtist í bæj- arblaðinu Jökli í Snæfellsbæ vakti mikla athygli lesenda en þar stóð: „ Í byrjun október sýnum við fullbúnar íbúðir að Fossabrekku 21 í Ólafsvík. Í óveðrinu síðustu daga reyndi mikið á gæði hússins. Í stuttu máli stóðst byggingin álagið með sóma og hvergi komst vatn inn. Þetta er hægt að fá staðfest hjá byggingarfulltrúa Snæ- fellsbæjar.“ Það var fyrirtækið Nesbyggð ehf. sem svo auglýsti. Páll Harðarson er eigandi fyrirtækisins. Hann var spurður út í þessa óvenjulegu auglýs- ingu en fyrirtækið hefur verið að leggja lokahönd á 10 íbúðir í Ólafs- vík. „Það hefur verið mikið um það að nýjar íbúðir hafi lekið. Með þessari auglýsingu vildum við sýna fram á vandaðan frágang okkar. Það kom ekki dropi inn hjá okkur, sama hvar á var litið. Þak, gluggar og hurðir, þetta stóðst sunnanrokið og rign- inguna með glæsibrag. Á sama tíma vissi ég um fólk sem var að drukkna með flöt, míglek þök yfir höfðinu. Því bauð ég byggingafulltrúanum í heim- sókn sem hann tók vel í.“ Hafa efni á flottum bílum Nesbyggð ehf. var stofnað árið 2002 og hefur einkum verið með starfsemi í Reykjanesbæ og á Snæ- fellsnesi eins og nafn fyrirtækisins ber með sér. Í Ólafsvík er Nesbyggð að leggja lokahönd á 10 íbúðir, eins og áður segir, sem eru 70 til 105 fer- metrar að stærð, auk þess eru fjórir bílskúrar í húsinu. Páll Harðarson segir að byrjað hafi verið á íbúðunum fyrir einu og hálfu ári en þær hafi ekki verið settar í forgang vegna anna í Reykjanesbæ. Aðspurður hvers vegna Nesbyggð hafi ákveðið að byggja í Ólafsvík segir Páll að þar hafi ekki verið byggt lengi. „Ólsarar hafa efni á að aka um á flottum bílum og því ættu þeir að eiga kost á að fá flottar íbúðir líka,“ svarar hann kím- inn og bætir við að þeir hafi byggt svipaðar íbúðir í Grundarfirði og þær séu allar seldar. „Þar voru byggðar fjórar íbúðir auk frystihótels sem ber nafnið Snæfrost og núna erum við í viðræðum við björgunarsveitina Lífs- björg í Snæfellsbæ um byggingu á nýju húsnæði fyrir sveitina í Rifi. Við höfum ekki selt neina íbúð enn í Ólafsvík en höfum ekki auglýst held- ur. Fyrst og fremst vegna þess að við leggjum áherslu á að fullklára íbúð- irnar áður en þær fara í sölu. Ég er bjartsýnn á að ná að selja 50% fyrir áramót og restina fyrir næsta vor en í Reykjanesbæ eru allar íbúðirnar seldar fyrirfram.“ Hann bætir jafn- framt við að Íbúðalánasjóður láni 80% af söluverðmæti íbúðar og Nes- byggð láni 10% með 6% vöxtum sem þyki hagstætt í dag. Þetta sé mögu- legt þar sem fyrirtækið standi vel fjárhagslega með töluvert eigið fé og góða lausafjárstöðu. Vandaðar íbúðir seljast Lykilinn að velgengninni telur vera í gamaldags stefnu í rekstri fyr- irtækisins. „Mikil áhersla er lögð á að eiga öll tæki en leigja þau ekki. Því eru starfsmenn Nesbyggðar sjald- séðir á tækjaleigum og við fjármögn- unarleigur hefur fyrirtækið aldrei skipt. Sú stefna þykir gamaldags, en hefur skilað góðum árangri. Lögð er áhersla á góðan tækjakost og fyrsta flokks aðbúnað starfsmanna. Engir undirverktakar vinna hjá fyrirtæk- inu heldur eru allir starfsmenn laun- þegar.“ Starfsmenn fyrirtækisins hafa verið um sjötíu undanfarið ár en fækkar nú um mánaðamótin um átta. Þar sem vel gengur að selja í Reykja- nesbæ er ekki útlit fyrir meiri sam- drátt, a.m.k. ekki næsta hálfa árið. Margir í byggingargeiranum finna fyrir þrengingum í augnablikinu og Páll telur að svo verði næstu tvö árin en svo birti til á ný. „Ég tel hins veg- ar að vandaðar íbúðir komi alltaf til með að seljast og erum við að selja vel út á ánægða kaupendur. Gott orð- spor skiptir miklu máli.“ Páll segir að bygging vatnsverk- smiðjunnar á Rifi hafi ekki haft áhrif á ákvörðun um að ráðast í þessar framkvæmdir í Ólafsvík. „Ég held að það hljóti að hjálpa okkur að fá þessa vatnsverksmiðju. Verksmiðjan þarf á starfsfólki á að halda og ekki er mikið framboð á leiguhúnæði í Snæ- fellsbæ,“ segir Páll Harðarson að lokum. Gamaldags aðferðir tryggja velgengni  Nesbyggð byggir sem svarar einni fullbúinni íbúð á viku  70 íbúðir eiga verða fullkláraðar á árinu  Auglýstu að þak, gluggar og hurðir hefðu staðið af sér sunnanrokið og rigninguna og ekkert lekið inn Páll Harðarson Í HNOTSKURN »Nesbyggð stefndi að því aðbyggja eina íbúð á viku eða 50 íbúðir á ári. Þær verða hins vegar sjötíu talsins. »Eigandi rekur gott gengitil gamaldags aðferða í eignarhaldi tækja og góðs að- búnaðar starfsmanna. KARLMAÐUR á fertugsaldri hefur viðurkennt að hafa ekið bifreið sem rakst aftan á annan bíl á Akrafjalls- vegi og stungið af laust eftir mið- nætti í fyrrinótt. Bifreiðin sem ekið var á valt. Fjórir voru í bílnum sem ekið var á brott og voru allir hand- teknir skömmu síðar. Enginn fjórmenninganna vildi í fyrstu viðurkenna að hafa ekið bif- reiðinni. Allir mennirnir voru undir áhrifum áfengis. Einn þeirra við- urkenndi loks sök. Báðir bílarnir skemmdust mikið í árekstrinum sem var mjög harður. Enginn slasaðist alvarlega, en öku- maðurinn sem stakk af hlaut áverka á rifbeini. Hann má að sögn lögreglu búast við að þurfa að greiða háa sekt. kjon@mbl.is Ók aftan á bíl og stakk af TURNINN hái við Höfðatorg rís nú á ógnarhraða til himins en í góðri tíð tekst að steypa eina hæð á um sex dögum, samkvæmt upplýsingum frá fasteignafélaginu Höfðatorgi. Þegar vindurinn blæs af krafti gengur hæg- ar, eins og við er að búast þegar unnið er í svo mikilli hæð og suma vindsama daga hefur ekkert verið hægt að steypa. Alls verður turninn 19 hæðir og ríflega 70 metrar. Gert er ráð fyrir að lokið verði við að steypa gólfplötu 19. hæð- arinnar um miðjan nóvember. Ofan á þá hæð kemur síð- an lítil bygging fyrir lyftuhús og fleira. Háhýsastefna enn í mótun Töluverð umræða varð um turnbyggingar í fyrra, m.a. eftir að áform um Höfðatorgsturninn voru kynnt. Í við- tali við Morgunblaðið í maí 2007 sagði Ólöf Örvarsdóttir, þá aðstoðarskipulagsstjóri en nú skipulagsstjóri, að verið væri að móta háhýsastefnu í tengslum við nýtt aðalskipu- lag Reykjavíkur. Hún gerði þá ráð fyrir að þeirri vinnu lyki í ársbyrjun 2008. Í samtali við Morgunblaðið í liðinni viku sagði Ólöf að ekki væri lokið við að móta háhýsa- stefnu en verið væri að vinna í málinu. Unnið væri að stefnumótuninni í tengslum við aðalskipulag Reykjavík- ur og hún vonaði að bæði stefnan og tillaga að skipulagi yrði kynnt um mitt næsta ár. Byrjað hefði verið að tala um þörf á háhýsastefnu fyrir nokkrum árum en kraftur hefði verið settur í starfið í fyrra. Við þetta starf væri m.a. litið til reynslunnar í Kaupmannahöfn en þar hefði t.d. verið ákveðið að innan tiltekins svæðis mætti ekki reisa hús sem væru hærri en fimm hæðir. Aðspurð sagði Ólöf að enginn hefði nýlega sótt um leyfi til að reisa háhýsi í Reykjavík. „En hluti af stefnunni er að skilgreina hvað sé háhýsi. Er það átta hæða bygging, tíu hæða eða tólf?“ runarp@mbl.is Steypa hæð á viku  Gólf 19. hæðar væntanlega steypt um miðjan nóvember  Verið er að móta háhýsastefnu fyrir Reykjavíkurborg Morgunblaðið/Golli NÆSTU sex þriðjudagskvöld verða haldin fræðsluerindi í safn- aðarheimili Laugarneskirkju undir yfirskriftinni hagkvæmur rekstur og heimasæla. Í tilkynningu segir að við breyttar að- stæður í efnahag þurfi mörg heim- ili að breyta göngulagi sínu og finna leiðir til sparnaðar. „Margrét Sigfúsdóttir hússtjórnarkennari hefur ráð undir rifi hverju er kemur að góðum heimilismat og meðferð hráefna. Snorri Halldórsson kerfisfræð- ingur og bankamaður mun sýna og kenna einfalt heimilisbókhald og benda á einfaldar leiðir sem tryggja að við hendum ekki pen- ingum. Þá mun Bjarni Karlsson sóknarprestur greina frá þeirri fornu visku sem býr að baki þegar við biðjum „gef oss í dag vort dag- legt brauð“ auk þess sem hann svarar spurningunni hvað sé heil- agt við heimili?“ Fyrsta fræðslukvöldið er 30. september kl. 20.40-22. Aðgangur er ókeypis og óháður fjöl- skyldugerð, aldri og trúarskoð- unum. Nánari upplýsingar má finna á vefnum www.laugarneskirkja.is. Hagkvæmur rekstur Bjarni Karlsson RAFIÐNAÐARSAMBAND Ís- lands sendi frá sér eftirfarandi yfirlýsingu í tilefni af fundi sín- um á föstudag: „Á fundi miðstjórnar Rafiðn- aðarsambandsins 26. september sl. var fjallað ítarlega um stöð- una í efnahagsmálum. Nið- urstaða miðstjórnar varð eft- irfarandi. Ljóst er að mikil þensla á undanförnum árum hef- ur sett stöðu krónunnar í allt annað samhengi. Stjórnendur efnahags- og peningamála hafa ekki brugðist við þessu með réttum hætti og valdið með því miklum skaða hjá íslenskum heimilum og fyrirtækjum. Stjórnvöld hafa hafnað til- mælum aðila vinnumarkaðs um samráð og samstarf um að setja langtímamarkmið um hvernig vinna eigi á yfirstandandi vanda. Í stað þess hafa landsmenn mátt sitja undir einkennilegum og innistæðulausum yfirlýsingum m.a. um að botninum sé náð og stjórnvöld séu að vinna mikla sigra á lausn vandans,“ segir í yfirlýsingunni. Ráðherrar og stjórn- arþingmenn hafi beitt öllum ráð- um til þess að komast hjá mál- efnalegri umræðu. Skoðun á einhliða upptöku evru hafi átt að taka fimm ár samkvæmt um- mælum forsætisráðherra fyrir nokkru. „Verði það dregið lengur að sett verði langtímamarkmið og ákvarðanir teknar í efnahags- og gjaldmiðilsmálum er það mat miðstjórnar Rafiðnaðarsam- bandsins að það muni leiða enn alvarlegri og langvinnari efn- hagsófarir yfir Ísland. Það inni- felur að taka verði afstöðu til inngöngu í Evrópska efnahags- bandalagið.“ Miðstjórnin mun standa fyrir umræðum um þetta á Trúnaðarmannaráðstefnu sam- bandsins 13. og 14. október nk., segir þar ennfremur. Miðstjórn RSÍ telur að þetta eigi að vera aðalmál ársfundar ASÍ í lok mánaðarins. sigrunhlin@mbl.is ASÍ hafi ESB sem aðalmál Brýnt að ræða um evru

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.