Morgunblaðið - 29.09.2008, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 29.09.2008, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. SEPTEMBER 2008 9 Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigur 5 • Sími 581 2141 Flísjakkar á 7.900,- Eftir Sigrúnu Hlín Sigurðardóttur sigrunhlin@mbl.is GUNNLAUGUR Júlíusson, 56 ára fjölskyldufaðir í Rauðagerðinu í Reykjavík, vann um helgina það ofurmannlega af- rek að hlaupa 246 kílómetra frá Aþenu til Spörtu á 34 klukku- stundum, 12 mín- útum og 17 sek- úndum. Vegalengdin er svipuð og frá Reykjavík á Kirkjubæjarklaustur. Gunnlaugur var í 74. sæti af 154 sem komust í mark. Sigurvegari Spartathlon- keppninnar, þriðja árið í röð, var Bandaríkjamaðurinn Scott Jurek, sem hljóp á tímanum 22:20:07. Þátt- takendur verða að ljúka hlaupinu innan 36 klukkustunda, en ekki nærri öllum tekst að ljúka keppni. Gunnlaugur hljóp viðstöðulaust og nam aðeins staðar á þriggja klukku- stunda fresti til að næra sig. Í hvert sinn drakk hann hálfan lítra af Herbalife-próteindrykk. Allt verður að ganga upp Gunnlaugur reyndi við þetta sama hlaup í fyrra en varð að hætta keppni eftir 150 kílómetra þar sem hitinn reyndist honum óbærilegur. Fyrir þessa keppni æfði hann því dúðaður inni á hlaupabretti. Í þess- ari keppni var heppnin hins vegar með Gunnlaugi og hitinn var í kring- um 26–28 gráður. Allt gekk sem skyldi, en að sögn Gunnlaugs þurfa ótal púsluspil að falla á réttan stað svo að mönnum takist að ljúka keppni sem þessari. Margt getur farið úrskeiðis, menn geta fengið heiftarlega í magann, ofþornað og fengið blöðrur og sinadrátt. Söguleg hlaupaleið Leiðin er á köflum afar erfið, en meðal annars er hlaupið upp á fjallið Parthenio, sem er 1200 metrar yfir sjávarmáli. Leiðin er byggð á lýs- ingu forngríska sagnaritarans Her- ódótosar á ferðalagi sendiboða Aþeninga, Feidippídesar, sem lagði af stað frá Aþenu til að kalla eftir hjálp Spartverja í stríði gegn innrás- armönnum frá Asíu og kom til Spörtu daginn eftir. Innblásturinn er því sóttur á svipaðar slóðir og hugmyndin um maraþonhlaup. Stór- huga Bretar með hlauparann John Foden í fararbroddi byrjuðu að þróa leiðina sem hlaupin er í Spartaþlon- inu árið 1982. Gunnlaugur byrjaði markvissan undirbúning undir keppnina um ára- mótin. Hlaupið er það lengsta sem Gunnlaugur gat fundið þar sem hlaupið er frá einum stað til annars. Næsta áskorun Gunnlaugs verður því að finna verðugt markmið til að keppa að næst. Sögulegt hlaupaafrek Fyrsti Íslendingurinn til að ljúka 246 kílómetra hlaupinu Spartathlon um sögulegar slóðir í Grikklandi                          .  /0 . 0. /1/0 %2  3      !  !"#$%&'!( %&!)*!+ "" %& !  !%*&*       ,(  !#!-%" !  !"  %&* !  !%*&*      %$&%*!.  !  !( %&!)*!+ "" %& !  !%*&*     ,(  ! $$& !  !%*&*      -( !  !"#$%& )*!"  %& !  !%*&*    .+)*%* ! !"#$%& "  %&!)*!+ %&    !  %* ! !"#$%& "  %&!)*!+ %&   "#  /" !  !"#$%& )*!"  %& $%&  ,01 "  !  !"#$%& ( %&!)*!+ "" %& 2 ) %$&%* !  !%*&* !   %* ! !"#$%& "  %&!)*!+ "" %& !  !%*&!)*!%$$%&       3 %$&% !  !( %& )*!+ "" %&    '(  45 $* "  !  !"#$%&!)*!"  %& !  !%*&* ) ** +     %$&%*!  $$ !  !"#$%&!)*!"  %& !!!  !%*&* '   /5 $& !  !( %&!)*!+ "" %& !  !%$$%&* '    4 %%* !  !"#$%&! !+ "" %& ! !+ %&* !  !%*&* !  !%$$%&* '    %*&%* !  !%$$%& ,   6" !%$&  ! # %$!#!+5 % !  !%$$%&*                      Gunnlaugur Júlíusson Langhlaup njóta sívaxandi vinsælda meðal almennings. Þótt slík hlaup séu í eðli sínu einstaklingsíþrótt er ekki þar með sagt að það þurfi að vera einmanalegt að æfa hlaup – raunar þvert á móti. Á vefsíðunni hlaup.is eru skráðir 27 hlaupahópar, þar af 17 sem starfræktir eru á höfuðborgarsvæðinu. Hlaupahóparnir eru opnir öllum sem vilja spretta úr spori í góðum félagsskap. Í sumum tilvikum stjórna þjálfarar æfingum með misharðri hendi en í öðrum hópum eru það einungis hlaupafélagarnir sem veita að- haldið. Aðhaldið og félagsskapurinn sem fæst í góðum hlaupahópi eru flestum ef ekki öllum hvatning til að leggja harðar að sér en ella. Einnig eru starfræktir hlaupahópar víðs vegar um landsbyggðina. Á Akureyri eru tveir, einn á Dalvík og einn á Sauðárkróki. Tveir hópar eru á Austfjörðum, þ.e. einn á Vopnafirði og annar í Neskaupstað. Þá er hlaupið í hóp frá Úthlíð í Biskupstungum, Selfossi, Grindavík og Ísafirði. Þeir sem ekki finna hlaupahóp í sínum bæ eða hverfi geta safnað saman kunningjum og stofnað sinn eigin. Á hlaupadagbókinni www.hlaup.com má sjá að 41 hlaupahópur færir þar til bókar æfingar sínar, en fé- lagafjöldi hópanna er allt frá tveimur upp í 27. Alls halda 644 Íslendingar skrá yfir hlaup sín á síðunni. Æfingar hlaupahópanna eru flestar í hádeginu og síðdegis svo vinnandi fólk ætti ekki að vera í vandræð- um með að bregða sér í hlaupaskóna í matartímum eða eftir vinnu. Nánari upplýsingar um hlaupahópa á landinu má fá á vefsvæðinu www.hlaup.is. Þeir sem vilja æfa hlaup geta valið úr fjölda hlaupahópa FIMM verslanir opna dyr sínar fyrir viðskiptavinum í versl- unarmiðstöðinni Korputorgi við Vesturlandsveg um næstu helgi. Nota þessi fyrirtæki liðlega helm- ing húsnæðisins en fleiri fyrirtæki opna síðar þar sem búið er að leigja alls um þrjá fjórðu húsnæðisins. Fasteignafélagið SMI byggir verslunarmiðstöðina Korputorg í Stekkjarbrekkum við Vesturlands- veg. Húsnæðið er alls um 38 þús- und fermetrar að gólfflatarmáli. Fyrstu verslanirnar verða opnaðar um helgina. Það eru Rúmfatalager- inn, leikfangaverslunin Toys’R’Us, húsgagnaverslunin Ilva, Europris og húsgagnaverslunin Pier. Af þessu tilefni verður hátíð á Korp- utorgi um helgina og verslanirnar með opnunartilboð. Davíð Freyr Albertsson, fram- kvæmdastjóri SMI, segir að þessar fimm verslanir leigi liðlega helming verslunarplássins í Korputorgi. Fleiri verslanir bætist við fyrir jól enda sé búið að leigja út um 75% af húsnæðinu. Þá verður N1 með bensínstöð á svæðinu. „Þetta er góð byrjun, öflugir að- ilar sem opna núna. Þeir selja ódýr- ari vörur sem henta vel á mark- aðinn eins og hann er núna,“ segir Davíð Freys spurður um áhrif sam- dráttar í efnahagslífinu á uppbygg- inguna. Á Íslandi og við Eystrasalt SMI er fasteignafélag með sömu eigendur og Rúmfatalagerinn þar sem Jakup Jakobsen fer fremstur í flokki. Auk Korputorgs á félagið verslunarmiðstöðina Smáratorg í Kópavogi og skrifstofuturninn við Smáratorg, verslunarmiðstöðina Glerártorg á Akureyri og verslun- arhúsnæði við Skeifuna í Reykja- vík. Þá á fyrirtækið húsnæði í Lettlandi og Litháen. Heildar- flatarmál fasteigna félagsins er um 230 þúsund ferm., að sögn Davíðs. helgi@mbl.is Fimm nýjar versl- anir í Korputorgi 75% verslunarplássins eru leigð út Eftir Ólafur Bernódusson Skagaströnd | Níu listamenn hafa dvalist í Nes-listamiðstöðinni nú í september. Allir eru þeir erlendir og koma frá Frakklandi, Banda- ríkjunum og Rússlandi. Á opnum degi sýndu listamennirnir hluta af afrakstri dvalar sinnar á Skagaströnd. Ben Kinsley frá Bandaríkjunum fékk síðan Skag- strendinga í lið með sér með því að taka þátt í margmiðlunarverk- efni sem hann er að gera. Hlut- verk Skagstrendinga og annarra gesta, sem komu á opinn dag listamiðstöðvarinnar, var að koma saman og hrópa í kór, eins hátt og unnt var, hið þekkta hróp „Yee-Haw“ (JÍÍ- HA). Ben tók hrópið upp á myndband sem hann mun síðan tengja við Skaga- strönd á Google–Earth forritinu. Eftir að hrópið hafði verið filmað í bak og fyrir var boðið upp á upplestur í Kántrýbæ. Þar las rússneski rithöfundurinn Ivetta Gerasimchuk úr verkum sínum á ensku. Meðal annars las hún upp texta, The Liquid Island, sem birtist eftir hana í nýjasta tölu- blaði tímaritsins Grapewine. Sagði Ivetta og að þetta væri óð- ur sinn til Skagastrandar og Ís- lands enda hefði hún skrifað þetta á Skagaströnd. Einnig las Ivetta úr verðlaunaverki sínu: „Dictionary of Winds“ og sýndi myndir á meðan hún las. Almenn ánægja er á Skagaströnd með starfsemi listamiðstöðvarinnar og eru áhrif hennar á menningarlíf staðarins ótvíræð. Þá er gaman að segja frá því að allir þeir lista- menn sem dvalið hafa í lista- miðstöðinni eru ánægðir með dvölina og margir þeirra hyggj- ast koma aftur í náinni framtíð. Opið hús hjá Nes-listamiðstöð Morgunblaðið/Ólafur Bernódusson „Yee-Ha“ Allir voru samtaka og enginn dró af sér í hrópinu fyrir Ben Kinsley. List Mikil sköpun kallar á marga liti. Hluti vinnuborðs eins lista- mannsins í Nes-listamiðstöðinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.