Morgunblaðið - 29.09.2008, Blaðsíða 34
34 MÁNUDAGUR 29. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
Eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur
gudrung@mbl.is
HÚN tekur á móti mér í húsakynn-
um rússneska sendiráðsins við Tún-
götu. Það er birta yfir andliti hennar
og röddin blíðleg, en á bak við þetta
yfirbragð býr breitt litróf tilfinning-
anna, það hefur hún sýnt í túlkun
sinni á fjölmörgum frægum óperu-
hlutverkum sem krefjast mikils af
flytjendum sínum.
Hún segir mér að Massehet í óper-
unni Menon hafi verið sitt uppáhalds-
hlutverk, en Galína Pisarenko er lýr-
ískur sópran, fræg söngkona og
snjall kennari, sem fyrir helgi var
með meistaranámskeið (Masterclass)
í Salnum í Kópavogi að tilhlutan Jón-
asar Ingimundarsonar.
„Ég er mjög ánægð með að hafa
fengið boð um að koma hingað þess-
ara erinda og einnig þakklát rúss-
neska sendiráðinu hér fyrir aðstoðina
við mig af þessu tilefni, sem og ís-
lenska sendiráðinu í Moskvu,“ segir
Galína.
Hún kveður raddir þeirra nem-
enda sem hún hefur kennt á Íslandi
vera mun ljósari yfirleitt en hinar
rússnesku raddir.
„Mezzósópran í Rússlandi er
dekkri rödd en rödd sem skilgreind
er sem mezzó hér á Íslandi en
kennslan hér er svipuð og mér finnst
þeir íslenskir nemendur sem ég hef
leiðbeint hér hafa fengið góða
kennslu, syngja bæði afslappað og
hafa góðan stuðning,“ segir Galína.
Fór að kenna fertug
Þetta er í annað sinn sem hún
heimsækir Ísland.
„Ég kom hingað fyrir tveimur ár-
um til að leiðbeina söngnemendum
og þá sá ég Geysi og þótti mikið til
koma,“ segir hún. Eiginmaður Galínu
kinkar kolli, hann er viðstaddur fund
okkar í hinum rússnesku húsakynn-
um við Túngötuna. „Við höfum verið
gift í 22 ár og hann kemur með mér
hvert sem ég ferðast og hjálpar mér
mikið í starfinu,“ segir Galína um
eiginmann sinn, Viktor Malanichev,
sem er verkfræðingur, kominn á eft-
irlaun og er nú framkvæmdastjóri
Mozartfélagsins í Moskvu.
Galína Pisarenko var um áratuga
skeið ein helsta söngkona Stan-
islavsky óperuhússins í Moskvu en
þar er hún alin upp.
Við lok söngferils Galínu var hún
aðalsöngkona Nýju óperunnar í
Moskvu og tók þátt í uppbyggingu
hennar frá grunni.
„Ég fór að kenna fertug að aldri og
seinni árin hefur það verið mitt að-
alstarf,“ segir Galína. Nemendur
hennar eru sumir víðkunnir. Hún
nefnir Lubov Petrova sem er söng-
kona við Metropolitan í Bandaríkj-
unum, sem og Albinu Schagim-
uratova sem syngur við Huston
Theater í Bandaríkjunum. Einnig
hefur Galína verið með Masterclass í
fjölmörgum löndum. Ég spyr um
uppáhaldsraddir landa hennar.
„Rússar elska bassa og mezzó-
sópran, hinar dekkri raddir, þær
höfða til hinnar tregafullu þjóð-
arsálar okkar,“ segir hún og brosir.
Um leið og ég kveð þessi sam-
rýndu hjón er mér ofarlega í huga
hvert lán það er fyrir íslenska söng-
nemendur að eiga þess kost að fá
leiðsögn hjá svo mikilli listakonu sem
Galínu Pisarenko er.
Rússar elska dökkar raddir
Galína Pisarenko Hefur sungið víða um heim, m.a. á Ítalíu og vestanhafs.
Sópransöngkonan Galína Pisarenko kenndi masterclass í Salnum í Kópavogi
Segir að raddir íslenskra nemenda sinna séu ljósari en þeirra rússnesku
Í VETUR mun UNIMA
(alþjóðleg samtök brúðuleik-
húsfólks) standa fyrir svoköll-
uðum kúlukvöldum í lok hvers
mánaðar í Kúlunni í Þjóðleik-
húsinu. Þar verða gestir leiddir
inn í töfrandi heim brúðuleik-
hússins með lifandi og fjöl-
breyttri dagskrá. Fyrsta kúlu-
kvöld vetrarins verður kl. 20 í
kvöld og er það brúðumeist-
arinn Bernd Ogrodnik sem stígur fyrstur á svið.
Hann mun deila með gestum hugleiðingum sínum
og innsýn úr lífi sínu sem brúðuleikari og gefa við-
stöddum færi á að prófa. Aðgangur er ókeypis,
nánari uppl. á unima.is.
Leiklist
Ókeypis í brúðu-
leikhús í kvöld
Bernd Ogrodnik
HRAFNHILDUR Arn-
ardóttir myndlistarmaður
fjallar um eigin verk í hádeg-
isfyrirlestri í húsnæði mynd-
listardeildar Listaháskóla Ís-
lands, Laugarnesvegi 91, kl.
12.30 í dag. Hrafnhildur, sem
er einnig þekkt undir nafninu
Shoplifter, býr og starfar í
New York. Hún lauk námi við
Myndlista- og handíðaskóla Ís-
lands árið 1993 og stundaði
framhaldsnámi við School of Visual Arts í New
York 1994-1996. Hún hefur átt verk á sýningum
víða um heim, til dæmis vann hún verk fyrir
MOMA í New York í vor. Nánar á shoplifter.us.
Myndlist
Hrafnhildur fjallar
um eigin verk
Hrafnhildur
Arnardóttir
MENNTAVÍSINDASVIÐ HÍ
fær tvo gesti frá Noregi nú í
vikunni, þær Evu Maagerø og
Grethu Holtan Folkestad. Þær
munu taka þátt í námskeiðum
íslenskukennara, heimsækja
grunnskóla og auk þess flytja
hvor sinn fyrirlesturinn. Fyr-
irlestrarnir verða haldnir á
morgun í stofu H-101 í að-
albyggingu menntavís-
indasviðs við Stakkahlíð. Fyr-
irlestur Grethu hefst kl. 15 og Evu kl. 16. Gretha
fjallar um leikritaskáldið Henrik Ibsen en Eva
fjallar um lestur fjölhátta texta í skóla. Fyrri fyr-
irlesturinn er á norsku, en sá síðari á ensku.
Fyrirlestrar
Henrik Ibsen og
fjölhátta texti
Henrik Ibsen
NORSKI danshöfundurinn Ina
Christel Johannessen hlaut á
fimmtudaginn norsku gagnrýn-
endaverðlaunin fyrir verk sitt
Ambra. Ina samdi verkið fyrir Ís-
lenska dansflokkinn og Carte
Blanche í samvinnu við Listahátíð í
Reykjavík og Listahátíðina í Berg-
en.
Ambra er eitt stærsta verkefni
sem Íslenski dansflokkurinn hefur
ráðist í, en í því sameinuðust tveir
helstu nútímadansflokkar Norð-
urlanda. Verkið var frumsýnt á
Listahátíð í Reykjavík í maí, sýnt á
Listahátíðinni í Bergen í júní og svo
nú síðast í september í Bærum Kult-
urhus í Ósló. Johannessen fékk til
liðs við sig þær Kiru Kiru og Hildi
Ingveldardóttur Guðnadóttur sem
sömdu tónlistina fyrir verkið ásamt
þýskum samverkamanni sínum,
Dirk Desselhaus.
Eftirfarandi kemur fram um verk-
ið á vefsíðu norsku gagnrýn-
endaverðlaunanna:
„Það sem gerir þetta verk ein-
stakt er stærðin á því. Formbundnar
en á sama tíma tilfinningaríkar
hreyfingar dansaranna skapa sin-
fónískt verk sem mun lifa lengi. Með
því að ljá Inu Christel Johannessen
tuttugu dansara var henni gefið ein-
stakt tækifæri til að skapa stórsýn-
ingu. Að sjá sýninguna aftur fyrir
aðeins nokkrum dögum í Bærum
Kulturhus staðfesti þá trú okkar að
Ambra er tímamótaverk fyrir dans-,
tónlistar- og sjónræna sköpun.“
„Ina og samstarfsfólk hennar sem
og dansarar flokkanna beggja eru
vel að þessum verðlaunum komin og
erum við stolt af þessu vel heppnaða
norræna samstarfi,“ segir Katrín
Hall, listrænn stjórnandi Íslenska
dansflokksins.
Morgunblaðið/Valdís Thor
Verðlaunahafinn Johannessen.
Dansverkið
Ambra vann
í Noregi
Samið fyrir Íslenska
dansflokkinn
Galína Pisarenk fæddist í Len-
ingrad en flutti með foreldrum
sínum til Moskvu tveggja ára.
„Þar vorum við stríðsárin.
Þau voru erfið, enda mörkuð
dauða og hörmungum, eftir
stríð var líka erfitt ástand í
Moskvu eins og víðar þar sem
styrjöldin hafði geisað,“ segir
Galína.
„Foreldrar mínir dóu þegar ég
var barn að aldri og ég ólst upp
hjá frænku minni,“ segir Galína.
Hún kveðst hafa farið að læra
söng 16 ára gömul. Kennari
hennar var Nina Dorliak, fræg
söngkona.
Galína hefur ekki aðeins sýnt
sig sem afburða listamann á
óperusviðinu, hún var einnig
rómuð fyrir ljóða- og órator-
íusöng bæði í sínu heimalandi
og einnig víða um heim þar sem
hún hefur sungið, m.a. á Ítalíu, í
Bandaríkjunum, Þýskalandi og í
fjölda annarra landa.
Missti foreldra
sína ung
HAFLIÐI Hallgrímsson var sennilega mað-
urinn á tónleikum Cammerarctica á mánu-
dagskvöldið. Kammerhópurinn flutti m.a.
kafla úr þremur verkum eftir hann, Offerto
fyrir einleiksfiðlu, Solitair fyrir einleiksselló
og Sjö spökur fyrir selló og fiðlu. Ég er ekki
frá því að það hafi verið toppurinn á dag-
skránni.
Afhverju? Jú, það er eitthvað einstaklega
magnað við þessi litlu verk. „Allt að því
sálmur“ er t.d. mergjuð tónsmíð, íhugul og
innhverf, myrk og með undiröldu sem ekki
er hægt að skilgreina í orðum. Og þögul
þjáning svífur yfir vötnunum í hinum tón-
smíðunum, þjáning sem nístir mann inn að
beini.
Þau Hildigunnur og Sigurður Halldórsbörn
léku og gerðu það af innlifun og nákvæmni.
Túlkun þeirra var svo grípandi að mann
langaði til að heyra verkin strax aftur. Andi
tónlistarinnar komst fullkomlega til skila í
vönduðum flutningi þeirra.
Tvö einleiksverk fyrir klarinettu, Blik eftir
Áskel Másson og Stef og tilbrigði eftir Jörg-
en Bentzon, voru líka prýðilega útfærð af Ár-
manni Helgasyni. Þar var leikið af festu, ör-
yggi og djúpri tilfinningu.
En svo syrti í álinn. Þrjár etýður eftir Jo-
hann Helmich Roman í meðförum Hildigunn-
ar glönsuðu ekki nægilega. Etýða er nokk-
urskonar fingraæfing, og fingraæfingar eiga
yfirleitt að vera glæsilegar. Það voru þær
ekki hér. Kvartett op. 7 eftir Bernhard Cru-
sell með þremenningunum og Svövu Bern-
harðsdóttur víóluleikara, kom sömuleiðis ekki
nægilega vel út. Vissulega var margt ágæt-
lega gert, en einstaka raddir voru ekki alltaf
hreinar og skemmdi það heildarsvipinn.
Ég er ekki vanur að tala um aðsókn í
greinum mínum, en ætla nú að gera und-
antekningu. Aðeins um tíu manns voru meðal
áheyrenda, sem bendir til að eitthvað sé að
kynningarstarfseminni, annaðhvort hjá Nor-
ræna húsinu, hjá Cammerarctica, eða báðum.
Að vísu var hópi fólks smalað inn eftir hlé,
sem hafði fram að því setið að snæðingi í
kaffiteríunni, um fimmtán manns sýndist
mér. Það breytti ekki miklu. Tónleikar þar
sem ekkert kostar inn og eru haldnir af
þekktum kammerhópi hérlendis, með vand-
aðri dagskrá, ættu að vekja áhuga EIN-
HVERRA. Hér þarf auðsjáanlega að laga til!
Þjáning í tómarúmi
TÓNLIST
Norræna húsið
Cammerarctica flutti norræna tónlist. Mánudagur
22. september.
Kammertónleikar bbmnn
Morgunblaðið/Golli
Maður kvöldsins Flutt voru þrjú verk eftir
tónskáldið Hafliða Hallgrímsson. Jónas Sen
Er fyrirsjáanlegt að
það muni verða
þrætuepli nörda um langt
skeið … 41
>>
Morgunblaðið/Árni Sæberg