Morgunblaðið - 29.09.2008, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 29. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir,
annaei@mbl.is, Bergþóra Njála Guðmundsdóttir, ben@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson,
Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
Skagafjörður | Mikið fjölmenni mætti í Lauf-
skálarétt í Hjaltadal á laugardaginn þegar þar
voru rekin stóðhross til réttar sem gengið höfðu
í Kolbeinsdal í sumar. Talið er að þarna hafi
komið um 600 hross til réttar, þar af um 150 fol-
öld. Mikil stemming fylgir stóðréttinni og í raun
réttarhelginni því byrjað er með samkomu í reið-
höllinni Svaðastöðum á föstudagskvöldi. Fólk
kemur um langan veg, jafnvel frá útlöndum, til
að taka þátt í þessari helgi með Skagfirðingum.
Það er ekki síst vinsælt að reka hrossin síðasta
áfangann og skiptu rekstrarmenn hundruðum.
Veður var sæmilegt, kalt en nánast þurrt. Á
laugardagskvöldið skemmti fjölmenni sér svo á
dansleik í reiðhöllinni á Sauðárkróki.
Morgunblaðið/Örn Þórarinsson
Fjölmenni sótti Laufskálarétt
Eftir Ylfu Kristínu K. Árnadóttur
ylfa@mbl.is
FERÐAMENN frá Noregi versla
mest allra þjóða virðisaukaskatts-
laust (e. tax free) hér á landi, sam-
kvæmt Global refund á Íslandi. Fast
á hæla Norðmanna koma Danir og
þá Bandaríkjamenn, sem fram að
þessu hafa iðulega skipað efsta sæti
listans. Í fyrra var Noregur í 2.
sæti.
Eins og við má búast eru sex
efstu löndin á listanum, Noregur,
Danmörk, Bandaríkin, Þýskaland,
Svíþjóð og Bretland, jafnframt þau
lönd sem flestir ferðamennirnir
koma frá en á bilinu 20 til 40 þúsund
manns frá hverju þessara landa
heimsækja Ísland að jafnaði fyrstu
sjö mánuði ársins.
Eyða 77% meira en í fyrra
Bretar eru langfjölmennastir er-
lendra ferðamanna hér á landi en
það sem af er ári hafa rúmlega 40
þúsund Bretar heimsótt Ísland.
Þrátt fyrir það eru þeir í sjötta sæti
yfir þá sem fá hvað mest af virð-
isaukaskattinum endurgreiddan.
Eyðsla þeirra og Bandaríkjamanna
hefur aukist um tæp 13% milli ára
en Norðmenn, Danir, Svíar og Þjóð-
verjar hafa í ár eytt á bilinu 25-50%
meira en í fyrra.
Eyðslan breytist þó mest milli ára
hjá Rússum, sem eru í 8. sæti á list-
anum, en hún er nú tæpum 77%
meiri en í fyrra. Athyglisvert er að
þeir nái þó svo hátt á listanum því
færri en eitt þúsund Rússar heim-
sækja Ísland á ári hverju.
Meðaltalsávísunin hærri
Helgi Hrannarr Jónsson, fram-
kvæmdastjóri Global refund á Ís-
landi, segir fjölgunina mega rekja til
aukins áhuga fólks frá Rússlandi á
ferðalögum og betra efnahags-
ástands í landinu. Í raun séu Rússar
orðnir einn stærsti einstaki mark-
hópurinn í Evrópu. Hann segir
Rússa eina þeirra þjóða þar sem
meðaltalsávísunin, upp á endur-
greiðslu virðisaukaskatts, er tölu-
vert hærri en gengur og gerist. Það
bendi til þess að þeir sækist eftir
dýrum merkjavörum og dýrari hlut-
um.
Norskir ferðamenn eyða mestu
Fast á hæla Norðmanna koma Danir og Bandaríkjamenn
Einn Rússi á við margar eyðsluklær frá öðrum löndum
!
"##$
!
%
"##&
'(
"(
)(
*(
+(
,(
$(
&(
-(
'#(
!!
"
!
!
Eftir Silju Björk Huldudóttur
silja@mbl.is
BÓKASAFN Böðvars Kvaran hefur
verið auglýst til sölu. Að sögn Einars
B. Kvaran, sonar Böðvars, gera af-
komendur Böðvars sér vonir um að
hægt verði að selja safnið sem eina
heild. Spurður af hverju verið sé að
selja safnið segir Einar þetta skyn-
samlegasta kostinn í stöðunni. „Eng-
inn einn afkomandi hefur tök á því að
taka allt safnið að sér og þá fannst
okkur hreinlegast að selja þetta,“
segir Einar.
Aðspurður segir Einar safnið inni-
halda mörg þúsund titla, en nokkur
vinna hafi farið í það að undanförnu
að bera saman safnkostinn og
skrána sem til var um safnið. Að
sögn Einars var það ekki síst gert
vegna þjófnaðarmálsins sem upp
kom síðla sumars 2007, en þá kærðu
afkomendur Böðvars til lögreglu
þjófnað á hundruðum bóka og korta
úr safninu. Einar segir málið enn til
rannsóknar hjá lögreglu eftir því
sem hann best viti.
Segir virði safnsins hlaupa á
tugum milljóna króna
Aðspurður segir Einar að vissu-
lega hafi meðal þeirra bóka sem stol-
ið var reynst miklar gersemar, en
tekur fram að ennþá séu fjölmargir
gimsteinar eftir í safninu, sem fyllir
200 pappakassa eftir að því var
pakkað niður.
Spurður hvers virði bókasafnið sé
segir Einar ljóst að seljendur vilji fá
tilboð í safnið, en tekur fram að ljóst
megi vera að virði safnsins hlaupi á
tugum milljóna króna. Að sögn Ein-
ars hefur hann þegar fengið nokkur
viðbrögð við auglýsingu sinni sem
birtist í Morgunblaðinu í gær.
Spurður hvort nú sé góður tími til að
selja í ljósi yfirvofandi efnahags-
þrenginga svarar Einar: „Okkur
liggur ekkert á. Við bíðum bara þar
til við fáum ásættanlegt tilboð.“
Ennþá fjölmargir gim-
steinar eftir í bókasafninu
Bókasafn Böðvars Kvaran hefur verið auglýst til sölu Fyllir 200 pappakassa
Í HNOTSKURN
»Bókasafn Böðvars Kvaranfyllir um tvö hundruð
pappakassa.
»Áætlað er að í bókasafniBöðvars séu tugir þúsunda
titla og korta.
»Síðla sumars 2007 varþjófnaður á hundruðum
bóka og korta úr safni Böðv-
ars Kvaran kærður til lög-
reglu.
Eftir Silju Björk Huldudóttur
silja@mbl.is
NÝ skýrsla er varðar aðbúnað gesta,
öryggismál og hreinlætismál á yl-
ströndinni í Nauthólsvík var lögð
fram til kynningar á fundi umhverf-
is- og samgönguráðs nú í vikunni. Í
skýrslunni koma fram ýmsar ábend-
ingar, m.a. er lagt til að koma upp
varðturni til að bæta öryggiseftirlit
með gestum og tækjum, laga gras-
bakka og hreinsa lónið oftar.
Að sögn Þórólfs Jónssonar, skrif-
stofustjóra á skrifstofu náttúru og
útivistar á umhverfis- og samgöngu-
sviði Reykjavíkurborgar, er yl-
ströndin á hendi þriggja aðila, þ.e.
umhverfis- og samgöngusviðs, fram-
kvæmda- og eignasviðs og íþrótta-
og tómstundasviðs borgarinnar. Til
að samræma vinnu við ylströndina
var stofnaður starfshópur til þess að
fara yfir verkferla og leita eftir
ábendingum um úrbætur.
Spurður um næstu skref segir
Þórólfur ljóst að greina þurfi hvað
úrbæturnar kosti og ákveða hvaða
þættir komist fyrir á fjárhags-
áætlun. Ekki hefur verið lagt fram
heildarkostnaðarmat á ábending-
unum. „Sum atriðin þurfa ekki að
vera kostnaðarsöm, en önnur geta
reynst býsna dýr,“ sagði Þórólfur.
„Það verður sjálfsagt ekki hægt að
gera allt strax.“
Varðturn
í víkinni
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Gleði Ylströndin í Nauthólsvík er
vinsæl meðal margra á sumrin.
SLÖKKVILIÐ var kallað til laust
fyrir klukkan fjögur í gærdag þegar
starfsmaður Hagkaupa í Garðabæ
læstist inni í frystigeymslu í versl-
uninni.
Samkvæmt upplýsingum frá
Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins
gengu björgunaraðgerðir fljótt og
vel og að sögn slökkviliðsins varð
manninum ekki alvarlega meint af.
sigrunhlin@mbl.is
Festist í
frystiklefa