Morgunblaðið - 29.09.2008, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 29. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
METÞÁTTTAKA var að þessu sinni í Nýsköp-
unarkeppni grunnskólanemenda. Lokahóf
keppninnar var í gær og þá afhenti Ólafur Ragn-
ar Grímsson, forseti Íslands, verðlaunin fyrir
þær hugmyndir sem þóttu skara fram úr og opn-
aði sýningu.
Markmið Nýsköpunarkeppni grunnskóla er að
virkja sköpunarkraft barna og unglinga.
Sigurvegari í almennum flokki var Eygló Lilja
Haraldsdóttir í Digranesskóla. Lovísa Hrund
Svavarsdóttir í Grundaskóla sigraði í flokki með
hugmyndum um orku og umhverfi, Rakel Björk
Björnsdóttir í Hofsstaðaskóla í flokki slysavarna
og Unnur Björnsdóttir í Hvaleyrarskóla í flokkn-
um tölvuleikir og hugbúnaður. Þjórsárskóli í
Skeiða- og Gnúpverjahreppi fékk farandbikar
fyrir bestu þátttöku. Umsóknir úr skólanum
voru fleiri en börnin 56 sem þar nema.
Metþátttaka var í Nýsköpunarkeppni grunnskólanna í ár
Morgunblaðið/Eggert
Bestu hugmyndirnar verðlaunaðar
ÖKUMAÐUR fjórhjóls missti stjórn á hjóli sínu á vegslóða
skammt frá fjallinu Sköflungi í Folaldadölum á Heng-
ilssvæðinu með þeim afleiðingum að það endaði ofan í gili.
Tvær konur voru á hjólinu. Annarri þeirra tókst að kasta
sér af hjólinu við fallið og slapp nær ómeidd. Hin konan féll
þrjá metra niður á nærliggjandi syllu, en mikil mildi þykir
að hún féll ekki áfram niður í 10-15 metra gil þar fyrir neð-
an. Hún slapp með minniháttar meiðsl, en var flutt á slysa-
deild Landspítalans til eftirlits og aðhlynningar.
Tilkynning um slysið barst Slökkviliðinu á höfuðborg-
arsvæðinu laust upp úr hádeginu í gær og fór það á vett-
vang á fjallabíl og sexhjóli. Björgunarsveitin Ársæll var við
æfingar á svæðinu og aðstoðaði hún slökkviliðið. „Hún er
mjög heppin að hjólið fór ekki ofan á hana við fallið. Hún er
heppin að vera á lífi,“ segir Borgþór Hjörvarsson hjá
björgunarsveitinni Ársæli.
Segir hann svæðið mjög erfitt yfirferðar þó ekið sé á
vegslóðanum sem þar er. silja@mbl.is
„Heppin að vera á lífi“
Tvær konur meiddust er þær féllu af fjórhjóli á vegslóða á Hengilssvæðinu
Önnur þeirra slapp með minniháttar meiðsl eftir þriggja metra fall niður á syllu
!
"
!
#
Agnar Gústafsson,
hæstaréttarlögmaður,
lést í Reykjavík föstu-
daginn 26. september
síðastliðinn, 81 árs að
aldri.
Agnar fæddist í
Reykjavík 28. október
1926. Foreldrar hans
voru Gústaf Kristjáns-
son kaupmaður í
Reykjavík og Ólafía
Guðmundsdóttir. Agn-
ar varð stúdent frá
Menntaskólanum í
Reykjavík 1946 og
cand. juris frá Háskóla Íslands 1952.
Agnar starfaði sem fulltrúi hjá
Ólafi Þorgrímssyni 1952 til 1958. Síð-
an rak Agnar málflutningsskrifstofu,
fyrst með Sigurði Reyni Péturssyni,
hrl. og Gísla G. Ísleifssyni, hrl. en
síðar einn, frá 1962. Agnar varð hér-
aðsdómslögmaður 1953 og hæsta-
réttarlögmaður 1962. Agnar rak
einnig fasteignasölu og varð um síðir
og var lengi vel elsti starfandi fast-
eignasali á landinu og með elstu
starfandi lögmönnum.
Agnari voru falin ýmis
trúnaðarstörf. Hann
starfaði lengi í sam-
skiptanefnd Félags
fasteignasala. Frá 1998
til 2003 tók hann þátt í
störfum Yfirfasteigna-
matsnefndar. Hann
starfaði sem lögmaður
til æviloka.
Agnar var mikill
áhugamaður um hesta
og hestamennsku og
ferðaðist víða á hest-
baki með eiginkonu
sinni og félögum. Þau voru meðal
fárra sem riðu yfir Skeiðará síðla á
20. öld, áður en áin var brúuð.
Agnar kvæntist Ingu Dóru
Hertervig 22. september 1951, en
hún lifir hann. Þau eignuðust tvo
syni, Gústaf Agnarsson, f. 21. maí
1952, látinn 21. nóvember 2007, og
Snorra Agnarsson, f. 30. desember
1955. Börn Snorra eru Margrét Hlín,
f. 20. mars 1987, og Agnar Óli, f. 3.
maí 1990.
Andlát
Agnar Gústafsson
FIMM voru fluttir á slysadeild á
fjórða tímanum aðfaranótt sunnu-
dags eftir bílslys á Hringbraut, við
mislægu gatnamótin þar sem Hring-
braut og Bústaðavegur mætast.
Beita þurfti klippum til þess að ná
einum farþega úr bifreiðinni. Einn
þeirra fimm sem lentu í bílslysinu
liggur alvarlega slasaður á gjör-
gæslu Landspítalans. Um hádegisbil
í gær var honum enn haldið sofandi í
öndunarvél.
Málið er enn í rannsókn og ekki er
ljóst að svo stöddu hver tildrög
slyssins voru. Bílnum hafði verið ek-
ið í gegnum stálgirðingu sem skilur
að umferðina um Hringbraut í gagn-
stæðar áttir. sigrunhlin@mbl.is
Á gjörgæslu
eftir slys á
Hringbraut
Bílnum ekið gegn-
um stálgirðingu
KAUPÞING hefur ákveðið að
lækka vexti á nýjum íbúðalánum
um 0,15% og verða lægstu vextir
bankans á nýjum íbúðalánum
5,90%. Breytingin tekur gildi í
dag, mánudaginn 29. september.
Útboði Kaupþings á skuldabréf-
um til fagfjárfesta, vegna fjár-
mögnunar á nýjum íbúðalánum,
lauk síðastliðinn föstudag, 26.
september, en alls bárust tilboð að
fjárhæð 1,5 milljarðar króna.
Fram kemur á vef Kaupþings að
tilboðum var tekið fyrir 1 milljarð.
Meðalávöxtunarkrafa sam-
þykktra tilboða, í þeim flokki sem
íbúðalán bankans byggjast á, var
5%. Að teknu tilliti til vaxtaálags
bankans verða vextir á nýjum
íbúðalánum því lækkaðir um
0,15%.
Kaupþing
lækkar vexti
á íbúðalánum
VIGDÍS Finnbogadóttur, fyrrum
forseti Íslands og leikhússtjóri Leik-
félags Reykjavíkur, var á laugardag
sæmd titlinum Sendiherra leiklistar í
heiminum á þingi Alþjóðaleiklist-
arstofnunarinnar, ITI, í Madrid á
Spáni.
„Við erum valin til að vekja hvenær
sem er og hvar sem er athygli á leik-
listinni og gildi hennar í veröldinni,“
sagði Vigdís. Sex aðrir voru sæmdir
titlinum auk Vigdísar, þau Vaclav
Havel leikskáld og fyrrum forseti
Tékklands, breska leikskáldið Arnold
Wesker, nóbelsverðlaunahafinn Wole
Soyinka frá Nígeríu, Ellen Stewart,
bandarískur leikstjóri og stofnandi
La Mama leikhússins í New York,
rússneski leikstjórinn Anatoli Vassil-
iev, og indverska leikskáldið Girish
Karnad.
Vigdís hefur
starfað með Arn-
old Wesker og
Wole Soyinka að
verkefnum tengd-
um störfum Vig-
dísar við varð-
veislu tungumála
sem velgjörð-
arsendiherra
Menningar-
málastofnunar
Sameinuðu þjóðanna.
Alþjóðaleiklistarstofnunin, sem
starfar undir verndarvæng Menning-
armálastofnunar Sameinuðu þjóð-
anna, UNESCO, heldur nú 32. al-
heimsþing sitt í Madrid.
Hátíð var haldin við þinglok á laug-
ardagskvöld í tilefni 60 ára afmælis
stofnunarinnar á þessu ári. Við þau
hátíðarhöld var Vigdís sæmd titl-
inum, fyrst allra. Vigdís sagði að sér
hefði þótt ákaflega vænt um að hafa
verið trúað fyrir þessu verkefni.
„Við erum mjög glöð að hafa verið
kosin til þessa verkefnis og munum
hafa gott samband okkar í millum
um hvernig við getum best lagt leik-
húsinu lið í veröldinni. Því leikhúsið
er mjög mikilvægt, það er túlkun á
mannlífinu og vekur til umhugsunar.
Leiklistin getur eflt skilning milli
þjóða, og því er hún friðarberi.“
Viðar Eggertsson leikstjóri, for-
maður LSÍ, hefur undanfarin sex ár
setið í stjórn Alþjóðaleiklistarstofn-
unarinnar en lét af störfum á
þinginu um helgina. Leiklistar-
samband Íslands (LSÍ) er Íslands-
deild Alþjóðaleiklistarstofnunar-
innar. sigrunhlin@mbl.is
„Leiklistin getur eflt
skilning milli þjóða“
Alþjóðaleiklistarstofnunin útnefndi sjö sendiherra leiklistar
Vigdís
Finnbogadóttir