Morgunblaðið - 28.10.2008, Qupperneq 2
2 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER 2008
Miðvikudagur 29. október kl. 11.45
Fjármál sveitarfélaga
Kristján Möller, samgönguráðherra, og Halldór Halldórsson,
formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, ræða fjármál
sveitarfélaganna á opnum fundi í Valhöll.
Sveitarstjórnar- og skipulagsnefnd Sjálfstæðisflokksins
stendur að fundinum og fundarstjóri er Sólveig Pétursdóttir,
formaður nefndarinnar.
Nánari upplýsingar um fundinn og flokkstarfið má finna
á heimasíðu flokksins, www.xd.is, eða í síma 515 1700.
Tölum saman
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is
Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþrótt-
ir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur
ben@mbl.is
MÓÐIR Ellu Dísar Laurens andaði léttar þegar
hún í byrjun mánaðarins sendi lokagreiðslu vegna
meðferðar dóttur sinnar í Bandaríkjunum. Þá átti
hún ekki von á að bankakreppan á Íslandi ætti eft-
ir að setja stórt strik í reikninginn.
Mál Ellu Dísar, sem er tæplega þriggja ára,
vakti talsverða athygli í fjölmiðlum í síðasta mán-
uði en hún berst við óþekktan sjúkdóm. Þvert á
ráðleggingar íslenskra lækna leitaði móðir henn-
ar, Ragna Erlendsdóttir, meðferðar í Bandaríkj-
unum fyrir dóttur sína. Efnt var til söfnunar til að
styrkja þær mæðgur og í byrjun mánaðarins gekk
Ragna frá lokagreiðslu til spítalans. „1. október
keypti ég 50 þúsund dollara ávísun hjá Glitni sem
bankinn tók að sér að senda fyrir mig út,“ segir
Ragna. „Greiðslan átti að vera rétt rúmlega fimm
milljónir íslenskar en vegna falls íslensku krón-
unnar dagana á undan hafði hún hækkað upp í
fimm og hálfa milljón.“
Þremur vikum síðar fékk Ragna símhringingu
frá spítalanum í Bandaríkjunum þar sem gengið
var eftir greiðslunni. Þegar farið var að grennsl-
ast fyrir um málið virtist ávísunin týnd í kerfinu.
„Síðastliðinn föstudag millifærði bankinn aftur til
mín þessar fimm og hálfa milljón en í dag kosta 50
þúsund dollarar sex milljónir króna. Ef ekkert
verður gert hefur Glitnir, sem ég treysti fyrir að
koma þessari greiðslu áleiðis, beinlínis af mér
hálfa milljón króna.“
Ragna er ekki ánægð með þessa afgreiðslu
mála. „Ég keypti einfaldlega dollara á þessum
tíma og ef bankinn getur ekki gert það sem hann
ætlaði á hann að skipta þessum dollurum yfir í ís-
lenskar krónur sem eru sex milljónir í dag því ég
þarf að standa skil á þessum 50 þúsund dollurum.
Það var nógu erfitt að horfa á eftir hálfri milljón
þarna í byrjun mánaðarins þótt ég þyrfti ekki að
sjá á eftir hálfri milljón í viðbót.“
Þegar Ragna gekk frá greiðslunni voru ekki
komin á gjaldeyrishöft og bankaviðskipti milli
landa gengu enn sinn vanagang. Í dag veit hún
hins vegar ekki hvernig og hvort muni takast að
senda peningana út.
Lokagreiðsla vegna Ellu Dísar týnd
Morgunblaðið/Frikki
Veikindi Barátta Ellu Dísar hefur reynt á.
Í HNOTSKURN
» Ekki er vitað hvað hrjá-ir Ellu Dís en talið er að
um sjálfsofnæmi gæti verið
að ræða. Sjúkdómurinn lýsir
sér m.a. í erfiðleikum við
öndun.
» Kostnaður við læknis-meðferð Ellu Dísar í
Bandaríkjunum nam um 10,5
milljónum króna.
» 13. október sl. voruhaldnir tónleikar til
styrktar Ellu Dís þar sem
fjöldi landsþekktra tónlistar-
manna kom fram.
Eftir Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
GEIR H. Haarde forsætisráðherra
segir að beiðni um lán frá Norður-
löndunum sé á vinnslustigi og í rétt-
um farvegi. Mikill stuðningur sé við
Ísland á þingi Norðurlandaráðs og
hópur embættismanna hafi verið
skipaður til þess að fara yfir málið.
Forsætisráðherra segir að sl.
föstudag hafi forsvarsmenn Seðla-
banka Íslands skrifað starfsbræðr-
um sínum við seðlabanka annarra
Norðurlanda bréf og óskað eftir til-
tekinni fyrirgreiðslu. Spurður um
upphæð segir Geir að ekki sé viðeig-
andi að setja pressu á hlutaðeigandi
með því að gefa upp umbeðna fjár-
hæð. Ríkisstjórnirnar geti ekki
skuldbundið bankana heldur taki
þeir sínar ákvarðanir sjálfir.
Þing Norðurlandaráðs hófst í
Helsinki í Finnlandi í gær og þar
funduðu forsætisráðherrar land-
anna um þessi mál.
Vinnuhópur skipaður
Geir segir að ákveðið hafi verið að
setja á laggirnar hóp embættis-
manna, einn frá hverju landi, til
þess að vinna hratt að því að skýra
málið og þar með væri það komið í
ákveðinn farveg. Það væri mjög
mikilvægt og mikill áhugi væri á því
að sýna Íslandi samstöðu og stuðn-
ing.
„Við höfum tekið það skýrt fram
að við erum ekki að biðja um gjafir
eða styrki heldur lán sem við hyggj-
umst endurgreiða,“ segir Geir.
Hann bendir á að stuðningur Norð-
urlandanna byggist á því að Ísland
hafi stigið mikilvægt skref í sam-
bandi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn.
Þjóðirnar hafi lagt áherslu á að Ís-
land yrði í samstarfi við sjóðinn og
embættismannahópurinn hagaði
störfum sínum í samræmi við þá
samvinnu.
Norrænu ráðherrarnir funda aft-
ur í dag. Auk þess flytur Geir stefnu-
ræðu á fundi Norðurlandaráðs, en
Ísland tekur þar við formennsku.
Beiðninni vel tekið
Samstaða og stuðningur við Ísland á þingi Norðurlandaráðs
Aðkoma Alþjóðagjaldeyrissjóðsins talin nauðsynlegt skref
Í HNOTSKURN
» Á blaðamannafundi íHelsinki í gær benti Geir
H. Haarde forsætisráðherra á
möguleika þess að sameina lán
Alþjóðagjaldeyrissjóðsins við
aðstoð Norðurlandanna og
hugsanlega við lán frá Rúss-
um.
ÞETTA bréf hrekur algerlega að Ís-
lendingar hafi verið búnir að hafna
því að standa við skuldbindingar
sem sannanlega hvíldu á þeim,“ seg-
ir Össur Skarphéðinsson, starfandi
viðskiptaráðherra, um bréf sem við-
skiptaráðuneytið sendi breska fjár-
málaráðuneytinu 5. október sl.
Fjármálaráðherra Breta, Alistair
Darling, hélt fram í fjölmiðlum fyrr í
mánuðinum að Íslendingar hygðust
ekki standa við skuldbindingar sínar
gagnvart innistæðueigendum Ice-
save-reikninga Landsbankans í
Bretlandi. Sagði hann þetta hafa
komið fram í samtali við Árna
Mathiesen fjármálaráðherra.
Útskrift af samtali þeirra var birt
í Kastljósi Sjónvarpsins í síðustu
viku en í því vísar Árni nokkrum
sinnum í fyrrgreint bréf. Í bréfinu,
sem Morgunblaðið hefur nú undir
höndum, segir: „Íslensk stjórnvöld
munu, ef á þarf að halda, styðja
Tryggingasjóð innistæðueigenda til
að afla nægra fjármuna þannig að
sjóðurinn geti staðið við lágmarks-
bætur fari svo að Landsbanki og
útibú hans í Bretlandi falli.“
Össur segir hárfínan meðalveg
hafa verið þræddan í bréfinu: „Ís-
lendingar eru þarna að sýna vilja
sinn til að standa við þær skuldbind-
ingar sem sannanlega eiga að hvíla
á þeim án þess að loka fyrir þá leið
að ef ágreiningur risi, eins og síðar
hefur orðið, yrði úr honum skorið
með eðlilegum aðferðum.“
Sögðust styðja
Trygginga-
sjóðinn
GEIR H. Haarde forsætisráðherra hélt fjöl-
mennan blaðamannafund í Helsinki í gær þar
sem hann greindi frá stöðu efnahagsmála á Ís-
landi. Fundurinn var í beinni útsendingu sjón-
varps í Finnlandi. Að honum loknum var sam-
eiginlegur fundur forsætisráðherra Norður-
landanna og baltnesku ríkjanna, þar sem farið
var yfir hina alþjóðlegu fjármálakreppu og
áhrif hennar auk annarra mála.
Ljósmynd/Johannes Jansson
Geir með blaðamannafund í Helsinki