Morgunblaðið - 28.10.2008, Page 8

Morgunblaðið - 28.10.2008, Page 8
8 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER 2008 FRÉTTASKÝRING Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is HRAÐI verðbólgunnar færist í aukana og mælist hún 15,9% nú í október. Verðlag hefur almennt hækkað um 2,2% frá því í seinasta mánuði og hefur ekki mælst meiri verðbólga hér á landi frá því vorið 1990. Hækkanir á vörum og þjónustu eru mjög mismunandi að því er fram kemur í yfirliti Hagstofunnar, sem birti í gær vísitölu neysluverðs fyrir október. Þyngst vegur nú að verð á mat og drykkjarvöru hækkaði frá því í september um 4,3%. en áhrif þess- ara liða á vísitöluna eru 0,55%. Allt í allt hækkaði verð á innlendum vörum öðrum en grænmeti og búvörum um 4% á milli mánaða. Grænmetisverðið hækkaði um tæp 9% og búvörur um 1,7%. Hagfræðingar ASÍ benda á að á síðustu 12 mánuðum hefur verð á mat- og drykkjarvörum hækkað um 24,5%. Meðal hækkunarliða sem skera sig úr er umtalsverð hækkun á hita sem hefur hækkað um 6,6% á einum mán- uði. Má minna á að Orkuveita Reykja- víkur hækkaði gjaldskrá heita vatns- ins um 9,6% um seinustu mánaðamót og vegur það eflaust þungt. ASÍ sá ástæðu til þess í gær að minna á að sambandið hafi ítrekað bent á það á síðustu mánuðum að við núverandi að- stæður sé nauðsynlegt að opinberir aðilar og fyrirtæki á þeirra vegum gangi á undan með góðu fordæmi og hækki ekki gjaldskrár sínar. „Slíkt er þó enn raunin. Mikil óvissa í geng- ismálum um þessar mundir gerir alla verðlagningu á innfluttum vörum erf- iða og staðfestir enn nauðsyn þess að koma gjaldeyrisviðskiptum í eðlilegt horf. Það er brýnna nú en nokkru sinni að allir, bæði fyrirtæki og op- inberir aðilar, leggist á árar og haldi aftur af verðhækkunum á vörum sín- um og þjónustu til þess að koma í veg fyrir frekari hækkun verðlags á næstu mánuðum,“ segir í umfjöllun ASÍ. Í hálffimmfréttum Kaupþings segir að gera megi ráð fyrir áframhaldandi mikilli hækkun vísitölunnar næstu mánuði. Áhrif gengisveikingar krón- unnar eigi að töluverðu leyti eftir að koma fram. Mæling Hagstofu leiðir einnig í ljós að verð á fötum og skóm hækkaði milli mánaða um 4,9%. Mikil hækkun hefur átt sér stað frá seinasta mánuði á hús- gögnum, heimilistækjum, heimilis- búnaði o.fl. eða sem nemur 7,1%. Sér- staka athygli vekur að verð á vara- hlutum og hjólbörðum hækkaði um 19,6%. Verðbólgan mælist tæp 16%  Verð á mat og drykkjarvöru hér á landi hækkaði frá því í september um 4,3%  Matvæli og drykkir hafa hækkað um 24,5% á einu ári  Útgjöld vegna heita vatnsins eru nú 6,6% hærri en fyrir mánuði          !"  # $                 !"# $  %& '%&'    %%    (   # %&'()  *+ , -  , ."  /* 0 1,   )*   0 23/(45) 6))  &7( #- -8  *+   8 23/"( 6')7)9)/+3(5 :&9: 8 ,8   ,%#  !  1 .'5)  &9()(  1 0  ! -.&   !  /0   &0*   $ *7/()  7'(()(  -  1( 2 $3 45 4 & '%&'   2*'9  !'))(/5) 0 8;  +$&46+ / %7/& 4/           &< /'='7+' )9 *+' # ; ># , >0 ,0 8*  8  8  8  8 * > #, >0 ;8 8 * ? , 8  >1 - 8  > 8 8  9 ** >0 08 8  > - Í HNOTSKURN »Verð á flugfargjöldum tilútlanda hefur hækkað mikið að undanförnu eða um 18,7% frá í september og verð á sjónvörpum, dvd-spilurum, tölvum o.fl. hækkaði um 10,6%. Aftur á móti hefur verð á bensíni og dísilolíu lækkað um 3,4% á milli mán- aða. »Þar sem nýskráningarbíla hafa nánast stöðvast vegna gjaldeyriskreppunnar ákvað Hagstofan að taka ekki með í verðmælingu nú breyt- ingar á listaverði bíla, en það hefði hækkað bifreiðalið vísi- tölunnar um 4,1%. »Kostnaður vegna eiginhúsnæðis lækkaði frá í september um 1,3%. Þar af voru áhrif af lækkun mark- aðsverðs mínus 0,24% en áhrif af hækkun raunvaxta voru 0,03%. »ASÍ spáir aukinni verð-bólgu á næstu mánuðum og yfir 20% í upphafi árs 2009 en hún gangi svo hratt niður og verði komin í 2,5% í lok næsta árs. VERÐTRYGGÐAR skuldir hækka stórlega í verðbólgunni um þessar mundir og greiðslubyrðin þyngist jafnt og þétt. Ef tekið er dæmi af 18 milljóna kr. verðtryggðu húsnæðisláni til 40 ára með 4,9% vöxtum, kemur á daginn að hækkun vísitölunnar nú, sem jafngildir 15,9% verðbólgu, hefur í för með sér að mánaðarleg afborgun sem var 86.741 kr., verður rúm 100 þúsund eftir eitt ár. Eftirstöðvarnar með verðbótum verða hins vegar komnar í rúmlega 20,9 milljónir 1. nóvember á næsta ári. Höfuðstóllinn hækkar um tæpar þrjár milljónir á einu ári. Vísitalan hækkaði milli mán- aða um 2,16% og höfuðstóll lánsins um rúm 200 þúsund á einum mánuði. Höfuðstóllinn upp um 200 þús. LÍKLEGT er að töluverður hluti verðhækkananna að undanförnu hafi ver- ið kominn fram áður en fjármálakreppan skall á landinu í fyrri hluta októ- ber skv. upplýsingum Láru G. Jónasdóttur, sérfræðings á Hagstofunni. Verðmæling Hagstofunnar fór fram 13.-17. okt. Hún bendir á að margir hafi auglýst útsölur eftir að mælingunni lauk og ómögulegt sé að segja fyr- ir um hver verðbólgutalan verður í næsta mánuði. Í Hálffimmfréttum Kaupþings er bent á að veiking krónunnar skilar sér ekki jafn greiðlega út í verðlag nú og í vor. Í einhverjum tilvikum bíði kaupmenn með að leysa út vörur í ljósi þess að aðgengi að gjaldeyri er dýrt og takmarkað. Hvað er framundan? Eftir Höllu Gunnarsdóttur halla@mbl.is ENDURFJÁRMÖGNUN bank- anna og Seðlabanka Íslands og sá halli sem verður á ríkissjóði á næsta ári mun kosta í kringum 700 milljarða króna. Láninu frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (IMF) er hins vegar ekki ætlað að koma til móts við þennan kostnað heldur einungis að styrkja gjaldeyris- varaforðann. Þetta kom fram í máli Friðriks Más Baldurssonar, sem hefur haft umsjón með viðræðum við IMF, á opnum fundi efnahags- og við- skiptanefndar Alþingis í gær en hann kom fyrir nefndina ásamt Ásmundi Stefánssyni, sem vinnur að því að samræma viðbrögð stjórnvalda. Það var stjórnarand- staðan í þingnefndinni sem fór fram á þennan fund, sem opinn var bæði almenningi og fjölmiðl- um. Friðrik sagði samkomulagið sem náðist við sjóðinn byggjast á áætlun íslenskra stjórnvalda. Hún miðaði að því að endurheimta efnahagslegan stöðugleika en gert er ráð fyrir allt að 10% samdrætti í landsframleiðslu á næsta ári. Þó er áætlað að samdrátturinn verði skammvinnur og ætlaði Friðrik að hagvöxtur næði sér á strik aftur árið 2010. Hann lagði jafnframt áherslu á að ekki stæði til að reyna að ná jöfnuði á ríkissjóði á næsta ári enda myndi það auka enn á niðursveifluna. Fólk og fyrirtæki haldi ró sinni Friðrik sagði ábyrgðina ekki liggja alfarið hjá stjórnvöldum og áréttaði mikilvægi þess að fólk og fyrirtæki héldi ró sinni. Krónan væri of lág og ætti eftir að styrkj- ast til lengri tíma. „Sérstaklega ber að benda á það að útflytjendur mega ekki halda að sér höndum og bíða þess að krónan nái einhverjum botni,“ sagði Friðrik og lagði áherslu á að fá gjaldeyristekjur til landsins. Í máli Ásmundar Stefánssonar kom fram að viðræður við Al- þjóðagjaldeyrissjóðinn voru settar í forgang og viðræðum um Ice- save reikninga slegið á frest á meðan, í samráði við bresk stjórn- völd. Sjóðurinn hefði hvorki sett fram kröfur varðandi samninga við Breta né um breytingar á stjórnskipan hér á landi, enda væri hún almennt talin í góðu lagi. „Þannig að hann er ekki að setja okkur þrönga stöðu sem við ráð- um ekki við,“ sagði Ásmundur en bætti við að Ísland þyrfti að mæta þessari þröngu stöðu og aðspurður sagði hann það væntanlega verða gert bæði með niðurskurði og skattahækkunum. Endurskoða allt regluverkið „Við vorum með bankakerfi sem var tólfföld landsframleiðsla Ís- lendinga […]. Við erum núna að tala um bankakerfi sem væntan- lega verður tæplega þreföld lands- framleiðsla,“ sagði Ásmundur og bætti við að endurskoða þyrfti allt regluverkið í fjármálalífinu, hér jafnt sem annars staðar. Margar spurningar brunnu á þingmönnum á opnum fundi efnahags- og viðskiptanefndar IMF-peningar fara ekki í skuldir Morgunblaðið/Árni Sæberg Dýrara Ávextir hafa hækkað um 10,5% á einum mánuði og verð á grænmeti hefur rokið upp um tæp 9%. Verðbólgan hefur ekki verið meiri í 18 ár. Hver er hraði verðbólgunnar? Síðustu tólf mánuði hefur neyslu- verðsvísitalan hækkað um 15,9%. Ef litið er á verðbreytingar á undan- förnum þremur mánuðum, þá hefur vísitalan hækkað um 4,0% sem jafn- gildir 16,8% verðbólgu á ári. Sé ein- göngu horft á verðhækkanirnar frá því í september og þær eru umreikn- aðar til árshækkunar þá þýðir það að verðbólgan er 29,2%. Hvaða vörur og þjónusta hafa hækkað mest að undanförnu? Matur og drykkjarvörur hafa hækkað um 4,3% og þær hækkanir eiga sinn þátt í verðbólgunni vegna þess að matvörur vega þungt í vísitölunni. Ýmsar innfluttar vörur hafa hækkað mun meira. Mestar hækkanir eru á húsgögnum, fatnaði og tómstundum Raftæki hækkuðu um rúm 13% og varahlutir um 19,6%. S&S Icesave getur haft áhrif á IMF slóð: www.mbl.is/mm/frettir mbl.is | Sjónvarp Í efnahags- og viðskiptanefnd eiga sæti fulltrúar allra þingflokka og ljóst var á fundinum að spurningarnar eru fleiri en svörin. Þingmenn vildu m.a. vita hvort ekki þyrfti að búa þannig um hnútana í framtíðinni að bankarnir væru ekki ábyrgð almennings, hvort jafnvægi næðist í gjaldeyrismálum og hvaða skilyrði IMF setti í viðræðunum. Þá spurði Bjarni Benediktsson, Sjálfstæðisflokki, út í forsendur þeirrar spár að hagvöxtur náist á strik 2010. Þótti honum ákveðin mótsögn í því að stóla á gjaldeyri frá útflutningsgreinunum en styrkja um leið krónuna, sem væri ekki hagstætt fyrir þau fyrirtæki. Spurningar fleiri en svörin

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.