Morgunblaðið - 28.10.2008, Síða 11

Morgunblaðið - 28.10.2008, Síða 11
Fréttir 11INNLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER 2008 JÖFNUNARSJÓÐUR sveitarfé- laga hefur lokið greiðslu framlaga, að fjárhæð rúmlega tveggja millj- arða, til sveitarfélaga í landinu en þau áttu að berast þeim um mán- aðamótin. Kristján L. Möller samgöngu- ráðherra boðaði á ársfundi Jöfn- unarsjóðs sveitarfélaga 17. október sl. að flýtt yrði greiðslu umræddra framlaga Jöfnunarsjóðs og hafa starfsmenn sjóðsins og samgöngu- ráðuneytisins unnið að útreikningi og greiðslu framlaganna síðustu daga. Einnig sagði ráðherra á fundinum að stefnt yrði að því að greiða í nóvember 250 milljónir króna af eftirstöðvum vegna 1.400 milljóna króna aukaframlags í Jöfnunarsjóð. Búið að greiða 900 milljónir. Þá er í ráðuneytinu verið að vinna að tillögum að reglum fyrir úthlutun 250 milljóna króna fram- lags til sveitarfélaga vegna skerð- ingar á aflamarki og verða þær kynntar fljótlega. sisi@mbl.is Greiðslum til sveitarfélaga var flýtt Morgunblaðið/Golli Efnalaugin Björg Áratuga reynsla og þekking - í þína þágu .....alltaf í leiðinni Opið: mán-fim 8:00-18:00 • fös 8:00-19:00 • laugardaga 10:00-13:00 Hlíðasmára 14 sími 588 2122 www.eltak.is Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum mesta úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum Hafðu samband líðas ára 14 Sí i 588 2122 .eltak.is Eftir Láru Ómarsdóttur lom@mbl.is ENN gengur erfiðlega að flytja gjaldeyri til landsins. Til að bregð- ast við því flytur HB Grandi tekjur sínar inn í gegnum norska banka. Frá því bankarnir voru ríkis- væddir hefur gengið erfiðlega að koma erlendum gjaldeyri til lands- ins. Seðlabankinn hefur reynt að liðka fyrir með því að beina greiðslum til og frá Íslandi um eigin reikninga hjá erlendum samstarfs- aðilum bankans. Þá hefur hann far- ið fram á það að seðlabankar ann- arra ríkja beini þeim tilmælum til viðskiptabanka að greiðslum til Ís- lands verði miðlað gegnum reikn- inga Seðlabankans. Það hefur hins vegar ekki skilað sér að fullu og enn gengur mjög erfiðlega að fá greiðslur frá Bretlandi, Þýskalandi, Bandaríkjunum og víðar. Til að bregðast við þessu hefur HB Grandi tekið upp á því að fá all- ar sínar tekjur inn á bankareikn- inga sína í Noregi „Það gekk ekki að fá greitt í Bretlandi þannig að við látum okkar kúnna borga inn á reikninga okkar í Noregi,“ segir Eggert B. Guðmundsson, forstjóri HB Granda. Með þessu móti hafi tekist að fá greitt fyrir vörur fyrir- tækisins. „Það tefur þetta aðeins að það þarf að skipta öllum gjaldeyri yfir í norskar krónur og senda þetta til Íslands því ef þetta er sent sem pund þá millilendir þetta í Bretlandi og gæti stoppað þar,“ segir Eggert en er ánægður með að tekjurnar komist á leiðarenda þó í norskum krónum sé: „Við skiptum þeim svo í íslenskar krónur og borgum okkar fólki laun.“ Flytja peninga til landsins í gegnum bankareikninga í Noregi Morgunblaðið/Þorkell HB Bregðast við breyttum að- stæðum á gjaldeyrismarkaði. STANGVEIÐI Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is ÓÐINN Sigþórsson, formaður Landssambands veiðifélaga, sagði á málþingi um stöðu stangveiðinnar, að á síðustu árum hefðu veiðileyfa- salar verið komnir með of mörg egg í sömu körfu. Átti hann við fjármála- stofnanir, sem hafa á síðustu árum setið að bestu og dýrustu veiðidög- unum í mörgum laxveiðiám og jafn- vel ýtt erlendum veiðimönnum út. Fyrirsjáanlegt er að margir leigu- takar muni eiga erfitt með að selja veiðileyfi eða standa við skuldbind- ingar á gjörbreyttum markaði. Óðinn sagði efnahagsástandið vissulega vera erfitt. Hann sagði að Landssambandið myndi þó ekki beita sér fyrir verðlækkunum, enda bannaði nýlegur úrskurður Sam- keppnisstofnunar nokkurt samráð. „Margir þessarra samninga gilda til 2010 eða lengur. Það er eðlilegt, þegar upp koma erfiðleikar, að menn ræði saman. Það er í höndum einstakra veiðifélaga og viðsemj- enda þeirra. En það eru vissulega brestir á innlendum veiðileyfamark- aði,“ sagði Óðinn. Verð veiðileyfa nær tvöfalt Hann sagði sambandið beina því til leigutaka að vinna nýja markaði erlendis. Bændur myndu hins vegar ekki sætta sig við að auðlind þeirra væri töluð niður, þó að ákveðinn hópur sem hefði greitt hátt en upp- sett verð, væri nú horfinn. „Atvinnugreinin veitir þúsundum tekjur í formi atvinnu og arð- greiðslna. Ég held að það hafi aldrei verið jafn augljóst og nú að við verð- um að lifa af auðlindum landsins, og laxveiðin er svo sannarlega ein af þessum auðlindum,“ sagði Óðinn. Bjarni Júlíusson, fyrrverandi for- maður SVFR, hafði reiknað þróun verðs á veiðileyfum á liðnum áratug. Fyrir tíu árum kostaði í laxveiðiá á Vesturlandi það sama og helgarferð til London. Nú kostar helgarferðin 180.000 en veiðiferðin 430.000. Framreiknað hafi verð leigu- greiðslna til landeigenda nær tvö- faldast á þessum tíma. Bjarni spáir því að erlendir veiði- menn muni ekki sækja í þeim mæli inn á markaðinn á næstu árum, sem sumir vona, og að algjört hrun verði í sölu dýrra veiðileyfa. Rangárnar: 21.328! Lokatölur eru komnar í Rang- ánum, eftir þetta mikla metveiði- sumar. Samtals veiddust 21.328 lax- ar í ánum tveimur. Í Ytri-Rangá veiddust 14.315, en fyrri metveiði í ánni, sumarið 2005, var 6.377 laxar. Í Eystri-Rangá veiddust 7.013 laxar, sem er frábær veiði, þótt hún nái ekki alveg metveiðinni sem er 7.497. Eggin í sömu körfu Morgunblaðið/Einar Falur Gjöful Enn einn laxinn úr Rangánum. Martin Bell landar vænum fiski í Ármótahyl í Eystri-Rangá.  Fyrirsjáanlegir brestir á innlendum veiðileyfamarkaði  Bændur sætta sig ekki við að auðlind þeirra sé töluð niður Í HNOTSKURN » Landssamband veiði-félaga mun ekki beita sér fyrir verðlækkunum á leigu- greiðslum til bænda. Brestir séu þó á markaðinum. » Leigugreiðslur til bændahafa nær tvöfaldast á ára- tug. »Alls veiddust 21.328 laxar íRangánum tveimur í sum- ar. Veiðimet var í þeirri ytri, 14.315 laxar. FRJÁLSLYNDI flokkurinn ætlar að leggja fram frumvarp á Alþingi í dag um breytt Seðlabankalög. „Einn maður á að vera ábyrgur og á að svara til saka sé um það að ræða,“ segir Jón Magnússon, þing- flokksformaður flokksins. Það sé skilvirkara og ódýrara. Seðlabanka- stjóri þurfi að vita hvað hann syngur. Bankinn sé rúinn trausti. „Seðla- bankinn á ekki að vera hvíldarheimili stjórnmálamanna.“ Jón telur að frumvarpið fái brautargengi, en þó óljóst hvenær. Flokkurinn telur einnig að nú þurfi að styrkja tengsl Íslands og Noregs. „Það er alveg ljóst að við getum ekki verið hér ein og óvarin úti í Atlantshafi, með minnstu mynt- einingu í heimi. Við höfum reynt mörgum sinnum en það hefur aldrei gengið.“ Ekki þýði lengur að bjóða verðtryggð lán heldur verði að búa fólki eðlileg viðskiptakjör. „Við gæt- um á skömmum tíma fengið úr því skorið hvort myntsamstarf með Norðmönnum sé mögulegt. Það samstarf þyrfti ekki að útiloka Evr- ópusambandið.“ gag@mbl.is Noregssam- starf og nýr seðlabanki Morgunblaðið/Kristinn Frjálslyndir Jón Magnússon fór fyr- ir frjálslyndum á fundinum í gær. BÆJARSTJÓRINN í Horsens í Danmörku, Jan Trøjborg, hefur rit- að dönsku stjórninni bréf og beðið hana um að greiða götu Íslendinga sem eru í vandræðum. „Hér hafa í gegnum tíðina marg- ir Íslendingar verið við nám og höf- um við fagnað því. Íslenskir náms- menn komu á minn fund og kváðust ekki geta skipt peningum í bönk- um. Það setur þá í vonlausa stöðu því að þá geta þeir hvorki greitt húsaleigu né nauðsynjar. Þess vegna hef ég ritað stjórnvöldum og öðrum bréf og beðið um að reynt verði að leysa þennan vanda,“ sagði bæjarstjórinn í viðtali við Morgun- blaðið í gær. Anna Guðný Andersen, gjaldkeri Íslendingafélagsins í Horsens, segir um 300 Íslendinga við nám í bæn- um. „Leigufélög hafa sent Íslend- ingum bréf og tilkynnt þeim að greiði þeir ekki leigu innan ákveð- ins tíma verði þeim hent út. Sum gáfu nokkurra daga frest þrátt fyr- ir þriggja mánaða uppsagnarfrest. Bæjarstjórinn ætlaði að biðja menn um að sýna biðlund.“ Að sögn Önnu Guðnýjar eru ein- hverjir Íslendingar á leið heim vegna kreppunnar. Sjálf ætlar hún að þrauka þótt húsaleiga og annað hafi tvöfaldast í verði frá því í fyrra vegna gengisfallsins. ingibjorg@mbl.is Danskur bæj- arstjóri reynir að hjálpa

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.