Morgunblaðið - 28.10.2008, Side 12

Morgunblaðið - 28.10.2008, Side 12
12 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER 2008 Vesturröst - Laugavegi 178 - S. 551 6770 - www.vesturrost.is Rjúpnavesti Poki á baki og framan fyrir rjúpu, vasar fyrir skot og aukahluti. kr. 12.900. Gönguskór Góðir gönguskór, nauðsynlegir í Rjúpuna Trezeta Gönguskór, úr leðri, fáir saumar, Goretex sokkur, vatnsheldir, mjög sterkir og hafa reynst vel á Íslandi síðustu 10 ár. kr. 25.900. Legghlífar Vatnsheldar með vír undir skó kr. 5.500. Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is ÁVERKAR þeirra sem urðu fyrir árásinni í Keilufelli í mars sl. voru ekki aðeins líkamlegir því einn þeirra sem fyrir árásinni urðu veiktist svo á geði vegna árásarinnar að hann þarf nú að hafa tilsjónarmann allan sólar- hringinn. Þessar upplýsingar komu fram í vitnisburði ungs Pólverja sem kom sérstaklega frá heimalandi sínu til að bera vitni í málinu í gær. Hann er sá eini, af þeim fimm sem hafa flutt utan og áttu eftir að bera vitni, sem sá sér fært að mæta fyrir dóm hér á landi. Í meðferð vegna geðklofa Lýsing mannsins á atburðum var samskonar og hjá öðru fórnarlambi árásarinnar sem bar vitni í málinu á fyrsta degi aðalmeðferðar og einnig kom einnig heim og saman við þá lýs- ingu sem fram kom í lögregluskýrsl- um fórnarlambanna. Maðurinn lýsti atburðum svo að hann hafi setið í stofu ásamt fleiri íbúum og gestum þegar um tugur vopnaðra manna ruddist skyndilega inn í húsið og réðst á þá sem í húsinu voru. Sjálfur var hann sleginn margoft með steypustyrktarjárni í handleggina sem hann bar fyrir höfuð sér en loks hafi hann rotast eftir að annar árás- armaður sló hann tvívegis í höfuðið með golfkylfu. Aðspurður sagði maðurinn að fyrstu tvær vikurnar eftir árásina hefðu verið erfiðar, bæði líkamlega og andlega. Erfiðleikar hans blikna þó í samanburði við þær afleiðingar sem hún virðist hafa haft fyrir mann um tvítugt sem einnig varð fyrir árás. Á honum voru þó ekki miklir líkamlegir áverkar, a.m.k. ekki sjá- anlegir en hann virðist á hinn bóginn hafa orðið fyrir gríðarlegu andlegu áfalli. Þessi maður mætti ekki fyrir dóm en sá sem bar vitni í gær lýsti því að eftir árásina hafi hann farið að haga sér mjög furðulega, talaði mikið við sjálfan sig og í raun algjörlega brotnað niður. „Hann fór að tala við anda eða drauga,“ sagði hann fyrir dómi í gær. Hann hafi fyrst leitað til lækna hér á landi en síðan í Póllandi og því til staðfestingar lagði vitnið fram vottorð frá pólskum læknum um að maðurinn væri í meðferð hjá geðlæknum vegna geðklofa og þyrfti tilsjónarmann allan sólarhringinn. Upptökur spilaðar Eins og fyrr segir mætti aðeins einn af þeim fimm Pólverjum sem urðu fyrir árásinni í Keilufelli 22. mars síðastliðinn og áttu eftir að bera vitni fyrir dómi, þegar aðal- meðferð málsins hélt áfram í gær. Fjórir báru því ekki vitni fyrir dómi. Kolbrún Sævarsdóttir, saksóknari hjá ríkissaksóknara, brá á það ráð að spila upptökur af lögregluskýrslum þeirra. Samkvæmt lögum á sönnunar- færsla að vera milliliðalaus sem þýðir m.a. að byggja skal dóm á þeim vitn- isburði fyrir dómi. Lögregluskýrsla vitnis hefur þar af leiðandi ekki eins mikið vægi og það sem fram kemur hjá sama vitni fyrir dómi. Með því að láta spila upptökur af skýrslutök- unum hjá lögreglu vill Kolbrún vænt- anlega freista þess að slá frekari stoðum undir sönnunargildi þeirra, a.m.k. getur það varla skaðað mál- stað ákæruvaldsins. Tveir verjendur mótmæltu því að upptökurnar yrðu spilaðar og sögðu að það myndi engu bæta við málið. Af upptökunum sést ágætlega hversu alvarleg meiðsli mennirnir hlutu og að árásin hafði fengið mjög á þá. Tveir þeirra voru með miklar umbúðir á báðum handleggjum vegna meiðsla sem þeir hlutu þegar þeir reyndu að verjast árásinni með því að bera hendur fyrir höfuð sér. Annar varð klökkur þegar hann lýsti atburðarásinni. Hann sagði m.a. að honum hefði tekist að grípa í hendur eins árásarmannsins þegar hann varðist höggum hans en það var til lítils því „ þá kom annar og lamdi mig með stálbita,“ sagði hann. Deilur um stolna fartölvu Nokkur fórnarlambanna sögðu að deilur um fartölvu sem stolið var frá ungum manni sem bjó í húsinu hefðu verið undirrót árásarinnar. Sá sem bar vitni í gær sagði að faðir unga mannsins hefði borið þjófnaðinn upp á þann sem ákærður er fyrir þyngstu sakirnar í málinu. Daginn eftir að þeir deildu um tölvuna ruddist rúm- lega tugur af vopnuðum mönnum inn í húsið. Faðirinn varð sýnu verst úti og má í raun þakka fyrir að hafa sloppið lifandi. Þegar síðast var fjallað um Keilu- fellsmálið í Morgunblaðinu 16. októ- ber sl. var sagt að maður sem bar vitni daginn áður hefði orðið fyrir al- varlegustu áverkunum. Það er ekki rétt, sá sem slasaðist mest var faðir unga mannsins. Því hefur verið lýst að eftir hann var sleginn í rot hefðu tveir árásarmenn haldið honum á milli sín og sá sem hélt um fætur hans sparkaði af miklu afli í andlit hans. Hann var heppinn að lifa af. Fárveiktist eftir árásina Ákærður Tomasz Jagiela er ákærður fyrir þyngstu sakirnar og hann situr enn í gæsluvarðhaldi. Stefán Karl Kristjánsson hdl. er verjandi hans.  Ungur maður brotnaði algjörlega niður eftir árásina í Keilufelli  Í meðferð hjá geðlæknum í Póllandi og þarf tilsjónarmann allan sólarhringinn  Upptökur með lögregluskýrslum spilaðar fyrir dómi Í HNOTSKURN » Kolbrún Sævarsdóttirsaksóknari óskaði eftir því að fjórmenningarnir sem ekki mættu í gær yrðu yfirheyrðir í gegnum síma en Pétur Guð- geirsson, dómsformaður, taldi ekki forsendur til að verða við þeirri beiðni. » Eitt fórnarlamb kom fráPóllandi og bar vitni. » Hann vildi ekki að meintirárásarmenn væru í salnum meðan hann gæfi vitnisburð. Morgunblaðið/Ómar Blóð úr fórnarlömbum árásarinnar í Keilufelli fundust í fatnaði fjög- urra sem grunaðir eru um árásina. Þeir þrír sem hafa gefið skýrslu fyrir dómi hafa ýmist sagt að þeir viti ekki hvernig blóðið barst í föt- in eða haldið því fram að sönn- unargögnin séu fölsuð. Við aðalmeðferðina í gær gaf rannsóknarlögreglumaður, sem er sérfræðingur í blóðferlarann- sóknum, skýrslu. Hjá honum kom m.a. fram að ef blóðdropar úr fórn- arlambi árásarinnar hefðu fundist í fatnaði meintra árásarmanna gæti eina skýringin verið sú að sá sem fötin bar hefði verið á staðn- um. Öðru máli gegndi um blóðkám, þá væri fræðilegur möguleiki á því að viðkomandi hefði t.d. rekist ut- an í hinn blóðuga eða árásarmann hans. Hvort þetta voru dropar eða kám verður tekist á um á fimmtu- daginn þegar aðalmeðferð lýkur. Lögunin á blóðblettunum skiptir miklu máli Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is „MÁ bjóða yður þjóðskrána?“ var yfirskrift framsögu Einars Más Guð- mundssonar rithöfundar á opnum borgarafundi í Iðnó í gærkvöldi. Með þessum orðum sínum vísaði hann til þess að ráðamenn hygðust senda öll- um núlifandi Íslendingum, börnum, barnabörnum og barnabarnabarna- börnum þeirra reikninginn fyrir fjármálasukki auðmanna að undan- förnu. „Stjórnvöld ábyrgjast heilt spilavíti og niðurstaðan er ónýtt mannorð heillar þjóðar – og við sem vorum svo stolt,“ sagði Einar Már og tók fram að hann kæmi til með að sakna sjálfstæðis þjóðarinnar. Einar Már krafðist þess að menn öxluðu ábyrgð og sagði óásættanlegt að þeir sem hagsmuni hefðu haft af sukkinu væru látnir rannsaka sjálfa sig. Kallaði hann eftir ábyrgð starfs- manna greiningardeildanna, sem virtust hafa haft vinnu af því að ljúga að landsmönnum. „Eigum við nú þegar skuldum rignir yfir okkur að fara bara með reikningana út í tunnu og halda síðan blaðamannafund?“ spurði Einar Már og uppskar hlátra- sköll fundargesta. Í hvað fara peningarnir? Í Bandaríkjunum fer helmingur- inn af 700 milljarða Bandaríkjadala aðstoð ríkisvaldsins við fjármálafyr- irtæki í það að afskrifa skuldir heim- ilanna. Í hvað eiga peningar Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins að fara? Að þessu spurði Lilja Mósesdóttir, hagfræð- ingur og einn frummælenda. Lilja sagðist hafa þungar áhyggj- ur af þeim skilyrðum sem Alþjóða- gjaldeyrissjóðurinn setti fyrir því láni sem íslensk stjórnvöld hefðu óskað eftir. Benti hún á að það skil- yrði sjóðsins að hérlendis yrði að- haldssöm stjórn peningamála þýddi á mannamáli vaxtahækkun. Benti hún á að reynslan víða í heiminum sýndi að háir vextir dýpkuðu ef eitt- hvað væri fjármálakreppur með til- heyrandi fjöldagjaldþrotum fyrir- tækja og gríðarlegu atvinnuleysi. Björg Eva Erlendsdóttir blaða- maður sagðist eins og margir kvíðin yfir skuldastöðu íslensku þjóðarinn- ar, yfirvofandi atvinnuleysi, fram- ferði Breta, ónýtri krónu og heims- kreppunni. „Því miður er það ekki bara þetta sem ég er hrædd við. Ef svo væri gæti ég tekið undir með ráðherrum, bankamönnum og álits- gjöfum, sem enn eftir bankahrunið eru þeir sömu og hingað til hafa haft vit fyrir þjóðinni. Ef ég hefði sömu áhyggjur og valdamennirnir, ef ég og Geir Haarde og Björgólfarnir værum sameiginleg fórnarlömb ófyrirséðra hamfara þá myndi ég bara fara að róa með þeim í þessum sama báti sem alltaf er verið að tala um. En þetta er bara galeiða og mig langar ekki til að róa,“ sagði Björg Eva og tók fram að hún væri hrædd við skipstjórana sem virtust alltaf vera ósammála um hvaða leið væri best að fara og hlustuðu ekki á fólk- ið. Í framsögu sinni gerði Vilhjálmur Bjarnason viðskiptafræðingur fram- lagða reikninga Glitnis um mitt síð- asta sumar að umtalsefni og benti á að væru þeir skoðaðir kæmi fram að bankinn taldi sig þá eiga 8,1 milljón evra í lausafé. „Innan við þremur mánuðum seinna er þetta allt horf- ið,“ sagði Vilhjálmur og benti á að ekkert í reikningum bankans gæfi til kynna þá erfiðu stöðu sem bankinn hefði síðan komist í. Mjög heitar umræður spunnust á fundinum að framsöguræðum lokn- um og komust færri að en vildu með spurningar sínar. Meðal þess sem helst brann á fundargestum var skortur á raunverulegu lýðræði hér- lendis, gagnrýni á seðlabankastjóra, áhyggjur af því að fjölmiðlar væru allt of mátt- og gagnrýnislausir, gagnrýni á yfirvöld fyrir að fjár- svelta heilbrigðisstofnanir, hvort heldur ríkti góðæri eða kreppa, krafa um að eftirlaunum alþingis- manna verði breytt til samræmis við þau eftirlaunakjör sem starfsfólki á almennum vinnumarkaði standi til boða og ótti margra þess efnis að allt að 30% landsmanna fái ekki útborg- uð laun um næstu mánaðamót. Niðurstaðan ónýtt mannorð heillar þjóðar Morgunblaðið/Golli Troðfullt Færri komust að en vildu á opinn borgarafund í Iðnó í gærkvöldi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.