Morgunblaðið - 28.10.2008, Qupperneq 13
Fréttir 13INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER 2008
HANNA Birna Kristjánsdóttir,
borgarstjóri, úthlutaði í fyrsta
sinn í gær styrkjum úr forvarna-
og framfarasjóði Reykjavík-
urborgar til 22 verkefna og nam
heildarupphæðin um 30 millj-
ónum króna. Alls barst 121 um-
sókn.
Meðal þeirra verkefna sem
voru styrkt voru verkefni á veg-
um þjónustumiðstöðvar Breið-
holts þar sem ungu fólki af er-
lendum uppruna verður boðin
starfsþjálfun sem stuðlar að auk-
inni atvinnuþátttöku, við störf
sem tengjast börnum og ung-
mennum, og námskeið á öllum
þjónustumiðstöðvum borgarinnar
sem ætlað er verðandi foreldrum
um þær breytingar sem verða við
fæðingu barns. Neytenda-
samtökin fá styrk til þess að
standa fyrir fjármála- og heim-
ilisbókhaldsnámskeiði fyrir al-
menning, Samtök kvenna af er-
lendum uppruna fá styrk til þess
að gefa út upplýsingabækling um
starfsemi samtakanna á ensku,
pólsku, rússnesku og taílensku,
kaffihúsið Cafe Rót fær styrk en
um er að ræða áfengis- og vímu-
efnalaust kaffihús, auk þess sem
Námsstofan ehf. fær styrk fyrir
verkefnið „Heimanámsstofa“ sem
ætlað er námsmönnum á öllum
aldri með sérstaka áherslu á
nemendur með sérþarfir og leið-
sögn til foreldra. silja@mbl.is
22 styrkjum úthlutað til for-
varna- og framfaraverkefna
ÞINGMÖNNUM var í lok viku 43,
vímuvarnarvikunnar, afhent hvatn-
ing um að halda vörð um velferð
barna þegar kemur að vímuefna-
vörnum. Katrín Júlíusdóttir tók við
áskoruninni fyrir hönd alþingis-
manna en hún er einnig stjórn-
armaður í Vímulausri æsku / For-
eldrahúsi. Starfsmaður viku 43,
Guðni R. Björnsson, hitti Katrínu í
Alþingishúsinu sl. föstudag. Á skjal-
inu sem Katrín tók við og er und-
irritað af 20 grasrótarsamtökum, er
yfirskriftin „Velferð barna - stöndum
vörð um það sem virkar“. Þar er bent á að samkvæmt Barnasáttmála Sam-
einuðu þjóðanna skuli börn eiga rétt á að búa við aðstæður sem stuðla að
líkamlegum, andlegum og félagslegum þroska. Í því felist að allar ákvarð-
anir eða ráðstafanir yfirvalda er varða börn skuli byggðar á því sem sé
börnum fyrir bestu.
„Neysla áfengis og annarra vímuefna raskar uppvexti og ógnar velferð
margra barna. Sum bíða ævarandi tjón. Það er bitur reynsla að sjá barn
sitt lenda í fjötrum vímuefnaneyslu og villast á brautir glæpa og ofbeldis.
Rannsóknir staðfesta að opinber stefna í forvörnum hér á landi er væn-
leg til árangurs, s.s. - 20 ára aldursmark til áfengiskaupa,
- bann við auglýsingum á áfengi og
- bann við sölu áfengis í almennum verslunum.
Þessum þáttum ber að viðhalda í þágu barna og ungmenna og efla þá
sem miða að því að börn og ungmenni fái notið sín.
Oft var þörf en nú er nauðsyn að slá skjaldborg um börn okkar og ung-
menni. Þeirra hagsmunir eiga að sitja fyrir öðrum og veigaminni,“ segir í
hvatningarskjalinu til þingmanna þjóðarinnar.
Hvatning til alþingismanna
í lok vímuvarnarvikunnar
Katrín Júlíusdóttir tekur við hvatning-
unni úr hendi Guðna R. Björnssonar.
TRÚNAÐARMANNARÁÐ Kjalar,
stéttarfélags starfsmanna í al-
mannaþjónustu, krefst ýtarlegrar
rannsóknar sem leiði í ljós hverjir
séu ábyrgir fyrir hruni efnahags-
lífsins. Þá þarf að leiða í ljós hvern-
ig fjármunum þjóðarinnar hefur
verið sóað.
„Á liðnum árum hafa fjármála-
menn og stjórnendur og eigendur
fjármálafyrirtækja skuldsett sam-
félagið á óábyrgan og siðlausan
hátt. Því þó bankar og ýmsir al-
mannasjóðir hafi verið einkavæddir
sannast það nú eina ferðina enn að
allt þjóðfélagið er undir þegar
bankakerfið kemst í þrot,“ segir í
tilkynningu.
Trúnaðarmannaráð Kjalar, stétt-
arfélags starfsmanna í almanna-
þjónustu, gerir ennfremur þá kröfu
að launanefnd sveitarfélaga gangi
strax til samninga við Kjöl um
kjarasamning.
Vilja rannsaka hver sé ábyrg-
ur fyrir hruni efnahagslífsins
HÆTTA er á að birgðir af Prince
Polo á Íslandi muni klárast. Er það
von Ásbjarnar Ólafssonar ehf., inn-
flytjanda Prince Polo á Íslandi að
stjórnvöld grípi í taumana til koma
í veg fyrir að Íslendingar verði að
þessu „þjóðarsælgæti“ sínu. Prince
Polo hefur ekki selst upp á Íslandi
síðan á níunda áratugnum þegar
verkföll í Póllandi lömuðu efna-
hagslíf landsins.
Prince Polo gæti
klárast á Íslandi
ÚTIFUNDUR var haldinn á Seyð-
isfirði sl. laugardag undir slagorð-
inu „Rjúfum þögnina“, í þeim til-
gangi að krefjast meiri upplýsinga
frá ráðamönnum og minna þá á að
almenningur er að fylgjast með
þeim. Nokkur hópur manna hittist
við gömlu brúna á Seyðisfirði og
héldu sumir á táknrænum skiltum
þar sem augu og eyru minntu á þau
skilningarvit sem bíða eftir upplýs-
ingum frá ráðamönnum.
Morgunblaðið/Pétur Kristjánsson
Krefjast svara
frá ráðamönnumÁ MORGUN, miðvikudag, kl. 18:30-
19:30 verður haldin Maríuandakt í
Kristkirkju í Landakoti í tilefni
þess að 150 ár eru liðin síðan María
mey birtist í Lourdes. Við þessa at-
höfn verður beðið sérstaklega fyrir
Íslandi vegna ástandsins sem nú
ríkir hér á landi. Öllum er boðið að
taka þátt í þessari athöfn.
Maríuandakt verður einnig hald-
in í Hafnarfirði einhverntíman á
föstunni og í Maríukirkju í Breið-
holti eftir hvítasunnu. Auglýst síðar
hvenær þær fara fram.
Maríuandakt
STYRKJUM úr sjóði Vildarbarna Icelandair hefur
úthlutað styrkjum í ellefta sinn, en að þessu sinni
hlutu 23 börn og fjölskyldur þeirra styrk úr sjóðn-
um.
Sjóðurinn var stofnaður til þess að veita lang-
veikum börnum og börnum sem búa við sérstakar
aðstæður og fjölskyldum þeirra tækifæri til að
ferðast til annarra landa.
Á þeim fimm árum sem liðin eru hafa 205 börn og
samtals fleiri en eitt þúsund manns ferðast á vegum
sjóðsins.
Ferðasjóður Vildarbarna var stofnaður árið 2003
með stofnfjárframlagi Icelandair. Síðan hefur gest-
um í flugvélum Icelandair staðið til boða að styrkja
sjóðinn með því að skilja eftir mynt í sérstökum um-
slögum í sætisvösum. Einnig geta þeir sem safna
Vildarpunktum gefið punkta sína til Vildarbarna.
Úthlutun úr Ferðasjóði Vildarbarna þýðir að 23
börn geta ferðast til hvaða áfangastaðar af 12
áfangastöðum Icelandair sem er og tekið fjölskyldu
sína með. Allur kostnaður er greiddur: flug, gisting,
bílaleigubíll, dagpeningar og aðgangseyrir að við-
burðum sem barnið kýs. Vinsælasti áfangastaðurinn
hingað til er Disney World-skemmtigarðurinn í
Flórída.
Verndari sjóðsins er Vigdís Finnbogadóttir, fyrr-
verandi forseti Íslands, og formaður stjórnar er Sig-
urður Helgason, fyrrverandi forstjóri Icelandair.
Styrkur Ferðasjóður Vildarbarna styrkir 23 börn og fjölskyldur þeirra til ferðalaga.
Úthlutun úr sjóði Vildarbarna Icelandair
Fáðu fréttirnar
sendar í símann þinn
Bókaútgáfan Opna - Skipholti 50b - 105 Reykjavík - sími 578 9080 - www.opna.is
Nýjasta bókin eftir Íslandsvininn
David Attenborough
er komin!