Morgunblaðið - 28.10.2008, Side 21
Daglegt líf 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER 2008
Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur
annaei@mbl.is
V
erulega þrengir að í fjárhag þjóð-
arinnar um þessar mundir og ljóst að
atvinnuleysi mun aukast á næstu
misserum. En hverjir eru það sem er
sagt upp?
Sá hópur fólks sem býr við skerta starfsgetu, til
dæmis eftir baráttu við geðsjúkdóma, er skilj-
anlega uggandi um sinn hag, segir Elín Ebba Ás-
mundsdóttir, iðjuþjálfi og dósent við Háskólann á
Akureyri. Mikilvægt sé að stjórnvöld og forsvars-
menn fyrirtækja geri sér grein fyrir verðmæt-
unum sem í þessu starfsfólki felast. „Það má ekki
líta á það sem sjálfsagðan hlut að jaðarhópar víki
fyrst af vinnumarkaði, því þá er verið að undir-
strika að þessir einstaklingar séu annars flokks og
það er ekki í samræmi við stefnu trygginga- og fé-
lagsmálaráðnueytisins.“
Elín Ebba bendir á að þó að margt hafi breyst í
málefnum geðfatlaðra á undanförnum árum megi
gera enn betur. Gott starf hafi verið unnið á vegum
trygginga- og félagsmálaráðuneytisins, Reykja-
víkurborgar og nú nýlega forsætisráðuneytisins.
„Við höfum samt sem áður ekki nýtt þetta vinnuafl
nógu vel og á tímum eins og við erum nú að ganga
inn í er mikilvægt að allir sem það vilja geti lagt
sitt af mörkum.“
Aukin verðmæti
Hún segir Norðmenn hafa tekið vel á þessum
málum. „Ég var á ráðstefnu í Noregi á dögunum,
þar sem þarlend yfirvöld kynntu hvernig þeim hef-
ur gengið að fylgja eftir sinni stefnumörkun í geð-
heilbrigðismálum. Sú vinna hefur skilað því að
sumstaðar er farið að líta á það sem aukin verð-
mæti hjá starfsmanni hafi hann misst tökin á lífinu
og náð stjórninni aftur.“
Elín Ebba segir að á ráðstefnunni hafi eitt sveit-
arfélag kynnt rannsókn sem gekk út á að kanna
hverjir það væru sem dyttu aðallega út af vinnu-
markaðinum. Í ljós kom að stór hluti þess fólks
sem strítt hefur við geðræna erfiðleika er menntað
fólk sem var við vinnu áður en veikindin knúðu að.
„Þeir fóru því að auglýsa námskeið fyrir þá sem
komnir væru í bata. Námskeið þar sem til stæði að
nýta reynslu og hæfileika hvers einstaklings og að
þeim sem það vildu yrði fundin vinna þar sem þeir
gætu nýtt lífsreynslu sína innan síns áhugasviðs.“
Lengd vinnutímans fór síðan eftir því sem hverjum
og einum hentaði.
Viðbrögðin létu ekki á sér standa og er þessi
hópur nú að verða eftirsóttur til starfa á geðdeild-
um, sambýlum, endurhæfingarstöðum og starfs-
þjálfunarstöðum svo dæmi séu tekin. „Þau sitja
með þekkingu sem ekki er hægt að kenna á skóla-
bekk og það felast verðmæti í því að hafa sigrast á
erfiðleikum og að hafa náð að byggja upp stuðn-
ingsnet og sjálfstraust á ný.“
Ekki að missa vonina
Elín Ebba sér m.a. um þróunarvinnu fyrir Hlut-
verkasetur, en þar er boðið upp á atvinnulega end-
urhæfingu og vel metin störf fyrir einstaklinga
sem þekkja geðræna kvilla af eigin raun. Hún seg-
ir þegar hafa verið haft samband við Hlutverka-
setrið í tenglum við vinnumissi í þrengingunum nú.
„Við gerum að sjálfsögðu okkar besta til að
koma til móts við fólk, meðal annars með því að
bjóða upp á umhverfi þar sem fólk getur haldið
áfram að vera virkt og þiggja frá okkur þá aðstoð
sem það vill.“ Þau hjá Hlutverkasetri gera sér
vissulega grein fyrir að mun erfiðara verði líka að
koma fólki út á vinnumarkaðinn nú en áður. Fyrir
nokkrum mánuðum hafi verið slegist um íslensku-
mælandi fólk í þjónustustörf, en það sé ekki raunin
lengur.
„Við verðum að laga okkur að þessum breyttu
aðstæðum og á svona tímum er mikilvægt að missa
hvorki sjálfstraust né von. Engu að síður finnst
mér full ástæða til að hvetja stjórnvöld til að
gleyma ekki þessum málaflokki í öllum þrenging-
unum. Við viljum jú að þessir einstaklingar, eins og
aðrir sem það þrá, nái að verða fullgildir þátttak-
endur í samfélaginu.“
Allir fái að njóta sín
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Dýrmæt þekking Elín Ebba Ásmundsdóttir seg-
ir verðmæti felast í því fyrir atvinnurekendur að
vera með starfsfólk sem veit hvernig það er að
missa tökin á lífinu en ná stjórninni aftur.
Það er ekki sjálfsagður hlutur að jaðarhópar víki fyrst af vinnumarkaði
Mikil verðmæti felast í starfsfólki sem býr við skerta starfsgetu
„Íslendingar munu standa sig vel á meðan við
erum að fara í gegnum kreppuna,“ segir Elín
Ebba. „Þegar henni lýkur megum við hins veg-
ar búast við að þurfa að taka á móti fólki sem
er búið að standa sig svo vel að það er ein-
faldlega búið að keyra sig út.“
Sumir eigi eftir að þurfa að leggja mikið á
sig til að láta enda ná saman og þegar loks
hægist um þá láti eitthvað undan. „Við verð-
um að vera viðbúin, hafa fyrirbyggjandi að-
gerðir á takteinum og reyna að grípa fólk
jafnfljótt og auðið er.“
Verðum að grípa fólk strax
Enginn
grætur
Íslending
Hjálmar Freysteinsson fylgdistmeð kosningum til Örygg-
isráðsins, þar sem Íslendingar fóru
erindisleysu:
Raunamæddri röddu syng
róandi í gráðið:
Enginn velur Íslending
í Öryggisráðið.
Kristján Eiríksson bætir við:
Í útrás margt er yndislegt
og í hana mikið varið.
en hefði ég betur hana þekkt
hefði ég aldrei farið.
Og vísar auðvitað í Jónas:
Mér er þetta mátulegt,
mátti vel til haga,
hefði ég betur hana þekkt
sem harma ég alla daga.
Einn lesandi hafði samband við
umsjónarmann og taldi fyrsta er-
indi kvæðisins eiga vel við nú:
Enginn grætur Íslending
einan sér og dáinn,
þegar allt er komið í kring
kyssir torfa náinn.
Á kennarastofunni í Fjölbrauta-
skóla Suðurnesja fást menn við yrk-
ingar. Gísla Skúlasyni íslensku-
kennara verður að orði:
Hlakka ég til að bregða Brown
svo brók hann væti
og finna hann í fjöru í Down-
ing – fokking – stræti.
Annar íslenskukennari, Björgvin
E. Björgvinsson, bætir við:
Þingið gránar – þokuskán
þræðir ána, up and down.
Læðist clown um Londontown
líkist smánin Gordon Brown.
Kristján Gaukur Kristjánsson
yrkir undir „kreppurímshætti“:
Einbjörn kaus Tvíbjörn til ábyrgðarstarfa
á Alþingi sem hefur Löggjafarvald
og Tvíbjörn kaus Þríbjörn til
trúnaðarstarfa
og titils í Ríkisstjórn; Framkvæmdavald
og Þríbjörn kaus Fjórbjörn til
Þekkingarstarfa
að þinga um ábyrgðir: Dómaravald
loks Einbjörn kaus Fimmbjörn til
Útrásarstarfa
og upp á punt gaf honum Forsetavald.
VÍSNAHORN pebl@mbl.is
ÁSKRIFTASÍMI 569 1100
GERI kláði eða útbrot vart við sig
á eyrum eða kinnum, kann að
vera um að ræða ofnæmi vegna of
mikillar farsímanotkunar, hefur
Reuters fréttastofan eftir tals-
manni bresku húðlæknasamtak-
anna.
Um er að ræða ofnæmis-
viðbrögð vegna nikkelhúðar sem
er á sumum símum.
„Læknar ættu að hafa þennan
möguleika í huga finni þeir fyrir
útbrotum eða kláða á þessum
svæðum andlitsins sem þeir eiga
annars erfitt með að útskýra,“
segir í tilkynningu samtakanna.
Viðbrögð á eyrum
Og þó ofnæmisviðbrögðin séu
hvað líklegust til að finnast á eyr-
um eða kinnum, segja forsvars-
menn samtakanna það þó ekki
útiloka að nikkelofnæmi mælist
einnig á fingrum þeirra sem eru
duglegir að senda sms-skilaboð.
Fyrr á þessu ári kannaði Lionel
Bercovitch og kollegar hans við
Brown háskólann í Providence 22
farsíma og mældist nikkel í 10
þeirra.
Með ofnæmi fyrir gemsanum
Útbrot við eyru? Gætu verið til-
komin vegna of mikillar far-
símanotkunar.