Morgunblaðið - 28.10.2008, Síða 23

Morgunblaðið - 28.10.2008, Síða 23
23 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER 2008 Brynjar Gauti Vér mótmælum allir Á þjóðfundinum 1851 mótmælti Jón Sigurðsson framkomu Trampe greifa. Framhjá þessari mynd ganga þingmenn á hverjum degi. Dofri Hermannsson | 27. október Verðtryggðu lánin rjúka upp Verðtryggt húsnæðislán sem var 20 milljónir í síð- asta mánuði hefur hækk- að um 431 þúsund á milli mánaða. Þetta er skugga- legt peningakerfi sem við búum við. Ef við tökum verðtrygginguna af tapa sparifjáreig- endur. Ef við tökum hana ekki af tapa skuldarar. Meira: dofri.blog.is Guðrún Jónína Eiríksdóttir | 27. október Uppsagnir Því miður er ég hrædd um að þetta sé bara byrj- unin á uppsagnahrinu sem mun verða. Ég er hrædd um að mörg fyr- irtæki muni þurfa að fækka fólki og sum munu fara á hausinn. Vonum samt að ég sé bara svona svart- sýn, þetta gangi ekki eftir. Meira: duna54.blog.is Viggó Jörgensson | 27. október Lækka skatta á út- flutningsfyrirtæki – kaupum álver Nú þarf að gera þeim hærra undir höfði sem koma með erlendan gjaldeyri inn í þjóðarbúið. Lækka á skatta á út- flutningsfyrirtæki og jafn- vel fella skatta niður á sprotafyrirtæki í útflutningi fyrstu ár þeirra. Íslendingar eiga einnig að skoða ræki- lega að stofna sjálfir álver eða kaupa slíkt fyrirtæki. Meira: viggojorgens.blog.is KONAN, sem hringdi á íslenska veit- ingastaðinn í Xiamen í Kína til að panta borð, spurði um matseðilinn og þegar gerð hafði verið grein fyrir helstu réttum sem í boði eru bætti hún við: ,,… en er hægt að fá eitthvað af þessu núna? Er ekki Ís- land gjaldþrota?“ Kín- verskir fjölmiðlar bera Kínverjum fréttir um gjaldþrot Íslands, fréttir fengnar m.a. frá BBC. Við fylgjumst með fréttum íslenskra fjölmiðla í gegnum netið, seinvirkt eins og það oftast er en þær duga þó skammt til að fá heildarmyndina, en erlendar fréttastofur sýna það sem upp á vantar: Umræðuna erlendis. Það hafði komið okkur á óvart hve margir Kínverjar sem við hittum könnuðust við landið okkar. Í ljós kom að flestir höfðu séð í sjónvarpi landkynning- arþætti sem héldu á lofti hreinleika og ósnortinni náttúru þess. Þekk- ingin takmörkuð en afstaðan var já- kvæð. Nú blasir það við að ímynd Ís- lands og orðspor á erlendri grund hefur orðið fyrir stórkostlegum skaða. Þann skaða hlýtur að vera samstaða um að verði að skilgreina og bregðast síðan við. Svipmyndir að heiman Fréttirnar sem allir bíða eftir með óþreyju bæði heima og heiman eru um ákvarðanir og aðgerðir stjórn- valda í því neyðarástandi sem ríkir í íslensku efnahagslífi. Sú mynd sem vinir og vandamenn, frásagnir venju- legs fólks dregur upp er mun alvar- legri en ráðamenn gera og við lesum um í netmiðlunum. Það ríkir reiði, ör- vænting, vantraust og óþolinmæði í misstórum skömmtum og blöndu frá einu heimili til annars. Margir hafa séð efnahagslegan ávöxt ævistarfs síns hverfa á örskotsstund. Aðrir og einkum yngri hafa séð flestar for- sendur þess að ná end- um saman hverfa eins og hendi væri veifað. – Eitt það ógnvænleg- asta er þó að skynja hversu margt fólk er hrætt gagnvart stjórn- völdum, hrætt við að segja skoðun sína upp- hátt. Pólitískir fulltrú- ar ráða nú bönkunum og margt fólk man fyrri tíð og þá mismunun sem þá átti sér oft stað. Íslendingar eru duglegt fólk og þjóðin hefur margoft sýnt samstöðu og æðruleysi á erfiðum tímum og sorgarstundum. Það eru þessir eig- inleikar og „gömlu gildi“ sem ráða- menn keppast nú við að höfða til um leið og sumir þeirra a.m.k. virðast horfast í augu við þörfina á að byggja upp trúnaðartraust þjóðarinnar. Frétt af ofurlaunum hins nýja banka- stjóra Kaupþings skapar ekki traust heldur er eins og blaut tuska í andlit þjóðarinnar. Ráðamenn kalla eftir samstöðu! En samstöðu um hvað? Stefna til framtíðar Umræðan á Alþingi um skýrslu forsætisráðherra um stöðu banka- kerfisins gaf nokkra innsýn á áherslur og framtíðarsýn – a.m.k. þeirra þingmanna og ráðherra sem þar töluðu – á tímum neyðarástands í íslensku samfélagi. Flestir lögðu með réttu áherslu á þörfina fyrir að byggja upp trúnaðartraust. Stein- grímur Sigfússon sagði að fram þyrfti að fara „ítarleg og tæmandi rannsókn og uppgjör sem skilyrði þess að endurheimta trúnaðartraust í samfélaginu“ og viðskiptaráðherra tók í svipaðan streng þegar hann sagði það brýnt ,,að almenningur í landinu geti treyst því að fram komi með skýrum hætti hvernig fram- vinda og aðdragandi allra þessara mála var“. Forsætisráðherra á hinn bóginn tók þannig til orða að hann vildi ekki „láta bollaleggingar um upptök eldsvoðans verða til þess að hindra eða tefja slökkvistarf“. Annað í ræðu hans sem vakti athygli mína en jafnframt stórar spurningar var það sem hann sagði um að við stæð- um nú frammi fyrir „því einstaka tækifæri að geta nú komið saman sem þjóð og markað okkur stefnu til framtíðar“. Innifelur tækifæri til framtíð- arstefnumótunar að þjóðin eigi að fá að taka afstöðu til Evrópusambands- ins eða a.m.k. aðildarviðræðna? Ef marka má samráðherra hans í rík- isstjórn, Jóhönnu Sigurðardóttur, sem ekki aðeins taldi forsendur stjórnarsáttmálans brostnar heldur hvatti til að skoða með opnum hug aðild að Evrópusambandinu, þá á framtíðarstefnumótun með aðkomu þjóðarinnar að taka til þessa. Val- gerður Sverrisdóttir, sem talaði beitt en af hógværð, færði sterk rök fyrir sömu vegferð m.a. með tilvísun til niðurstöðu skýrslu bresku hagfræð- inganna sem unnin var fyrir Lands- bankann í júlímánuði sl. Skýrslu sem felur í sér forspá um þær hörmungar sem síðan hafa riðið yfir samfélagið, en ekkert var gert með af hálfu stjórnvalda. Og hún vísaði til þess að í Sjálfstæðisflokknum með Davíð Oddsson í fylkingarbrjósti og í Sjálf- stæðisflokknum undir forystu Geirs H. Haarde megi ekki einu sinni ræða þann möguleika að ganga í Evrópu- sambandið, sem hún sagði íslensku þjóðfélagi orðið dýrt. Formaður Framsóknarflokksins, sem sagði að ríkisstjórnin ætti að sitja og róa, en síðar ætti að kjósa og gera upp póli- tíkina, olli mér vonbrigðum með því að ýta umræðu um Evrópusam- bandið og myntsamstarf út af borð- inu. „Evran og Evrópusambandið eru ekki verkefni dagsins. Þær um- ræður voru lýðræðislegar fyrir ein- um mánuði, nú þjóna þær ekki til- gangi.“ Guðni hvatti jafnframt til einangrunar þjóðarinnar, sem Val- gerður varaði við. Það verður allt að vera undir og engin bannorð í umræðunni um þá framtíðarstefnumótun þjóðarinnar, sem forsætisráðherra boðaði. Annað er til þess eins fallið að sundra þjóð- inni, en ekki sameina. Trúnaðartraust er forsenda samstöðu Eins vakti það vonbrigði þegar formaður Framsóknarflokksins sagði í umræðunni í sömu umræðu: „Að fórna þremur seðlabankastjór- um er fánýt umræða.“ Trúnaðar- traust er forsenda samstöðu þjóð- arinnar og sameiginlegs átaks um endurreisn efnahagslífsins, en á Ís- landi ríkir trúnaðarbrestur, ekki traust. Það eru sífellt fleiri sem efast um réttmæti aðgerða Seðlabankans og ríkisstjórnar m.a. gagnvart Glitni og telja að sú aðgerð hafi leitt af sér þau alvarlegu dóminó-áhrif sem síð- an hafa riðið yfir í íslensku efnahags- lífi. Bresku ráðherrarnir tveir fóru með fordæmalausu og skaðlegu of- fari – ,,hryðjuverkaásrás“ – gegn efnahagslegum hagsmunum og sköð- uðu feikilega ímynd og orðspor ís- lenskrar þjóðar. En þjóðin var öll vitni að undanfaranum og mörgum mistökum sem gerð voru. Á netinu má nú loks lesa samtal fjármála- ráðherra við breskan kollega sinn. Sumir hafa haldið því fram og halda því fram að það hafi m.a. hafi hrundið hinni skelfilegu atburðarás af stað ásamt orðum seðlabankastjóra, Dav- íðs Oddssonar í Kastljósi. Orð hans og framganga í þeim þætti og skelfi- legir atburðir í kjölfarið hafa rúið Davíð Oddsson trausti bæði innan- lands og utan. Með réttu eða röngu. Mér hefur eins og svo mörgum fleiri þótt næsta vænt um Davíð Oddsson. Í ofanálag dáðist ég framan af að ýmsum þáttum í fari hans svo sem hæfileika hans til að tala „mannamál“, skopskyni hans og frá- sagnargáfu. Á hinn bóginn hef ég lengi haft skömm á því hvernig hann hefur beitt og misbeitt valdi sínu og það hefur löngum vakið furðu mína hvað hann hefur komist upp með gagnvart kjósendum Sjálfstæð- isflokksins og samstarfsmönnum innan þess flokks. Að ógleymdu of- fari hans í ,,Fjölmiðlamálinu“ hefur hann ítrekað sjálfur eða fyrir atbeina samráðherra sinna beitt valdi sínu til að koma mörgum sinna nánustu, flokksfélögum, vinum og vanda- mönnum í áhrifastöður í íslensku samfélagi. Á kostnað annarra og hæfari manna að mati lögbundinna, hlutlægra álits- og umsagnargjafa. Þá var brotið gegn trúnaðartrausti þjóðarinnar. Eins og málum er nú háttað í íslensku efnahagslífi megum við ekki við slíku enn og aftur. Staða Davíðs í Seðlabankanum er þar óyf- irstíganlegur Þrándur í Götu. Davíð má þó ekki gera að blóraböggli stjórnvalda. Hann situr í Seðlabank- anum í skjóli og á ábyrgð forsætis- ráðherra og eftir atvikum rík- isstjórnarinnar allrar, sem mun fyrr eða síðar þurfa að axla ábyrgð á að- gerðum og/eða aðgerðarleysi sínu og leggja í dóm kjósenda. Það er allt hægt – ef allir leggjast á eitt Eftir Jónínu Bjartmarz »Hérna úti svörum við því til þegar við erum spurð um gjaldþrot Íslands, að það sé einungis bankakerfið sem óveður hafi kollsteypt. Því fari víðs fjarri að íslenska þjóðin sé gjaldþrota. Jónína Bjartmarz Höfundur er frumkvöðull í Kína, áður alþingismaður og ráðherra. BLOG.IS

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.