Morgunblaðið - 28.10.2008, Page 27

Morgunblaðið - 28.10.2008, Page 27
Umræðan 27 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER 2008 Í HINNI ómálefnalegu umræðu um Evrópusambandið og hugsanlega aðild Íslands að því síðustu misserin hafa margir stjórnmálamenn haldið því statt og stöðugt fram að hag landsins sé betur borgið með núverandi EES- samningi en fullri ESB-aðild. Sömu menn hafa gjarn- an haft á orði að núverandi fyr- irkomulag færi okkur flesta kosti en hlífi við kostn- aðarsömum skyldum og segja einnig að hagsmunir svo lítillar aðild- arþjóðar yrðu léttvægir í meðförum hins stóra Evrópuþings. Nú hefur því miður komið í ljós að þessir andstæðingar ESB-aðildar sáu ekki heildarmyndina með sínum þröngu eiginhagsmunagleraugum. Ísland var því miður ekki með í fé- laginu á ögurstundu og því fór sem fór. EES bauð ekki upp á það örygg- isnet sem lítil þjóð þurfti á að halda. Skyldu þeir áfram ætla að þrjóskast við? Það gleymdist víst að ESB var á sínum tíma stofnað með það að leið- arljósi að þjappa sundurlyndum ná- grannaþjóðum saman og gera sam- einaða Evrópu í leiðinni að styrkri rödd í alþjóðastjórnmálum. Óneit- anlega væri það hagur Íslands að vera þátttakandi í slíku samstarfi. Það er afdalamennska af verstu gerð að halda að lítil eyþjóð, skuldug upp fyrir haus, megi sín einhvers með áframhaldandi EES-samningi. Vissulega hafa aðildarríkin fengið mismikið út úr samstarfinu og þurft að leggja mismikið af mörkum. Hins vegar er það ómetanlegt þegar ham- farir ganga yfir, hvort heldur nátt- úrulegar, efnahagslegar eða styrj- aldir, að vera þátttakandi í sterku ríkjasambandi þjóða. Það hafa Ís- lendingar nú á vissan hátt sannreynt á eigin skinni og ættu að hugsa sig vel um áður en fleiri stóráföll ríða yf- ir. Verðmiðinn ætti heldur ekki að verða svo ýkja hár í ljósi efnahags- ástandsins hér. SIGURÐUR HR. SIGURÐSSON, kvikmyndagerðarmaður. ESB má ekki bíða Frá Sigurði Hr. Sigurðssyni Sigurður Hr. Sigurðsson Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is VERKEFNI Leit- arstöðvarinnar er eins og fólk veit að leita að og greina sem fyrst brjósta- og legháls- krabbamein hjá konum. Allir vita jú að því fyrr sem krabbamein grein- ist því betri eru bata- horfur, sem eru góðar hér á landi, þökk sé Leitarstöðinni, frábærum læknum og starfsfólki sem starfar inni á spítölunum. Það ætti því að vera þannig að konur mættu þegar þær fá bréf frá Leitarstöðinni. Það hefur oft verið talað um af hálfu stjórnenda Leitarstöðvarinnar að konur séu ekki nógu duglega að mæta. Þess vegna finnst mér að það ætti að vera umhugsunarefni fyrir alla hvers vegna konur mæta ekki reglulega í skoðun, sérstaklega eig- um við konur að hugsa um þetta. Það eru sjálf- sagt nokkrar ástæður fyrir því og við eigum að reyna að komast að því hvað veldur. Nú er það þannig að ég hef þá reynslu að hafa greinst með brjóstakrabbamein og tel mig því geta að einhverju leyti skilið hvað valdi þessu. Ég þekki konur sem hafa farið í gegnum þá reynslu að vera greindar með krabbamein í Leitarstöðinni, og allt of margar hafa þá sögu að segja að það vanti mikið upp á aðstoð þá og þar – þá er ég að tala um þegar grun- ur eða greining liggur fyrir. Þá kem- ur fyrsta áfallið og þörf á stuðningi mjög mikil. Því að næstu klukku- stundir og dagar eru hrikalega erf- iðir, fyrir konuna og alla sem standa henni næst. Biðin eftir því að fá að hitta krabbameinslækni og vita fram- haldið er mjög erfið og það sem kon- ur tala mikið um er að þessi bið getur virst heil eilífð og óvissan um fram- haldið oft ennþá verri. Við getum tekið dæmi um konu sem er á leitarstöðinni á miðvikudegi og er sagt að það sé grunur um að ekki sé allt í lagi. Þessari konu er sagt að það verði haft samband „eftir helgi“. Þessu ætti að útrýma al- gjörlega. Konur eiga ekki að þurfa að bíða eftir niðurstöðu í nokkra daga. Sem betur fer er ekki verið að greina margar konur á dag og því ætti það að vera þannig að konur fái hjálpina strax. Ég veit að þessu ferli er hægt að breyta, og er bara alveg fullviss um það. Hef alveg mínar skoðanir á því, sem þarf ekki endilega að vera rétta lausnin. En það á auðvitað að leita í reynslubanka kvenna. Þetta þarf ekki að vera flókið, jafnvel ekki þörf á að setja í nefnd. Til dæmis mætti setja saman hóp kvenna sem hafa farið í gegnum þessa lífsreynslu, hringt væri í þær strax og einhver í hópnum tæki að sér að hringja í viðkomandi. Það er ekki nokkur vafi á því að það eru til konur sem vilja leggja sitta af mörk- um, þegar svona kemur upp. Svo er það þeirrar konu sem er ný- greind að segja „já takk“ eða „nei takk“. Ekki má gleyma að aðstæður hjá konum eru eins misjafnar og þær eru margar. Við getum tekið dæmi eins og það geta verið aðrir veikir á heimilinu, óregla, erfiðleikar af öllu tagi og líka fjárhag. Það eru líka til konur sem eru einar og hafa engan til að snúa sér til. Hugsum aðeins um það. Samhjálp kvenna er með konur sem hafa samband seinna á ferlinum sem er gott, en í mínu tilfelli skilaði sér ekki nógu vel og ég hefði þegið þá aðstoð miklu fyrr. Vil að það komi fram hér að ég hef rætt þessi mál við starfsfólk Leitarstöðvarinnar. Það verða allir að gera sér grein fyrir mikilvægi Leitarstöðvarinnar, sem er gríðarlega mikið og þar er unnið gott starf. Forsenda árangurs er hins veg- ar að skoða alltaf hvað megi gera bet- ur og vera gagnrýnin á eigin störf, þannig getum við haldið endalaust áfram að gera betur en í gær. Að lok- um vil ég hvetja alla landsmenn til að leggja sitt af mörkum og kaupa bleiku slaufuna og styðja þannig Krabbameinsfélag Íslands til kaupa á nýju tæki sem mun án nokkurs efa koma sér vel fyrir okkur öll. Því þetta er alltaf móðir einhvers, amma, dótt- ir, systir, barnabarn eða vinur og snertir okkur öll á einhvern hátt. Hvers vegna í ósköpunum mæta konur ekki reglulega í skoðun? Kristrún Stef- ánsdóttir skrifar um krabbameinsleit hjá konum » Biðin eftir því að fá að hitta krabba- meinslækni og vita framhaldið er mjög erfið og það sem konur tala mikið um er að þessi bið getur virst heil eilífð og óvissan um framhaldið oft ennþá verri. Kristrún Stefánsdóttir Höfundur er lyfjatæknir. ÞEGAR ég var í menntaskóla þá þurfti ég eitt sinn að skrifa ritgerð um bók. Fékk ég að velja bók af les- lista og valdi þá bók sem ég hafði ekki lesið áður. Bók þessi heitir Sjálfstætt fólk og er eftir Halldór Laxness. Í henni eins og eflaust margir vita er saga um Bjart í Sumarhúsum. Bjartur sóttist alltaf eftir að bæta hag sinn. Hann sá hvaða viðmið voru notuð af efnafólki í kringum sig og gerði þau að sínum. Hann vann og vann hörðum höndum til þess að ná markmiði sínu og skeytti ekki um sína nánustu né aðra því markmiðinu skyldi náð, hann varð að vera sjálf- stæður. Undir lok bókarinnar er Bjartur búinn að byggja sér hús, steinsteypt og veglegt hús sem hæfir efnamanni. En þegar hann byrjar að flytja muni úr torfkofanum sínum þá fer hann að átta sig á því að hann mis- reiknaði sig kannski. Rúmin í torfkof- anum voru föst við veggina, hann átti engin húsgögn og svo var húsið allt of stórt. Hann vissi ekki hvernig hann átti með húsið að fara en hann vissi það samt að hann þyrfti að eiga það. En hann stóð ráðþrota frammi fyrir þessum meðfylgjandi og óvæntu vandamálum. Manni er það því eðlislægt að líta til baka á þessa sögu og bera hana við núverandi ástand sem hér á landi rík- ir. Er mögulegt að einkavæðing bankanna ásamt meðfylgjandi útrás og auðvitað lágmörkun ríkisafskipta hafi verið eins og húsið hans Bjarts í Sumarhúsum? Að viðmiðið sem öll löndin í kringum okkur hafi haft höf- um við gert að okkar. Að við Íslend- ingar höfum ekki áttað okkur á því að allt innbúið vantaði, eins og hjá Bjarti? Í það minnsta vantaði eitt- hvað hjá okkur því varla hefði húsið hrunið svona hjá okkur annars? Það er dagsljóst að þeir eftirlitsaðilar sem áttu að fylgjast með bönkunum voru ekki vakandi og brugðust ekki við þegar þurfti. Nú er mikil rústa- björgun í gangi sem sér engan endi á. Og það er meira sem vert er að bera saman við Bjart í Sumarhúsum úr samfélagi okkar í dag. Það er hin eilífa sjálfstæðisbarátta Bjarts. Sjálf- stæði sem enginn gat skilgreint nema hann og hann einn. Sjálfstæði sem engum hentaði nema honum einum. Sjálfstæði sem hann reyndi að öðlast eins og harðstjóri á kostnað fjöl- skyldu sinnar og það án þess að finna til sektarkenndar né ábyrgar. Þetta er merkilegt því nú hefur íslenska þjóðin verið teymd áfram í næstum tvo áratugi í átt að svipaðri hugmynd um sjálfstæði. Sjálfstæði sem hún skilur ekki, hagnast ekki á og jafnvel vill ekki. Sjálfstæði fyrir aðra sem hún þarf svo að greiða fyrir. Nú er mér því spurn, hversu lengi ætlum við að láta teyma okkur áfram í átt að þessu sjálfstæði? Sjálfstæðinu sem er nú búið að kosta okkur svo mikið en við högnumst ekki af. Hvað ætlum við að gera í þessu? ÁSGEIR JÓHANNSSON, háskólanemi. Sjálfstæði Bjarts í Sumarhúsum Frá Ásgeiri Jóhannssyni Ásgeir Jóhannsson FRÉTTABLAÐIÐ 22. október sl. hefur eft- ir fulltrúum D-lista í bæjarstjórn Árborgar að þeir séu ekki ánægð- ir með skýringar meiri- hlutans á tilveru pen- ingamarkaðsbréfa í eigu bæjarsjóðs daginn sem „stóra hrunið“ varð. Rétt er að halda því til haga að oddvita D-listans var fullkunnugt um tilvist þessara bréfa þótt hann kjósi nú að segja annað. Í samþykkt bæjarráðs frá 29. júní 2006 stendur: „Bæjarráð samþykkir að andvirði sölu hlutabréfa í Hita- veitu Suðurnesja verði varið til upp- byggingar í þágu íbúa sveitarfé- lagsins. Jafnframt samþykkir bæjarráð að andvirðinu verði varið til greiðslu og lágmörkun skulda sveit- arfélagsins.“ Þegar greiðslan barst, um 730 milljónir, var féð lagt inn í Landsbankann og keypt fyrir það peningamarkaðsbréf, sem voru þá talin bæði örugg og góð varðveisla. Við gerð fjárhags- og fjárfesting- aráætlunar fyrir árið 2008 var gert ráð fyrir að sjóðurinn skyldi notaður til að fjármagna uppbyggingu íþróttasvæðisins og Sundhallar Sel- foss enda það talið í anda samþykktar í bæjarráði að verja peningunum til uppbyggingar í þágu sem flestra bæj- arbúa og lágmarka skuldir með þeim hætti að taka ekki lán til fram- kvæmdanna. Unnið var að undirbún- ingi á báðum stöðum og ekki annað í myndinni en hefja verkið vorið 2008. Á árinu 2007 voru vextir á láns- fjármarkaði óhagstæðir þannig að fjármálaráðgjafar sveitarfélagsins ráðlögðu að rétt væri að fresta lán- töku uns vextir lækkuðu. Fram- kvæmdir ársins 2007 voru fjármagn- aðir með lánum sem síðan voru að hluta greidd með láni frá Lánasjóði sveitarfélaga í mars 2008. Lánsfé til framkvæmda lá ekki á lausu þegar kom fram á árið 2008, þannig að þá strax var hægt á nýframkvæmdum og þær framkvæmdir sem í gangi voru fjármagnaðar með sjóðnum sem búið var að eyrnamerkja íþrótta- svæðinu og Sundhöllinni. Þegar hrunið svo varð, var búið að nota 500 milljónir af peningabréfa- sjóði í framkvæmdir, þ.m.t. fram- kvæmdir við íþróttasvæðið sem hóf- ust í ágúst sl. og til annarra framkvæmda á vegum sveitarfé- lagsins, s.s. byggingar leikskóla og grunnskóla. Eftir stóðu 350 milljónir sem voru eftirstöðvar höfuðstóls, u.þ.b. 230 milljónir, og áunnir vextir, u.þ.b. 120 millj- ónir. Þetta gátu allir bæjarfulltrúar vitað og áttu raunar að vita ef þeir hefðu fylgst með. Bæjarfulltrúar hafa nefnilega aðgang að embættismönnum og bæjarstjóra til að fá upplýsingar um stjórn- sýslu sveitarfélagsins þegar þeir telja sig þurfa. Ef oddviti D listans hefði vitað hvað í vændum var, bar honum skylda til að láta vita af því, en hann gerði það ekki, sennilega af því hann vissi ekkert meira en við hin. Það er merkilegt að á sama tíma og sveitarstjórnir í öðrum sveitarfé- lögum slíðra pólitísku sverðin og sameinast um að leiða samfélögin í gegnum erfiðleikana, kemur oddviti D-listans í Árborg slag í slag fram á sjónarsviðið og sáir fræjum tor- tryggni og óöryggis um samfélagið. Nú er sú skoðun víðast hvar uppi að fólkið í landinu þurfi á öllu öðru að halda en lýðskrumi og pólitískum „lobbyisma“. Þá er þetta ekki síst merkilegt í ljósi þess að flokkssystkin oddvita D-listans í Árborg, um land allt, tala oft og einarðlega um nauð- syn samstöðunnar og varfærinnar umræðu. Ég á bágt með að trúa því að hinn almenni sjálfstæðismaður í Árborg sé ánægður með framkomu af þessu tagi. Fólkið í Árborg, sem fær efnahags- hrun og allt sem því fylgir í kjölfar hamfaranna frá í maí, þarf á annarri og betri meðferð að halda en felst í málflutningi fulltrúa D-listans. Það sem við þurfum er samstaða í bland við hóflega bjartsýni og skilning á því hvernig við getum saman unnið okk- ur út úr erfiðleikunum án þess að missa menn fyrir borð. Því fer ég fram á það, að menn í ábyrgðarstöð- um sýni ábyrgð og hófsemi í orðum og gjörðum á næstu vikum og mán- uðum og láti ekki pólitíska framagirni spilla fyrir góðum ásetningi. Jón Hjartarson skrifar um fram- gang fulltrúa D-lista í Árborg »Ég á bágt með að trúa því að hinn almenni sjálfstæðis- maður í Árborg sé ánægður með fram- komu af þessu tagi Jón Hjartarson, Höfundur er bæjarfulltrúi VG í Árborg. Lýðskrum og útúrsnúningar! Skólavörðustíg 21, Reykjavík sími 551 4050 Glæsileg brúðarrúmföt í úrvali Sími 551 3010

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.