Morgunblaðið - 28.10.2008, Page 29

Morgunblaðið - 28.10.2008, Page 29
inlegra áhugamála okkar var skák og kvikmyndir. Við gátum talað tímunum saman um einkaspæjara í hinum ýmsu sakamálamyndum. Hetjur á borð við Taggart, Mat- lock, Derrick og Harry Klein voru ofarlega á vinsældalista okkar beggja. Í skákinni vorum við mjög svipaðir og enduðu þær flestar í snúnu endatafli. Aldrei skorti okk- ur umræðuefnin og erfitt er að sætta sig við að tími samræðna okkar sé liðinn. Þrátt fyrir það mun ég hugsa til baka og upplifa þær aftur með sjálfum mér. Elsku Sóley, við Tóta sendum þér okkar innilegustu samúðar- kveðjur héðan frá London og þökk- um góðvild og samverustundir á liðnum árum. Alfreð Hall. Mér er ljúft að minnast nokkrum orðum Sigurðar Péturssonar prentara, vinnufélaga míns til margra ára. Með honum er geng- inn góður og grandvar drengur, góður fagmaður og traustur félagi í Hinu íslenska prentarafélagi, síðar Félagi bókagerðarmanna. Þegar ég kynntist honum 1957 hafði hann verið sveinn í setjarasalnum í Rík- isprentsmiðjunni Gutenberg í tíu ár og var þar í innsta krók, sem þýðir að hann var toppmaður og verk hans með þeim mest krefj- andi. Stjórnartíðindin voru sér- grein hans. Hann sinnti starfi sínu af alúð og samvikusemi og ávann sér traust og álit. Sigurður missti föður sinn ung- ur, en var lengi í foreldrahúsum með móður sinni. Hann var Vest- urbæingur og KR-ingur og lék knattspyrnu með öllum aldurs- flokkum allt upp í meistaraflokk. Því áhugamáli sinnti hann líka á fullorðinsárum og fór oft á völlinn til að styðja félag sitt. Þess utan voru áhugamál hans á rólegum og huglægum nótum, skák og bóklest- ur, enda rósemi hugans og íhygli alla tíð snar þáttur í fari hans. Bif- reið var honum óþörf lengi framan af. Leiðir okkar Sigurðar lágu aftur saman í um miðjan sjöunda áratug- inn í Prentsmiðju Jóns Helgasonar sem var til húsa á Bergstaðastíg en flutti síðar í Síðumúla. Upp úr því urðu miklar breytingar á högum Sigurðar og mjög til góðs myndi ég telja. Nú þurfti hann á bifreið að halda. Hann tók því bílpróf og festi kaup á bifreið af Trabant-gerð sem hentaði vel þeim kröfum sem hann gerði til farartækis. Meira um verð voru þó kynni hans af þeirri góðu konu Sóleyju Brynjólfsdóttur, ætt- aðri úr Hrísey. Þau gengu í hjóna- band 6. maí 1967 og festu sér íbúð í Hraunbæ, sem varð heimili þeirra til þessa dags. Þetta var gæfuspor. Sóley og Sigurður voru ólík, en bættu mjög hvort annað upp. Sig- urður var ekki mannblendinn og þrátt fyrir að vinna lengst af á fjöl- mennum vinnustað var hann þess utan einfari, en hins vegar traustur vinur vina sinna. Gott heimilislíf var honum því mjög dýrmætt. Sig- urður var góður félagi. Svo vildi til í Prentsmiðju Jóns Helgasonar að þar var margt ungra manna, fé- lagslíf með miklum blóma og oft komið saman til skemmtunar og ferðalaga. Þótt Sigurður og Sóley væru þar í eldri kantinum létu þau sig aldrei vanta og margs góðs er um þau að minnast frá þeim árum. Ekki má láta hjá líða að geta sum- arbústaðar sem þau reistu í Mið- dal, á svæði bókagerðarmanna. Þar undu þau sér vel. Eins og áður sagði var Sigurður góður og traustur fagmaður í prentarastétt og á að baki mörg góð handtök við bókagerð, sem var hans ævistarf. Til að nefna eitthvað setti hann t.d. marga árganga af Alþingisbókum Íslands frá 18. öld sem Sögufélag gaf út á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar. Þar naut sín vel vandvirkni hans og áhugi á verkefninu. Ég þakka Sigurði Péturssyni áralangt samstarf og vináttu. Ég og Guðrún, kona mín, vottum Sól- eyju og öðrum aðstandendum hans samúð. Sverrir Sveinsson. Minningar 29 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER 2008 ✝ IngigerðurAnna Kristjáns- dóttir fæddist á Skerðingsstöðum í Reykhólasveit 6. nóvember 1910. Hún lést 20. október 2008 á Hjúkrunar- heimilinu Sunnu- hlíð. Foreldrar hennar voru hjónin Kristján Jónsson, f. 4.4. 1863, d. 21.7. 1949, og Agnes Jónsdóttir, f. 28.5. 1879, d. 1.11. 1949. Ingigerður var 8. í röð barna þeirra hjóna, sem upp kom- ust. Þau voru Jón Magnús, Ólafur, Ingólfur, Guðrún, Elías, Sigurður, Ingibjörg, Vilhjálmur og Halldór, sem öll eru látin. Á lífi eru Hall- dóra, sem býr á Akureyri, og Finnur, bóndi á Skerðingsstöðum. Hinn 8. janúar 1938 giftist Ingi- gerður Birni Jóhannssyni, f. 24.4. 1906, d. 13.5. 1980. Foreldrar hans voru hjónin Kristjana Björns- dóttir ljósmóðir, f. 28.6. 1870, d. í júlí 1944, og Jóhann Sigurður Lárusson bóndi, f. 22.7. 1885, d. í júlí 1962. Þau bjuggu síðast á Laxárbakka og Litlu-Þúfu í Mikla- holtshreppi, Snæf. Börn Ingigerð- ar og Björns eru: 1.) Kristjana, fv. gjaldkeri, f. 4.8. 1939. Sambýlis- maður hennar er Skúli Gretar Guðnason, f. 21.7. 1939, endur- skoðandi. 2.) Kristján bygginga- tæknifræðingur, f. 29.10. 1940. Kona hans er Júlíana Sigurðar- dóttir hjúkrunarfræðingur, f. 8.5. 1939. Dóttir þeirra er Ingigerður Anna Kristjánsdóttir hárgreiðslu- dama, f. 23.5. 1972. Maður hennar er Sigfús Ingvarsson verkstjóri, f. 8.6. 1967. Þau eiga 3 börn: Júlíönu Sigfúsdóttur, f. 4.8. 1994, Kristján Sigfússon, f. 16.6. 1998, og Ragnar Inga Sigfússon, f. 18.5. 2000. 3.) Agnes aðstoðarskólastjóri, f. 26.9. 1949. Maður hennar er Arnar Ívar Sigurbjörnsson húsasmíðameist- ari. f. 8.4. 1945. Börn þeirra eru: Anna Ingigerður Arnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur, f. 10.11. 1969. Unnusti hennar er Garðar Kristján Halldórsson verkfræð- ingur, f. 30.12. 1975. Þau eiga son, Arnar Darra Garðarsson, f. 17.9. 2008. Sig- urbjörg Inga Arn- arsdóttir prent- smiður, f. 2.8. 1972. Björn Arnarsson markaðsfræðingur, f. 8.3. 1974. Ingigerður ólst upp hjá foreldrum sínum á Skerðings- stöðum, þetta var mikið regluheimili og vel hugsað um alla þótt í mörg horn væri að líta. Eitt af meginmarkmiðum for- eldra hennar var að allur þessi barnahópur nyti einhverrar menntunar og höfðu þau eins oft og við varð komið heimiliskenn- ara. Síðan fóru börnin flest í héraðs- skóla og dæturnar í húsmæðra- skóla en synirnir í bænda- og íþróttaskóla. Ingigerður fór í Héraðsskólann á Eiðum og síðan í Húsmæðra- skólann á Staðarfelli. Eftir það var hún ýmist heima á Skerðingsstöðum eða í vistum í Reykjavík og eitt ár var hún á Bessastöðum. Árið 1937 kynntist hún Birni og giftu þau sig 8. janúar 1938 og fluttu til Keflavíkur þar sem Björn var þá landformaður á ver- tíðum og í vegavinnu víða um land á sumrin. Hann varð síðan verkstjóri og umdæmisstjóri hjá Vegagerð rík- isins. Þau bjuggu í Keflavík til ársins 1964 að þau fluttu til Reykjavíkur. Ingigerður var lengst af heima- vinnandi húsmóðir enda heimilið oft mannmargt. Eftir lát Björns bjó Ingigerður ein, nema síðustu árin var hún í sambúð og undir verndarvæng dóttur sinnar Agnesar og hennar fjölskyldu. Síðasta eitt og hálft ár dvaldi hún á Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð. Útför Ingigerðar Önnu fer fram frá Fossvogskapellu í dag og hefst athöfnin kl. 13. Við kveðjum nú elskulega ömmu okkar, Ingigerði Önnu Kristjánsdótt- ur, sem lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð hinn 20. okt. síðastliðinn. Amma var alla tíð einn af föstu punktunum í lífi okkar. Til hennar var ávallt hægt að leita þegar eitthvað bjátaði á, fátt sem ekki lagaðist þegar hlý hönd hennar strauk vangann og af því ótrúlega jafnaðargeði sem ein- kenndi hana leysti hún úr ýmsum málum. Amma var alla tíð fyrirmynd- arhúsmóðir og söknum við góða mat- arins sem hún eldaði en það var ósjaldan að við fengjum að njóta hans, þar sem það kom töluvert í hennar hlut að gæta okkar barnanna á sínum tíma. Alltaf var gott að koma heim til ömmu og afa úr skólanum því það var næsta víst að hægt var að gæða sér á nýbökuðum kræsingum og njóta ást- úðar sem ávallt ríkti á heimilinu. Henni varð oft hugsað til heima- haganna fyrir vestan og talaði oft um gamla tíma og tengdi okkur börnin við æskuslóðir sínar. Amma var ein- staklega góð í hannyrðum og eftirlét okkur mörg merk verk sem eru okkur mikils virði. Eftir langa ævi hefur hún nú kvatt okkur en þó ekki að fullu, því lífsgildi hennar um hlýju og traust eru enn með okkur. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlaustu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. (V. Briem.) Anna Ingigerður, Björn og Sigurbjörg Arnarsbörn, Ingigerður Anna Kristjánsdóttir. Ingigerður Anna Kristjánsdóttir Elsku langamma. Við systkinin erum fegin að hafa fengið að kynnast þér. Það var alltaf gott að hitta þig, þú tókst okkur allt- af svo vel. Við eigum eftir að sakna þín mikið. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Júlíana, Kristján og Ragnar Ingi. HINSTA KVEÐJA ✝ Okkar ástkæri eiginmaður, faðir, tengdafaðir, sonur, tengdasonur og afi, VILHJÁLMUR FENGER, Nesbala 44, Seltjarnarnesi, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 29. október kl. 15.00. Kristín Fenger, Björg Fenger, Jón Sigurðsson, Ari Fenger, Helga Lilja Gunnarsdóttir, Borghildur Fenger, Ruth Pálsdóttir, Sigurður, Styrmir og Vilhjálmur Darri. ✝ HEIÐRÚN SOFFÍA STEINGRÍMSDÓTTIR, Grundargerði 3a, Akureyri, sem lést 18. október, verður jarðsungin frá Akur- eyrarkirkju fimmtudaginn 30. október og hefst athöfnin kl. 13.30. Edda H. Þorsteinsdóttir, Þorsteinn Jónatansson og aðrir aðstandendur. ✝ Minn góði eiginmaður, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, NÍELS MARTEINSSON, Sléttuvegi 17, andaðist á heimili sínu föstudaginn 24. október. Útförin fer fram í kyrrþey að ósk hins látna. Steinunn J. Bárðardóttir, Bárður Marteinn Níelsson, Sigrún Ólafsdóttir, Karen Níelsdóttir, Gunnar Örn Pétursson, barnabörn og barnbarnabörn. ✝ Elskuleg tengdamóðir, amma og langamma, ÞORGERÐUR PÉTURSDÓTTIR, lést á hjúkrunarheimilinu Eir miðvikudaginn 22. október. Útförin fer fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Hulda Valdís Þórarinsdóttir, Ásmundur Þór Hreinsson, Fjóla Þorgerður Hreinsdóttir, Bjarni S. Bergsson, Pétur Gauti Hreinsson, Margrét Sigurðardóttir og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir mín, SÆBJÖRG HINRIKSDÓTTIR, Esjugrund 37, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut laugardaginn 25. október. Jarðarförin verður auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Jóhann Þórir Bjarnason. Móðir okkar, amma og langamma, SVAVA JÓNSDÓTTIR frá Minni Reykjum, Skagafirði, lést mánudaginn 20. október. Jarðarförin fór fram í kyrrþey mánudaginn 27. október að ósk hinnar látnu. Þökkum sýnda samúð. Inga Herdís Harðardóttir, Guðni Karl Harðarson, Heiðrún Elsa Harðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. MOSAIK Hamarshöfða 4 - 110 Reykjavík sími 587 1960 - www.mosaik.is Legsteinar og fylgihlutir Vönduð vinna og frágangur Yfir 40 ára reynsla Sendum myndalista

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.