Morgunblaðið - 28.10.2008, Page 35

Morgunblaðið - 28.10.2008, Page 35
Menning 35 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER 2008 Jólablað Morgunblaðsins Stórglæsilegt sérblað tileinkað jólunum fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 28. nóvember. Meðal efnis er: • Jólafötin á alla fjölskylduna. • Hátíðarförðun litir og ráðleggingar. • Uppáhalds jólauppskriftirnar. • Uppskriftir að ýmsu góðgæti til að borða á aðventu og jólum. • Hefðbundnir jólaréttir og jólamatur. • Smákökur. • Kökuuppskriftir • Eftirréttir. • Jólakonfekt. • Jólauppskriftir frá kokkum. • Vín með jólamatnum. • Laufabrauð. • Gjafapakkningar. • Jólagjafir. • Kertaskreytingar. • Jól í útlöndum. • Jólakort. • Jólabækur og jólatónlist. • Jólaundirbúningur með börnunum. • Margar skemmtilegar greinar sem tengjast þessari hátíð ljóss og friðar. Allar nánari upplýsingar veitir Katrín Theódórsdóttir í síma 569 1105 eða kata@mbl.is. Ásamt fullt af öðru spennandi efni og fróðleiksmolum. Auglýsendur! Pantið fyrir klukkan 16, föstudaginn 21. nóvember. Ljóð úr ljóðasamkeppninni Morgunblaðið/Brynjar Gauti Ungskáld Vinningshafarnir ásamt formanni dómnefndar, Þórarni Eldjárn. Vinningshafarnir eru, frá vinstri: Elín Elísabet Einarsdóttir, Guðrún Ingibjörg Þorgeirsdóttir og Guðmundur Loki Rúnarsson. Guðbrandur Loki Rúnarsson, Aust- urbæjarskóla, og Guðrún Ingibjörg Þorgeirsdóttir, Hagaskóla. Dóm- nefnd skipuðu Davíð A. Stefánsson, Kristín Svava Tómasdóttir og Þór- arinn Eldjárn. Morgunblaðið birtir tvö þeirra ljóða sem fengu við- urkenningu auk nokkurra annarra. Í TILEFNI af aldarafmæli Steins Steinarr efndu Íslensk málnefnd og Samtök móðurmálskennara til ljóðasamkeppni meðal grunn- skólanema. Á fjórða hundrað ljóða barst í keppnina. Viðurkenningar fyrir þrjú bestu ljóðin voru veittar 13. október í Þjóðarbókhlöðunni á fæðingardegi Steins Steinarr. Höf- undar verðlaunaljóðanna eru Elín Elísabet Einarsdóttir, Borgarnesi, Ástarstjarna drangans er komin til mín. Ég þekki ekki stjörnuna nema úr annarra ljóðum hún brosir með mér þegar hönd þín hvílir með minni. Er sólin ríkir hlýnar stjörnunni í mér. Elín Elísabet Einarsdóttir, Borgarnesi Úr annarra ljóðum Ég elska andartakið sem kemur öðru hvoru, þegar ég skil lífið allt, tilgang þess, ástina og sálina. En þó myndi ég fórna því, fyrir andartakið er kemur augnabliki seinna, þegar ég hef öllu gleymt á ný. Guðrún Ingibjörg Þorgeirsdóttir Hagaskóla, Reykjavík Ég elska Hjartað hefur ástæðu sem hugur skilur ekki. Laura Alejandra Salinas Moreno, Austurbæjarskóla, Reykjavík Hugur Hinn fyrri felst í því að færa frjókorn frá frjóhnappi frævils að fræni á frævunni. Þessi færsla frjókornsins nefnist frævun. Sjálffrævun er þegar frjókorn berst af frjóhnappi fræfils yfir á fræni frævu í sama blómi. Kinnat Sóley Lydon, Austurbæjarskóla, Rvk. Líffræðikennari Hvar er sólin? Hún er í útlöndum. Þuríður Benediktsdóttir, Austurbæjarskóla, Reykjavík Sólin Barbapabbi er sorgmæddur, Barbapabbi leikur við börnin. Barbapabbi uppgötvar, að hann getur breytt um lögun. Bágt er að verða að þræla þrátt. Eitt kvöldið haustið 1917 skrapp ég með nokkrum kunn- ingjum mínum inná kaffihúsið Skjaldbreið. Flest skordýr fara einförum og eru útaf fyrir sig. Af hryggleysingjum finnst aragrúi tegunda. Knútur Ingólfsson, Austurbæjarskóla, Reykjavík Hugsunarlöngun Fréttir á SMS

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.