Morgunblaðið - 28.10.2008, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER 2008
EAGLE EYE kl. 8 - 10:20 B.i. 16 ára
WOMAN kl. 8 LEYFÐ
SEX DRIVE kl. 10:20 B.i. 12 ára
/ AKUREYRI / KEFLAVÍK
THE HOUSE BUNNY kl. 8 LEYFÐ
PINEAPPLE EXPRESS kl. 10:10 B.i. 16 ára
NIGHTS IN RODANTHE kl. 8 LEYFÐ
BURN AFTER READING kl. 10:10 B.i. 16 ára
/ SELFOSSI
EAGLE EYE kl. 8 - 10:10 B.i. 16 ára
CHARLIE BARTLETT kl. 8 B.i. 12 ára
RIGHTEOUS KILL kl. 10:10 B.i. 16 ára
SÝND Í KEFLAVÍKSÝND Á SELFOSSI
FRÁ ÞEIM SEM FÆRÐU OKKUR LEGALLY BLONDE
SÝND Á AKUREYRI
MYND SEM ALLAR
KONUR VERÐA AÐ SJÁSÝND Á SELFOSSI
Eftir Arnar Eggert Thoroddsen
arnart@mbl.is
KEANE hefur hingað til lagt sig eftir áheyrilegu
en jafnframt dramatísku popprokki í anda Cold-
play og U2 og sló rækilega í gegn um heim allan
árið 2004 með fyrstu plötu sinni Hopes & Fears.
Henni var svo fylgt farsællega eftir með Under
The Iron Sea (2006) en samtals hafa þessar tvær
plötur selst í átta milljónum eintaka.
Hér var komin sveit sem allir gátu tengt við;
mamma, amma og fólk með nefið kirfilega upp í
loftið gat meira að segja fundið eitthvað til brúks.
Undir þekkilegum melódíunum og á bakvið
barnslegt andlit forsöngvarans, Toms Chaplins,
voru hins vegar árar og djöflar að hræra í sínum
eyðileggjandi seið.
Hljómsveitin er reyndar þess eðlis að maður
tengir hana seint við sjálfsmorðshugleiðingar,
fíkniefnamisferli og andlega örbirgð. Svo fór þó að
Chaplin skráði sig í meðferð á haustdögum árið
2006 og heill Norður-Ameríkutúr var sleginn út af
borðinu. Chaplin var þá 27 ára, á hinum fræga
rokkstjörnu-dauðaaldri.
Handónýtir
Tríóið sem skipar Keane skakklappaðist í gegn-
um þessar raunir og komst furðu heillegt í gegn,
mögulega spilar þar inn í að meðlimir hafa verið
vinir frá því í barnæsku. Tim Rice-Oxley, píanó-
leikari sveitarinnar, ræddi við Chaplin um þessa
erfiðleika í gegnum lagasmíðar sínar fyrir Under
The Iron Sea og Chaplin var í þeirri undarlegu
stöðu að vera syngjandi um sjálfan sig og sín
vandamál fyrir tilstilli annars manns.
„Við erum enskir og þess vegna handónýtir í því
að koma hreint fram,“ hefur Chaplin látið hafa eft-
ir sér. Loftið var þó hreinsað á endanum og vin-
irnir lögðu í Perfect Symmetry bæði frískir og fjör-
ugir, búnir að vinda af sér allt vesen og volæði.
Platan var tekin upp víðsvegar um heiminn; í Par-
ís, London, LA og svo í Berlín þar sem hinn skap-
væni safi var kreistur sem aldrei fyrr og gamlar
myndir með Marlene Dietrich m.a. notaðar til að
lyfta andanum. Í opinberri yfirlýsingu frá sveitinni
segir að þeir hafi svarið og sárt við lagt að henda
reglunum um hvað telst góður smekkur og hvað
ekki í ruslið. Samvinna var meiri en áður og nú
þótti mönnum tími til kominn að stíga aðeins frá
hinum tiltölulega örugga hljómi síðustu platna.
Skrúfusneiðingar
Fyrsta smáskífan, „Spiralling“, er t.a.m. undir
sterkum áhrifum frá eitís-tónlist og rafgítarar
gægjast fram á milli hljóðrásanna stöku sinnum en
eitt af sérkennum Keane er að sveitin er án gítar-
leikara. Auk Chaplins og Rice-Oxleys er það bara
Richard Hughes, og hann sér um trommuslátt.
„Það var klárlega skemmtilegast að gera þessa
plötu,“ segir Hughes um plötugerðina.
„Í fyrsta sinn á ferlinum gátum við skilið við
okkur hugmyndir annarra um hvernig við ættum
að hljóma. Nú vorum við fullkomlega frjálsir – og
komumst fljótt að því að það er aldrei hægt að fara
„of langt“ með hlutina. Það eru t.d. sprettir í „Spir-
alling“ sem við hefðum aldrei lagt í hér áður fyrr.“
Árar og djöflar Hljómsveitin Keane var í svartnætti um skeið en siglir nú glaðbeitt út á galopið hafið með nýja plötu, Perfect Symmetry.
Niður til heljar … hérumbil
Þriðja plata hinnar geðþekku sveitar Keane nefnist Perfect Symmetry
Klisjan „blóð, sviti og tár“ á vel við um tilurð hennar Frískir og fjörugir
TÓNLIST og fótbolti eru nátengd
menningarleg fyrirbæri, eigin-
lega tengdari en margir kæra sig
um að viðurkenna. Sérstaklega á
þetta við um heimaland Keanes,
Bretland. Í upphafi ferilsins var
mikið rætt um að sveitin héti í
höfuðið á írsku bullunni Roy
Keane en meðlimir hummuðu það
reyndar lengi vel fram af sér að
svara og enn eru uppi áhöld um
hvort svo sé eður ei. Alltént
koma hér þrjú nöfn yfir aðrar
sveitir sem hafa fengið innblástur
af vellinum. Athygli vekur að
slíkar nafngiftir, ólíkt Keane, eru
ekki líklegar til að skapa mönn-
um vinsældir.
Pele
Auðvitað er ekkert vit í öðru
en að nefna sig eftir fremsta
knattspyrnumanni allra tíma. Um
er að ræða síðrokksband frá Wis-
consin sem hætti störfum árið
2004. Sumir meðlima eru nú í
hljómsveitinni Paris, Texas. Að
draga nafngiftina frá frægri
kvikmynd verður kannski væn-
legra til árangurs?
Cantona
Þessi Seattlesveit heitir í
höfuðið á Eric Cantona, franska
knattspyrnusnillingnum sem
gerði allt vitlaust með Manchest-
er United hér í eina tíð. Er víst
að gera ágætasta skurk í grugg-
höfuðborginni um þessar mundir.
Vanessa Van Basten
Þessi ítalska sveit heitir í
höfuðið á eiginkonu Marcos Van
Basten, þess mikla meistara.
Óneitanlega skemmtilegt „tvist“
á þessi fræði. Sveitin er frá
Genúa á Ítalíu, spilar víst gallsúrt
tilraunarokk og er að „skora“ á
fullu hjá aðdáendum slíkrar list-
ar.
Keane,
Cantona,
Pele …
Tónlist og takkaskór The Wedding
Present nefndu heila plötu eftir fót-
boltakappanum George Best.