Morgunblaðið - 28.10.2008, Síða 44

Morgunblaðið - 28.10.2008, Síða 44
ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER 302. DAGUR ÁRSINS 2008 »MEST LESIÐ Á mbl.is »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 250 ÁSKRIFT 2950 HELGARÁSKRIFT 1800 PDF Á MBL.IS 1700 ÞETTA HELST» Borgin átti í sjóðum  Reykjavíkurborg átti 4,1 milljarð króna í peningarmarkaðssjóðum Landsbankans í vikunni áður en neyðarlög voru sett. Óljóst er hvort tekist hafi að losa fjármunina úr sjóðunum. » Forsíða Beiðni um lán vel tekið  Geir H. Haarde forsætisráðherra segir að beiðni um lán frá Norður- löndunum sé á vinnslustigi og í rétt- um farvegi. Geir er nú staddur í Helsinki þar sem hann tekur þátt í þingi Norðurlandaráðs. » 2 Ekki tryggður  Viðbótarlífeyrir fólks er ekki tryggður nema hann hafi verið lagð- ur inn á verðtryggða innlánsreikn- inga bankastofnana. Flestir lífeyris- sjóðir og fjármálafyrirtæki hafa hins vegar valið aðrar leiðir til að ávaxta séreignasparnað fólks, m.a. með því að kaupa í verðbréfasjóðum. Með setningu neyðarlaga voru innlán sett framar skuldabréfum í kröfuröð og þau tryggð. » Forsíða Fjölmennur fundur  Troðfullt var út úr dyrum á opn- um borgarafundi í Iðnó í gærkvöldi þar sem almenningi gafst kostur á að ræða stöðu efnahagsmála. » 12 Verðbólgan nú tæp 16%  Verðbólgan mælist nú tæp 16% og hefur ekki mælst meiri hérlendis síðan vorið 1990. » 8 SKOÐANIR» Staksteinar: Hverjir veruleikafirrtir? Forystugreinar: Drengskapur og vinátta | Áfengi og auglýsingar Ljósvaki: Sjónvarpsefnisskiptasamn. UMRÆÐAN» Hekluskógar stærsta endurheimt … Mjólkurkúnum slátrað Að skjóta sendiboðann Nýfrjálshyggjan og hrun bankakerfis  2 2  2 2 2   2  2 3% )4"% - ( ) 5%  , !-%   2 2  2 2 2 2  2  + 6&0 "  2 2   2 2 2  2 2  2 2 7899:;< "=>;9<?5"@A?7 6:?:7:7899:;< 7B?"66;C?: ?8;"66;C?: "D?"66;C?: "1<""?E;:?6< F:@:?"6=F>? "7; >1;: 5>?5<"1("<=:9: Heitast 2 °C | Kaldast -8 °C Lægir a-lands og léttir til. Hæg S-átt síð- degis, vaxandi vestan til, 8-13 m/s, slydda eða snjókoma síðdegis. » 10 Eagle Eye er tekju- hæsta myndin hér á landi en í Bandaríkj- unum verður dans og söngur fyrir val- inu. » 38 KVIKMYNDIR» Hasar, dans og söngur FÓLK» Aniston er kannski með tvo í takinu. » 43 Þriðja plata hljóm- sveitarinnar Keane er komin út og var skemmtileg í vinnslu en kostaði blóð, svita og tár. » 41 TÓNLIST» Frískir og fjörugir AF LISTUM» Svartir englar eru alveg ágætir. » 39 TÓNLIST» Páll Óskar bíður eftir Silfursafninu. » 36 Menning VEÐUR» 1. Ekki allt kolsvart á Íslandi 2. Bílaflotinn seldur til Noregs? 3. Landsbankinn verður NBI hf. 4. Prins Polo á þrotum? Íslenska krónan veiktist um 0,3% Þjóðleikhúsinu Macbeth „VÖLLURINN er ekki leikhæfur og útlitið er ekki bjart,“ segir Jóhann Kristinsson vallarstjóri Laugardalsvallar. Á fimmtudag er landsleikur kvennaliðs Íslands og Írlands á dagskrá í umspili um laust sæti í úrslitum Evrópumótsins í Finn- landi. UEFA varð ekki við beiðni KSÍ um að nota Kórinn í Kópavogi sem varavöll. „Við verðum bara að stóla á veðurguðina,“ segir Þórir Hákonarson framkvæmdastjóri KSÍ. | Íþróttir Laugardalsvöllur ekki leikhæfur og útlitið fyrir Íraleikinn ekki bjart „Við verðum bara að stóla á veðurguðina“ Morgunblaðið/Brynjar Gauti Eftir Jón Pétur Jónsson jonpetur@mbl.is GASSPRENGING í vinnuskúr í Grundargerði í gærkvöldi varð þess valdandi að sex ungmenni á aldrinum 14-15 ára voru flutt á slysadeild Land- spítalans í Fossvogi með brunasár, þar af einn á gjörgæsludeild með alvarlega áverka. Mikill við- búnaður var af hálfu lögreglu og slökkviliðs, auk þess sem tugir björgunarsveitarmanna voru kall- aðir út til að leita af sér allan grun um að fleiri unglingar hefðu slasast við sprenginguna. Ekki var vitað í fyrstu hve margir unglingar höfðu ver- ið inni í skúrnum eða við hann, en talið er að eldur hafi kviknað út frá gaskút. Sprengingin var það öflug að útveggir rifnuðu út að hluta. Að frumkvæði slökkviliðsins var Bústaðakirkja opnuð í gærkvöldi fyrir ungmennin og forráða- menn þeirra og aðstandendur. „Við reyndum að tala við fólk og benda því á góð ráð til að halda utan um sitt fólk og vera saman. Það bregður öllum svakalega við þetta vegna þess að ungir krakkar, sem fara út á kvöldin, fara út til að leika sér frjáls og glöð í ævintýrum lífsins. Svo enda þau með skelfingu og þá bregður öllum,“ sagði sr. Pálmi Matthíasson, sóknarprestur í Bú- staðakirkju, við Morgunblaðið í gærkvöldi, en í kirkjuna komu nokkur ungmenni, foreldrar og skólastjórar úr hverfinu. „Við vildum endilega koma út tilkynningu til krakkanna, þeirra sem höfðu verið á staðnum, að þau gæfu sig fram hérna. Það er alveg viðbúið að þessir krakkar séu í miklu sjokki. Og eins og að- koman var þarna á staðnum þá voru þessir slös- uðu á víð og dreif,“ sagði Jón Friðrik Jóhannsson, deildarstjóri hjá slökkviliðinu, sem var til staðar í kirkjunni. Á tólfta tímanum fengust þær upplýs- ingar hjá slökkviliðinu að nokkur ungmenni sem urðu vitni að slysinu hefðu komið síðar í kirkjuna. Brenndust í sprengingu Morgunblaðið/Júlíus Sprenging Útveggir og hurðir á vinnuskúrnum rifnuðu út við gassprenginguna í Grundargerði. Öllum bregður svakalega, segir sr. Pálmi Matthías- son í Bústaðakirkju

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.