Morgunblaðið - 11.11.2008, Page 1
Þ R I Ð J U D A G U R 1 1. N Ó V E M B E R 2 0 0 8
STOFNAÐ 1913
309. tölublað
96. árgangur
Landsprent ehf.
MBL.IS
Morgunblaðið
hvar sem er
hvenær sem er
95
ára
mbl.is
MINNING UM LISTAMANN
ÁRNI MATTHÍASSON
MINNIST MIRIAM MAKEBA
HANDKNATTLEIKUR
Spútnikliðið er
frá Akureyri
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
08
-0
08
0
NÝJAR OG HANDHÆGARI UMBÚÐIRostur.is
Leikhúsin
í landinu >> 37
„ÞAÐ er fundað baki brotnu um efnahagsmál og framtíð
kjarasamninganna,“ segir verkalýðsforingi á almenna
vinnumarkaðinum. ASÍ og Samtök atvinnulífsins ræða
stíft þessa dagana um mögulegar aðgerðir í kjaramálum
og samstillt átak við endurreisn í atvinnu- og efnahagslíf-
inu.
Sagt er að ef breið samstaða náist um sameiginlegar
tillögur um umgjörð kjarasamninga á næstu árum megi
vel vera að því verði síðar meir líkt við nýja þjóðarsátt.
Forsendunefnd kjarasamninganna fundar í dag en nið-
urstaða mun þó ekki nást fyrr en leyst hefur verið úr yf-
irstandandi kjaradeilu stéttarfélaga og launanefndar
sveitarfélaga. ASÍ hefur rætt við SA og kynnt stjórnvöld-
um aðgerðaáætlun frá ársfundinum í seinasta mánuði,
þar sem m.a. er lagt til að sótt verði um ESB-aðild og
stefnt að upptöku evru. „Við erum líka tilbúin að stuðla
að framlengingu kjarasamninga án þess að komi til veru-
legra breytinga frá því sem er í núverandi samningi og
taka þ.a.l. á okkur talsverða skerðingu til þess að verja
atvinnustigið og skapa ró á vinnumarkaði á meðan við
förum í gegnum þetta erfiðleikatímabil,“ segir Gylfi Arn-
björnsson, forseti ASÍ. Einnig vill ASÍ taka þátt í endur-
reisnarstarfi atvinnulífsins, m.a. með aðkomu lífeyris-
sjóða að fjárfestingu, og fjölmargar úrlausnir eru settar
fram um að bæta greiðslustöðu heimilanna. Vilhjálmur
Egilsson, framkvæmdastjóri SA, segir að almennt hafi
verið mikill samhljómur í því sem SA og ASÍ hafa haldið
á lofti. ,,Við vinnum mjög þétt saman,“ segir hann.|11
ASÍ og SA reyna samstillt átak í kjara- og efnahagsmálum
Þétt saman um þjóðarsátt
EKKI hefur öllum verklegum framkvæmdum á
höfuðborgarsvæðinu verið hætt og meðal annars
er nú unnið að lagningu ræsis við Mýrargötu.
Stórvirkar vinnuvélar og menn í skurðum
blasa því við vegfarendum sem leið eiga um þær
slóðir nú um stundir. Þó er ekki víst að alltof vel
viðri til slíkra útiframkvæmda alveg á næstunni
því spáð er norðanátt og kólnandi veðri þó að
frostlaust verði að mestu sunnan til.
Enn sjást vinnuvélar og menn í skurðum
Morgunblaðið/Kristinn
SKILANEFNDIR bankanna munu
hitta erlenda kröfuhafa í bú þeirra
á fundum í vikunni. Um er að ræða
fulltrúa evrópskra og bandarískra
lánveitenda. Samkvæmt heimildum
Morgunblaðsins hafa ýmsir kröfu-
hafanna látið í ljós að fyrra bragði
áhuga á að taka hlut í íslensku
bönkunum upp í skuldir og taka
þátt í áframhaldandi rekstri og fjár-
mögnun þeirra.
Á fundunum verður gerð grein
fyrir stöðu þrotabúa bankanna.
Heimildir Morgunblaðsins herma
að meðal annars verði farið yfir
fyrstu vísbendingar um verðmæti
þeirra eigna sem eftir verða í gömlu
bönkunum. Er vonast til þess að í
framhaldinu verði kröfuhafarnir til-
búnir til að vera með í ráðum um
hvernig stíga eigi næstu skref. Má
búast við því að verði eignir inn-
heimtar hratt fái kröfuhafar borgað
fyrr en ella en fái þá minna upp í
kröfurnar en ef eignirnar eru inn-
heimtar hægar.
Geir H. Haarde forsætisráðherra
segir mikilvægt að sýna kröfuhöf-
unum sanngirni og tryggja að þeim
sé ekki mismunað. Í Morgunblaðinu
á laugardag sagði Vilhjálmur Eg-
ilsson, framkvæmdastjóri Samtaka
atvinnulífsins, að gagnvart erlend-
um kröfuhöfum væri ríkið ekki trú-
verðugur eigandi bankanna. „Besta
leiðin til að semja frið við þá er að
þeir fái bankana afhenta, eins og
myndi gerast í venjulegu þrotabúi,
þar sem kröfuhafar taka það yfir,“
sagði hann.
Vilja eiga í bönkunum
Skilanefndir hitta fulltrúa erlendra kröfuhafa í vikunni
Bæði fulltrúar evrópskra og bandarískra lánveitenda Í HNOTSKURN»Fundir skilanefndannameð fulltrúum kröfuhafa
verða á miðvikudag, fimmtu-
dag og föstudag.
»Skuldir íslenskra innláns-stofnana, banka og spari-
sjóða, erlendis voru um 8.000
milljarðar króna um mitt
þetta ár.
» Forsætisráðherra undir-strikar að málið sé í hönd-
um skilanefnda bankanna.
Kröfuhafar hitta | 12
LAND eins og Ísland, með hátt
menntunarstig, mikinn vinnuþrótt
og góða alþjóðlega reynslu, þarf
ekki að hafa áhyggjur þegar til
langs tíma er litið, að mati Takashi
Yamaguchi, forstjóra japanska lyfja-
fyrirtækisins ASKA Pharmaceuti-
cal.
Aska og Actavis hafa ritað undir
viljayfirlýsingu um stofnun sameig-
inlegs samheitalyfjafyrirtækis í Jap-
an. Stefnt er að því að fyrirtækið,
sem bera mun nafnið Actavis ASKA
Co., hefji starfsemi í apríl á næsta
ári. Actavis mun eiga 45% í nýja fyr-
irtækinu en ASKA 55%. Japönsk
stjórnvöld ákváðu nýlega að stefna
að tvöföldun notkunar samheitalyfja
í landinu og því telja ASKA og Acta-
vis að mikil tækifæri felist í sam-
vinnu sem þessari.
Við undirritun yfirlýsingarinnar
sagði Yamaguchi ennfremur að
vegna áðurnefndra lykilþátta í fari
íslensku þjóðarinnar og þess, hversu
öflugt fyrirtæki þeir hafi byggt upp
með Actavis, sé Aska mjög ánægt
með að vinna með Íslendingum og
sækja sameiginlega inn á japanska
samheitalyfjamarkaðinn. » 16
Ísland þarf ekki að hafa
áhyggjur til frambúðar
Friðarsam-
komulag sem
markaði lok fyrri
heimsstyrjald-
arinnar tók gildi
klukkan 11 fyrir
níutíu árum. Það
var undirritað í
lestarvagni í
Compiégne-
skógi í Frakk-
landi. Dagurinn
er opinber frídagur í mörgum lönd-
um og í dag tekur Nicolas Sarkozy
Frakklandsforseti á móti þjóðhöfð-
ingjum, þ. á m. Karli Bretaprinsi, í
tilefni dagsins. jmv@mbl.is
Klukkan 11 hinn 11.11.
1918 hljóðnuðu byssur
Friður Myndataka
við lestarvagninn.
Skuldir Jóns Ásgeirs Jóhann-
essonar og fyrirtækja hans nema
yfir þúsund milljörðum króna.
Þetta fullyrðir Gunnar Smári Eg-
ilsson í grein í Morgunblaðinu í dag.
Hann segir að skuldir Landic
nemi 450 milljörðum, Baugur
skuldi 400 milljarða, FL Group 350
milljarða, auk þess sem önnur fyr-
irtæki í eigu Jóns skuldi tugi og
hundruð milljarða króna. »22
Segir skuldirnar yfir
1.000 milljörðum