Morgunblaðið - 11.11.2008, Page 4

Morgunblaðið - 11.11.2008, Page 4
Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is JÓN Ásgeir Jóhannesson ætti þegar að hafa vikið úr stjórnum hlutafélaga, að mati Áslaugar Björgvinsdóttur, dósents við Háskólann í Reykjavík. Ákvæði í hlutafélagalögum séu ótví- ræð, sá sem hljóti dóm fyrir brot á nánar tilgreindum lögum missi þegar í stað hæfi sitt til stjórnarsetu. Þótt Jón Ásgeir hefði átt að víkja úr stjórnum félaganna, segir Áslaug að stjórnarseta hans hafi engin áhrif á gildi þeirra ákvarðana sem stjórnirnar hafa tekið frá því dómur í Baugsmál- inu var kveðinn upp. Páll Ásgrímsson héraðsdóms- lögmaður vakti athygli á því í aðsendri grein í Morgunblaðinu í gær, að Jón Ásgeir sæti í stjórnum 13 hlutafélaga, samkvæmt samantekt Creditinfo Ís- land. Í hlutafélagalögum væri á hinn bóginn lagt blátt bann við því að menn sem hefðu hlotið dóm fyrir brot á nán- ar tilgreindum lögum sitji í stjórnum hlutafélaga. Páll sagði undarlegt að skv. frétt Viðskiptablaðsins frá 6. nóv- ember teldi Skúli Jónsson, for- stöðumaður Hlutafélagaskrár, að Jón Ásgeir gæti setið í stjórn fyrirtækis fram að næsta aðalfundi. Þessi skoðun ætti sér ekki stoð í lögum, hluta- félagaskrá gæti ekki búið til nýjar reglur og skoraði Páll á Hluta- félagaskrá að grípa til aðgerða. Lagaákvæðin skýr Áslaug Björvinsdóttir segir ákvæði 64. og 66. greinar hlutafélagalaga vera skýr. Stjórnarmaður megi ekki hafa hlotið dóm á síðustu þremur árum. Hljóti hann dóm missi hann um leið hæfi sitt til að sitja í stjórnum fyr- irtækja. Því beri honum að víkja úr stjórninni þegar í stað. Sé varamaður í stjórninni eigi hann að taka sæti í hans stað. Í vissum tilvikum megi bíða með að kjósa nýjan aðalmann í stjórn þar til á næsta aðalfundi. Áslaug bendir á að samkvæmt hlutafélagalögum hvíli sú skylda á stjórnarmönnum að sjá til þess að skipulag og starfsemi félagsins sé ávallt í samræmi við lög, þ.á m. að stjórnarmenn fullnægi almennum hæfisskilyrðum samkvæmt 66. grein laganna hverju sinni og bregðast þá þegar við í samræmi við 64. grein komi sú staða upp að stjórnarmaður missi almennt hæfi sitt. Ætti að vera hættur Dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík segir að menn missi hæfi til setu í stjórnum hlutafélaga þegar dómur fellur Morgunblaðið/ÞÖK Réttur Jón Ásgeir Jóhannesson, Gestur Jónsson hrl. og Tryggvi Jónsson, fyrrverandi aðstoðarforstjóri Baugs, t.h., í Héraðsdómi Reykjavíkur. JÓN Ásgeir Jóhannesson hlaut skilorðsbundinn dóm fyrir brot gegn almenn- um hegningarlögum með því að rangfæra bókhald Baugs. Í 66. grein hlutafélagalaga segir: „Stjórnarmenn [...] mega ekki á síðustu þremur árum hafa í tengslum við atvinnurekstur hlotið dóm fyrir refsiverð- an verknað samkvæmt almennum hegningarlögum eða lögum um hluta- félög, einkahlutafélög, bókhald, ársreikninga, gjaldþrot eða opinber gjöld.“ Í 64. grein hlutafélagalaga segir: „Ef starfi stjórnarmanns lýkur áður en kjörtímabili er lokið eða hann uppfyllir ekki lengur skilyrði 66. gr. til þess að geta verið í stjórn og enginn varamaður er til þess að koma í hans stað hvílir sú skylda á hinum stjórnarmönnunum að efna til kjörs nýs stjórnarmanns fyrir þann tíma sem eftir er af kjörtíma hins fyrri eða óska eftir tilnefningu. Ef kjörið heyrir undir hluthafafund er þó unnt að fresta kjöri nýs stjórn- armanns til næsta aðalfundar þar sem stjórnarkjör skal fara fram, svo fremi stjórnin sé ákvörðunarbær með þeim stjórnarmönnum og varamönnum sem eftir eru.“ Skylda að kjósa nýjan mann DÓMUR í Baugsmálinu var kveðinn upp í Hæstarétti 5. júní 2008 og hlaut Jón Ásgeir Jóhannesson þá þriggja mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára. Jón Ásgeir situr m.a. í stjórn 365 hf. og er stjórnarformaður. Aðalfundur félagsins var haldinn í mars á þessu ári. Verði næsti aðalfundur haldinn í mars á næsta ári og sitji Jón Ásgeir í stjórninni þangað til, hefur hann setið í stjórn 365 í um níu mánuði frá því dómur gekk í Baugsmálinu. Jón Ásgeir getur aftur tekið sæti í stjórn hlutafélaga 6. júní 2011, þegar þrjú ár verða liðin frá dómi í Baugsmálinu. Ákveði Jón Ásgeir að segja sig úr stjórn 365 áður en aðalfundur er hald- inn er einn varamaður til reiðu í stjórninni. Varamenn í stjórn voru raunar tveir þar til fyrir rúmlega viku. Þá sagði Árni Hauksson sig úr stjórninni í kjölfar þess að meirihluti stjórnar samþykkti tilboð Rauðsólar, félags Jóns Ásgeirs, í fjölmiðlahluta 365. Í stað Árna tók varaformaðurinn Matthías Imsland, forstjóri Iceland Express, sæti í stjórninni. Hinn varamaðurinn er Soffía Lárusdóttir, skv. upplýsingum á vef 365. Varamaður til taks í 365 Morgunblaðið/Kristinn Samstarf Kristín Ingólfsdóttir og Bernhard Örn Pálsson takast í hendur eftir að tilkynnt var um styrk frá Evrópska rannsóknaráðinu. Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is „STYRKURINN er til rannsókna á efnaskiptum í mönnum, að skoða þau sem heilt kerfi en ekki hvern og einn lífhvata fyrir sig sem matar eitt og eitt efnahvarf,“ segir Bernhard Örn Pálsson, gestaprófessor við Há- skóla Íslands og prófessor í lífverk- fræði við Kaliforníuháskóla í San Diego. Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, tilkynnti við athöfn í gær að Bernhard hefði fengið 2,4 milljóna evra styrk frá Evrópska rannsóknaráðinu (ERC), um 400 milljónir króna. Styrkurinn rennur til Háskóla Ís- lands og er þetta stærsti rann- sóknastyrkur sem komið hefur til skólans. Bernhard segir að styrk- urinn verður notaður til að koma upp rannsóknasetri í kerfislíffræði sem hann stýrir. Segir hann mark- miðið að það verði á heims- mælikvarða og telur allar aðstæður vera til þess hér á landi. Styrkurinn fæst út á rann- sóknaverkefni til fimm ára þar sem ætlunin er að nota upplýsingar um genamengi lífvera til að byggja net sem lýsir öllum efnaskiptum fruma í mannslíkamanum. Bernhard segir að byggja þurfi kerfið áfram upp. Þá þurfi að reyna að fylla upp í eyð- urnar með nýjum uppgötvunum. Síðan verði líkanið notað til að hraða leit að nýjum lyfjum sem hafa áhrif á efnaskipti. Segir hann þetta mik- ilvægt því komið hafi í ljós að flestir sjúkdómar í mönnum stafi af ójafn- vægi í efnaskiptum. Nefnir hann sykursýki, offitu, mörg krabbamein og hjartasjúkdóma - og jafnvel taugasjúkdóma. Efnaskiptin skoðuð sem heilt kerfi Stór rannsóknastyrkur til Háskólans BERNHARD Örn Pálsson tók fyrrihlutapróf í efnaverkfræði við HÍ 1977 og lauk dokt- orsprófi við Wisconsin-háskóla 1984. Síðan hefur hann að- allega starfað við Michigan- háskóla og Kaliforníuháskóla þar sem hann starfar nú sem prófessor í lífverkfræði. Hann var valinn í bandarísku verkfræðiakademínuna í byrjun árs 2006. Bernhard segist hafa unnið á sama sviði í þrjátíu ár, eða al- veg frá því hann var í sum- arvinnu hjá Sigmundi Guð- bjarnasyni prófessor við að athuga einstök ensím úr hjarta- vöðva og hvaða áhrif þau hefðu á starfsemi hjartans. Hann tek- ur fram að þekkingin hafi auk- ist mjög á þessum tíma, sér- staklega síðustu tíu árin. Á sviðinu í 30 ár 4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. NÓVEMBER 2008 LÁTINN er í Kaup- mannahöfn rithöfundur- inn og þýðandinn Úlfur Hjörvar. Úlfur var af- kastamikill þýðandi sem þýddi jöfnum höndum leikrit, skáldsögur og ljóð af ýmsum tungumálum, þar á meðal verk eftir Knut Hamsun, Tony Morrison, Karen Blixen, Dario Fo, Sam Shepard, William Heinesen og Edward Bond. Úlfur var fæddur 22. apríl 1935 í Fjalakettinum í Aðal- stræti og ólst þar upp og síðar í Suð- urgötu 6. Hann var yngstur átta barna Rósu og Helga Hjörvar, rithöf- undar og útvarpsmanns, en tvö systk- inanna eru á lífi, þau Guðrún Kjarval og Tryggvi Hjörvar. Úlfur fékk snemma áhuga á þjóðfrelsis- og stéttabaráttu, stundaði meðal annars nám við Komsomolskólann í Moskvu árin 1961 til 1962 og var á sínum yngri árum starfsmaður Samtaka hernáms- andstæðinga, fram- kvæmdastjóri Æsku- lýðsfylkingarinnar og blaðamaður á Þjóðviljan- um. Auk ritstarfa vann hann að ýmsum menn- ingarmálum. Þannig var hann einn útgefenda Forspils, framkvæmda- stjóri leikfélagsins Grímu, sat í stjórn Þýð- ingasjóðs og Rithöfunda- sambands Íslands. Hann var hvatamaður að stofn- un Bókasambands Ís- lands og sat um tíma í menntamála- ráði og síðar í stjórn Danska þýðendasambandsins. Úlfur vann til verðlauna fyrir frumsamin verk, smá- sögur og leikrit. Smásagnasafn Úlfs, Sjö sögur, kom út í Reykjavík 2002. Eftirlifandi eiginkona Úlfs er Helga Hjörvar, en þau gengu í hjóna- band árið 1964. Börn hans eru þrjú: Helgi, sem er kvæntur Þórhildi Elínu Elínardóttur og eiga þau þrjár dætur, Hákon og Rósa María. Andlát Úlfur Hjörvar MAÐURINN sem fannst látinn í sumarbústað í Grímsnesi á laug- ardagsmorgun hlaut áverka af mannavöldum. Ekkert er þó hægt að segja frekar um dánarorsök mannsins fyrr en bráðabirgðanið- urstöður réttarkrufningar liggja fyrir. Á líki mannsins voru hvorki sjáanlegir áverkar eftir barefli né eggvopn. Þorgrímur Óli Sigurðsson, að- stoðaryfirlögregluþjónn á Selfossi, vildi ekkert segja um hvort grunur léki á að manninum hefði verið ráð- inn bani af ráðnum hug eða hvort grunur léki á manndrápi af gáleysi. Fjórir sitja í gæsluvarðhaldi á Litla-Hrauni vegna rannsóknar málsins, tveir karlmenn og tvær konur og voru þau yfirheyrð í gær. Karl og kona sem sitja í gæslu- varðhaldi eiga saman eins árs gam- alt barn sem komið hefur verið í umsjón barnaverndaryfirvalda. Ekki liggur fyrir hvort barnið var í bústaðnum þegar maðurinn lést. runarp@mbl.is Áverkar af mannavöldum „ÉG TALDI við fyrsta yfirlestur að þetta bréf ætti erindi víðar. Við nán- ari umhugsun þegar ég hringdi í minn aðstoðarmann seinna var ég kominn á þá skoðun að við ættum nú að hinkra með það. Þá var skaðinn skeður. Þetta er gert af mikilli hvat- vísi,“ segir Bjarni Harðarson, þing- maður Framsóknarflokks. Í gær- kvöldi sendi hann í tölvupóstsafriti bréf til fjölmiðla þar sem tveir flokksbræður hans gagnrýna Val- gerði Sverrisdóttur harðlega fyrir þátt hennar í einkavæðingu bank- anna á sínum tíma og afstöðu til Evrópumála. Í tölvupóstinum biður hann aðstoðarmann sinn um að senda bréfið nafnlaust til fjölmiðla. Kortéri síðar kom annað tölvubréf frá Bjarna þar sem hann bað fjöl- miðla um að horfa framhjá fyrra bréfinu. Bjarni segir það mat rétt að gjörningurinn hafi verið ódrengileg- Óttast að bréfsending- in skaði samstarfið Sendi gagnrýni á Valgerði til fjölmiðla Valgerður Sverrisdóttir Bjarni Harðarson ur af hans hálfu. Hann hafði ekki rætt við Valgerði um atburðinn í gærkvöldi og átti ekki von á að það næðist fyrir nóttina. Hann segir bréfið endurspegla ágreining í flokknum um Evrópu- málin. En setur þetta ekki strik í samstarf hans og Valgerðar og þar með þingflokksins alls? „Jú, ég hef áhyggjur af því,“ svar- ar Bjarni. ben@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.