Morgunblaðið - 11.11.2008, Síða 16

Morgunblaðið - 11.11.2008, Síða 16
16 FréttirVIÐSKIPTI | ATVINNULÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. NÓVEMBER 2008 "% "%         "% &%       $'(  #           *!+ $%         "% "%,         ÞETTA HELST ... Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is ACTAVIS og japanska lyfjafyrirtæk- ið ASKA Pharmaceutical hafa skrifað undir viljayfirlýsingu um stofnun sameiginlegs samheitalyfjafyrirtæk- is í Japan. Stefnt er að því að starf- semi fyrirtækisins, Actavis ASKA Co., Ltd., hefjist í apríl 2009. Actavis mun eiga 45% hlut en Aska 55%. Samkvæmt upplýsingum frá Acta- vis er japanski lyfjamarkaðurinn sá næststærsti í heimi, en notkun sam- heitalyfja er minni í Japan en á öðr- um af stærstu mörkuðum heims. Jap- önsk yfirvöld ákváðu nýverið að stefna að því að tvöfalda notkun sam- heitalyfja í Japan, þ.e. í a.m.k. 30% lyfjamarkaðarins fyrir árið 2012. Í kjölfarið hafa verið settar af stað ýmsar aðgerðir á vegum japanskra yfirvalda til að ýta undir og styðja þá þróun. Frábært tækifæri Að sögn þeirra sem til þekkja er japanski lyfjamarkaðurinn gríðar- lega flókinn og regluvæddur, og hef- ur erlendum lyfjafyrirtækjum reynst erfitt að komast inn á hann. Það mun vera ástæða þess að Actavis velur að fara þessa leið inn á markaðinn, með reyndum þarlendum samstarfsaðila, frekar en að byggja upp eigið fyrir- tæki frá grunni. Framlag Actavis til hins nýja sam- eiginlega fyrirtækis er samheitalyfja- úrval Actavis, þ.e. 650 núverandi lyf Actavis og tæplega 400 sem nú eru í þróun. Ennfremur hefur Actavis í framtíðinni möguleika á að selja lyf ASKA í gegnum alþjóðlegt dreifi- kerfi sitt, sem nær í dag til um 60 landa. Sigurður Óli Ólafsson, forstjóri Ac- tavis Group, segir þetta frábært tækifæri fyrir Actavis til að komast inn á japanska lyfjamarkaðinn, þann næststærsta í heiminum. Yfirlýsing japanskra stjórnvalda um að stór- auka hlutfall samheitalyfja á mark- aðnum næstu árin hafi verið lykil- þáttur í ákvörðun fyritækisins um að fara inn á þessum tímapunkti. „Við hlökkum til að eiga langt og árang- ursríkt samstarf við Aska, sem er öfl- ugur samstarfsaðili með sterka stöðu á japanska lyfjamarkaðnum.“ Takashi Yamaguchi, forstjóri Aska Pharmaceutical, segir samstarfið munu gera fyrirtækjunum kleift að sameina krafta þeirra beggja. Þekk- ingu Aska á þróunar- og markaðs- málum í Japan og mikið lyfjaúrval Actavis. Þannig geti hið sameiginlega fyrirtæki nýtt styrkleika móðurfyrir- tækjanna tveggja. Það sé markmið Actavis Aska að verða leiðandi sam- heitalyfjafyrirtæki á japanska mark- aðinum.“ ASKA er japanskt frumlyfjafyrir- tæki sem sérhæfir sig í framleiðslu, sölu, innflutningi og útflutningi lyfja og lækningatækja. Hjá ASKA starfa 1060 manns. Sækir fram í Japan Í HNOTSKURN »Nú er markaðshlutdeildsamheitalyfja í Japan um 15%, en þarlend stjórnvöld vilja tvöfalda hana í a.m.k. 30% fyrir árið 2012. »Sameiginlegt fyrirtækiActavis og ASKA mun hefja starfsemi í apríl n.k.  Actavis gerir samning við japanskt lyfjafyrirtæki um sölu samheitalyfja þar í landi  Eignast 45% í nýju fyrirtæki Handsal Sigurður Óli Ólafsson, forstjóri Actavis, og Takashi Yamaguchi, forstjóri ASKA, handsala samkomulag fyrirtækjanna tveggja í Japan. ● ÚRVALSVÍSITALA Kauphallarinnar hækkaði um 0,67% í viðskiptum gær- dagsins. Össur hækkaði um 6,24% en Alfesca lækkaði um 5,95%. Ákvörðun kínverskra stjórnvalda um að verja um 600 milljörðum dala til að styrkja hagkerfi landsins hafði já- kvæð áhrif á hlutabréfamarkaði í Asíu og Evrópu. Nikkei hækkaði um 5,81%, breska FTSE um 0,89% og þýska DAX um 1,76%. Samnorræna OMX-vísitalan hækkaði um 1,62%. bjarni@mbl.is Víða hækkanir ● FÆREYSKA lögþingið sam- þykkti síðastliðið föstudagskvöld að leggja 30 millj- ónir færeyskra króna, um 670 milljónir ís- lenskra króna, í nýtt hlutafé í Smyril Line, sem gerir út ferjuna Nor- rænu. Í færeyska dagblaðinu Sosialurin segir að hefði lögþingið ekki komið Smyril Line til aðstoðar hefði verið farið fram á gjaldþrotaskipti félags- ins í gær. Þá hefði Norrænu verið lagt þegar skipið kom til hafnar í Bergen í Noregi í gærmorgun. Ekki var sátt um aðgerðirnar til að- stoðar Smyril Lyne í lögþinginu. Ein- ungis tvö atkvæði gerðu gæfumun- inn við atkvæðagreiðslu í lögþinginu. gretar@mbl.is Norrænu bjargað ● SÆNSKA fjármálaeftirlitið hefur afturkallað starfsleyfi sænska fjárfesting- arbankans Carnegie. Á vef Dagens Nyheter kemur fram að ríkissjóður hafi tekið yfir Carnegie og muni reka fyrirtækið áfram. Segir að viðskiptavinir Carnegie muni ekki skaðast af yfirtökunni. Á DN er haft eftir Erik Saers, framkvæmdastjóra fjármálaeftirlitsins, að rík- issjóður hafi tekið yfir Carnegie og það komi til framkvæmda strax. Sænska fjármálaeftirlitið hefur að undanförnu skoðað hvort reglur hafi ver- ið brotnar eftir að í ljós kom, að Carnegie lánaði einum viðskiptavini 1 milljarð sænskra króna og þurfti að afskrifa lánið á þriðja ársfjórðungi. Samkvæmt hluthafalista sem birtur er á vef Dagens Industri þá er Böös & Enblad stærsti hluthafinn í Carnegie með 8,4%, Moderna Finance, sem er í eigu Milestone, fjárfestingarfélags Karls Wernerssonar, á 6,4%. Harris Asso- ciates með 5,3% og Swedbank Robur með 4,8%. Sænska ríkið hyggst selja Carnegie í framtíðinni. guna@mbl.is Sænski bankinn Carnegie sviptur starfsleyfi          Samtök atvinnulífsins efna til opins fundar vegna þeirrar alvarlegu stöðu og miklu áskorana sem íslensk fyrirtæki standa frammi fyrir. Hvað er til ráða? Hvernig geta fyrirtækin lifað hremmingarnar af? Hver er vilji íslensks atvinnulífs? Hvernig byggjum við upp íslenskt atvinnulíf til framtíðar? SA hvetja félagsmenn eindregið til að mæta og koma sjónarmiðum sínum á framfæri Erindi flytja: Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA Hermann Guðmundsson, forstjóri N1 Þór Sigfússon, formaður Samtaka atvinnulífsins Umræður og fyrirspurnir úr sal Fundarstjóri er Rannveig Rist, forstjóri Alcan á Íslandi Skráning og morgunkaffi kl. 8:00-8:30 Nauðsynlegt er að skrá þátttöku á vef Samtaka atvinnulífsins www.sa.is R Ö D D A T V I N N U L Í F S I N S Á GRAND HÓTEL REYKJAVÍK FIMMTUDAGINN 13. NÓVEMBER KL. 8 :30-10:00 GULLTEIG

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.