Morgunblaðið - 11.11.2008, Síða 17
Fréttir 17ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. NÓVEMBER 2008
FUNDIST hafa nákvæmar teikningar af
Auschwitz, útrýmingarbúðum nasista í Pól-
landi, og má af þeim ráða, að það var frá byrj-
un ljóst hvað þar ætti að fara fram. Voru teikn-
ingarnar birtar í þýska dagblaðinu Bild í
fyrradag en þá voru 70 ár liðin frá Krist-
alsnóttinni, sem svo var kölluð, upphafi skipu-
legra ofsókna nasista gegn gyðingum.
Teikningarnar fundust í íbúð í Berlín og eru
frá árunum 1941 til 1943. Eru þær 28 talsins og
sýna meðal annars hliðið að Auschwitz við enda
brautarteinanna. Sýna þær líka „aflúsunarstöð“
ásamt „Gaskammer“, gas-
klefa, og líkbrennsluofnum.
Á eina af teikningunum hef-
ur Heinrich Himmler, yf-
irmaður SS-sveitanna og
helsti skipuleggjandi Helfar-
arinnar, ritað nafn sitt
grænu letri.
Dr. Hans-Dieter Krei-
kamp, yfirmaður rík-
isskjalasafnsins í Berlín,
segir, að fundurinn sé „ákaf-
lega mikilvægur“. Í viðtali við Bild sagði hann,
að teikningarnar væru afdráttarlaus sönnun
fyrir skipulögðu þjóðarmorði, Helförinni gegn
gyðingum. Segir hann, að augljóst sé, að allir
þeir, sem komu að skipulagningu og byggingu
Auschwitz-búðanna, hafi vitað, að þar ætti að
drepa fólk í stórum stíl.
Óhugnanlegasta teikningin sýnir Aflús-
unarstöð. Úr „búningsklefa“ þar sem fólk af-
klæðist liggur leiðin í „bað- og sturtuklefa“ og
þaðan í klefa eða sal þar sem fólk klæðist aft-
ur. Þar eru dyr að tveimur forherbergjum, úr
þeim er gengið inni lítinn gang og því næst
tekur við allstór salur. Þar stendur svart á
hvítu á teikningunni: „Gaskammer“.
Teikningarnar eru líka merkilegar fyrir það,
að þær sýna, að fjöldamorðin á gyðingum voru
ekki ákveðin á svokölluðum Wannsee-fundi í
Berlín í janúar 1942, heldur miklu fyrr. Hingað
til hefur verið talið, að á þeim fundi hafi Die
Endlösung, „lokalausnin á gyðingavandamál-
inu“ verið ákveðin í fyrsta sinn. svs@mbl.is
Í HNOTSKURN
» Í Auschwitz voru stærstuútrýmingarbúðir nasista í
síðari heimsstyrjöld. Voru þar
þrjár aðalbúðir en 40 und-
irbúðir. Voru þær teknar í
notkun árið 1940.
» Talið er, að í Auschwitzhafi allt að 1,6 milljónir
manna verið líflátnar, þar af
90% gyðingar. Aðrir voru m.a.
Pólverjar, Rússar, sígaunar og
fleiri.
Teikningar af Auschwitz fundnar
Börn í Auschwitz.
Helförin sýnilega afráðin
fyrir Wannsee-fundinn
FÍLLINN Gumlaitong, sem er fjög-
urra ára, ýtir af stað blómabáti með
stóru kerti í upphafi Loy Kratong-
hátíðarinnar í Taílandi en hún er
meðal annars haldin til heiðurs
gyðju vatnsins, Phra Mae
Khongkha. Blómabáturinn er líka
táknrænn fyrir hreinsun og end-
urnýjun og ber í burtu alla reiði og
óvild í annarra garð og gerir fólki
kleift að hefja nýtt og betra líf í sátt
við guð og menn.
AP
Blómabátur ber í burt reiði og óvild
Eftir Boga Þór Arason og
Jóhönnu Maríu Vilhelmsdóttur
BUSH-HJÓNIN tóku á móti Mi-
chelle og Barack Obama, verðandi
forsetahjónum, í Hvíta húsinu í gær.
Þar áttu Bush og Obama fund undir
fjögur augu á meðan eiginkonur
þeirra skoðuðu vistarverur forseta-
hjónanna. Fundurinn er haldinn
fyrr en venja er með slíka fundi en
það kemur ekki á óvart í ljósi þeirrar
erfiðu stöðu sem bíður nýs forseta.
Obama býr sig undir að hnekkja
nokkrum af umdeildustu ákvörð-
unum George W. Bush forseta fljót-
lega eftir að hann tekur við embætt-
inu 20. janúar.
200 tilskipanir til athugunar
Bush er álitinn hafa farið nokkuð
frjálslega með vald sitt sem forseti
til að framfylgja stefnu sinni með til-
skipunum án þess að leita eftir sam-
þykki þingsins. The Washington
Post segir að nefnd, sem undirbýr
valdatöku Obama, hafi tekið saman
lista yfir um 200 forsetatilskipanir
sem hún telji að komi til greina að
ógilda eða breyta.
John Podesta, sem fer fyrir
nefndinni, ræddi þetta mál í sjón-
varpsviðtali í fyrrakvöld og nefndi
sérstaklega tvær umdeildar ákvarð-
anir sem líklegt væri að Obama
myndi hnekkja. Í fyrsta lagi til-
greindi hann forsetatilskipun sem
takmarkar opinbera styrki til rann-
sókna á stofnfrumum úr fósturvísum
og í öðru lagi áform Bush um að
heimila umdeildar gas- og olíu-
boranir í Utah-ríki.
The Washington Post sagði að
með því að hnekkja ákvörðunum
Bush myndi Obama í nokkrum til-
vikum efna loforð, sem hann gaf í
kosningabaráttunni, en í öðrum til-
vikum hygðist hann taka upp stefnu
Bills Clinton og endurnýja tilskip-
anir sem voru numdar úr gildi á átta
ára valdatíma Bush. Meðal annars
er búist við að Obama ógildi til-
skipun sem bannar alþjóðlegum
samtökum, sem fá fjárframlög frá
Bandaríkjastjórn, að veita konum
ráðgjöf um fóstureyðingar, jafnvel í
löndum þar sem þær eru heimilaðar.
Podesta sagði að nefnd Obama
myndi fylgjast grannt með forseta-
tilskipunum sem Bush kynni að gefa
út áður en hann lætur af embætti.
„Stjórn Bush beitir sér enn af hörku
fyrir aðgerðum sem ég tel að þjóni
ekki hagsmunum landsins,“ sagði
Podesta, sem var skrifstofustjóri
Hvíta hússins í forsetatíð Clintons.
Breyting á næsta leiti
Nefnd Obama telur koma til greina að ógilda 200 tilskipanir
sem settar hafa verið af núverandi forseta George W. Bush
Reuters
Móttaka Barack Obama kom í fyrsta sinn inn á forsetaskrifstofu Hvíta
hússins í gær þar sem hann ræddi við Bush í einrúmi í á aðra klukkustund.
!
"
## $
%
&
'
(
) )
$
$)
$
*
'))!)+& )(
,
$ )
) %()
) %+&
&
,
"
-"./
!
"# $
% $
0120340"5166"327897
:2;6<=>?=@A823328BB8
&
''
( $
( ' )
() * + $
!
" $
#
,
)
'' -
$
$
(
.
) .
/
$
0 ''
(
* (
$1
'
!
* (
C9826??957A82
, !
$ '' 2
D
+
#
"# $%
,
%
(
(
'
2
)
)
(
'
& $
3
<EF
G,
E
%
)G,
*)
'
$
$%
4
5 2%
) %
) (
#'
(
)% $
" '
)
( (
+ 2 3 )#)
*
()
$EF
*%!%
6
77
2 3
## FF
++!
! ''2
(
"
*)
) ,
2
* #
(
- ./
9)
H
)
/8
/
((*
EKKI er óalgengt, að fólk kjósi held-
ur að búa saman en ganga formlega í
hjónaband en réttindi þessa fólks og
barna þess samkvæmt erfðalögum
eru hins vegar mjög lítil. Á því verð-
ur þó breyting í Noregi um næstu
áramót.
Áætlað er, að í Noregi séu 240.000
pör í sambúð, þar af 140.000 með
barn eða börn. Fjöldi hjóna er aftur
á móti um 832.000 að því er fram
kemur í Aftenposten.
Mörg dæmi eru um, að fólk, sem
er í sambúð, verði illa úti fjárhags-
lega missi það makann en á því verð-
ur ráðin allmikil bót í Noregi um ára-
móti. Þá taka gildi ný erfðalög, sem
munu tryggja betur réttindi sam-
búðarfólks en dæmi eru um annars
staðar.
Með lögunum verður sambúðar-
formið ekki alveg jafnrétthátt hjóna-
bandi en nefna má, að sambúðarfólk,
sem á saman börn, erfir hvort annað
að ákveðnu hámarki. Er þessi réttur
ríkari en réttur þeirra barna, sem
hvort um sig átti áður en sambúðin
hófst. Hafi parið átt börn saman, má
eftirlifandi maki sitja áfram í óskiptu
búi.
Búist við málastappi
Viðbúið þykir, að ýmis mál muni
rísa út af lögunum og þá einkanlega
frá fyrri börnum sambúðarfólks.
Eins og fyrr segir á að ríkja gagn-
kvæmur réttur milli fólks í sambúð
að ákveðnu marki en það getur þýtt,
að fyrri börn fái ekkert í sinn hlut.
svs@mbl.is
Lög sett um erfða-
rétt sambúðarfólks