Morgunblaðið - 11.11.2008, Page 19

Morgunblaðið - 11.11.2008, Page 19
Daglegt líf 19ÚR BÆJARLÍFINU MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. NÓVEMBER 2008 Nú fer sá árstími í hönd þegar hangi- kjötsreykinn leggur frá Fjallalambi yfir þorpið, sérstaklega í sunnangolu. Hangikjötsilmurinn tekur við af sviðalyktinni sem fylgir sláturtíðinni en henni lauk 20. október sl. Bæði hangikjöt og svið frá Fjallalambi eru eftirsóttar vörur enda vandfundin svið sem verkuð eru með gamla lag- inu líkt og hér tíðkast.    Lífið gengur sinn vanagang enn sem komið er þrátt fyrir kreppuna enda viðbrigðin hér fyrir norðan mun minni en á suðvesturhorninu þó auð- vitað finni allir fyrir verðbólgu og óhagstæðri gengisþróun. Oft var þörf en nú er nauðsyn fyrir landann að huga að því að velja íslenskt. Enn fremur er mikilvægt að landsbyggð- arfólk líti sér nær og horfi í kringum sig í sinni heimabyggð þegar kaupa á vöru og þjónustu eða eins og segir í máltækinu „hollur er heimafenginn baggi“. Þetta á ekki síst vel við nú, í aðdraganda jólanna, þegar almenn- ingur mun að vanda leitast við að gleðja sig og sína þrátt fyrir þreng- ingarnar.    Spurningin er hvort tími landsbyggð- arinnar sé kominn á ný, þar sem ætla má að ástandið feli í sér ákveðin tækifæri utan þéttbýlisins við Faxa- flóa.    Um þetta leyti ársins er hið fé- lagslega vetrarstarf komið í nokkuð fastar skorður. Þannig heldur kven- félagið Stjarnan sína matarfundi fyrsta fimmtudag í mánuði þar sem kvenfélagskonur ræða ýmis málefni samfélaginu til heilla en þeirra aðal- verkefni á næstunni mun vera skipu- lagning þorrablótsins 2009 sem hald- ið verður 31. janúar.    Kirkjustarfið er á sínum stað, mán- aðarlegar guðsþjónustur, kirkjuskóli og TTT starf aðra hverja viku, kirkjukórinn kemur saman vikulega en framundan eru hin hefðbundnu verkefni hjá söngfólki á aðventu og jólum, auk þess sem stefnt er að kóramóti í sýslunni í janúar þar sem dagskráin verður helguð norður- þingeyskum laga- og textahöfundum. Sr. Hildur Inga Rúnarsdóttir þjónar nú við Snartarstaðakirkju, sem og aðrar kirkjur í Skinnastað- arprestakalli, í námsleyfi sr. Jóns Ár- manns Gíslasonar til áramóta.    Prjónakaffi í Versluninni Bakka hef- ur reynst nokkuð vinsæl samkoma undanfarna vetur, þar hittist fólk á öllum aldri með hannyrðir sínar yfir kaffibolla og spjallar saman. Prjóna- kaffi er auglýst eftir hádegi á fimmtudögum eins og verið hefur.    Sigríður Kjartansdóttir sjúkraþjálf- ari stendur fyrir „heilsurækt á haust- dögum“ sem samanstendur af leik- fimi tvisvar í viku ásamt útivist þar sem stefnan er tekin á sólstöðugöngu 20. desember.    Framkvæmdum er um það bil að ljúka við nýbyggingu félags- og þjón- ustumiðstöðvar eldri borgara við Ak- urgerði en þó er óljóst hvenær hægt verður að vígja húsið og taka það í notkun þar sem ekki mun vera hægt að afhenda húsgögn og annan búnað í húsið vegna kreppunnar.    Benedikt Björgvinsson, sem starf- rækt hefur Gistiþjónustuna að Ak- urgerði 7 um árabil, hyggst nú stækka við sig og hefur í því skyni fest kaup á fasteigninni að Akurgerði 1. Gistiþjónustan er aðili að keðju Farfugla, hostelling international. www.hostel.is    Börn á Kópaskeri hafa ástæðu til að gleðjast yfir nýjum leiktækjum sem komið hefur verið fyrir á lóð Kópa- skersskóla. Trésmiðjan Val á Húsa- vík hefur yfirumsjón með verkinu ásamt með starfsmönnum áhalda- húss Norðurþings.    Á netinu má fylgjast með framhalds- sögu um afdrif göngubrúar yfir Snartarstaðalæk sem komið var fyrir í sumar skammt frá ósnum þar sem lækurinn rennur til sjávar. Göngubrú þessi er raunar langþráð samgöngu- bót fyrir útivistarfólk og skapar ákveðna fjölbreytni fyrir þá sem stunda gönguferðir sér til heilsubót- ar. Svo virðist sem þeir félagar Kári og Ægir séu mótfallnir staðsetning- unni því tvívegis hafa þeir í stór- brimum undanfarið gjörbreytt um- hverfi brúarinnar með þeim hætti að lítið gagn er orðið að sjálfri brúnni. Sjá nánar á www.dettifoss.is KÓPASKER Kristbjörg Sigurðardóttir fréttaritari Morgunblaðið/Lillý Óladóttir Í kirkju Séra Hildur Inga þjónar fyrir altari í Snartarstaðakirkju. Hjálmar Freysteinsson varparfram spurningu í limruformi: „Teketill eða te Ketill?“ Þótt gáfnaljós Guðfinna sé gerðı́ún á náminu hlé. Svo keypti hún te til að táldraga Ketil. Sá var mjög sólginn í te. Björn Ingólfsson spreytir sig einnig á limruforminu og yfirskrift- in er: „Andante con moto“: Þegar Vilhjálmur heimsækir Vivian er venja hjá henni að þríf’ í hann og dansa við hann þennan dáðlausa mann svona rétt til að reyna að fá líf í hann. Svo: „Allegro furioso“: Vargur og gribba er Vivian. Þegar Vilhjálmur fékk ekki líf í hann varð kerlingin óð og öskraði: Blóð! og kastaði hárbeittum hníf í hann. Hjálmar Jónsson gaf brúðhjón saman í Lágafellskirkju og flutti limru í fagnaði í Hlégarði eftir at- höfnina: Verði þeim brautirnar beinar og bjartar á allar greinar. Hér óskum við þess svona ánægð og hress. Til hamingju, Áslaug og Einar. Jón Kristjánsson, faðir brúðgum- ans, gat ekki á sér setið og svaraði: Til himins skal huganum lyfta og hjúskapnum má ekki rifta. Hjálmar er klár, það hrynja mörg tár því hann er svo góður að gifta. VÍSNAHORN pebl@mbl.is Af vargi og gribbu mbl.issmáauglýsingar „Ó, skelfing! skelfing! skelfing!“ Dagbók Hélène Berr hefur verið líkt við „Dagbók Önnu Frank“, báðar stúlkurnar létu lífið skömmu fyrir stríðslok en höfðu lengi barist við að gera það besta úr hörmulegum aðstæðum. Hélène byrjaði að skrifa dagbók árið 1942 en síðasta færslan er daginn sem hún er tekin höndum, og endar á tilvitnun í Macbeth: „Ó skelfing! skelfing! skelfing!“ Einstaklega vel skrifuð, hjartnæm og hrífandi enda hlaut bókin gríðarlega athygli þegar hún kom út í Frakklandi á árinu og þaut beint á metsölulista. Örlítið um stjórnskipulegan neyðarrétt Ragnhildur Helgadóttir prófessor við lagadeild HR Samspil „neyðarlaganna“ og hins almenna fullnusturéttarfars Sigurður Tómas Magnússon sérfræðingur við lagadeild HR Reglur stjórnsýsluréttar og „neyðarlögin“ Margrét Vala Kristjánsdóttir lektor við lagadeild HR Gildi yfirlýsinga ráðamanna að þjóðarétti Þórdís Ingadóttir dósent við lagadeild HR Álitaefni varðandi tilskipun EB um innlána- tryggingakerfi Gunnar Þór Pétursson sérfræðingur við lagadeild HR Grunnhugmyndin um réttarríki á viðsjárverðum tímum Oddný Mjöll Arnardóttir prófessor við lagadeild HR MEÐ LÖGUM SKAL (NÝTT) LAND BYGGJA LÖGFRÆÐILEG ÁLITAMÁL Á UMBROTATÍMUM Fundarstjóri er Guðni Th. Jóhannesson lektor við lagadeild HR. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn. www.lagadeild.is Lagadeild HR stendur fyrir hádegisfundi miðvikudaginn 12. nóvember 2008 frá kl. 12:00-13:30 í stofu 101 í Háskólanum í Reykjavík, Ofanleiti 2. Erindi flytja:

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.