Morgunblaðið - 11.11.2008, Page 20

Morgunblaðið - 11.11.2008, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. NÓVEMBER 2008 Einar Sigurðsson. Ólafur Þ. Stephensen. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Útlitsritstjóri: Árni Jörgensen. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Sjötíu ár voruum helginaliðin frá Kristalsnóttinni, sem markaði upp- haf skipulagðra of- sókna nasista á hendur gyð- ingum í Þýskalandi. Útrýmingarherferðin var glæpur gegn mannkyni. Stjórnvöld í Þýskalandi tóku sér fyrir hendur að útrýma gyðingum í Evrópu. Um helgina voru birt í dagblaðinu Bild gögn, sem sýna að nas- istar höfðu ákveðið fjölda- morðin á gyðingum áður en hinn illræmdi Wannsee-fundur var haldinn í janúar 1942. Fundnar eru teikningar af út- rýmingarbúðunum í Ausch- witz, sem ættu að þagga í eitt skipti fyrir öll niður í þeim, sem vilja afneita helförinni. Á teikningum af kjallaranum má sjá sökkla fyrir líkbrennslu- ofnana. Á einni teikningunni er skýrt merkt inn „aflús- unarstöð“ og „gasklefi“. Teikn- inguna gerði „fangi nr. 127“ í Auschwitz og er hún dagsett 8. nóvember 1941. Nánast þremur árum fyrr upp á dag, að kvöldi 9. nóv- ember 1938, gengu nasistar berserksgang gegn gyðingum í Þýskalandi. Þegar dagur reis á ný höfðu 267 bæna- og sam- komuhús gyðinga verið eyði- lögð og 7500 verslanir lagðar í rúst. Íbúðir voru eyðilagðar og gengið í skrokk á íbúunum. Samkvæmt opinberum tölum lét 91 maður lífið, en því hefur verið haldið fram að 1300 manns hafi verið drepnir þessa nótt. Á meðan þessu fór fram stóð meirihluti Þjóðverja hjá og hreyfði hvorki legg né lið ná- grönnum sínum til varnar. Þá skorti kjark. Stjórnmálakreppa sprottin af fjármálakreppu skapaði jarðveg fyrir nasismann í Þýskalandi. Það er gott að hafa það í huga í yfirstandandi fjár- málakreppu að stutt getur ver- ið í öfgarnar, sérstaklega þeg- ar mikið bjátar á í samfélaginu. „Að láta sér á sama standa gagnvart rasisma, óvild í garð útlendinga og gyðingahatri er fyrsta skrefið í áttina að því að stefna ófrávíkjanlegum gildum í voða,“ sagði Angela Merkel, kanslari Þýskalands, við minn- ingarathöfn um helförina á sunnudag. Hún bætti því við að í Þýskalandi ætti að ríkja and- rúmsloft, sem ýtti undir borg- aralegt hugrekki. Helförin er ekki eina dæmið um tilraun til þjóðarmorðs. Tyrkir gerðu tilraun til að út- rýma Armenum og í Rúanda reyndu hútúar að myrða alla tútsa. Nánast undantekning- arlaust hefur umheimurinn staðið hjá. Útlendinga- og kyn- þáttahatri á alltaf að mæta af fullum krafti. Ofsóknirnar á hendur gyðingum í Þýskalandi nasismans sýna hvaða óhugnað það getur haft í för með sér að gera ekki neitt. Á viðsjárverðum tímum getur verið stutt í öfgarnar} Helförin og kjarkleysið Edda Rós Karls-dóttir hag- fræðingur útlistar ágætlega í grein í Morgunblaðinu í gær þá kosti, sem Íslendingar standa frammi fyrir í gjaldmið- ilsmálum. Hún segir að það sé raun- verulegur valmöguleiki að halda krónunni. „Hann krefst þess að Íslendingar byggi að nýju upp traust á efnahags- og peningamálum og þar með trú á að krónan geti haldist nokkuð stöðug til framtíðar. Slíkt krefst tíma,“ skrifar Edda Rós. „Vegna smæðar gjaldmiðilsins og fjárfestingarþarfar hagkerf- isins þarf vaxtamunur við út- lönd væntanlega að vera 1-3% að jafnaði til framtíðar. Það er kostnaðarsamt fyrir atvinnulíf og heimili.“ Það er auðvitað hugsanlegt að þetta sé fær leið. En það hlýtur að gera gríðarlegar kröf- ur til stjórnmálamanna, ætli þeir að sannfæra bæði íslenzk- an almenning og umheiminn um að hægt sé að notast við krónuna áfram. Og jafnvel þótt það tækist, situr eftir vaxtamunurinn, sem Edda Rós nefnir. Eru Íslend- ingar tilbúnir að borga tugi milljarða aukalega í vexti á hverju ári til að fá að halda krónunni? Hinum kostinum lýsir Edda Rós þannig: „Ákvörðun um upptöku evru hefði jákvæð áhrif á trúverðugleika og vaxta- stig og gæti flýtt fyrir end- urreisn hagkerfisins. Spurn- ingin um framtíð krónunnar er því viðfangsefni dagsins í dag en ekki morgundagsins.“ Alltof margir hafa ekki áttað sig á því að sjálf ákvörðunin um að taka upp evru og taka stefn- una á aðild að Evrópusamband- inu myndi ýmsu breyta í efna- hagsmálum Íslendinga. Stefnan væri þá skýr og um- heimurinn væri nokkru nær um það hvar Íslendingar ætluðu að eiga heima og hvernig þeir ætl- uðu að haga efnahagsstjórn- inni. Þess vegna er brýnt að taka ákvörðun sem fyrst. Umheimurinn væri þá nokkru nær um hvar Íslendingar ætla að eiga heima} Kostirnir í gjaldmiðilsmálum Þ að varð frægt er Winston Churchill sagði í ræðu árið 1940 að stríðið gæti dregist á langinn og að Bretar gætu staðið einir eftir. Hann endurtók sömu orð eftir fall Frakklands árið 1941. Þá höfðu Evrópuríki fallið í leifturstríði nasista eins og dómínókubbar. Churchill hélt magnaðar ræður í stríðinu, talaði kjark í Breta, brýndi þá um æðruleysi og að standa með sannfæringu sinni, þótt sprengjum rigndi yfir þá og lengi vel virtist við ofurefli að etja. Bretar stóðu reyndar ekki einir. Á ann- arri eyju í Norður-Atlantshafi hættu sjó- menn lífi sínu til þess að koma vörum í skipalestum til Bretlands. Margir Íslend- ingar týndu lífi sínu í þeim sjóferðum, hlut- fallslega ámóta margir og Bandaríkjamenn misstu í seinna stríði. Eymundur, afi minn, var fyrsti stýrimaður á Goða- fossi sem sigldi í skipalestum til Bretlands. Kafbátur hafði skotið niður þrjú skip fyrir framan Goðafoss og það var sem hafið stæði í björtu báli. Sigurður Guð- mundsson háseti kallaði niður til afa míns: „Kafbát- urinn á ekki eftir nema eitt skip áður en það kemur að okkur!“ Og afi svaraði að bragði: „Já, við skulum vona að hann verði búinn með tundurskeytin þegar kemur að okkur, Siggi minn.“ Frá þessu segir Sigurður í bók- inni Útkall – árás á Goðafoss og bætir við: „Þetta var í takt við líf okkar og við vinirnir héldum ró okkar.“ Nú standa Íslendingar einir. Bankar hafa fallið eins og dómínókubbar um allan heim í alþjóðlegri fjármálakreppu, en Íslendingar orðið verst úti, fyrst og fremst vegna smæðar hagkerfisins og mikillar skuldsetn- ingar bankanna. Það þýðir lítið fyrir erlend stjórnvöld að koma af fjöllum í þeim efnum því erlendir bankar hafa dælt hingað fjármagni og hirt þóknanir fyrir. Þannig varð til gríðarstór spilaborg sem nú er hrunin. Enginn sem kom nærri er saklaus af því. Og á ögurstundu beita erlendar stór- þjóðir, sem hafa verið okkur vinveittar á pappírnum, Alþjóðagjaldeyrissjóðnum fyrir sig og vilja bæta sem nemur einni lands- framleiðslu á skuldaklafa þjóðarinnar! En við stöndum ekki einir, ekki frekar en Bretar á sínum tíma, því á öðrum eyjum í Norður- Atlantshafi býr vinaþjóð, sem sýnt hefur að hún stend- ur með okkur í hverri raun. Á tímum sem krefjast hugrekkis, munar um slíkan stuðning frá Fær- eyingum, sem blæs kjarki í þjóðina. Undir lok seinna stríðs hélt Churchill eftirminnilega ræðu, þar sem hann sagði að ef Bretar hefðu eitthvað lært af stríðinu, þá væri það að: „… never give in, ne- ver give in, never, never, never, never-in nothing, great or small, large or petty – never give in except to convictions of honour and good sense. Never yield to force; never yield to the apparently overwhelming might of the enemy.“ pebl@mbl.is Pétur Blöndal Pistill Á ögurstundu Milljón hér og milljón þar til niðurskurðar FRÉTTASKÝRING Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is V íða þarf að skera niður í ríkisrekstri á næstunni, þar sem allt stefnir í mjög mikinn hallarekst- ur ríkissjóðs á næsta ári að óbreyttu. Alþjóðagjaldeyrissjóð- urinn, sem Íslands sækir nú um lán til, er hins vegar lítt gefinn fyrir halla- rekstur á opinberum stofnunum. „Báknið“ eins og ríkið er kallað þegar mælt er fyrir niðurskurði, hefur þan- ist út á síðustu árum, stjórnsýsla stækkað og opinber verkefni verið plássfrek. Í stað þess að jafna hag- sveifluna með því að draga úr rík- isumsvifum var hún líklega mögnuð með opinberum aðgerðum, svo sem stíflugerð og auknum útlánum hjá Íbúðalánasjóði. Tugir nýrra aðstoðarmanna Ef komast á hjá hallarekstri þarf einhvers staðar að skera niður. Á sama tíma vilja flestir vernda heil- brigðis- og velferðarkerfin. Eitt af því sem nýlega hefur bæst við opinberan rekstur er aukinn mannafli þingsins. Þar er átt við aðstoðarmenn alþing- ismanna. Í júní sl. voru þeir 22 talsins, ýmist á fjórðungi þingfararkaups eða fullu kaupi, eftir stöðu þingmannsins sem þeir aðstoða. Launakostnaður þeirra er yfir fjórar milljónir á ári en þess utan fá þeir kostnað greiddan, allt að 420.000 krónur á ári. Aðspurður segir Sturla Böðv- arsson, forseti Alþingis, það ekki hafa komið til tals að hagræða í rekstri þingsins með því að leggja þessa nýj- ung af. Aðstoðarmenn sinni því til- tekna starfi að bæta tengsl þing- manna við sín kjördæmi. Taka eigi á hagræðingunni heildstætt og sér þyki með ólíkindum ef það sé við þetta, sem menn staldri fyrst til að skera niður. Milljarðar á samgönguáætlun Annað dæmi um nýlega viðbót við hið opinbera er Varnarmálastofnun. Hún er ný af nálinni, stofnuð í janúar á þessu ári og er áætlað að hún fái um 1,4 milljarða á fjárlögum til rekstr- arins. Á sviði samgöngumála kennir líka margra grasa. Í samgönguáætlun fyrir árin 2007-2010 er gert ráð fyrir 364 milljónum í gerð mislægra gatna- móta við Kringlumýrarbraut og Miklubraut á næsta ári. Tæpum 1,7 milljörðum á að verja í sama verkefni árið eftir. Vegaframkvæmdir fyrir 5,5 milljarða eru ráðgerðar á lands- byggðinni. Þá á að setja tæpa 2,5 milljarða í gerð Óshlíðarganga á næstu tveimur árum og tæpa fjóra milljarða í Héðinsfjarðargöng á sama tíma. Það skal eftirlátið sérfræðingum að forgangsraða í niðurskurðinum, en nefna má að 2009-2010 eiga 480 milljónir að fara í vegagerð innan þjóðgarða og á þessum tveimur árum er ætlunin að nota tæpa 2,3 milljarða króna í gerð tengivega utan grunn- nets vegakerfisins. Af nógu virðist því að taka við fyrstu sýn. Þarf hátt í þúsund nefndir? Ráð og nefndir virðast líka sí- vinsæl leið til vaxtar (eða þenslu) inn- an opinbera geirans. Á heimasíðum ráðuneyta má með fljótlegum hætti telja 774 stjórnsýslunefndir og ráð. Þar gæti reynst svigrúm til nið- urskurðar. Er verkefnisnefnd um sumarexem í hrossum enn bráðnauð- synleg? Það er tímabundin verkefn- isnefnd, skipuð fyrir átta árum. Spyr sá sem ekki veit. Er það satt að ekk- ert sé jafnvaranlegt og tímabundið opinbert verkefni? Morgunblaðið/Brynjar Gauti Útgjöld Fjárlög breytast vegna kreppunnar, en helstu verkefni á að vernda.  Ríkisendurskoðun mælti með því í stjórnsýsluúttekt fyrr á þessu ári að Vinnumálastofnun og Vinnueft- irlit ríkisins yrðu sameinuð.  Rekstrarkostnaður umfram tekjur voru um 416 milljónir króna hjá Vinnueftirlitinu á fjárlögum þessa árs, en 254 milljónir króna hjá Vinnumálastofnun.  Ríkisendurskoðun hefur einnig mælt með því að einni stofnun verði falin öll stjórnsýsla á sviði sam- göngumála. Hún geti tekið við stjórnsýsluverkefnum Vegagerð- arinnar, Siglingastofnunar, Flug- málastjórnar og Umferðarstofu.  Rekstrarkostnaður þeirra um- fram tekjur á fjárlögum 2008 var tæplega 2,4 milljarðar, mestur hjá Siglingastofnun, tæpar 916 millj- ónir, en minnstur hjá Flug- málastjórn, ríflega 403 milljónir króna. HÆGT AÐ SAMEINA ››

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.