Morgunblaðið - 11.11.2008, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 11.11.2008, Qupperneq 34
34 MenningFRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. NÓVEMBER 2008 EITT helsta meistaraverk end- urreisnarinnar er nú á leiðinni aftur á Uffizi-safnið í Flórens eftir tíu ára viðgerðir. María og glófinkan er verk eftir Rafael frá árinu 1502. Það sýnir Maríu mey með þá Jesús og Jóhann- es skírara sem börn við fætur sér. Jóhannes heldur á glófinku sem Jes- ús strýkur og er fuglinn talinn tákna krossfestinguna. Málverkið hefur orðið fyrir alls- kyns hnjaski og brotnaði í 17 parta árið 1547. Samtímamaður Rafaels negldi það saman og málaði yfir samskeytin til þess að fela þau. Það komst seinna í eigu Medici- fjölskyldunnar og í gegnum tíðina voru frekari tilraunir gerðar til end- urbóta sem skemmdu það enn frek- ar. Forverðir hjá fyrirtækinu Opificio delle Pietre Dure í Flórens voru því einstaklega varkárir við vinnu sína til þess að endurtaka ekki fyrri mis- tök. Verkið var rannsakað með rönt- genmyndavélum í tvö ár og fimmtíu manna teymi var búið til í kringum viðgerðina sem samanstóð af for- vörðum, ljósmyndurum og viðarsér- fræðingum. Sýning verður haldin þar sem viðgerðirnar verða kynntar almenningi, en í næsta mánuði verð- ur því skilað aftur á Uffizi-safnið. María og glófinkan á leiðinni heim Vandaverk Unnið að viðgerðinni. AFAR verðmætt safn fyrstu út- gáfna verka Willi- ams Shake- speares og verka sem höfðu áhrif á skáldið verður senn flutt aftur til Bretlands. John Wolfson, banda- rískt leikskáld og safnari, hefur heitið að færa Globe-leikhúsinu rúm- lega 450 bókverk. Þar á meðal er fyrsta prentun með 18 leikritum Shakespeares, sem voru bundin inn skömmu eftir dauða skáldsins. Wolfson byrjaði að safna verk- unum fyrir þremur áratugum. Í safninu eru leikrit frá 16., 17. og 18. öld, auk texta eftir höfunda sem talið er að hafi haft áhrif á Shakespeare. Verkunum verður fundinn staður í nýrri rannsóknarmiðstöð við Globe. Leikhúsið, sem var reist árið 1997, er endurgerð samnefnds leikhúss þar sem Shakespeare færði mörg leikverk sín á svið. Samkvæmt The Times er safn Wolfsons víðfeðmt. Þar er meðal annars að finna verk sem skáldið studdist við, er hann vann að leik- ritum sínum, auk ýmissa verka sam- tímahöfunda hans sem gefa góða innsýn í tímann þegar hann var uppi. Fyrsta útgáfa verka Shake- speares var prentuð árið 1623, í 750 eintökum. Nú er talið að 228 þeirra séu enn til. Wolfson vildi ekki sjá safnið hlut- að sundur eftir sinn dag, enda væri heildin mun verðmætari en einstakir hlutar hennar. Verðmæti gefin Globe William Shakespeare LEIKHÓPURINN Á senunni verður með tónleika undir yf- irskriftinni Paris at night í Samkomuhúsinu á Akureyri annað kvöld. Tónleikarnir eru byggðir á ljóðum Jacques Prévert og tónlist Joseph Kosma, en þýð- ingar eru eftir Sigurð Pálsson. Leikarar og söngvarar í sýn- ingunni eru Jóhanna Vigdís Arnardóttir og Felix Bergsson. Hljómsveitinni stjórnar Karl Olgeirsson, en auk hans skipa hljómsveitina þeir Róbert Þórhallsson og Stefán Már Magnússon. Tónleikarnir verða í Samkomuhúsinu annað kvöld klukkan átta. Tónlist Parísartónleikar á Akureyri Jóhanna Vigdís Arnardóttir ÁRNI Heimir Ingólfsson, tón- listarfræðingur, heldur næstu fjögur miðvikudags- og mánu- dagskvöld námskeiðið Schu- bert og Schumann – Meistarar ljóðasöngsins. Er það haldið í samstarfi Endurmenntunar og Sinfóníuhljómsveitar Íslands og er í Salnum í Kópavogi. Franz Schubert og Robert Schumann eru meðal mestu meistara sönglagagerðar fyrr og síðar. Á námskeiðinu verður fjallað um stærstu ljóðaflokka þeirra. Gestasöngvarar verða Eyjólf- ur Eyjólfsson, Hallveig Rúnarsdóttir og Bragi Bergþórsson. Námskeiðið er fjögur kvöld og kost- ar kr. 18.900. Tónlist Fjallar um meist- ara ljóðasöngsins Árni Heimir Ingólfsson HALLFRÍÐUR Þórarins- dóttir, fræðimaður í Reykja- víkurAkademíunni, flytur í dag, þriðjudag, hádegisfyr- irlestur í Þjóðminjasafninu. Fyrirlesturinn, sem verður fluttur í fyrirlestrasal safnsins, kallast Júðar, negrar og tat- aralýður - ótti, ógn og meintir útlenskir óvinir Íslands. Fyrirlestur Hallfríðar er hluti af fyrirlestraröð Sagn- fræðingafélags Íslands sem kallast Hvað er að óttast? Hádegisfyrirlestrar Sagnfræðingafélagsins standa frá klukkan 12.05 til klukkan 12.55. Að- gangur er ókeypis og öllum heimill. Sagnfræði Meintir útlenskir óvinir Íslands Hallfríður Þórarinsdóttir Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is Í VOR kom út bókin Eg skal kveða um eina þig alla mína daga þar sem safnað er saman ást- arljóðum Páls Ólafssonar. Bókin hefur hreinlega mokast út og sömu sögu má segja um plötuna Söngur riddarans er út kom árið 2001, en þar er að finna ljóð Páls við tónlist. Páll var ómenntað al- þýðuskáld sem sló mikinn sam- hljóm í hjörtum Íslendinga og ljóð hans hafa lifað góðu lífi allt fram á þennan dag. Potturinn og pannan í báðum þessum verkefnum er Þórarinn Hjartarson en vegna þessa „Páls- æðis“ hefur hljómveitinni er prýddi diskinn verið raðað saman á nýjan leik. Hefur hún gert all- nokkuð af því að spila að undan- förnu og hefur verið tekið með með kostum og kynjum, hvar sem hún hefur talið í. Hljómsveitin er skipuð Þórarni Hjartarsyni, sem leikur á gítar og syngur, Ösp Kristjánsdóttur söngkonu, Hjör- leifi Valssyni fiðlara, Kristni H. Árnasyni gítarleikara og Birgi Bragasyni bassaleikara. Upp í ljósið „Þessi hljómsveit var vakin upp með lítillega breyttri áhöfn,“ út- skýrir Þórarinn símleiðis frá Ak- ureyri. „Það voru samantekin ráð hjá mér og forleggjaranum að ýta henni úr vör á nýjan leik en til- efnið var að sjálfsögðu útkoma bókarinnar. Þetta hefur tekist vel enda einstaklega samstæður hóp- ur sem að þessu stendur.“ Þórarinn rifjar upp að gott gengi áðurnefnds hljómdisks hafi í raun réttri ýtt við honum hvað bókina varðar „Sannast sagna var það Kristján Karlsson sem stakk upp á þessu við mig, að það væri hreinlega nauðsynlegt að safna saman ást- arljóðum Páls. Svo þegar disk- urinn fékk svona góðan hljóm- grunn fór ég að vinna skipulega að þessu verkefni. Það örvaði mig. Ég hafði reyndar líka unnið nokkra útvarpsþætti um Pál. Það má eiginlega segja að ég lifi í Páli, aðrir lifa í Guði. Handritið hrakt- ist nú eitthvað á milli forlaga en við náðum svo höfn. Mér hafa fundist þessi ljóð vera nokkurs konar óátekin náma að mörgu leyti, einhvern veginn hefur aldrei tekist að lyfta þeim upp í ljósið.“ Það er Salka sem gefur út og sé tillit tekið til viðbragða er þetta ein af þeim bókum sem var greini- lega beðið eftir. Þórarinn segist enda hálfpartinn furða sig á því að einhver hafi ekki verið búinn að þessu fyrir löngu. Hiti, ástríða Þórarinn segir að ljóðin felli sig alveg fjarskalega vel að tónlist. „Páll hefur verið sunginn alla tíð, ljóðin eru þessleg að hann syngur sig eiginlega sjálfur. Það er einboðið að ástarljóðin fari þessa leið, þau bjóða sig sjálfvirkt fram sem söngefni, vegna hitans sem er í þeim og ástríðunnar.“ Efnisskrá kvöldsins er byggð upp sem einslags söngleikur. „Bókin er í fjórum kverum og við setjum kvöldið upp í anda hennar, þ.e. þetta eru fjórir þættir sem ganga síðan líkt og söng- leikur,“ útskýrir Þórarinn. „Söngleikurinn“ kallast Ragnhild- ur og er þar vísað í konu Páls, Ragnhildi Björnsdóttur en ást- arljóðin mynda í tímaröð ást- arsögu þeirra hjóna. Hljómleikarnir fara fram í Iðnó á morgun eins og áður segir og hefjast þeir klukkan 20.30. Ég lifi í Páli, aðrir lifa í Guði Ástarljóð Páls Ólafssonar sungin og leikin í Iðnó á miðvikudaginn Ástmögurinn Sjarminn stafar úr hverjum drætti í þessari ljósmynd af Páli. Eftir Gunnhildi Finnsdóttur gunnhildur@mbl.is SÓPRANSÖNGKONAN Arnbjörg María Danielsen frumflutti á dögunum lög eftir tónskáldið, stjórnandann og píanóleikarann kunna André Previn. Tónleikarnir voru haldnir í Mozarteum í Salzburg þar sem Arn- björg stundar framhaldsnám og lék hann sjálfur undir. „Þegar maður frumflytur verk þá er það eins og að vera með hreinan, hvítan striga til að mála á. Það eru engar fyrirmyndir og eng- ar upptökur til að hlusta á,“ segir Arnbjörg. „Þetta var mjög skemmtilegt, hann er kom- inn til ára sinna, en spilar enn feikivel á píanó og stjórnar enn mikið. Það er sérstaklega skemmtilegt að fá að vinna með tónskáldinu sjálfu því þá fær maður að vita beint hvað hann hefur í huga með ákveðnum hljómi eða blæbrigðum í músíkinni.“ Hún útskrifast frá Mozarteum í vor og er þegar farin að syngja í óperunni í Salzburg og víðar. Hreinn, hvítur strigi Sópran og píanó Arnbjörg María Danielsen segir André Previn enn vera feikigóðan píanóleikara. Arnbjörg María frumflutti verk eftir André Previn Í HNOTSKURN »André Previn hefur bæði fengiðÓskars- og Grammyverðlaun á ferlinum og m.a. verið aðalstjórn- andi sinfóníuhljómsveitanna í Lond- on og Los Angeles. Hún var alla tíð ein- lægur baráttumaður fyrir frelsi og jafnrétti 40 » Ljóðasafn Páls Ólafssonar rennur út líkt og heitar lummur eins og Þórarinn orðar það og vel er geng- ið á aðra prentun. Þá er fjórða upplagið af plötunni Söngur ridd- arans nánast uppurið. En af hverju þessar óhemju vinsældir? „Ég tel að platan eigi býsna stóran þátt í vinsældum bók- arinnar,“ segir Þórarinn. „En númer eitt er skáldið sjálft, sem á alveg einstakan sess í ís- lenskum bókmenntaheimi. Snilld hans sem hagyrðings er óumdeild, hagmælska hans svo leikandi að orðin ná eyrum fólks auðveldlega. Það eru líka aðrir tímar í dag; sé t.d. miðað við það þegar safn sem Kristján Karlsson tók saman kom út árið 1971. Í þá daga tóku menn ekki kveðskap af þessu tagi í fang- ið, tímarnir voru líklega of vits- munalegir og rómantík og tilfinn- ingasemi áttu ekki upp á pallborðið. Þó svo að menn þætt- ust brattir í frjálsum ástum …“ Líkt og heitar lummur

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.