Morgunblaðið - 11.11.2008, Síða 36

Morgunblaðið - 11.11.2008, Síða 36
36 MenningFÓLK MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. NÓVEMBER 2008 Fólk ÞEIR hafa heldur betur undið upp á sig sam- stöðutónleikarnir sem Bubbi fékk hugmyndina að á dögunum. Blaðamannafundur var í gær haldinn á Múlakaffi þar sem aðstandendur tón- leikanna útskýrðu fyrir blaða- og fréttamönnum markmið tónleikanna en þeir fara fram næsta laugardag í Laugardalshöll undir yfirskriftinni „Áfram með lífið“. Að sögn Láru Ómarsdóttur, fjölmiðlatengils hátíðarinnar, eru engin samtök eða pólitískt afl á bak við tónleikana og þaðan af síður er verið að berjast fyrir einu eða neinu. „Við viljum bara að þjóðin fái að gleðjast saman þennan dag og við hvetjum fyrirtæki og sveit- arfélög til að taka þátt og gleðjast með okkur.“ Eins og áður hefur komið fram í Morgunblaðinu hafa fjölmargar íslenskar sveitir fylkt sér að baki Bubba og boðað komu sína á laugardaginn. Má þar nefna Lay Low, Sálina hans Jóns míns, Ham, Ragnheiði Gröndal, Stuðmenn, Baggalút, Poetrix, Buff, Ný dönsk og nú síðast í gær bætt- ist raftónlistarsveitin FM Belfast við. Ókeypis er á tónleikana og allir listamennirnir sem og starfsmenn tónleikanna gefa vinnu sína. Tón- leikarnir eru unnir í samvinnu við Rás 2, Bylgj- una og Morgunblaðið sem og fjölmörg önnur fyr- irtæki eins og Exton, Vatikanið, midi.is og fleiri. Leigan af Laugardalshöll hefur verið felld niður og unnið er að því að fá Reykjavíkurborg til að taka þátt í deginum og bjóða frítt í sund eða í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn. Ákvörðun þess efnis verður tekin hjá borginni í dag. hoskuldur@mbl.is Tekur Reykjavíkurborg þátt í kreppudegi? Morgunblaðið/Árni Sæberg Engin pólitík hér Listamennirnir komu saman í Múlakaffi í gær og útskýrðu fyrirkomulagið.  Í kjölfar hruns bankakerfisins hafa hinir og þessir stigið fram og bent á að þeir hafi séð fyrir þær hamfarir sem nú dynja á þjóðinni og víst er það svo að margir voru þegar byrjaðir að vara við yfirvof- andi heimskreppu á síðasta ári og sumir sáu hamfarirnar í kortunum jafnvel enn fyrr. Fáir komast þó með tærnar þar sem Bubbi Morth- ens hefur hælana hvað spádóms- gáfuna varðar því eins og bent hefur verið á á aðdáendasíðu tón- listarmannsins kom fyrir heilum tíu árum út platan Arfur þar sem lagið „Í nafni frjálshyggu og frels- is“ er að finna. Bubbi spáir þar ekki bara endalokum frjálshyggj- unnar heldur mætti lesa síðasta erindi lagsins eins og það fjallaði beinlínis um uppákomuna við Al- þingishúsið nú um helgina: Dómskerfið kalkað grafarstæði / Kuldinn þar smælingjann bítur / Unga manninn á Hraunið senda / meðan skilorðið hvítflibbinn hlýt- ur. Ótrúleg spádómsgáfa Bubba Morthens  Edduverðlaunin verða veitt í tí- unda sinn við hátíðlega athöfn í Há- skólabíói á sunnudaginn, en Sjón- varpið sendir beint út frá hátíðinni. Kynnir kvöldsins verður ekki af verri endanum því Halla Vilhjálms- dóttir kemur alla leið frá Lund- únum til að taka verkefnið að sér. Halla er ekki alls ókunnug kynnis- starfinu því hún var kynnir X- Factor-þáttanna sálugu sem sýndir voru á Stöð 2 ekki alls fyrir löngu. Í kjölfarið flutti hún til Lundúna þar sem hún hefur gert garðinn fræg- an, en hún hefur til að mynda ný- lokið við að leika í hrollvekjunni Ghost Machine þar sem hún fer með eitt af stærstu hlutverkunum. Annars er búist við að Brúðgumi Baltasars Kormáks raki til sín verð- launum á Eddunni, en myndin hlaut hvorki fleiri né færri en 14 tilnefn- ingar, fjórum fleiri en næsta mynd á eftir, Reykjavík Rotterdam. Halla kynnir Edduverðlaunin Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „ÉG skrifaði bók um fyrsta árið eftir að ég greindist HIV-jákvæður. Einn félagi minn manaði mig svo upp í að gera svona dagatal með bókinni, og þá rann upp fyrir mér samhengið milli dagatalsins og þess að segja söguna. Í raun og veru er nefnilega auðveldara að sýna á sér líkamann heldur en að segja söguna því það eru náttúrlega allir með líkama, en ekki allir með svona sögu.“ Þannig lýsir Eldur Ísidór aðdrag- anda þess að hann ákvað að gefa út dagatal með nektarmyndum af sjálf- um sér og opna um leið sýningu á myndunum, en hún verður opnuð á Sólon á fimmtudagskvöldið. Hug- myndin kviknaði á Facebook og Eld- ur ákvað að sjá hvort 5.000 manns myndu lýsa áhuga á að sjá slíkt dagatal. Það gekk eftir á skömmum tíma, og Eldur varð að standa við stóru orðin. „Þannig að ég fékk ljós- myndara með mér sem heitir Sheila Michelle og við ákváðum að taka bara myndir úr daglegu lífi. Það er ekkert í þessu sem er hægt að tengja við kynferðislegar athafnir. Ég er sem sagt nakinn að fást við dagleg störf á myndunum,“ segir Eldur og bætir við að það hafi verið furðulítið mál að koma nakinn fram. „Fyrst var ég drullu-stressaður, en svo lærir maður að slappa af. Nokkrar myndir eru meira að segja teknar á almannafæri og ég þurfti einu sinni að hlaupa undan löggunni. Á einni myndinni er ég nefnilega á miðri götu í Tottenham-hverfinu að hoppa á trampólíni. Þegar við vorum að klára kom lögreglubíll og fór að elta okkur, þannig að ég þurfti að fela mig í ruslagámi.“ Umræða á undanhaldi Bók Elds heitir Ég er ennþá ég og fjallar um fyrsta árið eftir að hann greindist HIV-jákvæður. Í bókinni er meðal annars komið inn á hvernig fjölskylda hans brást við fréttunum, vinir, kunningjar og atvinnurek- endur. Bókin kemur í verslanir á fimmtudaginn, á sama tíma og daga- talið sem heitir Ég er nakinn. Bókin og dagatalið verða seld saman á 4.200 kr., en myndirnar á sýningunni verða einnig til sölu. Eldur stefnir að því að nota ágóðann til að fara í fyr- irlestraferð um félagsmiðstöðvar á Íslandi til að fræða ungt fólk um HIV og alnæmi. „Ég er að reyna að koma á fundi með Samtökum fé- lagsmiðstöðva því mér finnst um- ræðan um alnæmi hafa verið á und- anhaldi hér á landi undanfarin ár. Ég fann sérstaklega fyrir því eftir að ég greindist, þá fór ég inn á síðu Al- næmissamtakanna og reyndi að finna upplýsingar á íslensku. Sumar þeirra voru hins vegar mjög úreltar. Og ég reyndi meira að segja að fá samtökin með mér í lið í þessu verk- efni, en ég fékk aldrei nein ákveðin svör, hvort þeir vildu vera með. Ég er hins vegar búinn að senda póst á SAMFÉS því ég væri alveg til í að fara í fyrirlestraferð um Ísland eftir áramótin,“ segir Eldar sem hefur búið í London í fjögur ár, en níu ár þar á undan bjó hann í Noregi og Danmörku. Hann vinnur fyrir Kod- ak og sér um vöruflutninga á Bret- landseyjum og á Norðurlöndunum. Sýningin verður opnuð kl. 19 á fimmtudagskvöldið, en hún stendur aðeins yfir í fjóra daga. Eldheitar nektarmyndir  Eldur Ísidór gefur út dagatal og opnar sýningu með nektarmyndum á Sólon  Ætlað til að vekja athygli á bók sem hann skrifaði um reynslu sína af HIV Ljósmynd/Sheila Michelle Eldur „Fyrst var ég drullu-stressaður, en svo lærir maður að slappa af,“ segir Eldur um myndirnar. www.eldurmedia.com Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „ÞETTA byrjaði á útgáfutónleikunum okkar í Austurbæ í október í fyrra. Þá báðum við Bigga [Birgi Ísleif Gunn- arsson] að gera eitthvað. Hann fékk Gísla Galdur [Þorgeirsson] og Bjössa [Björn Stefánsson] með sér í að setja á svið leikritið Bakaradrengurinn sem Biggi samdi þegar hann var 11 ára,“ segir Bergur Ebbi Benediktsson, liðs- maður Sprengjuhallarinnar. Sveitin sendi nýverið frá sér sína aðra plötu, Bestu kveðjur, og ætlar að fagna út- gáfunni með tónleikum í Íslensku óp- erunni í kvöld. Ákveðin hefð hefur skapast fyrir því að meðlimir hljóm- sveitarinnar Motion Boys hiti upp fyr- ir tónleika Sprengjuhallarinnar og öf- ugt, og verður engin undantekning þar á í kvöld. „Við erum annars búnir að æfa mik- ið með strengja- og blásturssveit, þannig að þetta verða svolítið grand tónleikar. Við verðum líka í ein- hverjum búningum og fólk getur feng- ið sér fordrykk í anddyrinu,“ segir Bergur og bætir því við að tónleikarnir verði á mjög heimilislegum og skemmtilegum nótum. Birgir Ísleifur, forsprakki Motion Boys, er mjög leyndardómsfullur þegar hann er spurður um atriði kvöldsins. „Við ætl- um að spila ákveðin lög, sem ég ætla þó ekki að gefa upp hver verða. Það gæti líka verið að við skiptum upp lið- inu og spiluðum ekki á þau hljóðfæri sem við erum vanir að spila á,“ út- skýrir hann. Motion Boys fremja gjörning fyrir Sprengjuhöllina Morgunblaðið/Kristinn Furðulegt Gjörningur Sprengjuhallarinnar á útgáfutónleikum Motion Boys á Nasa fyrir réttum mánuði vakti mikla athygli. Hefðinni haldið við á útgáfutónleikum í Óperunni í kvöld Tónleikarnir hefjast kl. 20 í kvöld, miðaverð er 1.500 kr. og miðasala fer fram á midi.is. „Við munum náttúrlega taka annað próf til staðfestingar, en prófið sem við tókum áð- an var nokkuð afgerandi. Ég ætla að skilja þig eftir hérna í smástund og leyfa þér að hugsa málin aðeins í friði. Ég kem til þín að vörmu spori.“ Richard lokaði hurðinni á eftir sér og eftir sat ég. „Hvernig stóð á því að ég væri kominn í þessar ógöng- ur?“ hugsaði ég með mér. Úr bókinni Ég er ennþá ég. Orðrétt

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.