Morgunblaðið - 11.11.2008, Page 41

Morgunblaðið - 11.11.2008, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. NÓVEMBER 2008 Hvers kyns öfgar og endimörk hafa löngum verið helsta könnunarefni þýska leikstjórans Werners Herzog, og á það jafnt við um huglæg mörk og landfræðileg. Þannig eiga margar myndir leikstjórans sér stað á mörk- um hins byggilega s.s. í óbyggðum, í geimnum, neðansjávar eða á Suð- urheimskautslandinu og síðast en ekki síst í frumskóginum, þar sem reynir á ýmsa frumþætti í mannlegu eðli og þanþol geðsmuna. Það er ein- mitt djúpt í frumskógum Víetnam sem nýjasta leikna mynd Herzogs, Rescue Dawn (Dögun) á sér stað, og glímir söguhetjan við aðstæður sem reyna til hins ýtrasta á líkamlegt og andlegt þolgæði hans. Sagan er reyndar sannsöguleg, þar segir af Bandaríkjamanninum Dieter Dengler sem lenti í fangabúð- um óvinarins í Víetnamstríðinu og lagði þaðan á flótta. Sagan af eld- raunum þessa þýska innflytjanda sem dreymdi frá barnæsku um að fljúga orrustuflugvél er merkileg, og gerði Herzog heimildarmynd um Dengler árið 1997 sem nefnist Little Dieter Needs to Fly. Hér tekst Her- zog aftur á við efnið frá öðru sjón- arhorni, þar sem hann vefur efnivið- inn inn í frásagnarhefðir dramatískrar kvikmyndar, en stór- leikarinn Christian Bale fer með hlutverk Denglers. Titill mynd- arinnar og val aðalleikara gefur e.t.v. fyrirheit um dæmigerða stríðs- hasarmynd en það má segja að Her- zog leiki sér einmitt með þær vænt- ingar. Fylgst er með harðri vist nokkurra bandarískra hermanna í fangabúðum Norður-Víetnama og reynir þar fyrst og fremst á sam- skipti og samvinnu fanganna. Milli þeirra skapast náið samband, þar sem karlmennskutaktar víkja fyrir örvæntingu, sjálfsbjargarviðleitni og mikilli nánd. Í meðförum Her- zogs á efninu, þar sem fjallað er um manneskjuna við skelfilegar að- stæður, tekst myndin á flug og hefur sig langt upp fyrir sambærilegar stríðsmyndir frá Hollywood. Kvik- myndataka Peters Zeitlingers fang- ar jafnframt náttúruöflin í allri sinni grimmd og dýrð. Þungamiðja mynd- arinnar eru þó karakterstúdía Diet- ers Denglers, og fer Christian Bale frábærlega með hlutverkið. Dögun „Titill myndarinnar og val aðalleikara gefur e.t.v. fyrirheit um dæmigerða stríðshasarmynd en það má segja að Herzog leiki sér einmitt með þær væntingar.“ Við endimörkin KVIKMYND Sambíóin Álfabakka og Kringlunni Leikstjórn: Werner Herzog. Aðalhlutverk: Christian Bale, Steve Zahn og Jeremy Davies. BNA, 120 mín. Dögun (Rescue Dawn) bbbbn Heiða Jóhannsdóttir / AKUREYRI / KEFLAVÍK / SELFOSSI HIGH SCHOOL MUSICAL 3 kl. 8 LEYFÐ BANGKOK DANGEROUS kl. 8 B.i. 16 ára QUANTUM OF SOLACE kl. 8 - 10:20 B.i. 12 ára MY BEST FRIEND´S GIRL kl. 8 B.i. 12 ára EAGLE EYE kl. 10:20 B.i. 12 ára SÝND Á SELOSSISÝND Í ÁLFABAKKA QUANTUM OF SOLACE kl. 8 - 10:20 B.i. 12 ára THE HOUSE BUNNY kl. 8 LEYFÐ MAX PAYNE kl.10:10 B.i. 16 ára SÝND LAUGARDAG OG SUNNUDAGSÝND Á AKUREYRI SÝND Í KEFLAVÍK MAGNAÐUR SPENNUTRYLLIR! HÚN MUN UPPLIFA ÞAÐ SEM ENGIN PLAYBOY KANÍNA HEFUR UPPLIFAÐ ÁÐUR ... ... HÁSKÓLA! SÝND Í KEFLAVÍK Rannís og Rannsóknaþjónusta Háskóla Íslands efna til kynningarfundar um möguleika í upplýsingatækniáætlun 7. rannsóknaáætlunar ESB. Dagskrá: l Möguleikar í upplýsingatækniáætlun 7. RÁ ESB Vinnuáætlun, reglur um þátttöku og matsskilyrði Morten Möller, fulltrúi framkvæmdastjórnar ESB l Sóknarstyrkir Rannsóknasjóðs til undirbúnings umsókna í 7. RÁ Elísabet M. Andrésdóttir, Rannís l Spurningar og umræður Fundarstjóri: Sigurður Björnsson, Rannís Á milli kl. 12:00 og 15.00 verður boðið uppá sérstaka 30 mínútna viðtalstíma með Morten Möller fyrir þá sem vilja ræða verkefnahugmyndir sínar og möguleika í upplýsingatækniáætlun 7. RÁ. Viðtölin fara fram hjá Rannís, Laugavegi 13, 4. hæð. Nauðsynlegt er að skrá sig á kynningarfundinn fyrir hádegi eða í viðtalstíma eftir hádegi í síma 515 5800 eða með tölvupósti: rannis@rannis.is Kynning á upplýsingatækniáætlun 7. rannsóknaáætlunar ESB Föstudaginn 14. nóvember kl. 8:30-10:30 á Grand Hótel Reykjavík, Háteig Laugavegi 13, 101 Reykjavík sími 515 5800, rannis@rannis.is www.rannis.is Morgunverðarfundur HLJÓMSVEITIN The Strokes er nú farin að hugsa sér til hreyfings eftir tveggja ára frí frá störfum. Þeim liggur þó ekkert á og ætla að mæta aftur í vinnuna ein- hvern tíma á næsta ári. Trommari sveitarinnar Fabrizio Moretti sagði í sam- tali við Billboard að fimmmenningarnir ætluðu að hitt- ast í febrúar næstkomandi og byrja að huga að áfram- haldandi samstarfi. Í framhaldinu myndu þeir svo gefa út plötu og jafnvel skella sér í tónleikaferðalag. Hann sagði að þeir væru allir hinir mestu mátar, en þó hafi hann verið svolítið hræddur um að dagar The Strokes væru taldir. „Ég hafði svosem enga sérstaka ástæðu fyrir þeim áhyggjum, en ég velti þessu þó fyrir mér. Ég held að innst inni höfum við samt allir vitað að þetta væri bara pása.“ Fara rólega af stað The Strokes Huga að næstu plötu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.