Fréttablaðið - 02.05.2009, Side 50

Fréttablaðið - 02.05.2009, Side 50
svo gaman saman fjölskyldustundir eru gæðastundir Frumbernskan er mótandi og mikilvæg segir Sæunn Kjartansdóttir sálgreinir. Fyrstu þrjú árin í lífi barns og ekki síst fyrstu mánuðurnir og árið gegna algjöru lykil-hlutverki í mótun einstakl- inga,“ segir Sæunn Kjartansdóttir sálgreinir en nýverið kom út bók hennar Árin sem enginn man eftir. Í bókinni er meðal annars sagt frá því hvernig vísindalegum stoðum hefur verið rennt undir kenning- ar sálgreiningar um mikilvægi frumbernskunnar. „Rannsóknir í taugavísindum hafa sýnt fram á að þroski ákveðinna svæða í heil- anum helst í hendur við umönnun fyrstu ár ævinnar.“ Sæunn segir hvatann að bókar- skrifunum meðal annars hafa verið löngum til að miðla þessari þekkingu til hins almenna les- anda. En einnig hafi vinna hennar með konum sem hafa sinnt með- ferð mæðra sem eiga af ýmsum ástæðum erfitt með að tengjast börnum sínum verið henni hvati til að skrifa um mikilvægi frum- bernskunnar. „Börn eru miklu skynugri og næmari en við höfum haldið. Magn tímans sem við verjum með þeim skiptir miklu máli því með því að vera mikið með börnunum okkar á unga aldri kynnumst við þeim betur og verðum þar af leið- andi færari um að lesa þau rétt og bregðast við þörfum þeirra á við- eigandi hátt,“ segir Sæunn, sem bendir á að samvera og tengsl búi til væntumþykju og börn sem séu mikið með foreldrum sínum og byggi upp grundvallaröryggi í lífi sínu búi að því fram á fullorðins- ár. Hennar mat er að íslensk börn fari of ung í dagvistun og dvölin á leikskólum sé oft á tíðum of löng. „Það hefur verið einhvers konar sátt í sam félaginu um að þetta sé best fyrir alla og viðkvæmt mál að gagn- r ý na þessa lö ng u d a g- vistun,“ segir Sæunn, sem mælir með því að foreldrar leiti leiða til þess að stytta dagvist- unartíma barna sinna, sérstak- lega fyrstu þrjú árin. Mig langaði til þess að kaupa lítið borðstofu-borð fyrir börnin en fann það hvergi. Það endaði þá einfaldlega þannig að maðurinn var sendur út í Byko þar sem hann keypti efni og svo smíðaði hann fyrir mig borðið. Stólana við keypti ég í Ilvu,“ segir Linda, sem segir langborðið, sem er tveir metrar á lengd, hafa slegið í gegn í eins árs afmæli sonarins Guðmundar Fróða á dögunum. „Krakkarnir gátu þá setið í róleg- heitum og ég þurfti ekki að leggja á borð á nýjan leik fyrir fullorðna fólkið, það sat við borðstofuborð- ið.“ Linda bendir á að fyrirkomu- lagið sé ólíkt þægilegra fyrir börnin, þau þurfi ekki að krjúpa eða teygja sig til að ná í borðið eins og við venjulegt borðstofuborð. „Borðið nýtist svo sem föndurborð hina daga ársins,“ segir Linda sem fann því stað í herbergi við hlið stofunnar en þar er fínasta leik- herbergi bræðranna Guðmundar Fróða og Gísla Garðars. Linda og eiginmaður hennar Bergur Gestur Gíslason hafa bæði mjög gaman að því að halda barna- afmæli, upp á gamla mátann með kökum og kræsingum. Linda sér Veisluborð fyr Linda S. Guðmundsdóttir leitaði logandi ljósi að langborði fyrir börn fyrir síðasta barna- afmæli sem hún hélt. Leitin bar ekki árangur og því varð úr að borðið var smíðað úti í bílskúr. Börn og fullorðnir fögnuðu framtakinu. Árin sem enginn man Sæunn Kjartans- dóttir Nýútkomin bók hennar fjallar um áhrif frum- bernskunnar á fullorðinsár og mikilvægi þess að foreldrar og börn verji miklum tíma saman. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Afmælisgestir Skírnir, Álfrún Embla, Sigrún Freyja, Sif, Gísli Garðar og Guð- mundur Fróði. FR ÉT TA BL A Ð IÐ /S TE FÁ N

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.