Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.05.2009, Qupperneq 50

Fréttablaðið - 02.05.2009, Qupperneq 50
svo gaman saman fjölskyldustundir eru gæðastundir Frumbernskan er mótandi og mikilvæg segir Sæunn Kjartansdóttir sálgreinir. Fyrstu þrjú árin í lífi barns og ekki síst fyrstu mánuðurnir og árið gegna algjöru lykil-hlutverki í mótun einstakl- inga,“ segir Sæunn Kjartansdóttir sálgreinir en nýverið kom út bók hennar Árin sem enginn man eftir. Í bókinni er meðal annars sagt frá því hvernig vísindalegum stoðum hefur verið rennt undir kenning- ar sálgreiningar um mikilvægi frumbernskunnar. „Rannsóknir í taugavísindum hafa sýnt fram á að þroski ákveðinna svæða í heil- anum helst í hendur við umönnun fyrstu ár ævinnar.“ Sæunn segir hvatann að bókar- skrifunum meðal annars hafa verið löngum til að miðla þessari þekkingu til hins almenna les- anda. En einnig hafi vinna hennar með konum sem hafa sinnt með- ferð mæðra sem eiga af ýmsum ástæðum erfitt með að tengjast börnum sínum verið henni hvati til að skrifa um mikilvægi frum- bernskunnar. „Börn eru miklu skynugri og næmari en við höfum haldið. Magn tímans sem við verjum með þeim skiptir miklu máli því með því að vera mikið með börnunum okkar á unga aldri kynnumst við þeim betur og verðum þar af leið- andi færari um að lesa þau rétt og bregðast við þörfum þeirra á við- eigandi hátt,“ segir Sæunn, sem bendir á að samvera og tengsl búi til væntumþykju og börn sem séu mikið með foreldrum sínum og byggi upp grundvallaröryggi í lífi sínu búi að því fram á fullorðins- ár. Hennar mat er að íslensk börn fari of ung í dagvistun og dvölin á leikskólum sé oft á tíðum of löng. „Það hefur verið einhvers konar sátt í sam félaginu um að þetta sé best fyrir alla og viðkvæmt mál að gagn- r ý na þessa lö ng u d a g- vistun,“ segir Sæunn, sem mælir með því að foreldrar leiti leiða til þess að stytta dagvist- unartíma barna sinna, sérstak- lega fyrstu þrjú árin. Mig langaði til þess að kaupa lítið borðstofu-borð fyrir börnin en fann það hvergi. Það endaði þá einfaldlega þannig að maðurinn var sendur út í Byko þar sem hann keypti efni og svo smíðaði hann fyrir mig borðið. Stólana við keypti ég í Ilvu,“ segir Linda, sem segir langborðið, sem er tveir metrar á lengd, hafa slegið í gegn í eins árs afmæli sonarins Guðmundar Fróða á dögunum. „Krakkarnir gátu þá setið í róleg- heitum og ég þurfti ekki að leggja á borð á nýjan leik fyrir fullorðna fólkið, það sat við borðstofuborð- ið.“ Linda bendir á að fyrirkomu- lagið sé ólíkt þægilegra fyrir börnin, þau þurfi ekki að krjúpa eða teygja sig til að ná í borðið eins og við venjulegt borðstofuborð. „Borðið nýtist svo sem föndurborð hina daga ársins,“ segir Linda sem fann því stað í herbergi við hlið stofunnar en þar er fínasta leik- herbergi bræðranna Guðmundar Fróða og Gísla Garðars. Linda og eiginmaður hennar Bergur Gestur Gíslason hafa bæði mjög gaman að því að halda barna- afmæli, upp á gamla mátann með kökum og kræsingum. Linda sér Veisluborð fyr Linda S. Guðmundsdóttir leitaði logandi ljósi að langborði fyrir börn fyrir síðasta barna- afmæli sem hún hélt. Leitin bar ekki árangur og því varð úr að borðið var smíðað úti í bílskúr. Börn og fullorðnir fögnuðu framtakinu. Árin sem enginn man Sæunn Kjartans- dóttir Nýútkomin bók hennar fjallar um áhrif frum- bernskunnar á fullorðinsár og mikilvægi þess að foreldrar og börn verji miklum tíma saman. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Afmælisgestir Skírnir, Álfrún Embla, Sigrún Freyja, Sif, Gísli Garðar og Guð- mundur Fróði. FR ÉT TA BL A Ð IÐ /S TE FÁ N
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.