Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1925, Blaðsíða 3

Skinfaxi - 01.06.1925, Blaðsíða 3
SKINFAXI 51 ina vænni til framkvæmda. f>að sem gert hefir norsku ungmennafélögin sterk og áhrifamikil, er mjög ákveðið mark: bændamenning og bændamál, einkum hið síð- arnefnda, sem er ríkt flokksmál þar í landi — og mikl- ar kröfur: pau liafa færst stórræði i fang, sem mikið varð að leggja í sölumar fyrir og mikils virði var að koma fram. II. Eg ætla fyrst að minnast á starfshætti félag- anna. pað sem um þá er að segja, gildir alveg jafnt, hvort sem félögin hreifa við stefnuskrá sinni eða ekki. Fyrsta breytingin, sem á þarf að gera, er að koma á fót öflugri miðstjórn, sem af ýmsum ástæðum hlyti að vera í Reykjavík, og láta þá stjórn fá talsvert fé til um- ráða. Eg liefi hugsað mér, að hver félagi greiddi til sam- bandsins f i m m krónur á ári, fyrir utan félagstillag sitt heima í sveit. Eg hefi minst á þetta við kunnuga menn, sem liafa talið það óráð. Menn væri svo smáir, að þeir léti sig muna þetta fé (sem ekki er meira en hálf önnur króna var fyrir 1914). J?eir væri að visu fúsir að fylla félags- skap, sem hefði í s I a n d i a 11 að kjörorði, en þeir vildi ekki leggja fram fimm krónur á ári til þess að gera hann starffæran. ]>eir myndi segja sig úr félög- unum hópum saman. — En sannast að segja væri ekk- ert æskilegra. Ef slíkur hugsunarháttur er almennur, þá er núverandi höfðatala félagsskapnum bæði til skaða og skammar. Ef félagatalan fyrir auknar lcröf- ur kæmist niður í 10—15 hundruð áhugasamra manna, þá væri sköpuð ný skilyrði fyrir heillarikri starfsemi. Enginn unglingur á landi voru er, sem betur fer, svo fátækur, að hann geti ekki séð af 50 aurum á mánuði i þarfir áhugamáls. Enginn unglingur eyðir minna en 10 krónum á ári í einlivern óþarfa. pessar fimm krón- ur yrði ágætur mælikvarði, ekki á efni félagsmanna, 4*

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.