Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1925, Blaðsíða 24

Skinfaxi - 01.06.1925, Blaðsíða 24
72 SIÍINFAXI grösum okkar og hvers vegna þau eru það.“ Á líkan liált mætti spyrja um fleiri plöntuættir, t. d. hálfgrasa- ætliua, sem þekur að miklu leyti engin okkar. Að endingu ætla eg að fara nok'krum orðum um sam- vinnuna á milli heimilanna og ungmennafélaganna, sem eg tel eitt af aðalskilyrðum iþess, að ungmennafé- lagsskapurinn njóti sín. Hinn fyrsti ungmennafélagsfundur í minni sveit var haldinn í fjárhúsi, og ætíð liafa lieimilin litið smáum augum á þennan félagsskap. Eif til vill hefir ungnxennafélagsskapurinn ekki ætíð svarað tilgangi sinum sem skyldi, en gildi hans hefir rýrnað mjög fyrir vöntun á samvinnu við hcimiliu. parna er mein, sem þarf að uppræta ásamt íleiru í ís- lensku þjóðlífi, mein, sem ráðið hefir niðurlögum margs nytjamálsins. Ungmennafélögum her skylda lil að hvarfla ekki um of frá sinni eigin stefnuskrá. En þau gætu tekið upp störf, er yrðu að sameiginlegu áhugaefni þeirra og heimilanna. Okkur ber að skilja, að það að lifa fyrir hugsjón sína krefur oft sjálfsafneitunar. petta gengur okkur íslendingum illa að skilja. Blöðin okkar sýna það. Ósjaldan flytja þau meira af miður uppbyggileg- um mannlýsingum, en rökræðum nauðsynjamálanna. pað sýna einnig athafnir okkar í opinherum málum. Sjálfsagt er það ekki fjarrj sanni, sem Dani einn sagði við mig hér um daginn: „pið getið aldrci komið ykkur saman um nokkurn hlut þar norður á Islandi.“ Gegnum ungmennafélagsskapinn getur þetta ok skal umskapast að nokkru, þar sem aðalstarfsemi hans er fundahöld og störl' að sameiginlegum málum. Heimil- in eiga aftur á móti að læra að skilja, að því öflugri og betri verður þessi félagsskapur æskulýðsins, sem þau leggja fram stærri skerf af hlýjum hug, hvatningum og leiðbeiningum. Samvinna er fagurt orð og veigamikið sönnunargildi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.