Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1925, Blaðsíða 32

Skinfaxi - 01.06.1925, Blaðsíða 32
80 SKINFAXI þá væri hægt að selja iþað svo ódýrt, að það yrði með allra ódýruslu ritum, sem gefin eru út hér á landi. Ef ungmennafélögin bregðast ekki þeirri skyldu sinni að sýna blaðinu góð skil, þá á Skinfaxi að geta borið sig fjárhagslega, þrátt fyrir aukinn útgáfukostnað. Ef vér viljum teljast lifandi ungmennafélagar, þá verðum vér að styðja málgagn vort. Vér eigum að senda því fréttir og umfram alt lesa það rækilega, iþegar það kemur í hendur vorar. Blaðið á að vera mótstaður hugsana vorra, þar á að ræða þau mál, sem okkur öll varðar. Skinfaxi á að binda félagana saman í fasta heild. Benda á örðugleika, sem þarf að yfirstíga. Sýna fram á það, að lífið er fá- nýtt án barátlu. Leiða öss að vaxandi lifi og hækk- andi sól. pannig getum vér hjálpað hvert öðru, fundið hand- tökin hvert hjá öðru og sýnt hvað vér viljum gera fyr- ir þennan félagsskap. ]?að nægir hvergi að lirópa: „í s- 1 a n d i a 11“, ef vér viljum svo ekkert veita, þegar með þarf. Eg leyfi mér því að skora fastlega á öll ungmenna- félög innan U. M. F. í., að þau sýni þann manndóm hjá sér, að gera Skinfaxa góð skil. Bregðist þetta, þá verður þröngt í búi Skinfaxa, því að fáir veita honum aðrir en vér. Formenn ungmennafélaga verða að sjá um að blað- gjaldið verði sent til héraðsstjórna, ekki scinna en i október ár hvert. Héraðsstjórnum er svo skylt að gera sem fyrst skil fyrir þessu til gjaldkera U. M. F. I. eða til ritstjóra og afgreiðslu Skinfaxa í Reykjavík. F. h. U. M. F. í. S. Greipsson. FKLAGSPRENTSMIDJAN

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.