Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1925, Blaðsíða 9

Skinfaxi - 01.06.1925, Blaðsíða 9
SKINFAXI 57 Þjóðhátíð. Skamt cr að bíða afmælishátíðar Alþingis 1930. Stjórnarvöldin liafa kvalt menn til að rita sögu þess og undirbúa hátið þessa á annan hátt. Liggur sæmd vor við, að hún fari vel úr hendi. Árið 1930 mun margur þingvöll gista, innlendur og útlendur. Minning liins forna og fræga Alþingis verður þá vegsömuð, í ræðu og riti, bundnu og óbundnu máli, í orði og verki með allskyns list, er þjóð vor á kost á að neyta. Vist hlýtur þessi hátíð að verða nokkur næring þjóð- hli voru, eða svo var þjóðhátíðin mikla 1874. En er frá líður íolskvast hátíðarljóminn og magn þeirrar hræringar, sem hátíðin hefir vakið, þverrar unz það þrýtur með öllu. pótt vér höldum þessa hátíð er þörf vorri fyrir þ j ó ð h á t í ð þar með ekki fullnægt. Síð- astliðnir áratugir liafa sannað oss þetta. Vér höfum haldið mót og skemtanir í smáum og stundum allstór- um stíl, sem vér höfum gefið nafnið þjóðhátíð. Er hér einkum átt við hátíðatilbreytni í Reykjavík dagana 2. ágúst og 17. júní. Héraðshátíðir annarstaðar eru títt haldnar aðra daga, eða cftir því, sem hentar í héraði hverju. Nú er 2. ágúst algerlega horfinn úr sögunni sem þjóðhátíðardagur og 17. júní í reyndinni einnig. ]7ess er eklci að vænta, að þeir verði vaktir upp aftur, og liggja til þes,s mörg rök, sem óþarft er að greina. En allur þorri manna saknar þess, að enginn dagur skuli vera helgaður sem þjóðhátiðardagur eins og hátt- ur er meðal margra annara iþjc>ða. Menn vita það, að slíkar hátíðir hafa ætíð verið næsta hollar fyrir þjóð- lífið og þegar það hefir staðið með beslum hlóma hafa Þær verið lialdnar með inestum veg. Ejóð vor á langt líf fyrir höndum og varðar það niestu, að hver kynslóð geri skyldu sína um það að berj- ast á móti þeim öflum, sem stefna á helvegu en styrkja

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.