Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1925, Blaðsíða 28

Skinfaxi - 01.06.1925, Blaðsíða 28
76 SKINFAXI Brotum gegn þessum reglum er oftast hegnt með því að gefa mótleikanda frí-lcast. Piltar og stúlkur geta jöfnum höndum leikið leik þennan, og má vera hvort sem heldur vill, að konur og karlar keppi eða liðinu sé skift á annan hátt. Knötturinn sé lílill og mjúkur fótholti. Y. S. Trjálundurinn í Skriðu. Tæplega mun nokkur liafa ferðast um Hörgárdal að sumarlagi, svo að ekki hafi hann veilt eftirtekt ofur- litlum dökkgrænum, hávöxnum trjálundi, sunnan við bæinn í Skriðu. pessi lundur, þótt lítill sé að ummáli, setur undra viðkunnanlegan svip á staðinn, einkanlega um sólarlagið, þegar hann kastar fram löngum skugga- tungum, eins og hann vilji bjóða ferðamanninum hvild í forsælu laufguðu greinanna. Trén eru 12 að tölu og standa á afgirtum bletti, sem hallar litið eitt móti suðri. 7 þeirra ei’u reynitré, en hitt björk. Auk þess er birki-„einstæðingur“ í hlaðvarpan- um fram undan bænunx. pessi tré eru nú nálægt 100 ára gömul. ]?au eru gróðursett af porláki Hallgrímssyni í Skriðxx eða Jóni Kjernested, syni hans. Ekki er ixxér kunnugt um ætt þeirra, en ein sögn segir þau oiga kyn sitt að rekja til villiplantna, sem vaxið hafi í Möðru- fellshrauni i Eyjafirði. Mesta tréð er nú unx 8 m. hátt. pað er myndarlegur reynir. Bjarkirnar cru minni. Nú virðast vera að koma ellimörk á þessa rosknu félaga, enda hefir mannshöndin ekki styrkt þá í lífsbaráttunni hin seinni árin. Furðulegt er, livað trc þessi hafa náð milclum þroska, því að eigi verður sagt, að hér séu náttúruskilyrði sér- lega góð. Jarðvegur svipaður og víðast er í túnum og.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.