Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1925, Blaðsíða 19

Skinfaxi - 01.06.1925, Blaðsíða 19
SKINFAXI 67 Eg ætlaði líka að skrifa þér um það, hvernig eg hefi hugsað mér að þið unga fólkið bættuð húsakynnin i sveitinni, en eg hefi ekki þrelc til þess núna og kann- ske aldrei. þetta er alt i molum hjá mér, og ekki visf, að þú skiljir, hvað fyrir mér vakir. Og núna finst mér alt hverfa fyrir þessu eina. — Meira sólskin á lieimilin, en burt með hégóman og tildrið. R. J. f tómstundum. „pótt þú langförull legðir sérhvert land undir fót, bera hugur og hjarta samt þíns heimalands mót.“ Eg er að hugsa um það, liversvegna „Gunnar vildi heldur bíða hel, en horfinn vera fósturjarðarströnd- um.“ Hvers vegna Snorri vildi út, eða hvers vegna Ungmennafélögin hafa sett það á stefnuskrá sina, að glæða alt þjóðlegt. Hvaða strengur er það í sál íslend- ingsins, er í gleði og harmi ymur Islands lag. Hvaða bönd eru það, sem binda einstáklinginn við land sitt og þjóð? Og er eg hugsa um þessa hluti, koma myndirnar, ein eftir aðra fram. Hin æðsta gjöf er hin fyrstu nöl'n, er barnstunga lærir að nefna. pau eru allur hinn frumlegi heimur, brjóstmylkingsins tunga- og tilfinningamál. í malpoka vegfarandans hafa pabbi og mamma eitt sinn lagt það ijesta, er þau áttu. Og enginn hefir nolckru sinni gefið meira. Barnið vex út yfir frumheim bernskunnar og inn í

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.