Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1925, Blaðsíða 16

Skinfaxi - 01.06.1925, Blaðsíða 16
SKINFAXI 64 ast, eins og þið kallið það, þá eigið þið að láta ljós ykkar skína, þegar þið komið heim aftur. jþekking ykkar á að bregða birtu yfir daglegt strit og stríð, og mitt í hversdagsönnum eru altaf stundir til að betra og bæta í kringum sig, ef viljinn er góður og árveknin nóg. — pú manst vist eftir unga manninum, sem var bérna um sumarið. Hann vissi hvað honum bar að gera. Hann notaði hvíldarstundir sínar til að leiðbeina félögum sínum og kenna þeim ýmislegt af þvi, sem bann bafði lært. Og það var honum að þakka, livað fólkið söng mikið við vinnu sína sumarið það. Ætli það hafi ekki verið beldur lofsamlegra og guði til meiri dýrðar, en tal það og framferði, sem maður á oft að venjast, þar sem margir ungir menn eru sam- an að verki. Og því er nú ver, að það er altítt, að þeir sem mentaðir þykjast vera fylla flokk þeirra, sem temja sér allskonar þvaður og óvandað orðbragð. Stundum er bugsunarbátturinn jafnvel svo afvega- leiddur, að sá þykist mestur maðurinn, sem flestar kann tvíræðar sögur og setningar, og stiklar á landa- mærum þess sæmilega og ósæmilega, ef hann kann að segja sæmilega frá og koma með sínar athugasemdir, þegar bonum og bans líkum finst vel við eiga. Eg veit, að iþað þarf stundum ekki svo lítið þrek til þess, að skerast úr leik, þegar menn eru svo óhepnir að lenda í slæmum félagsskap. En ábyrgð þeirra er líka ægileg, sem láta sjálfir dragast niður í slcarnið í slað þess að lyfta öðrum og láta Ijós sitt skína þeim til leiðbeiningar. pú verður nú líklega leið á þessu rugli, telpa min, en eg má til að skrifa þér þetta núna, og helst miklu meira. pað er ekki víst að mér endist aldur til að skrifa þér oftar, og eitthvert gagn kantu að bafa af ráðum gömlu, gráhærðu vinkonu þinnar. Æskan er oft svo bugsunarlaus, og sér ekki fyr en of seint hve hræði- lega hún hefir varið náðartima sínum. pess vegna verð-

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.