Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1925, Blaðsíða 21

Skinfaxi - 01.06.1925, Blaðsíða 21
SKINFAXI (59 ur og góð liugsjón Iiefir ekki orðið til á þessum stund- um, og hversu margt nytsamt verk hefir ekki verið unnið. Og hversu miklu af andlegri og likamlegri orku hefir eigi verið glatað, vegna óheilnæmrar notkunar tómstundanna. Hvernig verjið þið tómstundunum, kæru ungmenna- félagar? pó að eg beri fram þessa spurningu, þá er það ekki af þvi, að eg sé fær um að benda á hvað best sé i þessu efni. En þó vil eg leyfa mér að nefna tvö atriði, sem eg hygg að gætu hjálpað til að gera tómstundir æskulýðsins að íhugunar- og starfsstundum, í stað áþjánar og iðjuleysisstunda. þegar eg var innan við fermingu, var eg meðlimur ungmennafélags, er starfaði í minni sveit. Eg var ung- ur og ónýtur starfsmaður, eða réttara sagt, enginn starfsmaður. Formanni félags okkar kom þá til hug- ar að stofna hina svokölluðu „barnadeild“ meðal hinna yngstu meðlima. Deild þessi skyldi vera sem sjálfstæð- ur félagsskapur, velja stjórn sína af eigin flokki, hirða sín meðlimagjöld sjálf og yfirleitt vera eftirliking af íélagsskap hinna eldri. Formaður féagsins var þó i og með við fundarhöldin til þess að kenna okkur og hjálpa. Tilgangurinn var auðsær. Við áttum að læra að starfa sem nýtir ungmennafélagar, og á síðan sem samvinnu- þýðir og framsýnir sveitar- og þjóðarmeðlimir. Okkur var gefið færi á að nota starfskraftana þar sem okkar viðfangsefni gátu komið til mála. það var tilraun til að gera tómstundirnar að þroskalind. Fundir voru margir, og eftir vonum góðir, um vet- urinn. Við höfðum öll nokkur áhugamál á milli funda. Enginn vissi hver mundi verða valinn fundarstjóri næst. Sumir höfðu verk að vinna frá siðasta fundi. Og uú sýndi það sig, að foreldraimir höfðu meiri áhuga fyrir okkar félagsskap en hinna eldri ungmennafélaga, því að enn þá vorum við ekki vaxin upp úr þvi að spyrja þau ráða. Við mynduðum þannig nokkurskon-

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.