Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1925, Blaðsíða 8

Skinfaxi - 01.06.1925, Blaðsíða 8
56 SKINI'AXI Sú kynslóð, sem nú vex upp í landinu, kemur inn i lífið á límamótum Iveggja lífsskoðana, þar sem ann- að er einatt játað með vörunum, en hið gagnstæða látið leiðbeina um verk og breytni — og hún kemur inn í islenskt þjóðlif á tímamótum í atvinnumálum og stjórn- málum, menningu og siðum vors eigin lands. Hlutvcrk hennar er að skapa sér nýja og trausta skoðun á til- verunni, sem miðar bæði við föðurland vort á himni og jörðu, og er starfandi og skapandi kraftur, en ekki orðin tóm. Úr ]rvi heilbrigðasta, sannasta og djarfasta, sem samtíð vor hefir liugsað og reynt í andlegum mál- um, og þvi sem saga og reynsla sjálfra vor kennir um framtíð vora og framtíðarkosti, eigum vér að mynda í s 1 e n s k t r ú a r b r ö g ð, sem vér getum lifað og dáið fyrir. Eg veit, að þau muni vísa oss til sveitanna, til þess að rækta iþar bæði land og lýð. Eg veit, að þau muni benda oss á tungu vora og bókmentir sem lilverurétt vorn út á við — heimilismentun og sjálf- mentun sem notadrýgstu aðferðina heima fyrir. pessi trúarhrögð ætti tímarit ungmennafélaganna að efla og kenna. pau á að boða á samkomum þeirra og fyrirlestrum. Máttur hugsana og skoðana er mikill. pær eru til alls fyrstar, og endurtekning getur gert þær sterkari en hersveitir. Fyrr eða síðar kemur sú stund, að mönnum, sem farnir eru að vita vcl og vita betur, verður það óhærilegt að stefna sífelt i öfuga átt. pá verður sú viðreisn að verki, sem hófst í hugsun l'árra manna. Hér er nóg áf viti, kröftum og góðum vilja til ; þess að færa sér i nyt þá kosti, sem framtíðin býður þjóðinni. pað vanla ekki annað en að þeir menn, sem hugsa og vilja það sama, taki höndum saman. Og ung- mennafélög fslands gæti tekið þá stefnu, að alt það besta með þjóðinni skipaði sér smám saman undir merki þeirra. Sigurður Nordal.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.